Þjóðviljinn - 03.03.1979, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. mars 1979
Af Djöflakló
Það er helst árvissra tíðinda á íslandi að á
vetri hverjum hleypur andskotinn í þann hóp
manna, sem telur þá hugsjón æðsta í lífinu að
éta gras.
Fyrir allmörgum árum bundust grasbítar
þessir samtökum og nefndu þau Náttúrulækn-
ingafélag Reykjavíkur.
Þetta góða og saklausa fólk, sem átti sér
sömu áhugamál og kýrnar og kindurnar, undi
árum saman glatt við sitt og gæddi sér á
grængresi eða rudda, en hafði töðu og súrhey
til hátíðabrigða. Alsælir voru náttúrulækn-
ingamenn, þótt þeir hefðu hvorki kepp, laka,
vinstur né önnur anatómisk skilyrði til að
jórtra og ekki voru þeir síður I andlegu jafn-
vægi en búsmali landsmanna í haga.
Þá var það á haustmánuðum 1975 að bera
fór á einhverri aðkenningu af fídonsanda í
röðum grasbíta og lék jafnvel grunur á því að
sjálfur myrkrahöfðinginn hefði tekið sér ból-
festu í sumum náttúrulækningamanna. Svo
forstokkaðir urðu sumir, að þeir hættu að
þakka fyrir matinn eins og venja var með orð-
unum: ,,Guðiaun fyrir grasið og góðar hægð-
ir", en sögðu þessi í stað fyrir matinn og verði
ykkur að góðu.
Þetta var einmitt um það leyti sem fyrstu
skammtarnir af Djöflaklónni bárust hingað
til lands, en að því kem ég seinna. Ohætt er að
fullyrða að það var í beinu framhaldi af
neyslu Djöf laklóarinnar að einhverrar ónátt-
úru fór að gæta í röðum náttúrulækninga-
manna og þótti mörgum það lítil náttúrulækn-
ing að f á í sig ónáttúru í staðinn f yrir náttúru,
sem upphaflega hafði verið ætlunin að lækna.
Það var sem sagt á aðalfundi Náttúrulækn-
ingafélagsins í október 1975, sem fyrst dró til
tíðinda, þannig að andlegt heilbrigði sumra
náttúrulækningamanna var stórdregið í efa.
Fundur þessi var haldinn uppi á Laugavegi
og var örtröðin þar slík að fundarmenn urðu
að hafast við frammi á gangi, í stiganum , inni
í skápum og jafnvel á klósettinu meðan á
f undi stóð og voru raunar sumir f undarmanna
lagðir til uppi á eldhúsborði í öngviti, en aðrir
troðnir undir.
Sú dýrmæta reynsla fékkst þó af f undi þess-
um að eftir hann var talið óráðlegt fyrir nátt-
úrulækningamenn að halda fundi í þröngum
húsakynnum, einkum með hliðsjón af því að
þrumari er það brauðmeti, sem nýtur einna
mestrar hylli í röðum náttúrulækningamanna.
Um daginn var svo haldinn frægur fundur í
Háskólabíói, en þau húsakynni hafa rómaða
loftræstingu.
Um þann f und hefur svo mikið verið skraf-
aðog skrifað að ekki er á það bætandi, en hins
vegar hlýtur alþjóð að spyrja hver djöfullinn
sé eiginlega hlaupinn í þetta saklausa fólk,
sem hef ur það markmið háleitast að éta gras.
Og þar er komið að Djöf laklónni.
Djöflaklóin er planta sem vex í Namibíu og
eru það rótarhnúðar plöntunnar, sem neytt er
og það með þeim af leiðingum að náttúrulausir
náttúrulækningamenn frá ekki aðeins
náttúruna aftur, heldur verða þeir friðlausir
af losta og ofan í kaupin líkastir Agli forðum,
þegar hann var búinn að éta vænan skammt af
berserkjasveppum. Sem sagt trítilóðir.
