Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Eru turnar Kremlar og krakkar á skautum áróOur fyrir Brésnjéf? Þeir einbeittu sér aö félagslegum vanda: fdru þeir meö nlö um Japan? Heimildarmyndir í sjónvarpi eða flóttinn frá mannheimum A annan dag jóla var sýnd I sjónvarpinu kvikmynd um dag- legt lif i Moskvuborg I desem- bermánuöi, sem nýsjálenskir menn höföu gert i samvinnu viö sovéska aöila. Þetta var safn svipmynda af þvi tagi sem oft sést: söguleg mannvirki, senur af götum og skemmtigöröum, börn viö tómstundagaman eöa I leikhúsi eöa sirkus. Höfundar myndarinnar köfuöu hvergi djúpt i' mannlifiö og þaö er heldur ekki hægt aö halda þvi fram aö þeir hafi þóst fara meö speki eöa stórtiöindi. Útkoman varö einskonar kynningarmynd sem sjálfsagt er ekki langt frá þeim hugmyndum sem sovéskir feröamálastjórar vilja gefa út- lendingum. Hliöstæöar myndir eru margar geröar — ekki slst um tsland. Flestar heimildar- kvikmyndir sem um Island eru sýndar fjalla um náttúru og landslag, mannlif er þar ekki á dagskrá, þótt kannski sé ein- hverju inn skotiö jákvæöu um dugnaö og haröfylgni Islenskra sjómanna og fegurö islenskra stúlkna. Una þá allir glaöir viö sitt. En ef aö einhver gerir Islandsmynd sem fer verulega út fyrir slikan ramma, þá er uppi fótur og fit, og margir veröa til þess aö skamma þá eins og hunda, sem sverti landiö eöa einhvern hluta landsmanna i augum umheimsins. Áróöur fyrir Rússa Moskvumyndin sýndist sem- sagt hin meinlausasta og af alþekktri tegund heimilda- mynda. En húnhefur samt oröiö tilefni nokkurra blaöaskrifa. Meöal annars helgaöi Visir henni sérstakan leiöara, rétt fyrir áramót. Vfei fannst aö islenskasjónvarpiöværi aö taka þátt i áróöri fyrir Sovétrikin, meö því aö draga upp „mynd af börnum I leik, fólki I skóla ogviö vinnu, sýna afreksmenn i iþróttum og þjóöholla listamenn”. Meö þvi aö sýna svona efni, segir Visir, er veriö aö hylma yfir meö sovéskum yfirvöldum. Þaö er ekki minnst einu oröiö i slikum myndum á mannréttindamál, á andðfs- menn og annaö sem sovésk yfir- völd dreifa glansmynd af sjálfum sér. Pagóöur í Bangkok Nú er kannski einfaldast aö afgreiöa svona mál meö þvi, aö Og þótt fuglar og fiskar séu aö sönnu dáindis frlöir.... mikiö sé ofstækiö á Visi, þeir megi ekki sjá rússneska krakka á skautum án þess aö hrópa aö lýöræöiösé ihættu. En máliö er flóknaraen svo. Þaö varöar viö- leitniallra handa stjórnvalda og áhrifaaöila til aö skapa fallega mynd af sér i fjölmiölum — og þá um leiö mögulega viöleitni hinna skárri fjölmiöla til aö gera strik i reikninginn hjá slikri feguröarviöleitni. Satt aö segja höfum viö öll látiö ein- hverjar heimildarmy ndir fara i' taugarnar á okkur vegna þess sem I þær vantaði. Ég man vel eftir þvi aö islenskir sjón- varpsmenn heimsóttu Bangkok, höfuöborg Thailands og geröu filmu um heimsóknina. 1 henni var ekkert nema fallegar pagóöur, undarlegir dansar, undarlegar götur og fallegt fólk. SUNNUDAGSPISTILL Þar var ekkert af hrikalegum félagslegum þverstæöum landsins né heldur frægri stjórnmálaspillingu. Né heldur kom þaö á dagskrá aö veriö var aö breyta Bangkok, höfuöborg fátæks lands, í griöarlegt hóru- hús fyrir miöstéttarkarla úr iönvæddumhvitum heimi. Ég er viss um aö margir vinstri- gaurar hafa bölvaö hátt og i hljóöi yfir slikri mynd og hefur þeim fundist aö veriö væri aö gefa mjög