Þjóðviljinn - 03.03.1979, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. mars 1979
Var bókunin samin af Sighvati?
Kratar tóku þátt í samningu
álits miðstjórnarfundar ASÍ
á frumvarpi forsœtisráöherra
Þaft vakti athygli þeirra sem á
hlýddu umræöur um lýöskrums-
tillögur Vilmundar Gylfasonar sl.
miövikudag af hve miklu offorsi
talsmenn A lþýöu f lok ksin s
veittust aö verkalýössamtökun-
um og sérstaklega ASt. Þaö er aö
vísu ekki ný bóla aö ýmsir
þingmenn hans sýni hagsmuna-
baráttu launafólks fyrirlitningu
sina, en þó tók I hnjúkana þegar
formaöur þingflokksins (sem af
sumum hefur veriö kallaöur
verkalýösflokkur þ.á m. I
Þjóöviljanum til skamms tima)
hélt klukkutlma reiöilestur um
þaö hvcrnig miöstjórn Alþýöu-
sambandsins traökaöi á minni-
hlutanum eftir fyrirskipunum frá
Alþýöubandalaginu. Eins og
kunnugt er lögöu þrir Alþýöu-
flokksmenn þar fram sérstaka
bókun sem var f fsfirskum
skammastil og fullyrt er aö
Sighvatur Björgvinsson hafi veitt
einum flokksbræöra sinna gott
vegarnesti á fundinn.
Eövarö Sigurösson alþingis-
maöur svaraöi Sighvati og hrakti
þar gjörsamlega óhróöur hans,en
gaf jafnframt mynd af þeim sér-
kennilegu vinnubrögöum sem
Alþýöuflokksmenn viöhöföu á
þessum umtalaöa miöstjórnar-
fundi I Alþýöusambandinu. Fer
sú frásögn hér á eftir;
Kratar samþykktu
umsögnina
i undirnefnd
„Sighvatur Björgvinsson geröi
ákaflega mikiö veöur út af þeim
fundi, sem var i miöstjórn
Alþýöusambandsins i gær og ég
ætla ekki aö fara aö tiunda þann
fund. Ég held, aö þaö sé nú ekki til
neins framaauka fyrir þennan
þingmann eöa Alþýöuflokksmenn
yfirleitt. Þaö væri best fyrir þá aö
þaö væri sem minnst sagt af þeim
fundi. Sighvatur sagöi m.a., aö
viö heföum neitaö minni hlutan-
um um aö álit hans kæmi fram og
neitaö aö láta bókun hans fylgja
umsögn miöstjórnarinnar. Þetta
er ekki rétt, ég skal skýra máliö
og þá kannske skilja menn,
hvernig þetta bar aö.
Frumvarp forsætisráöherra
haföi veriö til meöferöar I
miöstjórninni i hálfan mánuö eöa
um þaö bil. Um þaö voru haldnir
tveir fundir. A þeim fyrr^sá fund-
ur var s.l. fimmtudag, var sett
sérstök undirnefnd í þaö aö setja
saman umsögn um frumvarpiö.
Þessi nefnd vann núna yfir helg-
ina. Þar voru fulltrúar allra póli-
tískra aðila innan miöstjórnar
Alþýöusambandsins og fulltrúar
allra stærstu sambandanna þar.
Viö byrjuöum kl. 8 á sunnudags-
morgun að reyna aö ljðka viö
þessi störf okkar. Sá fundur stóö
til hádegis. Þá var samkomulag
um aö leggja þá umsögn, sem nú
hefur veriö gefin og menn hafa
séö í dagblööum, fyrir
miöstjórnarfund, sem haldinn
var i gær. Þetta var samkomulag
allra, sem voru i undirnefndinni.
Hins vegar veröur aö segja þaö,
að það voru ekki allir jafnánægöir
og kannske enginn ánægöur meö
þessa umsögn i sjálfu sér. Þaö
voru ýmis atriöi, sem menn vildu
á báöa bóga hafa meö öörum
hætti. En þaö lögöu sig allir fram
um þaö að reyna aö ná samstööu
um umsögn, þannig aö hún gæti
oröiö einróma frá miöstjórninni.
Samhljóða afgreiðsla
Þaö fór lika þannig, aö þegar
þessi umsögn var tekin fyrir liö
fyrir liö, grein fyrir grein á fundi
miöstjórnarinnar i gær, þá var
hver einasta grein út af fyrir sig
afgreidd meö samhljóöa atkvæö-
um. Menn sátu stundum hjá, þá
einvörðungu Alþýöuflokksmenn-
irnir þrir sem á fundinum voru.