Við djöfulæði, sem orsakast af ofneyslu á
Djöflakló, telja sérfróðir aðeins eitt ráð og það
er að láta vígðan mann reka andskotann úr
grasætunum. Annað þjóðráð er líka til en það
er að gefa þeim „besetnu" Fjandafælu, en sú
jurt var jafnan tilreidd til forna, þegar menn
þurftu að ná sér eftir ofneyslu á skollafingri,
skollafæti, skollagrasi, skollahári, skollakáli
eða skollareipi. Að lokum er vert að benda
náttúrulækningamönnum á gömul íslensk
grös, sem löngum hafa þótt gædd bæði lækn-
ingamætti og töf ramætti, en þau eru Mjaðjurt
og Freyjugras.
Um þessi grös segir svo í Þjóðsögum Jóns
Arnasonar:
„Mjaðjurt og Freyjugras hafa mikinn lækn-
ingamátt en auk þess er Mjaðjurt höfð til að
vita hvort stolið hef ur verið, en Freyjugras er
haft til að vita, hver frá manni stelur."
Og vert er að minnast auglýsingarinnar
góðu:
Ef þér finnst þú eitthvað linur,
ekki tekst að gagnast snót,
innbyrtu þá, elsku vinur,
elexír af Djöflarót.
Flosi.
Eyðsla Bifreiðaeftirlits ríkisins
Fimmtudaginn 15.
þ.m. birtist á 5 siðu
Þjóðviljans grein með
aðalfyrirsögn: „Bif-
reiðaeftirlitið eyðir jafn
miklu og Utanrikisráðu-
neytið”. Birtur var út-
reikningur á eyðslu
nokkurra ráðuneyta og
rikisstofnana. Niður-
staða útreikninganna
var sú, að Bifreiðaeftir-
litið skákaði Utanrikis-
ráðuneytinu i eyðslunni.
Hvað lagði blaðamaður-
inn svo til grundvallar?
Tekin voru heildarútgjöld og i
þá tölu deilt meB starfsmanna-
fjölda viökomandi stofnunar um
áramót. Sem dæmi um
nákvæmnina reiknaBi blaBa-
ma&urinn eyBshi BifreiBaeftir-
litsrikisins þannig út, aB hann tók
heildarútgjöld stofnunarinnar
yfir allt landiB en starfmanna-
fjöldann f Reykjavik einjgöngu.
Næsta dag reit hann grein sem
birtist á sömu siBu og fyrri grein-
in i ÞjóBviljanum. I fyrirsögn
þeirrar greinar „sýknaBi blaBa-
maBurinn BifreiBaeftirliBiB af
eyöslunni”. Nú var tekiB allt fast-
ráBiB starfsfólk sem var hjá
stofnuninni um áramót og deilt 1
heildarútgjöldin. útkoma reikn-
inganna varB aB vlsu allmiklu
hagstæBari fyrir BifreiBaeftiriitiB
en i fyrra dæminu. Þó var enn sú
skekkja í dæminu, aB kaup laus-
ráBins starfsfólks var reiknaB
sem útgjöld, en ekki tekiö inn i
starfsmannafjöldann.
Greinarhöfundur gat þess, aB
eigin tekjur af námskeiBahaldi og
númerasölu hafi numiö 55,4 mil-
jónum króna. Þess má geta, aö
auk þeirrar upphæöar innheimt-
ust i skráningar- skoöunar- og
prófgjöld kr. 173.7 miljónir á
árinu 1977. Vantaöi þvi ekki nema
nokkrar miljónir upp á, aö inn-
heimt gjöld vegna starfsemi
stofnunarinnar nægöu fyrir út-
gjöldum. IniBurlagi greinarinnar
baöst blaöamaöurinn velvirö-
ingar á mistökum.
