Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. janúar 1979. j»JÓÐVILJINN — SIÐA 9, ( - -K/J j ■•w/y. Frægur alþýðulistamaður frá Chile Ginés Contreras Ginés Contreras er fæddur í litla sveitarþorp- inu Nacimiento, í Bio-Bio- héraði í Chile. Hann flutt- ist til borgarinnar Conceptión er hann hóf listnám sitt. Conceptión, sem liggur í Suður-Chile er þekkt fyrir stúdentaupp- reisnir og baráttu alþýð- unnar fyrir þjóðlegu f relsi. Þar hélt Contreras fyrstu sýningar sínar og varð fljótlega víðfrægur fyrir listaverk sín. Verk hans lýsa alþýðulífi og hvers- dagsleik í Chile og hafa vakið athygli innan Chile sem utan. Contreras hefur oft verið heiðraður og verðlaunaður fyrir verk sín. • 1950 hlaut hann verölaun fyrir verk sin á listsýningu, sem haldin var I tilefni 400 ára afmælis borgarinnar Conceptión. • 1964 hlaut hann fyrstu verö- laun fyrir grafik og málverk á listamannasýningunni i Valparaiso. • 1964 var hann kjörinn besti listamaöur Valparaiso-héraðs viö haustsýningu bæjarfélagsins. • 1965 hlaut hann fyrstu verö- laun viö haustsýninguna á Vaíparaiso og fyrstu verölaun á sýningu chiliskra listamanna. Auk þess voru verk hans valin á bandarisku grafiksýninguna, sem haldin var annaö hvert ár i Santi- ago de Chile. • 1969 fékk hann gulloröuna viö haustsýninguna i Valparaiso, önnur verölaun viö sumarsýning- una i Vina del Mar og fyrstu verö- laun viö vorsýninguna i Villa Alemana. Mörg verk hans hanga nú á söfnum og i einkaeign bæöi i Evrópu og i Ameriku. • 1970, i stjórnartima Salvador Allendes, hóf Contreras mikil af- skipti af kjörum og menntun listamanna i Chile og hefur ferö- ast mikið um landiö til aö kenna og sýna myndlist I þvi skyni aö styrkja og varöveita hina þjóö- legu alþýöulist. Ginés Contreras er alhliða myndlistamaöur; hann teiknar, málar og gerir grafikmyndir. Grafikmyndir hans, sem hér birt- ast, eru skornar i viö, og eru allar frá árinu 1974. Neruda um Conteras Hiö kunna nóbelsskáld frá Chile, Pablo Neruda, orti þ. 4. aprll 1970 eftirfarandi ljóö um Ginés Contreras: Ginés Contreras lýkur upp augum, vinnustæðum, mönnum sem eru yfirgefnir, stúlkum i gluggum, sólblómum með viðargljáa alsettum þráðum frá hinni þöglu fjarlægð, sem verða að söng i höndum Ginés. Voldug samhljóman i svörtu og bláu þvingar fram sáttmála i sálu okkar; snúum bökum saman, látum drauma vora rætast svo við getum svifið á sömu vængjum. (Þýö: —im>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.