Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Deng Xiaoping ogfélagar kynna nýja stafsetningu Latnesk stöfun orða breytist Á nýári tóku Kínverjar upp nýja stafsetningu. Gildir hún í opinberum fréttum og tilkynningum til fólks sem eingöngu les rómverskt letur en ekki hið fjölskrúðuga kínverska taknmál. Hin nýja stafsetning nefnist pinyin og felur hún meðal annars I sér þær breytingar a& bandstrik á milli oröa hverfur.Dæmi um bao er nafn Teng Hsiao-ping en nú stafast það Deng Xiaoping. Breyting þessi nær þó ekki til al- gengra heita eins og Hong Kong, en á pinyin myndi það líta ilt sem Zianggang. Kina mun einnig halda nafni slnu I hverju tungu- máli eftir vild. Erlend sendiráo I Kina svo og fréttastofur munu halda ýmsum rótgrónum nöfnum óbreyttum svo sem Peking (Beijing), Kan- ton (Guangzhou).Tibet (Xizang), Mongólia, Sun Yatsen, Mao Tse- tung og Chou En-lai. A6 sjálfsögðu verður reynt aö þýða nöfn, þó þvi verði reynt að halda innan marka smekkvis- innar. Málgagn kommúnista- flokksins verður kallað Dagblað fólksins en ekki Renmin Ribao. Fréttastofan Nýja Kina verður heldur ekki kölluð Xinhua. Tilkynning um þessá breytingu var tilkynnt af kinverskum yfir- völdum þann 20. nóvember. 011 nöfn munu falla undir reglur pinyin, nema þau sem þegar hefur verið á minnst svo og nöfn Kinverja sem búa erlendis. For- sætisráðherra Singapore mun halda sinu bandstriki og heitir hann Leee Kuan-yew eftir sem áður. Vonast er til að breytingin muni gera fólki auðveldara fyrir og draga úr ruglingi með klnversk nöfn sem fyrir leikmanni virðast öll eins. Stafsetningin á að miðast sem best við f ramburð Pekingbúa en þeir tala putunghua (alþýðu- mál). Pinyin skal notaö i öllum utan- rikisskjölum, vegabréfum, skilrfkjum, samningum, samþykktum, kynningabækling- um, og bókum, útskýringum og miðum. Ekki veröur breytingin þó látin hafa áhrif aftur i tlmann. Ennfremur munu söguleg nöfn, vörumerki og fyrirtæki ekki breyta um stafsetningu. Pinyin-byltingin á rætur sfnar að rekja allt til ársins 1951 þegar Mao formaður lýsti þvi yfir að skrifmál þjdðarinnar yrði að samlaga sig öðru ritmáli mann- kynsins. Fimm árum seinna voru láknin einfölduð til muna. Tveim- ur árum þar á eftir var tilkynnt að velja skyldi latneskt letur i stað þess kinverska. Dagblað fólksins sagði árið 1973 aö 50.000 tákn væru til I kinversku ritmáli en aðeins fimmti hluti þeirra væri notaður. Samt sem áður séu aðeins 3.000 tákn notuö I fjórum fyrstu bindum af ritsafni Mao Tse-tung. Sagði i blaðinu að þetta sýndi aö góö og löng ritverk þyrftu ekki mörg tákn. > Mao formaöur lagði áherslu á ao ritál Klnverja samræmdist sem best letri annarra þjóoa. Pinyin hefur verið kennt I skól- um i mörg ár en ekki náð að skjóta rótum I hjörtum kinversku þjóðarinnar. Þó eru umferðar- skilti, veitingahús og aðrir al- menningsstaðir merktir með kin- verskum táknum og einnig piny- in. Erfitt er þo að segja um hvort yfirvöld muni beita sér fyrir frek- ari notkun pinyin heima fyrir. Það verða hinar ýmsu mállýskur landsins óneitanlega margfalt ljón á veginum. Þótt nýársbylting þessi eigi að auðvelda útlendingum fyrir sagði - einn erlendur stjórnarerindreki aö útlendir menn væru svo rugl- aöir fyrir aö pinyin myndi ekki hjálpa mikið upp á sakirnar. En óneitanlega munu Kinverjar eignast splunkunýja forystu I augum útlendinga. Allir kannast við Teng Hsiao-ping og muna eftir Mao Tse-tung. En hverjir kannast við Deng Xiaoping og Mao Ze- dong? ES þýddi og endursagði NY NAMSKEIÐ hefjast mánudaginn 22. janúar og standa til 30. april 1979. 