Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 7

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 7
Þriðjudagur 6. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Marxistar rekja hernaðarstefnu til stéttarveldis og draga þá rökréttu ályktun, að styrjaldir muni hverfa úr sögunni, þegar sósíalismi kemst á. En nú hefur eitt yfirlýst sósíalískt ríki ráðist á annað, sem ráðist hafði á hið þriðja.Er þá marxisminn hrakinri? Orn óiafsson: VTNIR VIETNAMS Sundrung þeirra Nú hafa þau ótiðindi oröið að riki sósialista berjast innbyrðis. Það er þá ekki að undra að sú sundrung komi lika fram hér á landi, en aldavinir standa nú gáttaðir hver frammifyrir öðr- um, aðrir eru klofnir i miðju. Mig langar hér aö svara þremur félögum minum sem skrifuöu i Þjððviljann um dag- inn. Allir erum við sammála um aö fordæma innrás kinverska hersins inn i Vietnam, en hinu þyrftum við að átta okkur á — eins og margir aðrir — hvernig stuöningur okkar við Vietnama er að öðru leyti. Ég hefi heyrt þær raddir oft undanfarna daga, að nú verði bara að standa með Vietnam, og ailt tal um Kampútséu sé út i hött og af hinu illa. Þetta finnst mér alveg fráleitt, það hlýtur aö veikja mjög alla málsvörun fyrir Vietnama að vilja ekki ræða stefnu þeirra og stööu I heild. Baráttuhreyfing gegn heims- valdastefnu var stofnuð upp úr Vi'etnamnefndinni á íslandi i júnibyrjun 1977. Ég er satt að segja hneykslaður á þessum þremur vinum minum formönn- um hennar þegar þeir segja að BGH hafi „á engan hátt sýnt Vietnam áhuga eða stuðning i erfiðleikum þess á undanförn- um árum.” Þeir ættu manna best að vita að afskiptaleysi okkar stafaði ekki af áhuga- leysi. Vietnamnefndin hafði alltaf haft baráttu gegn heims- valdastefnu á stefnuskrá sinni, arftaki hennar leit svo á að veikum kröftum BGH yrði best varið til að reyna að upplýsa fólk um ástandið i þeim löndum sem mest voru I sviðsljósinu, löndum Afriku og Rómönsku Ameriku. Við þetta geröu þeir þremenningar aldrei neinar athugasemdir, hvað þá að þeir hafi nokkurn tima skrifað i timarit okkar, Samstöðu, um Vletnam. Nema hvaö ÞH skrif- aði stutta greinn i 1. hefti, og það voru samanlögð afskipti Vietnamnefndarinnar af Vietnam i formannstið hans! Samstöðu hélt hann hins vegar úti með ágætum. Nóg um það, hér langar mig einkum til að taka fyrir viðhorf sem viða kemur fram, m.a. hjá Wilfred Burchett (i 1. hefti tímaritsins Kommentar ’79; þetta gagnmerka fréttaskýr- íngarit fæst hjá MM og Bóksölu stúdenta) og hjá Þresti Haraldssyni I Þjóðviljanum, 28/2 sl. En það er i stuttu máli svona: „Það er helvitis lygi aö Víetnamar hafi ráðist inn i Kampútséu. Og það var gott að þeir gerðu það.” Litum nú á hvora staðhæfingu fyrir sig. Réðust Víetnamar inn i Kampútseu? A. Ýmsir segja aö erlendur her hefði aldrei getað lagt undir sig Kampútséu á fáeinum dög- um, sóknarhraðinn einn sanni aö innlend andstöðuhreyfing hafi verið að verki og að stjórn Pol Pot hafi verið rúin öllu fylgi (Árni Bergmann, Þröstur Haralds og Wilfred Burchett). En þegar litið er á margfalda hernaðaryfirburði Víetnama yfir Kampútséu sést að hér er aðeins um samgöngutækni hers að ræða, á hvaða stigi hún var. Eða vilja menn draga hliðstæð- ar ályktanir af leiftursóknum Þjóðverja i seinni heimsstyrj- öld? Nóg um þessi falsrök. B. BGH ályktaði að hún gæti ekki tekið alvarlega þá full- yrðingu að innlend and- stöðuhreyfing Kampútsjaila sem stofnuð var i I