Allir aörir greiddu atkvæði meö
umsögninni. Og aö lokum var
umsögnin samþykkt f heild
samhljóöa, en 3 sátu hjá. Þegar
komiö var aö þessu stigi málanna
upphófst hins vegar sá mjög
einkennilegi þáttur fundarins,
sem kannske verður nú ræddur
eitthvaö opinberlega, en ég ætla
ekki að gera hér að umtalsefni.
Ég skýri aöeins frá þvi, aö þá
kom Karl Steinar Guönason meö
mjög langa bókun, sem var i
fyrsta lagi mjög einkennilegur
samsetningur, sem ekkert snerti
efnisatriöi málsins.og svo nokkur
atriöi, sem snerti efnisatriöin.
Nú stóöu mál þannig, aö for-
sætisráðherra haföi beöiö um þaö
aö fá umsögn Alþýöusambands-
ins og vissi, að þessi miöstjórnar-
fundur var yfirstandandi. Hann
vildi fá hana um leið og málið
væri þar afgreitt, og hann lét
skrifstofustjóra sinn i ráðuneyt-
inu biöa á skrifstofu sinni til þess
aö veita umsögninni viötöku.
Strax þegar búiö var að afgreiöa
máliö samhljóöa var þaö sent for-
sætisráöherra og það var einnig
sent fjölmiölum. Þessi lokaþátt-
ur, sem ég ætla ekki frekar aö
gera aö umtalsefni, geröist eftir
aö búiö var aö greiöa málið.Og ég
held, að þaö sé nú svona yfirleitt
venja I samtökum, þegar mál eru
afgreidd samhljóöa, þá sé þaö
niðurstaða hverrar stjórnar eða
fundar, sem um er aö ræða. Og
þetta var sent þannig. En þessi
sérstaka bókun hinna fáu manna,
sem var nú ósköp stutt i lokin, var
ekki tilbúin, þegar máliö var sent.
Ot af fyrir sig hef ég og áreiöan-
lega enginn sem á þessum
miðstjórnarfundi var neinn
áhuga fyrir þvi aö hún sé neitt
feluplagg, hreint ekki.”
—sgt.
þingsjá
Leikhópur MS á æfingu i Breiöholtsskóla I fyrrakvöld. Ljósm. —eik—
Menntaskólinn
við Sund sýnir
Eðlisfrœðingana
Talia, leiklistarsviö Mennta-
skólans viö Sund, frumsýnir i dag
leikritiö „Eölisf ræöingarnir”
eftir svissneska rithöfundinn
Friedrich Dtlrrenmatt.
„Eölisfræöingarnir” er gaman-
leikur i tveimur þáttum og fjallar
um valdatogstreitu stórveldanna,
frelsi visindanna og ábyrgö
einstaklingsins. Leikritið var
fyrst frumsýnt 1962 I Þýskalandi
og hálíu ári slðar hér á landi.
Æfingar hófust i janúar og alls
tóku 26 manns þátt í sýningunni.
Leikstjóri er Þórir Steingrimsson
og ljósamaöur Eirikur Ingólfs-
son. Sýningar veröa á sunnudag
kl. 20 og mánudag, þriöjudag, og
fimmtudag kl. 20.30.
Neta-
gerðin
f ær ekki
inni í
Granda-
skála
Hafnarstjórn hefur
ákveðið að hætta við
gerð milligólfs i
Grandaskála, en til-
gangurinn með því var
að standa við gefin
fyrirheit um aðstöðu
fyrir netagerðarmenn
þar á loftinu. Aætlað
hafði verið að verja 50
miljónum króna til
byggingar milligólfs-
ins en sem kunnugt er,
var sú ákvörðun
hafnarstjórnar mjög
umdeild á sínum tíma.
Björgvin Guömundsson
formaöur hafnarstjórnar
geröi á borgarstjórnarfundi
s.l. fimmtudag grein fyrir
orönum breytingum á
fjárhagsáætlun hafnar-
stjórnar og sagöist ekki vera
ánægöur meö aö ekki skuli
hafa veriö staöiö viö loforöin
viö netageröarmennina.
Borgarstjórn visaöi málinu á
sinum tima aftur til hafnar-
stjórnar enda var mikill vafi
og ágreiningur um hvort
ráöast ætti I svo dýra
framkvæmd til aö standa viö
fyrirheitin, auk þess sem
eldhætta var talin stafa af
þessari starfsemi.
