Þjóðviljinn - 03.03.1979, Side 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 3. mars 1979
Raðhús meö verulegum staöbundnum skemmdum, sprungum útfrá buröarvegg og gúlfplötu.
Alvarlegar alkalískemmdir
hafa aukist jafnt og þétt
Skýrslan „Steypu-
skemmdir — ástands-
könnun”, sem nýlega
kom út, fjallar um
niðurstöður rannsókna á
ástandi steyptra út-
veggja húsa. Þær rann-
sóknir hafa verið fram-
kvæmdar af Rann-
sóknastofnun
byggingariðnaðarins, en
kostaðar af Steinsteypu-
nefnd. Reynt var að láta
rannsóknina ná til sem
flestra skemmda, sem
finna má i steyptum út-
veggjum.
Þrír flokkar
skemmda
Orsakir skemmdanna eru fjöl-
þættar og myndir þeirra marg-
breytilegar, en skemmdum er oft
skipt í þrjá flokka eftir frumor-
sök: 1. Hönnunarvillur, 2.
Skemmdir vegna útfærslu og frá-
gangsgalla. 3. Efnisgallar.
f könnun Rannsóknastofnunar
byggingariönaöarins voru skoöuö
rúmlega 300 hús f Reykjavík og
nágrenni, þar af 30 byggö fyrir
1956, en hin á tlmabilinu 1956 —
1972. A Akureyri voru skoöuö tæp-
lega 250 hús, byggö á árunum
1956 — 1972.
Skemmdir vegna
rýrnunar eða
hitabreytinga
begar steypa þornar og harön-
ar, rýrnar hún og dregst saman.
Sé þessi samdráttur hindraöur á
einneöa annan veg myndast tog-
spennur i steypunni, sem á þá á
hættu aö fá sprungur. Þaö er hlut-
verk hönnuöa aö koma f veg fyrir
aö þessar sprungur veröi til baga
meö raufum og réttri járnbend-
ingu. Draga má hins vegar mjög
ilr hættu á rýrnun á steypu meö
þvi aö halda vatnsmagni hennar
lágu. Sé vatni bætt i steypuna á
byggingarstaö getur rýrnunar-
hættan aukist um 100% eöa
meira.
Skemmdir af völdum rýrnunar
eru mjög likar skemmdum sem
stafa af hitaþenslum. 1 flestum
islenskum hUsum fylgir hiti Ut-
veggjanna hitastigi Uti, en inn-
veggir og plötur fylgja innihita.
Miklir þvingunarkraftar geta þvi
myndast þar á milli og myndaö
sprungur á útveggjum.
I niöurstööu könnunarinnar
kemur m.a. fram, aö lóöréttar
sprungur eru I útveggjum 44%
einbýlishúsa i Reykjavik, sem
byggö eru eftir 1956. Sambærileg
tala fyrir raöhúser 53% og blokk-
ir 63%. 1 skýrslunni segir, aö
þessar tölur sýni greinilega aö
hönnuöum hafi almennt ekki tek-
ist aö leysa þau vandamál, sem
hitasveiflur og rýrnun hafi i för
meö sér, einkum hjá stærri húsum
Meira hefur veriö byggt af fjöl-
býlishúsum á siöari árum en áö-
ur, en þeim er mun hættara viö
skemmdum af þessu tagi en ein-
býlishúsum. Þannig hefur
heildartiöni lóöréttra sprungna
I útveggjum aukist úr 30% á hús-
um byggöum fyrir 1956 I u.þ.b.
50% á húsum byggöum á timabil-
inu 1956 — 72.
Skemmdir viö plötuskil i göfl-
um fjölbýlishúsa reyndust einig
mjög tiöar, eöa i heild i 63% hús-
anna, en alvarlegar skemmdir af
þessu tagi voru i 35% þeirra.
Frostskemmdir
Frostskemmdum viröist fækka
eftir þvi sem húsin eru nýrri. 75%
húsa sem byggö voru fyrir 1956
höföu frostskemmdir, en siöan
fækkar skemmdunum jafnt og
þétt í öfugu hlutfalli viö aldur
húsanna, og frostskemmdir
reyndust á 35% húsa, sem byggö
voru 1971 — 72.