árslok 1978, hafi náð þvllikum itökum meðal þjóðarinnar að hún hafi steypt stjórn Pol Pot. Þessu svara 3 fýrrverandi formenn Vletnam- nefndarinnar á Islandi: „BGH virðistekki vera kunnugt um aö vopnaðar uppreisnartilraunir gegn stjórn Pol Pot hafa verið gerðar allt frá 1976 né að Heng Samrin, hinn nýi leiðtogi Kampútséu, hafði verið I forystu fyrir sllkum tilraunum slðan I mai 1978, enda þótt KNUFNS (Frelsishreyfing Kampútséu) hafi ekki verið stofnuð formlega fyrr en 2. des. 1978. ,,Ja — er þaö nema von að BGH kannist ekki við þessar þrálátu uppreisnir? Hve margir lesenda Þjóöviljans höfðu séð eitthvað um þær fyrir siöustu áramót? 1 mesta lagi tilraun til herforingjavaldráns vorið 1978. Höfðu Vietnamar sagt frá þess- ari miklu andstöðu? t april 1978 talaði reyndar vfetnamskt timarit um mikla andstöðu, en sagði að hún væri mestmegnis sjálfsprottin (Vietnamese courier 71, bls. 5). Þarf nú ekki nema mánuð til að skipuleggja sjálfsprottna andstöðu svo að rikisvaldið hrynji á fáeinum dögum? Stangast það ekki óþyrmilega á við þá mynd sem jafnframt er gefin af ríkisvaldi Pol Pot, er það átti aö hafa nægilegt afl til að hafa myrt fjórðung þjóðarinnar, ef ekki helming? Samræmist ekki betur reynslu okkar af frelsisbaráttu þeirri sem verið hefur, aö það taki bardaga um langan tlma að vekja almenningi traust á and-' stöðuhreyfingu jafnvel þótt stjórnvöldséualmennt óvinsad? Sú var reynslan af byltingunum i Kúbu, Kina, Vletnam, Mósambík, Angóla og Gineu-Bissá. Ég efa ekki að kampúts janskir flóttamenn hafi verið i Vletnam og að þeir hafi barist gegn stjórn Pol Pot. En jafnljóst sýnist mér að það hafi fyrst og fremst verið víetnamski herinn sem steypti stjórn Pol Pot. Hjálmtýr Heiödal var að rifja upp fyrir okkur fréttir af bardögum i Kampútséu á slnum tima: þeir voru háðir með skriðdrekum, flugvélum og herskipum! Ekki hafa menn dregið þetta i efa, eru þetta vopn skæruliða eða öflugs rikisvalds? Réði þessi hernaður ekki úrslitum? Meö öðrum orðum, réð her Vietnams ekki úrslitum? C. Til þess benda og ýmsar yfirlýsingar Vietnama. Vissulega neita Vietnamar þvi að þeir hafi ráðist inni Kampútséu. En i viðtali við Kommentar (nr. 11—12/1978) sagði Khac Vien fyrrum rit- stjóri Vietnamese studies og Vietnamese courier, að Kampútsjanar hafi stöðugt verið með árásir á Víetnam i skjóli Kinverja, sem styðji þá til þess og örvi. Vlet- nömum stafi auðvitaö eng- in hætta af Kampútsjönum I sjálfu sér, en þvi meiri hætta af Kina (bls. 43) Vandamál Vietnama vegna Kampútséu muni leysast við uppreisn þarlendrar alþýðu, sem komi til með að steypa stjórninni og hafa áreiðanlega gott samband viö Vi'etnama. Sendi Ki'nverjar ekki hersveitir til Pnom Penh, gerist þetfa innanfáeinna vikna eða mánuöa (sagt i nóv. *78). Það verði þá að sýna sig hvort Kinverjar noti þetta sem átyllu árásar á Vietnam úr norðri (bls. 47). \ Vletnamska stjórnarblaðið Nhan Dan sagöi (13/1 ’79) I til- efni af umræðum Sameinuðu þjóðanna um Kampútséu, eftir að hafa rakiö ýmsar ögranir Klnverja, m.a. hernám Paraseleyja, að etja „kliku Pol Pot og Ieng Sary” til að hefja landamærastríð gegn Vietnam, o .s. fr v.: „V ið þvílik ar a ðstæður gat ekkert land þolaö svo grimmilegar aðgeröir, sem ógna alvarlega friði ög stöðug- leika á svæðinu. Vietnamska þjóðin verður aö beitá helgum rétti sinum til sjálfsvarnar til að hrinda árásum, refsa og eyða árásaröflunum.” (fjölrit frá VN, bls. 