Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIPA 13 ■ Við Thorsaramir erum algjörir Naflajónar! Ekld hafa ' þessir gaurar séð sólargeislann frá j \ Fiórída! É Adolf J. Petersen maf Hverfur nú til aldar ár Þá eru áramótin liðin hjá, hið gamla sem var nýtt fyrir einu ári siðan er liðið, en nýja áriö sem verður gamalt aö einu ári liðnu er gengið i garð. Þjóðin hefur fengið að hlusta á lands- föðurræður og áramótaskaup i rikisútvarpinu. Allir óskuðu öll- um gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla. Veðurguöirnir þeyttu heilmiklum snjó úr himnaranninum, rétt svona til að kveðja gamla árið og heilsa þvi nýja, en það hafði þau áhrif á mannlifiö að fólki gekk illa að komast i heimboðin hverju til annars, ckutólin sátu föst i fönn, og nú kunna Islendingar ekki lengur að ganga i snjó. Áður fyrr létu menn ekki snjó aftra svo mjög feröum sinum, þó það væri klofsnjór sem kallað var. Skagfirðingurinn Lilja Gott- skálksdóttir þurfti að vetri til að fara gangandi milli bæja; hún lýsti færðinni þannig: Færðin bjó mér þunga þraut, þrótt úr dró tii muna. Hreppti ég snjó i hverri laut hreint i ónefnuna. Visnamál óska lesendum sin- um góðs árs og friðar með þökk fyrir það liðna, sem ritari þeir ra kvað um: Hverfur nú til akiar ár, einn þvi timinn réði. Endurminning, örlög sár, eöa bros og gleði. AJP. Eflaust hefur Amor ekki brugðist vana sfnum og kveikt á kertum ástarinnar i mörgu brjósti, um þessar nýliðnu há- tiðar, týrur sem kunna að loga eitthvað fyrst um sinn. Amor hefúr nú skotið örvum sinum fyrr um aldamótin siöustu kvað Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum: Dái ég þennan, þennan mann þrátt með penna og óði. Læt ég ennþá enn um hann eld minn brenna i Ijóði. Er sem finni ilm af rós andi minn frá honum, og sem brynnu eilif ljós yfir minningunum. Ei má veldi hans verða kalt, þótt veröi kveld að árum. Það er, heid eg, held eg, allt hreinsað eidi og tárum. Hugtakið ást, er ekki einskoröað viö vináttu milli kynja, það nær yfir allt sem menn elska, svo sem ættjörð og list, en ást á list nær yfir allar listgreinar eins og t.d. orðalist. Rithöfundar, skáld ljóða og hag- yrðingar hafa aðhyllst öðrum fremur list orðsins. Hagy rðingurinn Valdimar Benónýsson fæddur 1884 á Kambshól i Viðidal kvað: Ég hef fátt af listum lært — leiðir þrátt ei kunnar — stefja sláttu brandinn bært aö boði náttúrunnar. Valdimar var maður orðslist- arinnar og mat þá list meir en flestannaö. Hannsemfleiri hef- ur dáö hagmælsku Jóns S. Berg- mann og kvaö um hann látinn: Feigðin heggur björk og blóm, blandar dreggi I skálar. Yfir seggjum dauðadóm dult á vegginn málar. Út hún hringir ævi bið allt I kringum hljómar, dapurt klingja dyrnar við dauöans fingurgómar. Dögum hljóðum dregur að dofnar gróður Braga. Jóns viö ljóð er brotið blað Bergmanns þjóðarhaga. Hinstu njólu fékk hann frið feginn bóli náða. Bernskuhólinnn heima við hlaut hann skjólið þráða. Margan bjó hann góðan grip gjarnan sló i brýnu, á það hjó hann sverösins svip sem hann dró I lfnu. Beina kenndi lista leið lag til enda kunni. Orðin brenndu og það sveiö undan hendingunni. Hans var tunga hröð og snjöll hneigð aö Braga sumbli. Standa farmanns stuðlaföll stolt á dáins kumbli. Þaðer hver maður fullsæmd- ur af svona eftirmælum. Ættjarðarást gæti fyrirsögnin verið að mörgum visum Jóns S. Bergmann, en með þessum vis- um kveður hann til Fjallkon- Norðri hallar höfði að hreinni fjalla-meyju. Hún varð falleg fyrir það, færð I mjailar-treyju. Himinn geldur honum það, henni er veldur sökum. Ilún á eld I hjartastaö, hjálm úr feldum jökum. Ég hef alltaf elskað þig eins og guð á hæðum. Þú munt siðast sveipa mig sumargrænum klæðum. Söngvar förumannsins eru oft margbreytilegir I stefjum og tónstigum. Jón S. Bergmann þekkti vel stefjahreim og hljóm- blæ þeirra söngva og kvað: Hljómgrunn munu f framtið fá fremstu niðjar landsins, sólarheimum seiddir frá „Söngvar förumannsins” Þannig kvað Jón um Ijóðmæli Stefánsfrá Hvítadal, en hélt svo áfram með sln eigin hljómbrot: Timinn vinnur aldrei á elstu kynningunni, ellin finnur ylinn frá æsku-minningunni. ♦ Þeim er llfið fréttafátt, frægð er iitt til sagna, sem að hafa aldrei átt öðru en láni að fagna. Það er skýr og sjálfráð sýn, sönnuð einkamálum, að ég lesi örlög min I annarra manna sálum. Verkin huldu sfðar sjást, sálarkulda sprottin; hver, sem duldi alla ást, er I skuld við drottin. Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá, hæsta takmarkinu. Þinglyndi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.