Þjóðviljinn - 03.03.1979, Side 13

Þjóðviljinn - 03.03.1979, Side 13
Laugardagur 3. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Um helgina um helgina Baltasar með eina af grafikmyndum sinum. Baltasar sýnir grafík í Norræna húsinu Baltasar opnar sina fyrstu grafíksýningu I kjallara Norræna hússins kl. 14 I dag. A henni eru 52 myndir, unnar á verkstæði sem Baltasar er biiinn að koma sér upp. Aður segist hann ekki hafa haft aðstöðu til að sinna þessu formi, þótt hann hafi lært það á sinum tima. A verkstæðinu vinn- ur hann myndirnar að öllu leyti sjálfur, þ.á m. prentunina. — Þetta þýðirekki að ég ætli að snúa mér alveg að grafikinni, — sagði Baltasar þegar blaðamaöur leit inn til hans i vikunni. — Mér finnst gott að hafa sem mesta fjölbreytni i þessu, og hef hugsað mér að vinna jöfnum höndum að grafik og annarri myndlist. Myndefnið sækir Baltasar i sitt nánasta umhverfi — þarna eru blómamyndir, sjálfsmyndir og myndir af fjölskyldu hans og kunningjum, svo eitthvað sé nefnt. — Ég er f og með að benda á að grafikin sé ekki endilega bundin við þjóðfélagsgagnrýni. Næsta grafiksýning min mun væntan- lega fjalla um lif mitt sem út- lendings á Islandi, og þá verður hugsanlega meiri gagnrýni á ferðum. — Það er einsog að stjórna stórri hljómsveit, að starfrækja grafikverkstæði, — sagði hann ennfremur. — Þessvegna byrja ég á þessum myndum úr minu nánasta umhverfi, af þvi sem stendur mér næst. Sýning Baltasars verður opin kl. 2—lOalla daga og stendur hún til 11. mars. ih Marmaraböm og leirdjöflar Stefania Pálsdóttir opnar f dag sýningu að Laugavegi 25 (fyrir ofan leikfangaverslunina). Hún hefur áður sýnt i þessum sal, hélt þar sfna fyrstu sýningu f okt. 76, og siðar sýndi hún i Vestmanna- eyjum I des. sama ár. A sýningunni eru verk unnin úr ýmsum efnivið, myndir málaðar á sjórekinn við, leirmyndir, 6 oliumálverk og styttur úr marm- ara og hrafntinnu. Meðal verk- anna eru nokkrar styttur af börn- um, svörtum og hvitum, og eru þær steyptar úr marmarasandi annarsvegar og hrafntinnu hins- vegar.Ef stytturnar seljast ætlar Stefanla að láta andvirðið renna til fátækra barna. Stefania sagðist hafa verið á námskeiöum hjá Steinunni Mar- teinsdóttur og einnig hjá finnskri konu sem hingað kom á vegum Sigrúnar Jónsdóttur. Við mynd- list sagðist hún hafa fengist frá barnæsku. Hún sagðist finna efnivið i myndirnar meðþví t.d. að leita i fjörum, og væri maðurinn hennar Verkið sem Stefanfa sýnir hér heitir Karpað á vitisbarmi. Ljósm. —eik. ákaflega viljugur að hjáipa henni við það. Það er allsstaðar hægt aö finna spýtur, sagði hún. Mest- ur timinn fer i að skoða spýturnar ogsjá myndirnar sem eru I þeim. Svo mála ég mótifið sem ég sé I trénu, — sagöi hún, — og reyni þá að tengja það við einhverja sögu. Sýningin verður opin til 13. mars, kl. 2 — 10 um helgar, en kl. 4— 10 virka daga. ih Síðustu sýningar á Máttarstólpunum Nú fer að ljúka sýningum á hinu kunna leikriti Henrik fbsen, MÁTTARSTÓLPUM ÞJÓÐ- FÉLAGSINS, sem sýnt hefur verið frá þvi um jól á Stóra sviðinu f leikstjórn BALDVINS HALLDóRSSONAR. Leikrit þetta þykir —eins og raunar fleiri leikrit höfundar — hafa staðist timans tönn ótrúlega vei; inn f það fléttast umræða um stöðu kon- unnar, sem svo mjög hefur verið i brennidepli nú siðustu ár. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Erlingur Gislason, Guörún Þ. Stephensen, Margrét Guðmundsdóttir, Brlet Héðins- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Haraídsson, Guðrún Þóröar- dóttir, Hákon Waage og Bjarni Steingrimsson. Næst siðasta sýning verður á sunnudags- kvöldið. Bókmennta- kynningar í Norræna húslnu 1 dag kl. 16.00 verður haldin i Norræna húsinu hin árlega bókmenntakynning norrænu scndikennaranna við Háskóla tslands. Þau Peter Rasmussen og Ingeborg Donali munu þá kynna danskar og norskar bækur , sem út komu árið 1978, en um næstu helgi verða sænskar og finnskar bækur kynntar. A kynningunni I dag mun danski rithöfundurinn Sven Holm lesa úr nýjustu ljóða- bók sinni „Luftens tempera- ment og 33 andre digte fra Grönland” (1978). Sven Holm mun einnig kynna verk sin I Norræna húsinu á mánudagskvöldiö kl. 20.30. Hann er I hópi merkustu höfunda óbundins máls i Danmörku, og gaf út fyrstu bók sina árið 1961. 1 tengslum við þessar bókmenntakynningar verður til sýnis og útlána I bókasafni Norræna hússins gott úrval þeirra nýju bóka sem kynnt- ar veröa, og bókalistar liggja frammi handa þeim sem vilja. Námskeið í hugmynda- fræði Nú um helgina stendur Þjóðmá lahreyfing lsiands fyrir námskeiði i andiegri og þjóðfélagsiegri hugmynda- fræði PROUT, en hreyfingin Isienska er angi af þeim aiþjóðlega selskap. Fyrri daginn, þ.e. i dag, verða fluttir fyrirlestrar um hinn hugmyndafræðilega grundvöll almennt, en á morgun,* veröa afmarkaðri hagnýt mál rædd. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10 f.h. og kl. 14 e.h. báöa dag- ana. Ollum er heimil Jtótt- taka og tilkynnist i sima 2 70 50. Námskeiðið verður haldið að Laugavegi 42, 3. hæö. Tónleikum frestað I fréttatilkynningu frá stjórn Kam mersveitar Reykjavikursegir, að 2. tón- leikum sveitarinnar, sem haida átti um siðustu helgi, hafi veriö frestað fram i mai, vegna veikinda. Verða tón- leikarnir augiýstir I blöðum þegar þar að kemur. 3. tónleikarnir verða haldnir 18. mars n.k., og verða þá feðgarnir Wilhelm og Ib Lansky-Otto gestir Kammersveitarinnar, og ennfremur sænski hljóm- sveitarstjórinn Sven Verde. Aðalfundur Kattavina- félagsins Aöalfundur Kattavina- félags Islands verður hald- inn að Hallveigarstöðum laugardaginn 3. mars, og hefst hann kl. 2 e.h. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Sigriður Björnsdóttir hjá einu af eldri verkunum, sem hún sýnir á- samt smámyndum i FlM-sainum. Ljósm. — eik. Sigríöur Björnsdóttír sýnir í Fím-salnum t dag kl. 14 opnar Sigriöur Björnsdóttir málverkasýningu i Ffm-sainum, Laugarnesvegi 112. Þar sýnir hún aðallega smá- myndir (miniatures), en þaö er myndform sem ekki hefur verið mikiö stundað hér á landi. Þetta er fimmta einkasýning Sigriðar i Reykjavik, en auk þess hefur hún haldiö einkasýningar I Stokkhólmi (1974) og Helsinki (1978) og tekið þátt i mörgum samsýningum