2). Hvi' segði málgagn Vletnam- stjórnar þetta, ef hún hefði ekkert aðhafst? Af þessu álykta ég að. Vletnamar hafi lagt Kampútséu undir sig til að forðast langvinnt striö við Kampútsjana vædda kin verskri aðstoð annars vegar, en Kínverja hinsvegar. Mér sýnist ljóst að innrás Klnverja hafi veriö löngu undirbúin (sbr. yfirlýsingar sl. ár), þetta var raunveruleg hætta. Þetta er vissulega aðeins ályktun mln, en ekki sannað mál. Hún er þó ólikt sennilegri en hin kenning- in, að vietnamsktherlið sé ekki i Kampútséu. Enda dirfist varla nokkur maður að halda þvi fram. Menn segja bara að það hafi minnstu ráðiö um fall stjórnar Pol Pot, en það er rakalaust og býsna óliklegt I ljósi þess sem hér hefur verið rakið. Var innrásin jákvœð? A. Hér er ekki rúm til að ræða stjórnarfar i Kampútséu undan- farin ár, enda hefi ég litlar heimildir um þaö og mótsagna- kenndar. Ég bendi bara á að Víetnamar taka undir sögur Elínar Pálmadóttur og.Co., svo fáránlegar sem þær eru, hnykkjajafnvelenn á.Herinná að hafa drepið 1/4—1/2 þjóðarinnar. Manni veröur það að spyrja meö Stétta- baráttunni: Eiga þessir hermenn enga ættingja? Er hægt að siga þeim á frændur, vini, foreldra og systkini, og þeir drepa þau bara? Vita menn sliks dæmi? Og hver væri til- gangurinn meö öllum þessum manndrápum? Hvaða stjórn hefur nokkurn ti'ma reynt að drepa aila menntamenn og til hvers ætti það aö vera? Hlyti það ekki að mola hennar eigin grundvöll? Hvaða hugmynda- kerfi ætti aðbúa á bak við það að drepa alla lækna, allar hjúkkur, alla kennara, helst allt fólk sem kann aö lesa og skrifa, ef trúa ætti þessum sögum? Ég þekki ekkert slikt kerfi og skora á lesendur Þjóðviljans að finna það í viðri veröld. Einungis fáránlegasti rógburður Sovét- stjórnarinnar um menningar- byltinguna i Klna gæti jafnast á við þetta. Og hver getur fengið botn I þá dellu? Rauðir Khmerar áttu að hafa afnumiðfjölskyldulif, enda hata kommúnistar fjölskyldulif, eins og allir Moggalesendur vita! Og undir þetta taka Víetnamar (Vietnamese courier 78, bls. 12, nóv. ’78) — sér til réttlætingar. Þessar sögur bera það með sér að stjórnarfar i Kampútséu hefur verið rægt skipulega, enda er uppvist um ýmsar fals- anir. Margir bregöast svo viö þessu, að daga svosem helming- inn frá — nógu slæmt verður þaö samt. En það er augljós fjar- stæðuaðferð þegar uppvist er um róg! Enda væri þá rökrétt að segja.að Pol Pot hafi ekki viljað drepa alla lækna og hjúkrunarlið — en allavega hafi átt aðfækka þvi mikið! Ekki að afnema fjölskyldulif I landinu með valdboöi — hvernig sem á annars að fara að þvi — en alltént að takmarka þaö veru- lega. O.s. frv.'Nú eru ekki tök á að vita hvernig ástandið var i Kampútséu — er þá annað að gera en viðurkenna það, og fresta dómum? B. Jafnvel þótt við göngum út frá þvi að gjörræði og kúgun hafi rikt I Kampútséu, þá er innrás erlends hers ekki likleg til að bæta úr því. Byltingar- sinnar boða að alþýðan taki völdin. Geri hún það ekki sjálf, hvernig ætti þá stjórn sem situr i skjóli erlends setuliðs að geta fært henni völdin? Vita menn sliks dæmi? Erudraumar um valdrán minnihluta, sem „gefur alþýöunni völdin” ekki margafhjúpuö kratastefna? — að útvalinn minnihluti hafi vit fyrir alþýöufjöldanum? Er það ekki einmitt kerfið i Sovétrikj- unum? Er ekki stjórn sem situr i skjóli erlends setuliðs veik, hlýturhúnekkiað verja sig með kúgun? Ég tala nú ekki um þegar þjóð, sem drottnað hefur