falsaöa mynd af veruleikanum. Um leiö var varla hægt aö ásaka islensku sjónvarpsgestina um meiri- háttar ásetningarsyndir. Þeir voru I stuttri heimsókn, þeir sáu þaö sem túristar á skjótri ferö sjá og brugöust viö þvi á svipaöan hátt. Níö um Japan Aöur en lengra er haldiö: menn hafa einnig haft upp hávær mótmæli yfir heimilda- kvikmyndum sem hér hafa veriö sýndar vegna þess aö þær geymdueitthvaö þaö sem menn vildu heist ekki sjá. Eitt fræg- asta dæmiö var löng mynd sem breskir sjónvarpsmenn höföu gert um Japan. Þessi hópur haföi gefiö sérstakan gaum af skuggahíiöum hins japanska eftiahagsundurs sem svo hefur veriö nefnt. Aö mengun, þrengskim, streitu, fáránlegum skemmtunum, aö þeim sem útundan veröa I haröri sam- keppni, aö konum sem láta skera upp augu og brjóst til aö falla betur aö kröfum vinnu- maricaöarins og þar fram eftir götum. Þetta var býsna vel gerö mynd og miklu meiri vinna og hugsun i hana lögö en þær túristamyndir sem fyrr voru nefndar. En þaö uröu furöu margir til aö mótmæla slíkri mynd á siöum Morgunblaösins Þeir sögöu aö þetta væri alltof einhliöa mynd. Hún gæfi ranga mynd af Japan. Hún væri jafn- vel niö um Japan sem Bretar heföu sett saman annaöhvort af öfund eöa af laumukomma- hugarfari — nema hvort- -tveggja væri. Þetta fólk vildi bersýnilega fá annaö fram: kannski fornfræga garöa, kannski trúarhátiö, kannski glæsileg mannvirki og fram- leiösluvörur. Eitthvaö jákvætt semsagt. Og þaö er ekki aö efa, aö japanska utanrlkisráöu- neytiö og feröamálastjórar heföu veriö alveg sammála. Lygi og heildarmynd Þau atriöi sem hér hefur veriö minnst á segja I raun og veru mjög einfaldan sannleika.. öngvar heimildarmyndir spanna allt þaö sem viö höfum forvitni á aö sjá frá t.d. tilteknu landi. Og þaö er misjafnt aö hverju viö leitum. Frá ein hverju sjónarmiöi ljúga allar heimildarmyndir um mannlif einfaldlega meö þvi aö taka fyrir einhver ákveðin sviö og sleppa öörum. Þaö er ekki hægt aö hugsa sér gerö heimildar- kvikmynda án sértekningar. Dómur sá sem áhugasamur áhorfandi fellir um frammi- stööu fjölmiöils hlýtur þá fyrst og fremst aö vera tengdur heDdarmyndinni sem gefin er þegar til lengdar lætur, ekki hverri einstakri mynd. Þaö skiptir mestu aö t.d. sjónvarp - hafi áhugaogáræöi til aöbregö- ast viö margskonar áhuga. Mynd um blómamenningu Japana eöa úthafsveiöar hvorki útilokar eöa kemur I staöinn fyrir kvikmynd um hrikaleg - vandamál japanskra stórborga. Myndir um jafnmerk fyrirbæri og dýrgripi Kremlar eöa þjálfun iþróttamanna þrifst auövitaö viö hliö viötala við sovéska and- ófsmenn (sem einnig hafa sést hér i' sjónvarpi) Flúiö af hættusvæöum Þetta sýnast allt sjálfsagöir hlutir. En þab sýnist samt nauösynlegt aö itreka þá. Bæöi vegna þess aö sjónvarpið er eini aöilinn sem fer meö frétta- myndir og heimildamyndir svo nokkru nemi. Og vegna þess, aö sú litla umræöa um þær sem fram hefur farið, eða öllu heldur þær rokur sem einstakar myndir valda, viröast hafa haft fremur neikvæð áhrif á islenska sjónvarpiö. Þaö er sem þaö kjósi fyrst og fremst aö draga sig íhlé frá hættusvæðum. Ekki verður betur séö en þær geö- sveiflur sem i gær verða út af Japan, I dag út af Chile eöa Kina, hinn daginn út af Rússum, hafi oröið til þess aö sjónvarpiö hafi lagt út i mikinn flótta frá mannslifinu (sem er alltaf tengt pólitiskum háska) yfir I riki