En aöalmistökin viöurkenndi
blaBamaBurinn ekki, þ.e. aö nota
reikningsaöferö sem gaf enga
raunhæfa útkomu um eyBslu viö-
komandi stofnunar. Þarf þaB t.d.
aö vera eyösla aö nota tölvutækni
viö skráningarverk? Viö getum
hugsaö okkur aö afnot af tölvunni
kosti kr. 350 þús. á mánuöi en hún
sparartvo starfsmenn, sem kosta
hvor um sig kr. 230 þús. á mánuöi.
Þetta kemur illa út i útreikning-
um blaöamannsins, en er samt
beinn hagnaBur fyrir viökomandi
stofnun.
Nokkur dæmi úr starf-
semi Bifreiðaeftirlits-
ins.
BifreiBaeftirlitiB kaupir
númeraplötur og sdur aftur sem
næst kostnaöarveröi. Númera-
kaupin reiknar blaöamaöurinn
sem útgjöld. Hér er um aö ræöa
kaup og sölu á vöru. KaupverB
vörunnar er reiknaö sem útgjöld
á hvern starfsmann en söluverö
kemur ekki inn I dæmiö. Fróölegt
væriaB sjá kostnaö á hvern mann
t. d. hjá Afengis- og tóbakseinka-
sölu rfkisins ef nota&ur er út-
reikningur blaBamanns ÞjóB-
viljans.
BifreiöaeftirlitiB hefur sem sér-
verkefni aö sjá um námskeiö
fyrir þá sem öölast vilja réttindi
til atvinnureksturs og til aB aka
stærri geröum vörubifreiöa. ViB
þessi námskeiö vinnur einn fast-
ráöinn starfsmaöur en öll kennsla
er i höndum stundakennara.
Nemendur greiöa sjálfir sem
næst allan kostnaö af námskeiö-
unum, en hann var á árinu 1977
u. þ.b. kr. 26.6 miljónir. Sam-
kvæmt útreikningum blaBa-
mannsins varö kostnaöur viö
þennan eina starfsmann kr. 26,6
milj. Kaup stundakennaranna
voru reiknuö sem útgjöld, en þeir
voru ekki teknir inn i reiknaöan
starfsmannafjölda. Námskeiös-
gjöld nemenda voru ekki heldur
dregin frá útgjöldunum. (Jtreikn-
ingar blaöamannsins heföu komiö
nokkru betur út fyrir stofnunina
ef ráönir væru nokkrir heilsárs
kennarar á þessi námskeiB.
Okkur sem stöndum aB nám-
skeiöunum viröist hins vegar aB
sú leiö yröi allmiklu kostnaöar-
samari.
Verkefnum Bifreiöaeftirlitsins
er þannig háttaö, aB þau koma
meö mestum þunga á seinni hluta
vetrar, voriö, sumariB og fram á
haustiö. Til þess aö mæta þessari
auknu verkefnaþörf fær stofnunin
lausráöiö starfsfólk yfir þennan
tlma. Meö útreikningum blaöa-
mannsins kæmi miklu betur út aB
hafa fastráöiBstarfsfólk allt áriö i,
þessi verk, þótt þaö heföi ekkert
aö gera nokkra mánuBi aö vetr-
inum.
Röng reikningsaðferð
MeB útreikningum blaöa-
mannsins kæmi þaö mjög vel út,
aB hafa starfsfólk I heilsársstarfi,
sem ekkert heföi aö gera. ÞaB
heföi aö sjálfsögöu sitt fasta kaup
en annar kostnaöur viö þaö gæti
veriö mjög litíll. Þaö þyrfti ekki
einusinni aö nota blek eöa pappir
og feröakostna&ur yröi aö sjálf-
sögöu enginn.
1 minum huga eru þvi niöur-
stööur beggja greina blaöa-
mannsins jafn marklausar.
Greinarnar segja okkur ekkert
hvort stofnanir sem um er ritaö
eru vel eöa illa reknar. Blaöa-
ma&urinn notar einfaldlega
ranga a&ferö.
