Þjóðviljinn - 28.01.1979, Page 5
Sunnudagur 28. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Rjarni fer inn i Bandarikin. Þess má geta, aö allur er varinn góöur. Bjarni <og fjórir blaðakommar aörir)
fengu sérstaka áritun, sem gilti aöeins i eina heimsókn til skamms tima, meöan aörir islenskir blaöamenn
fengu áritun upp á aö þeir mættu koma eins o'ft og passarþeirra dygöu. Þar aö auki var sérstakt númer á
áritun Bjarna og annarra tortryggilegra manna.
Þegar Bjarni
Þórðarson fór
til Bandaríkjanna
Aldrei
hafði
borist
jafn
ískyggileg
umsókn
Hér er mynd sem á skilið
að komast í annála. Hún er
af sögulegri stund. Hún
sýnir Bjarna Þórðarson,
fyrrum bæjarstjóra á
Austurlandi, horfa kank-
vísan á bandaríska konu
sem hefur fengið það
merkilega verkefni að
stimpla passa hans og
hleypa svo þessum höfuð-
bolsa inn í landið.
Myndin er tekin i vetur þegar
Flugleiðir buöu hópi blaöamanna
til Bandarikjanna. Tilefniö var aö
opna nýja áætlunarleið til borgar-
innar Baltimore. Meöal gesta
voru ritstjórar blaða úti á landi,
en eitt af afrekum Bjarna, og þau
eru mörg, er einmitt aö hafa vel
og lengi haldiö út vikublaöinu
Austurlandi.
Eins og menn vita er þaö enn
þann dag i dag plagsiöur i banda-
riskum sendiráöum aö láta út-
lendinga svara spurningum um
þaö, hvort þeir hafi verið i ein-
hverjum þeim samtökum sem
Bandarikin telja kommúnisk, en
þaö hefur stundum tognaö drjúg-
um á þvi húgtaki i meðferö skrif-
finna. Segir sagan aö Bjarna hefi
verið mjög skemmt þegar aö þvi
kom aö hann þurfti aö fylla út
sinn spurningalista.
Hann hefur nefnilega veriö
meölimur i öllum rauöum sam-
tökum og samfylkingum landsins
og ef ekki rauöum þá áreiöanlega
„andamriskum”. Bjarni tiundaöi
þetta allt mjög skilmerkilega.
Stofnandi Kommúnistaflokks
Islands.
Stofnfélagi I Sósialistaflokkn-
um
Stofnandi Alþýöubandalagsins
Stofnandi samtaka hernáms-
andstæöinga
Stofnandi Mir....
Og svo mætti lengi telja.
Sögur herma þaö ennfremur,
aö uppi hafi oröiö fótur og fit þeg-
ar skýrsla Bjarna kom á skrif-
borö vegabréfsáritara i banda-
riska sendiráöinu hér. Mennirnir
höföu aldrei séö jafn hrikalegan
og opinskáan pólitiskan afbrota-
feril á einu blaöi. Flýttu þeir sér
aö taka gott ljósrit af vegabréfs-
umsókn Bjarna og festa hana upp
á vegg, komandi kynslóöum til
upplýsingar og upplyftingar.
Og Bjarni Þóröar fór svo til
Amríku eins og myndin sannar.
Og kom heim aftur.
Carter situr enn I Hvita húsinu.
áb
Erlendar
bækur
Democracy and Classical
Greece.
J.K. Davies. Fontana History of
the Ancient World. Fontana/Coil-
ins 1978.
Höfundurinn er nú starfandi viö
háskólann I Liverpool. Hann hef-
ur skrifað talsvert um hellensk
efni. Bók hans Athenian
Propertied Families 600-300 f. Kr.
kom út 1971.
Þaö er einlægt veriö aö endur-
bæta og endurskrifa sögu Hel-
lena, og kemur þaö til aö nýjum
viöhorfum, en kveikju þeirra eru
rannsóknir fornminja, nýir fundir
og endurmat annarra heimilda,
og sfðast en ekki sist breytingar á
samfélagsháttum og mati nú á
dögum. Hver kynslóð leggur sitt
mat á fyrri tiöa sögu og aöra
megináherslu á ýmsa þætti, sem
fyrri kynslóö sinnti e.t.v. litt.
Þaö hefur löngum veriö álitiö
aö menningarblómi Hellena hafi
náö hæst á fimmtu og fjóröu öld f.
Kr., og þá sérstaklega i Aþenu.
Davies rekur nú þessa þróun
samkvæmt eigin skilningi á þeim
heimildum sem eru fyrir hendi,
en þær eru fornleifar, rústir hofa
og húsa. áletranir á steina og töfl-
ur, styttur og leirker, mynt og
grafir, ásamt skrifuöum heimild-
um sagnfræöinga, skáldskap og
heimspeki.
Sá sem tekur sér siöan fyrir
hendur aö raöa saman heimildum
sem fyrir liggja veröur aö treysta
á hugkvæmni og stundum hreina
getspeki svo að sagan veröi rakin,
sönnunargögnin eru oft I hæpnara
lagi, og þá er úr vöndu aö ráöa.
Davies hefur tekist aö setja sam-
an frásögn byggöa á samtima- oh
reyndar stundum siðari tima
heimildum, sem hann hefur nýtt
vel, og auk þess notar hann óbein-
ar heimildir sem vinsa má úr
bókmenntum og heimspekiverk-
um þessara tima, og þannig tekst
honum aö glæöa frásögnina
meira lifi.
Fullkomið hjólbaiðaverkstæði við
HJOLBARÐA VIÐGERÐ VESTURBÆJAR
hefur nú opnað nýtt og fullkomið verkstceði vestur við
Ægisíðu (ESSÓ-bensínstöðin).
VEL BÚIÐ TÆKJUM.
Verkstceðið er búið öllum fullkomnustu tcekjum
sem völ er á.
ÖLL ÞJÓNUSTA INNAN DYRA.
Öll þjónusta verður veitt í hlýjunni innan dyra, í
rúmgóðu húsnceði.
HJOLBARÐAVIÐGERÐ
VESTURBÆJAR
Söluaðili ffyrir ATLAS 03 |
<$>YOKOHAMA