yfir smáþjóö er að hernema hana enná ný, tilað ráða stjórn hennar. Er það ekki liklegast til að sameina landsmenn gegn henni? Það viröist reyndar af fréttum undanfarið. Dæmi: Vorið 1920 elti Rauöi herinn rússneski heri hvltliöa inni Pól- land og ákvað að færa pólskri verkalýðsstétt sósialiska bylt- ingu I leiðinni. En hvað geröist? Pólskur verkalýður reis ekki upp, eins og-vænst hafði verið, gripi hann til vopna, var það til að „verja fööurlandið gegn út- lendingunum”. Tilraunir til að flytja út sósialisma eru þvi llk- legastar tilaö styrkja aftur- haldsöfl I viðkomandi landi en veikja sósialista. Sósialismiogstrið Marxistar rekja hernaðar- stefnu til stéttarveldis og draga þá rökréttu ályktun, að styrjaldir muni hverfa úr sög- unni, þegar sóslalismi kemst á. En nú hefur eitt yfirlýst sósíaliskt riki ráðist á annað, sem haföi ráðist á hið þriðja. Er þá marxisminn hrakinn i þessu efni? Nei alls ekki. Þótt sósialistar hafi tekið viö stjórn i þessum löndum og þjóðnýtt framleiðslu- tækin að verulegu leyti (enn mun þó einkabúskapur yfir- gnæfandi i Vietnam), þá leiðir ekkiaf þvl aö stéttir séuhorfnar eða stéttabarátta. Heimsvalda- rikin, heimsauövaldið, eru grá fyrir járnum og árásargjörn; þvi hafa riki sósialista mikla heri og þau hafa sterkt, miðstýrt rikisvald, ekki eru alþýðuvöld áberandi. Það þarf þvi ekki aö koma okkur á óvart að ráöamenn þessara rikja beiti hervaldi til að tryggja hags- muni rikja sinna, £*stæðurnar bjóða uppá það. Við megum hinsvegar ekki loka augunum fyrir þvi að þeir beita hervaldi, og viö megum ekki réttlæta það heldur, i báðum tilvikum er það augljóslega til ills fyrir þróun lýöræöis og sósialisma. Fremsta skylda okkar við valdamikla vini er að gagnrýna þá, hvenær sem þeir takaranga stefnu. Meðal þeirra er tekist á um rétta stefnu og ranga, gagn- rýnislaus stuðningur er i raun stuðningur við hin verstu öfl meðal þeirra. Þeir sem nú boða gagnrýnislausan stuðning viö Víetnama, hvað sem þeir gera, þeir ættu ekki að hneykslast á kommúnistum 4. og 5-áratugs- ins fyrir stalínisma, fyrir að réttlæta Moskvuréttarhöldin, o.s.frv. Af þessu öllu sýnist mér að þeir félagar SRH, ÓG og ÞH, fyrrum formenn Víetnamnefndarinnar á Islandi hafi skrifaö pistil sinn um Vletnam og Kampútséu af óskhyggju en engu raunsæi. Og meðan þeir gera það, sýnast mér þeir vera allóþarfir alþýöu heimsins, i Vietnam jafnt sem á tslandi. Það hefur verið ömurlegt undanfarið að fylgjast með útgáfunum tveimur af His masters voice — miðstjórn Eik(m-l) og ritstjórn Stétta- baráttunnar — halda þvi fortakslaust fram aðVíetnamar hafi átt upptökin I striðinu við Kinverja, 30milljón manna þjóð — hin striðshrjáðasta i veröld- inni — hafi ráðist á 800 milljón manna þjóð. Og þessir attanlossar Kinverja hófu pólutiskt starf sitt i Vietnamhreyfingunni. Hvernig fer fólk svona? Ef maður fylgir i blindni, þá er ekki rúm fyrir skynsemi, hann getur snúist hvert sem er. Og sá sem boöar mönnum aö fylgja i blindni — hvort heldur er Kinverjum, Vietnömum eða enn öðrum,hann er augljóslega andvigur frelsun alþýöunnar i raun, hann berst gegn sósialisma. 4/3 1979 örn Óiafsson. P.S. Stafsetningin — ég er enn fylgjandi endurbótum á henni. En ef endurbætt stafsetning er aðeins á einni grein i blaði, sem að ööru leyti er með hefðbund- inni stafsetningu, þá held ég aö það trufli bara og fæli frá lestri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.