hérlendis og er- lendis. Sigriður Björnsdóttir hefur hingað til einkum fengist við ab- strakt myndlist, en smámyndirn- ar sem hún sýnir núna eru nýj- ung á ferli hennar, þvi að þær eru flestar landslagsmyndir. Um þetta segir listakonan: „S.l. 25 ár hef ég málað abstrakt. En fyrir mér er landslag i abstraktmynd- um og ég glimi við það sama, hvort sem ég mála abstrakt- myndir eða landslagsmyndir. Ég mála aldrei eftir fyrirmynd og geri aldrei uppkast að mynd.... Ég mála beint i myndflötinn og byrja alltaf á sjóndeildarhring, þá er myndin lifnuð... Siðan held ég áfram að skapa myndina — hver nýr flötur leiðir af sér nýja hugmynd, nýjan flöt og smám saman byggist upp heimur. Það sem máli skiptir fyrir mig er leikur og glima með tóna, liti, form, áferð, andstæður og jafn- vægi, skap og minning, og með útlinum dreg ég fram landslagið. En myndin getur eins vel staðiö sem abstrakt mynd.” Smámyndirnar eru flestar mál- aðar á s.l. ári, en auk þeirra eru á sýningunni nokkur eldriverk. Sýningin verður opin til sunnu- dagskvölds 18. mars, kl. 2 — 10 um helgar og 4 — 10 á virkum dögum, nema mánudaginn 5. mars, en þá verður lokað kl. 19 vegnaframhaldsaðalfundar FIM. ih Anna Karisdóttir hjá myndum sinum á Loftinu. — Ljósm. —eik—. Sýning á Loftínu Anna K. Karlsdóttir opnar i dag fyrstu einkasýningu sina á Loftinu við Skóiavörðustig. Hún sýnir 35 myndir, og eru flestar þeirra unnar i oliupastel, en auk þess eru nokkrar vatnslitamyndir og 5 olfumálverk. Anna byrjaöi að fást við mynd- list fyrir sjö árum i Myndlistar- klúbbi Seltjarnarness, undir leið- sögn Sigurðar Kr. Arnasonar. Einnig hefur hún numið i Mynd- listarskólanum i Reykjavik, og varHringur Jóhannesson kennari hennar þar. Anna hefur tekið þátt i nokkrum samsýningum. Sýningin veröur opin frá kl. 9 árdegis til kl. 18 virka daga, laugardaga kl. 10-18, sunnudaga kl. 14-18, og lýkur sunnudaginn 11, mars kl. 18, Myndirnar eru til sölu. ih Tónleikar í dag Ingvar Jónasson lágfiðluleikari og Hans Pálsson pfanóieikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Reykjavikur i Austurbæjarblói kl. 14.30 i dag. Eru þetta niundu tónleikar fyrir styrktarfélaga starfsveturinn 1978-79. A dagskránni eru þrjár sónötur eftir Hilding HallnSs, Johannes Brahms og Dmitri Sjostakovits. Ingvar Jónasson starfar sem kennari við tónlistarháskólana i Malmö og Gautaborg, en kemur oft og vlöa fram á kammer- tónleikum og sem einleikari. Fyrstu opinberu tónieika sina hélt hann á vegum Tónlistarfélagsins fyrir 25 árum. MIR — M enningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna hafa ' I vetur staðið fyrir kvikmyndasýningum i húsakvnn- um sinum að Laugavegi 178. Þessum sýningum verður hald- ið áfram enn um sinn, og laugar- daginn 3. mars er ætlunin að sýna ævintýramyndina um SADKO sem ferðast um víða veröld til að leita hamingjunnar. Mynd þessi er gerð 1952 og er henni stjórnað af Alexandr Ptúsko, tónlist er eftir R. Korsakov. Rússneskt tal er I myndinni en enskir skýringa- textar. — Sýningin hefet kl. 15.00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.