Þjóðviljinn - 03.03.1979, Síða 16

Þjóðviljinn - 03.03.1979, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. mars 1978 Mót- mæli við aukaálagn- ingu skatta Frá Búnaöarsambandi Austur- Húnavatnssýslu hefur Búnaöar- þingi borist svohljóöandi erindi: Formannafundur Búnaðar- sambands Austur-Húnavatns- sýslu mótmælir þvi eindregið aö við aukaálagningu skatta á s.l. hausti var á lagður sérstakur skattur vegna atvinnurekstrar. Kom sá skattur mjög óeðlilega út I mörgum tilfellum. Skorar fundurinn á Búnaðarþing að taka þetta mál til meðferðar meö þvl augnamiöi, að hindra, aö sllk ákvæði verði lögfest I skattalög- gjöfinni I framtíðinni. —mhg Rekstrar- lán beint til bænda Engilbert Ingvarsson hefur lagt fram á Búnaöarþingi svohljóö- andi erindi: Búnaöarþing telur sjálfsagt réttl'ætismál, aö rekstarlán veröi greidd bændum milliliðalaust. 1 greinargerð segir: Alyktun þessi er samhljóða til- lögu, sem samþ. var á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða 1978. Eins og kunnugt er, leggja sauðfjárbændur afurðir slnar inn einu sinni á ári. Verða þeir þvl að blða eftir tekjum, lengur en aðrar stéttir I þjóðfélaginu. Útlagður reksturskostnaður búanna safnast upp I a.m.k. 1-2 ár, áður en tekjur fást I handbæru fé. Hér er þvi fyrst og fremst átt við rekstrarlán til sauðfjárbænda og annarra, sem svipað er ástatt hjá með framleiöslu. Fáanleg rekstrarlán út á bú- vörur, meðan þær eru á fram- leiðslustigi, verði afgreidd beint til bænda gegn tryggingarvíxlum og ávisunum á innlegg hjá viðkomandi afurðasölufélagi eöa gegn öðrum tryggingum. Ekki er tekin afstaða til afuröa- lána, sem afurðasölufélög fá út á landbúnaðarvörubirgðir, á meðan þær eru til sölumeðferðar. —mhg Marka- skrár í tölvu Stefán Halldórssonbeinir þvi til Búnaðarþings aö það beiti sér fyrir könnun á þvl, hvort unnt sé að vinna markaskrár I tölvu, enda komi skrárnar út samtímis um land allt. —mhg , Er sjonvarpið bilað? Skjárinn SjónvarpsverkstfflSi Be rg staáa st r<ati 38 simi 2-1940 Umbætur Ennþá þekkist aö rúiö sé meö þessum hætti þótt vélklipping aö vetrinum ryöji sér mjög til rúms á ullarframleiðslu Búvörudeild SÍS hefur sent Búnaöarþingi ályktun, sem gerö var á fundi samstarfsnefndar Búvörudeildarinnar og kaup- félagsstjóra afuröasölufélaganna I haust en fundurinn taldi „mikla nauösyn á þvi aö umbætur veröi á ullarframleiöslunni. Leggur fundurinn áherslu á, að leiðbeiningar um framleiðslu og meðferð ullar verði efldar og grundvöllur að leiðbeiningum verði styrktur sem mest með öfl- ugum rannsóknum. Einkum þurfa rannsóknirnar að beinast að þvi, með hvaða móti sé best að bæta ullargæði með bættri hús- vist.”. Telur samstarfsnefnd Búvöru- deildar og afurðasölufélaga innan Sambandsins að Búnaðarþing ætti að taka þetta mál til athug- unar og afgreiðslu. —mhg Afnám byggingar- gjalds af útihúsum Búnaöarsamband Austur-Hún- vetninga hefur sent Búnaöarþingi eftirfarandi erindi: Formannafundur Búnaðar- samb. Austur-Húnavatnssýslu haldinn að Blönduósi 14. febr. 1979 skorar á Búnaðarþing að vinna ötullega að þvi að afnema 2% byggingargjald af útihúsabygg- ingum I sveitum. 1 greinargerð segir: Með tilkomu 2% byggingar- gjalds á útihúsabyggingar I sveit- um er aukið enn frekar á að- stöðumun þeirra bænda, sem enn eiga eftir að byggja upp á jörðum sinum.og þeirra, sem lokið hafa uppbyggingu jarða sinna. Þetta byggingargjald er viðbót á þau vandamál, sem nú er við að etja I landbúnaðinum, og gerir þeim enn erfiðara fyrir, sem hvað höll- ustum fæti standa I dreifbýlinu og gengur þar með þvert á byggða- stefnuna. —mhg Nýjung í Lundarskóla Aö losna vid samkeppnis- og streituandann t Lundarskóla á Akureyri hefur nú veriö tekiö upp nýtt fyrir- komulag viö mat á námsárangri nemenda. Einkunnargjafir upp á gamla móöinn hafa veriö lagðar tii hliöar en hinsvegar gefin um- sögn um frammistööu nemandans og nær hún til fleiri þátta en árangur á prófi eins samans. Norðurland hefur átt tal við Hörð Ólafsson, skólastjóra Lundarskóla, um þessa breytingu og sýnist Landpósti ástæöa til að birta það hér. — Það má segja, sagði Hörður ólafsson, — að þetta kerfi sé til- komiö vegna þess, að við vildum frekar láta koma til álita en hing- aö til hvernig okkur hefur gengið með uppeldisstarfiö sjálft. Mark- mið skólans er ekki eingöngu að koma nemendum i gegn um próf heldur einnig að mennta fólk I al- hliða tilliti. Við vildum llka losna við þann óþægilega samkeppnis- og streituanda, sem óneitanlega fylgir gamla prófafyrirkomulag- inu. Nýja fyrirkomulagið er frá því I haust. Viö sendum umsagnarspjaldið til kynningar á heimilin snemma I vetur. Eftir að kennarar höfðu lagt mikla vinnu I að útfylla umsagnareyðublaðið voru þau afhent foreldrum I yiðurvist nemenda. Máske er það einmitt jákvæðasti þáttur þessa fyrirkomulags, að það eyöir tor- tryggni, sem annars kemur hæg- lega upp. Nemandinn hlýðir nú á umsögnina og getur tekið þátt i umræðum um hana með kennara og foreldrum. Þá sagöi Hörður aö gifurleg vinna væri aö baki svona um- sögnum. 