Alkalískemmdir
Til þess aö alkaliskemmdir
komi fram f steypu þarf þrennt aö
vera til staöar: Hátt alkalimagn
I steypunni, alkalivirk fyliiefni og
nægúegur raki i harönaöri steyp-
unni. Vanti einn þessara þriggja
þátta þarf ekki að búast viö al-
kaliskemmdum.
Engar skemmdir af völdum
alkalfvirkni voru þekktar hér-
lendis fyrr en 1976, er merki
fundust um alkalíefnahvörf á háu
stigi f borkjörnum úr skemmdu
húsi, en þeir voru rannsakaðir i
Danmörku.
Aukning
aikalískemmda
Eins og sést á meöfylgjandi
linuriti, hafa alvarlegar alkalí-
skemmdir aukist jafnt og þétt
meö árunum. Ef reiknaö er
meöaltalþeirra húsa, sem grunur
leikur á um aö hafi skemmst
alvarlega vegna alkaliefna-
hvarfa á árunum 1956 — 1972,
kemur i ljós, aö búast má við aö
a.m.k. 6,6% húsa byggðra i
Reykjavik á þessu timabili hafi
alvarlegar alkalfskemmdir. Þar
sem skemmdirnar koma frekar
hægt f ljós, má búast viö aö þessi
tala kunni aö hækka þegar fram
lfða timar.
Orsakir
Islenska háalkalisementiö
(alkaliinnihald 1,3— 1,5%) kom á
markaðinn haustiö 1958. Um leið
jókst hættan á alkallskemmdum.
Ariö 1962 var byr jaö aö nota fylli-
efiii, sem dælt er upp af hafsbotni,
en þau reyndust alkalfvirk. Auk
þess bera efnin meö sér töluvert
magn af seltu, sem hækkar
alkalfmagn steypunnar. Notkun
þessara fylliefna hefur stööugt
aukist og hafa þauveriö nær alls-
ráöandi á Reykjavikursvæöinu
siöustu árin.
Lélegur frágangur
I skýrslunni kemur fram aö
ýmis hönnunarleg atriöi eins og
þakgerö, stærö þakbrúna og yfir-
borösmeöhöndlun steypunnar
hefur áhrif á skemmdatiöni. Lé-
legur frágangur kallar oft fram
skemmdir. Einkum á þetta viö
um þakbrúnir og þakkanta, sem
oft eru óvaröir og vatn getur staö-
iö á. Veggir og kantar sem veöur
mæöir á frá báöum hliöum
skemmast einnig tiðar og fyrr en
hinir. Þetta gildir bæöi fyrir
alkalf-og frostskemmdir, en áhrif
slagregns á þær er einnig mjög
greinilegt. Þessu atriði hefur ver-
iö alltof litill gaumur gefinn.
Sprungunet
Eitt af einkennum alkaliefna-
breytinga er sprungunet á yfir-
borðinu og þá gróft net meö vfð-
um sprungum og fingerðara neti
á milli. Sprungunet getur þó einn-
igstafaöaf öörum orsökum. Mjög
greinilegur munur er á útbreiöslu
sprunguneta eftir þvi f hvaöa átt
veggirnir snúa. Skemmdirnar
voru undantekningarlaust alvar-
legastar i slagregnsáttum, og
komu stundum fram eingöngu á
veggjum sem sneru mót þeim átt-
um. Skemmdirnar eru algengari i
vissum hverfum I Breiöholtinu en
t.d. i Fossvoginum. Skemmdir
eru einnig algengar i Arbæjar-
hverfinu og vissum götum i
Tíðni lóðréttra sprungna í útveggjum húsa í Reykjavík byggðra á árunum 1956-1972. Tíðni frostskemmda almennt í Reykjavík
Bygginga- tími fyrir 55 56-58 59-61 62-64 65-67 68-70 71-72
Einbýlishús Raðhús Blokkir
44% 53% 63% Skemmda- prósenta 75 64 57 51 43 41 35
1