Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 20
DIOBVIUINN Sunnudagur 7. janúar 1979 Aftalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 ó laugardögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BLIÐIIM simi 29800, <5 linur)>*»»^ ^ Verslið í sérverslun með litasjónvörp ; og hljómtœki ' | EFTIR HUNDRAÐ OG NÍUTÍU ÁR í BRESKA BLAÐAHEIMINUM: Fimmtudaginn 30. nóvember kom út i London siöasta eintakiö af breska stórblaöinu The Times. Mikili handagangur varö I öskjunni, þegar blaöiö kom á göturnar og seldist þaö upp á mettima. Venjulegt sölu- verö blaösins er 15 shillingar en þennan dag var gangverö hvers eintaks 15 pund. 1 blaöinu sjálfu þennan slö- asta útgáfudag er látiö sem ekkert sé, og ekki er þar aö finna staf frá ritstjórninni um aö útgáfu blaösins hafi veriö hætt um óákveöinn tima eftir 190 ára göngu. Þaö er helst i lesendadálkunum aö hægt er aö sjá hvers kyns er, þar sem margir lesendur kveöja þennan góövin sinn meö trega, — en The Times varö fyrst blaöa til aö birta lesendabréf til ritstjórnar á siöum blaösins. Olíulindir í Norðursjó Útgáfa The Times og Sunday Times er i höndum sérstaks fyrirtækis sem er hluti af stór- fyrirtækinu Thomson Organisa- tion. Thomson Organisation er nú vellauöugt fyrirtæki, og þó útgáfa svæöisbundinna dag- blaöa, feröaskrifstofurekstur og bókaútgáfa séstór hluti af starf- seminni þá er meginuppspretta gróöans oliulindir i Noröursjó. Aöur en oliulindirnar fóru aö skila hagnaöi var fyrirtækiö mjög illa stætt fjárhagslega og aöaleigandinn, Thomson lá- varöur, varö aö gangast sjálfur I skuldaábyrgöir fyrir The Times. Sonur hans tók viö af honum látnum og skömmu siöar var skuldaábyrgö f jöiskyldunnar úr sögunni og um leiö breyttist öll stefna varöandi útgáfu blaösins, sem á undanförnum árum hefur veriö rekiö meö miklum halla. Töivutækni sem brást Akveöiö var aö gerbreyta allri tæknivinnslu blaösins, meö þvi aö taka upp tölvutækni viö setn- ingu meginmáls og auglýsinga án þess aö setjarar kæmu þar nærri. Strax á árinu 1973 kepptu 5 stórfyrirtæki, alþjóöleg og bresk. um aö fá aö endurskipu- leggja vinnslu blaösins og inn- leiöa nýjustu tölvutækni i allt prentverk, uppsetningu, auglýs- ingar og innheimtur. Hlut- skarpast varö bandariskt fyrir- tæki, System Development Corporation og Santa Monica, en á miöju siðasta ári lýsti SCD þvi yfir aö þaö réöi ekki yfir þeirri tækniþekkingu sem nauö- synleg væri til úrvinnslu fjölda- margra atriöa, og nú er oröiö A fyrstu þremur mánuöum þessa árs var útgáfa Sunday Times stöövuö 9 sinnum vegna skyndiverkfalla. 11 miljónir ein- taka hafa ekki komið út eins og áætlaö var. Auglýsendur voru farnir aö missa traust á biaöinu og þegar svo var komiö, var stjórnarformanni falið ,,aö gera eitthvaö I málinu” og þaö fljótt. Atvinnumissir allra starfsmanna Hann lét hendur standa fram úr ermum og i lok april tilkynnti hann öllum starfsmönnum The Times og Sunday Times aö þeir misstu vinnuna 30. nóvember þar sem útgáfu blaöanna yröi hætt, — nema gengiö yröi aö öll- um kröfum útgefenda. 1 raun var meö þessu veriö aö krefjast þess af verkaiýösfélög- unum aö þau gerbreyttu allri sinni stefnu og vinnuaðferöum og i sumum tilfellum aö þau hreinlega eyöilegöu árangur margra ára starfs sins. Þegar þessi hótun um stöövun útgáfu og atvinnumissi ailra starfsmanna fyrirtækisins var gefin 26. april s.l. sögöu öll félög starfsmanna — Hingað og ekki lengra, og tilkynntu aö ekki yröi sest aftur aö samningaboröinu fyrr en hótunin heföi veriö dregin til baka. Þaö hefur ekki veriö gert og engir samninga- fundir veriö haldnir siðan. Um miöjan nóvember kynnti stjórn The Times loks kröfur sinar fyrir félögunum á nýjan leik, en þá var oröiö þröngt um vik, 30. nóvember nálgaðist óöum og engan bilbug var aö finna hjá útgefendunum. Þaö var þvi engin von til aö samningar næöust, og þvi fór sem fór, aö útgáfu blaösins var hætt 30- nóvember s.l. Eftir þann tima fá starfs- mennirnir sem eru um 2.500 talsins greiddan uppsagnarfrest sem er mjög mismunandi, allt frá 2 vikum upp i 4 mánuði. Þeir eru þvi margir þegar orönir kauplausir og hafa litla eöa enga möguleika á annarri vinnu þar sem almennt atvinnuleysi er i Bretlandi. (Þýtt og endursagt eftir New Statesman. —AI) ljóst aö kerfi þaö sem SCD getur boöiö uppá mun aldrei mæta nema hluta af þeim kröfum, sem upphaflega voru geröar. 