Enginn má skilja þessar línur
minar þannig, aö ég vilji ekki aö
rlkisstofnunum sé veitt aöhald og
aö fylgst sé meö hvernig þær eru
reknar. Þaö er alveg sjálfsagöur
hlutur. Þeir sem gera athuganir á
rekstri stofnana veröa bara aö
setja sig þaö vel inn I viðfangsefn-
iö, aö þeir skilji nokkurn veginn
hvaö þeir eru aö reyna aö reikna.
Kópavogi, 23. febrúar 1979
Guöni Karlsson
Utboð
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i eftirfarandi verk-
þætti i 18 fjölbýlishús, 216 ibúðir i
Breiðholti:
1. Eldhúsiimréttingar
2. Skápar 3. Innihurðir
4. Sólbekkir og fieira
(Jtboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Mávahlið 4 frá mánudegi 5. mars 1979
gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð
verða opnuð föstudag 16. mars 1979 kl.
14.00 á Hótel Esju.
Athugasemd
Þann 16. febrúar birtist hér I
Þjóöviljanum útskýring á þvi
hvaöan og hvernig viökomandi
tölur um rekstur ráöuneyta og
rlkisfyrirtækja vorufengnar, en
þó viröist þörf fyrir aö
endurtaka þaö hér.
1 þessu tilviki er ekki við
nákvæmni, tölur eöa reiknings-
kúnst blaöamanns aö sakast,
heldur rangt uppsetta rikis-
reikninga sem notaöir voru sem
heimild (gagnrýnislaust að vísu
og lái þaö hver sem vill blaöa-
mönnum) svo og samanburöar-
grundvöll sem Hagstofa Islands
sendi fjölmiölum fyrr I febrúar
um rekstarkostnaö ráöuneyta
miöaö viö mannafla.
Þegar Hagstofan var á þann
hátt borin saman viö önnur
ráðuneyti kom I ljós aö hún
reyndist ódýrust I rekstri en
utanrlkisráöuneytiö dýrast.
Þjóöviljinn fékk ábendingar og
beiðni um aö Hagstofan væri á
sama hátt borin saman viö
rlkisfyrirtæki og var þaö gert I
blaöinu þann 15. febrúar.
Þá kom I ljós aö a.m.k. tvö
rikisfyrirtadki reyndust ódýrari
en Hagstofan (þ.e. Ríkisendur-
skoöun og Tollstjóraskrif-
stofan), en vegna rangt upp-
settra rfldsreikninga var niöur-
staöan sú aö Bifreiöaeftirlitiö I
Reykjavik skákaöi utanrikis-
ráöuneytinu I eyöslu. Þegar sú
villa haföi veriö leiörétt m.a.
vegna ábendinga Guöna Karls-
sonar og staðfestingar frá
Rikisendurskoöun, kom I ljós aö
Bifreiöaeftirlitiö var þarna mitt
á milli.
Þegar miöaö er viö heildarút-
gjöld hlýtur að veröa aö taka
laun lausráöins starfsfólks og
afleysingafólks innl myndina,
þvi laun þeirra teljast I reikn-
ingum útgjöld, hvernig svo sem
starfi þeirra, sparnaði af þvi aö
ráöa frekar lausrá&iö fólk um
tlma og öörum atvikum er
háttaö. Hvort innheimt gjöld
eöa eigin tekjur viNcomandi
stofnunar nægja fyrir útgjöld-
um eöa ekki, breytir engu um
rekstarkostnaöinn.
Auðvitað er erfitt aö bera
saman jafnólikar stofnanir og
utanrlkisráðuneyti og Bifreiöa-
eftirlit, Rlkisendurskoðun og
Tollstjóraskrifstofu. Vel kann
llka a& vera aö annar saman-
buröargrundvöllur gefi raun-
hæfari mynd af rekstri þessara
stofnana en sá sem hér var
notaöur, — aö miöa viö kostnaö
pr. mannafla. Eina meginreglu
veröur þóaö hafa I heibri, þegar
samanburöur er geröur, og hún
er sú aö láta eitt yfir- alla ganga
_______________ —AI