1. Teiknun ogmálun fyrir börn og ung- linga, 5 til 15 ára. " 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna, byrj- enda- og framhaldsnámskeið. 3. Bókband. 4. Almennur vefnaður. Innritun fer fram daglega kl. 10—12 og 14—17 á skrifstofu skólans Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri. argus Kauptu lYllWaÞarsem auðveldast er fyrir þig að endurnýja Umboðsmenn HHf eru afbragðs fótk, sem keppist við að veita svo að þú getir gengið frá endurnýjun á miðum þinum, valið þér viðskiptamönnumokkargóðaþjónustu. Þeir látaþér fúslegaíté trompmiða — og ef til vill nýtt númer til viöbótar. Láttu ekki allar upplýsingar um trompmiða, númer, flokka, raðir og annað óendurnýjaða miða glata vinningslíkum þínum. Það hefur hent það, sem þú vilt fá að vita um Happdrættið. of marga. Kauptu miða, þar sem auðveldast er fyrir þig að end- Það borgar sig að ræða við næsta umboðsmann sem allra fyrst, urnýja. Umboðsmenn Happdrættis Haákóla fslands árið 1979 REYKJAVlK: Aðalumboðið, Tjarnargötu 4, sími 25666 Búsport, Arnarbakka 2, sími 76670 Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10 sími 19030 Bókabúðin Álfheimum 6 sími 37318 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Bókaverslun Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150 sími 38350 Bókabúð Safamýrar, Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60 sími 35230 Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu sími 13557 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Ólöf Ester Karlsdóttir, c/o Rafvörur, Laugarnesvegi 52 sími 86411 Ólöf og Rannveig, Laugavegi 172 sími 11688 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 MOSFELLSSVEIT: Kaupfélag Kjalarnesþings, c/o Jón Sigurðsson, sími 66226 KJÓS: Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkoti Umboðsmenn á Reykjanesi Grindavík Ása Einarsdóttir Borgarhrauni 7 sími 8080 Flugvöllur Erla Steinsdóttir Aðalstoðinni sími 2255 Sandgerði Hannes Arnórsson Víkurbraut 3 sími 7500 Hafnir Guðlaug Magnúsdóttir Jaöri sími 6919 Keflavík Jón Tómasson versl. Hagafell sími 1560 Vogar Halla Árnadóttir Hafnargötu 9 sími 6540 Umboðsmenn á Austf jörðum Vopnafjörður Bakkagerði Seyðisfjörður Norðfjörður KÚPAVOGUR: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Eskifjörður Halldóra Þórðardóttir, Litaskálinn, Kársnesbraut 2 sími 40810 Egilsstaðir GARÐABÆR: Reyðarfjörður Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720 Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður HAFNARFJÖRÐUR: Breiðdalur Keramikhúsið, Reykjavíkurvegi 68, sími 51301 Djúpivogur Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sí.ni 50326 Höfn Verslun Valdimárs Long, Strandgötu 41, sími 50288 Þuríður Jónsdóttir sími 3153 Sverrir Haraldsson Asbyrgi sími 2937 Ragnar Nikulásson Austurvegi 22 sími 2236 Bókhaldsstofa Guöm. Ásgeirssonar sími 7677 Dagmar Óskarsdóttir, sími 6289 Aðalsteinn Halldórsson La'ufási 10 sími 1200 Bogey R. Jónsdóttir Mánagötu 23 sími 4210 örn Aðalsteinsson Magnús Gíslason Samtúni Ragnheiður Ragnarsdóttir Holti Maria Rögnvaldsdóttir Prestshúsi sími 8814 Gunnar Snjólfsson Hafnarbraut 18 sími 8266 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.