100 starfsmönnum sagt upp Þrátt fyrir þessi vandkvæöi hefur áfram veriö unniö aö þessum breytingum. og þó eng- inn viti hvenær SDC verður til- búiö meö nýtt setningarkerfi eöa hvers kyns þaö kerfi veröur, hafa allan timann staöiö yfir samningaumleitanir viö prent- ara og aöra, sem missa vinnu vegna tæknivæöingarinnar. Alls hyggst fyrirtækiö fækka starfs- mönnum um 1000 á næstu þremur árum og á árinu 1976 náöist um þaö samkomulag, sem siöan var fellt i öllum verkalýösfélögum nema blaöa- mannafélaginu. Siöan hafa samningar farið fram viö ein- stök félög starfsmanna og hefúr þaö ásamt þvi aö tæknivæöingin mun koma misjafnlega niöur á starfsgreinum oröiö til þess aö kljúfa samstööu starfsmanna gegn áformum atvinnu- rekandans. Eftir þvi sem timar liöu færö- iststöðugt meiri harka i leikinn. Síðustu lesendabréf the Times f síðasta tölublaði The Tlmes var lesenda- dálkurinn fullur af bréf- um, sem ákaft hörmuðu endalok blaðsins. Við birtum hér þýðingar á nokkrum lesendabréf un- um, til að gefa lesendum Þjóðviljans innsýn í harm þann og sorg, sem brýst út á neytendamarkaðn- um, þegar dagblað deyr. Fyrst skal frægan og formangaðan telja sjálf- an Axel Springer, blaða- kóng í Vestur-Þýska- landi. Hann segir í lesendabréfi sínu: Kæru ritstjórar! Ég og allir vinnufélagar' minir erum harmi slegnir yfir þeirri frétt, aö The Times muni ekki þjóna almenn- ingi eins og hann hefur gert i tæpar tvær aldir. Fyrir skömmu hélt ég ræöu i fögnuöi fyrirtækis mins og bar hrós á The Times og gaf i skyn, aö út- gáfu þess væri ógnaö. 1 dag get ég aöeins bætt viö, aö útgáfu- heimurinn verður mun fátækari þegar drottning Londonblaö- anna hættir aö koma út, en vona aö endurútgáfa hefjist sem allra fyrst. Yöareinlægur, Axel Springer. Og svo eitt stutt og laggott lesendabréf frá breskum hjón- um: Kæru ritstjórar! Ætlum bara aö segja ykkur, aö þaö skiptir engu hvaöa blað viö lesum meö- an þiö eruö horfnir af sjónar- sviðinu —- þegar þiö birtist á nýjan leik, gerum viö þaö lika! Mr. og mrs. Nicoll Hér kemur svo eitt tárvott bréf: Góöir ritstjórar! Ég vona aö ykkur vegni vel i baráttunni aö koma út blaöi ykkar á nýjan leik. Geriö þaö fyrir mig, minir kæru, aö láta ekki bugast á siö- ustu stundu, eöa láta lita út fyrir þaö. Kveöjur, R.Y. Holdsworth. Þetta lesendabréf er hins veg- ar i þurrari húmortón: Ritstjórar! Þaö er okkur mik- il huggun, sem aldrei getum leyst krossgátur, aö enginn fær aö vita lausnina á Krossgátu númer 15070. Yöar einlægur, M.H. Legge. Þessi lesandi heldur bersýni- lega upp á blóm: Kæru ritstjórar! Ég mun setja rauða rós i hnappagatiö þann dag, sem starfsmenn ykk- ar veröa endurráönir og The Times kemur út á nýjan leik. Ég vona aö aörir lesendur ykkar geri slfkt hiö sama. Ykkar einlægi þjónn, H.M. Saiwitz Og hér er einn lesandi, sem kann þýsku: Herrar minir! Ég segi ekki bless; bara Auf Wiedersehen! Yöar einlægur aö eilifu, Brian Court-Mappin Þetta lesendabréf sýnir aö lesendur The Times gera meiri kröfur til blaðsins sins en lesendur islensku siödegis- pressunnar: Kæru ritstjórar! Þiö hafiö vitanlega fengiö mörg greindar- leg bréf frá lesendum ykkar sem harma aö The Times sé aö deyja út. Þótt ég tjái mig ekki jafn vel og þeir, langar mig til aö leggja nokkur orö I belg. Hugsiö ykkur, kæru ritstjór- ar, eymd þess, sem ekki getur átt 60ára lestrarferil The Times aö baki, en veröur alla sina ævi aö horfast i augu viö heimskan ruddaskap á prenti, og hefur þaö eitt til huggunar, ,,aö blöö- in heföu getaö veriö betri”. Þessi aumi lesandi veröur senmilega • sammála Mr. Stoppard, sem sagöi: ,,Ég er hlynntur frjálsri pressu, en á móti dagblööunum.” Yöareinlægur, Richard Hands. (Þýð.: —im)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.