Hafnarstjórn skipaöi þá
Guömund J. Guðmundsson
og Birgi Isl. Gunnarsson i
nefnd sem leysa átti málin
en án árangurs. Annarþeirra
aöila sem úthlutaö hafði
verið plássi þarna. Thorben
Friörikss, hefur nú fengiö aö-
stööu i örfirisey i byggingu
Eggerts Gislasonar, en hinn
aöilinn, Guömundur Sveins-
son, hefur enga úrlausn
hlotiö.
~AI
Islenskum íþróttamönnum auðvelduð norræn samskipti
Fé veitt til íþrótta-
samskipta á næsta ári
rætt við Ragnar Arnalds um afstöðu menntamálaráðherra Norðurlanda
tslendingar eiga vegna mikils
feröakostnaöar óhægt um aö
taka þátt I norrænu samstarfi.
Sérstaklega hefur þetta veriö
áberandi I Iþróttasamskiptum
en ekki hefur veriö veitt sér-
staklega af norrænu menningar-
fjárlögunum til þess aö jafna
ferðakostnað iþróttamanna á
Noröurlöndum. Ragnar Arnalds
menntamálaráöherra beitti sér
sérstaklega f þessu máli á
Noröurlandaráösþingi,og fékkst
þar nokkuð um þokaö. Ekki er
óliklegt er sú stebiubreyting
sem þar fékkst fram geti mark-
aö stærri spor f norrænum sam-
skiptum þegar fram llða
stundir.
Ekki króna til iþrótta-
manna
Ég lagöi mjög þunga áherslu
á þaö i ræöu minni viö almennu
umræöuna á Noröurlandaráös-
þinginu I Stokkhólmi, sagöi
Ragnar Arnalds í samtali viö
blaöiö, aö óhjákvæmilegt væri
aö auka samskipti norrænna
iþróttamanna.Staöreyndin væri
hinsvegar sú aö islenskir
iþróttamenn ættu ekki hægt meö
aö halda uppi eölilegum sam-
skiptum viö frændur sina
annarsstaöar á Noröurlöndum
vegna óheyrilegs feröakostnaö-
ar.
Ég minnti á aö Noröurlanda-
ráö heföigertsamþykktir um aö
komiö yröi upp sérstökum sjóöi
til aö auka samskipti norrænna
Iþróttamanna. En þó variö sé
upphæö sem nemur um fimm
miljöröum islenskra króna til
menningarsamskipta á Noröur-
löndum er ekki ein einasta
króna ætluö i þessu skyni á
menningarfjárlögunum. Ég
benti á aö þó aö visu væri mjög
mikilsvert aö efla almanna-
iþróttir þá væru keppnisiþróttir
þó þau samskipti sem næöu til
flestra og stærsti hópurinn með-
al æskumanna tæki þátt i.
Mjór er mikils vísir
Þetta mál kom slöan til af-
greiöslu i ráöherranefndinni og
starfsbræöur minir voru þvi al-
gjörlega andvigiraö veita nokk-
urt fé til iþróttasamstarfsins al-
mennt. Þeir féllust þó aö lokum
á þaö aö veita ákveöna upphæö
á árinu 1980, sem væntanlega
nemur tiu tilfimmtánmiljónum
islenskra króna til aö greiöa
niöur feröakostnaö Iþrótta-
manna frá Islandi, Grænlandi
og Færeyjum til Skandinaviu,
og gagnkvæmar heimsóknir
þaöan.
Þetta eru auövitaö ekki stór
upphæö, en hún dugir þó senni-
legatil aö greiöa niöur til hálfs
ferðir nokkur hundruö Iþrótta-
manna. Ég veit meö vissu aö
forystumenn iþróttasamtaka á
Noröurlöndum hafa fagnaö
þessu loforöi menntamálaráö-
herranna um að ákveöa siðar i
vetur aö veita til þessa mdlefnis
nokkru fé á menningarfjárlög-
um.
Iþróttamenn almennt munu
fagna þessu, þvi aö mjór er
mikils visir. Þetta er tvimæla-
laust mjög afdrifarikt skref i
rétta átt og þvi þarf aö fylgja vel
eftir.
Almenn jöfnun ferða-
kostnaður?
Satt aö segja held ég aö þessi
ákvöröun geti haft miklu viö-
tækara gildi en hvaö varöar
iþróttirnar einar, þvi aö á mjög
mörgum öðrum sviöum nor-
Framhald á 18. siöu