1 skólunum er varð- veisluskylda á prófum I nokkur ár, svo það geta hæglega komið upp geymsluvandræöi vegha þessa eins. Þetta er eini skólinn á Akureyri, sem hefur þetta fyrir- komulag. En samkvæmt fræðslu- lögunum þá er námsmat I hönd- um skólanna sjálfra. Samvinna hefur veriö um málið við skólarannsóknardeild Mennta- málaráðuneytisins. Dr. Þurlöur Kristjánsdóttir hefur sinnt náms- matinu nýja með miklum áhuga og fleiri hafa lagt hönd á plóginn. Slðan sagði Höröur aö foreldrar almennt heföu sýnt málinu mik- inn áhuga og verið ánægðir meö; nýja kerfið. Nemendur hafa einn- ig verið ánægðir með fyrirkomu- lagið. Þessu mun verða beitt óbreyttu I vor. En samt sem áður höfum við fundið nokkrar ambög- ur á umsagnarfyrirkomulaginu, sem við komum til með að losa okkur við I náinni framtið, sagði Hörður að lokum. —mhg VQJ Umsjón: Magnús H. Gíslason Leið- beiningar um tæknibúnað o.fl. Lagt hefur verið fram á BúnaOarþingi eftirgreint erindi frá Bjarna Guöráðssyni: Undirritaður (Bjarni Guðráðs- son) beinir þvl hér með til Búnaöarþings 1979 að taka til athugunar á hvern hátt megi auka leiðbeiningar um fóðurverk- un, einkum er varðar tæknibúnað til súgþurrkunar, véla- og verk- færakost viðheyöflunog val véla eftir staðháttum. —mhg Sérhver skerðing á kjörum bœnda leiðir af sér fœkkun þeirra Sú ályktun Búnaðarfélags Lundareykjadalshrepps sem hér fer á eftir var samþykkt I einu hljóði á fundi i félaginu þann 24. febr. 1979, eftir umræð- ur og umfjöliun á félags- og fræðslu fundum undanfarnar vikur. Alyktunin var send Bún- aðarþingi, Stéttarsa mba ndi bænda og Landbúnaðarnefnd n.d. Alþingis. Ályktun um landbún- aðarmál: Þróun undanfarinna ára I framleiðslu búvöru hefur leitt til mikjlla vandræða I sölu afurð- anna. Við blasir að á bændur falli útgjöld af þessum ástæð- um, sem nema á aðra milljón króna á hvern bónda. Ekki verður þvi I móti nælt, að hið opinbera hefur leitt þá þróun meðhvetjandi lána- og styrkja- kerfi, en neitað samtökum bænda um öll stjórntæki, sem þar gætu hamlað á móti. Úr því mun ætlað að bæta meö frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 101/’66 um fram- leiðsluráð landbúnaðarins o.fl., sem nú liggur fyrir Alþingi og sniðið er eftir tillögum 7-manna-nefndar. Þaðer hins vegar mikið vafa- mál að þær leiðir, sem þar er heimilað aö fara, leiði til um- taisverðrar minnkunnar fram- leiðslu. Þá er augljóst, að meginþungi þeirra ráðstafana leggst á kúabúin, þótt kinda- kjötið hafi verið mun fyrir- ferðarmeira I útflutningi en mjólkurafuröir. Þetta hefur verið afsakað með þörf ullar- og skinnaiðnaðar fyrir hráefni, en það þýðir i raun að vanda hans á aðleysa með álögum á bændur. Þvi vill fundurinn eindregið vara við því að tillögur þessar verðilögfestar, a.m.k. nema um leið verði geröar viðtækar hlið- arráðstafanir til að bæta úr ofangreindum annmörkum. Sérstaka áherslu leggur fund- urinn á mótmæli gegn þeirri ósvinnu, sem I frumvarpinu felst, að sá vandi, sem við blas- ir, verði leystur á kostnað bænda einna og bendir sérstak- lega á tvö atriði I þvi sambandi. í fyrsta lagi þá ábyrgð, sem stjórnvöld óneitanlega bera á þróun þeirri, sem orðið hefur i framleiðslu búvöru, ogáöur var á minnst. I öðru lagi, að um langan aldur hefur verðlagning búvöru verið með þeim hætti, að mikið hefur vantað á að bændur hafi náð þeim tekjum, sem lög kveða þó á um. Því má segja, að þjóðfélagið skuldi bændum fjár- hæðir, sem eru langt umfram það fjármagn, sem þarf til að tryggja þeim fullt verð fyrir alla framleiðsluna nú. Hins vegar þarf bersýnilega að nýta það fjármagn til að ná fram samdrætti I framleiðslu án þess að kjör bænda skerðist. Eins og að likum lætur hafa orðið miklar umræður um þessi mál aðundanförnu. Ekki verður annað ráðið af yfirlýsingum ýmissa stjórnmálaafla en aö til- tölulega viðtækt samkomulag ætti að geta tekist um það að vandi landbúnaðarins verði Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.