náttúrunnar. Tækni og visindi höfum vér jafnan hjá oss, og hafsbotninn litrlka þekkja islenskir sjónvarpsáhorfendur miklu betur en þjóöir heilla meginlanda. Visindi eru merk, fiskamir I sjónum eru dáindis frfðir og skemmtilegir. En eru þessi hlutföll ekki oröin I hæpnara lagi, eru menn ekki komnir fulllangt frá mannfólki á vit fugla, ókleifra linda, brunasanda og kolkrabba? ArniBergmann Eftir Arna Bergmann bækur The English People and the English Revolution Brian Manning. Penguin Books 1978. Höfundurinn er fyrirlesari viö Manchester og hefur átt hlut aö ýmsum safnverkum um 17. öldina á Englandi. Hugmyndirnar um hvatámenn þeirra breytinga og byltinga sem áttu sér staö á Englandi á 17. öld voru löngum, aö lágaöallinn og efnaöir borg- arar heföu fyrst og fremst veriö aðal-driffjöðrin. Manning telur aö vissulega hafi þessar stéttir átt mikinn hlut aö breytingunum, en aö almúginn þá einkum i London hafi átt mun drýgri hlut aö byltingunum heldur en hingaö til hefur veriö álitiö. Hann álitur aö aukin stéttameövitund og jafn- ræðiskröfur hafi aukiö á kurr og óróleika meöal borgaralmúga i London og viöar og aö „alþingi götunnar” hafi oft þvingaö for- ystumenn til aögeröa sem þeim var sjálfum ekki svo mjög um gefiö. Höfundurinn dregur fram margvisleg sönnunargögn máli sinu til stuðnings og hefur rann- sakað all ýtarlega öll þau gögn sem fundin veröa um áhrif ým- issa hópa, sem mótaö höföu meö sér ákveönar skoöanir um rétt- læti og jafnræði. Þessir hópar voru ekki fjölmennir en I „moldvörpustarfsemi papist- anna”, fátæktin og misréttiö og sérréttindi yfirstéttanna jók á andúðina á rikjandi stéttum og geröi athafnir þeirra tortryggi- legar i augum almúgans. Mann- ing segiri formála aö byltingin hafi ekki átt sér staö meö aögerð- um viss hluta yfirstéttanna, heldur hafi almenningur og þá einkum iLondon átt mikinn þátt i henni og aö þessi almenningur hafi veriö fær um að hugsa og á- lykta án leiðbeininga aö ofan. Bók Mannings varpar nýju ljósi á aödraganda þeirra breytinga sem uröu á ensku samfélagi á 17. öld og einnig á byltinguna sjálfa. Venice. A thousend years of cuiture and civilization. Peter Lauritzen. Weidenfeld and Nicolson 1978. Feneyjar eru reistar á um 100 eyjum, sem tengdar eru megin- landinu meö vegabrúm. Sam- gönguæöarnar eru sikin og brýr yfir þau, sem eru um 400. Fyrsti doginn var kosinn 697 og brátt urðu Feneyjar eitt mesta verslunarstórveldi viö Miö- jarðarhaf, veldi borgarinnar varö mest á 14. og 15. öld, en tók nokk- uö aö dragast saman eftir landa- fundina. 1 þessu riti rekur Lauritzen þúsund ára sögu borgarinnar. Hann hefur búiö I Feneyjaborg I um tiu ára skeið og er þar cittadino. Höfundurinn lýsir hér verkum margra frægustu listamanna Feneyinga, svo sem verkum Bellinis, Cantalettos, Carriera, Giorgiones, Tiepolos, Tintorettos og Titians, Hann fjallar vitaskuld talsvert um arkitektana, svo sem Palladio, Sanmichele og Sanso- vino og tónskáld eins og Vivaldi og Monteverdi. Ef einhver itölsk borg má kallast listasafn, þá eru þaö Feneyjar: þar gætir fyrst og fremst liöins tima. Flórenz er ekki siður auöug aö listminjum, en hún er nútima borg iöandi af athafnalifi og ber ekki þau kyrru einkenni safnsins eins og Feneyjar. Andrúmsloft Feneyja er mettaö fortiöinni, þúsund ára sögu og minjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.