Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 10

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 6. mars 1979. Þri&judagur 6. mars 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ER „BESSÝ” NÝTT KRÖFLUÆVINTÝRI? Hvaö er„Bessý”? Aö undanförnu hefur mikið ver- ið rætt og ritað um virkjunar- áform i Fljótsdal i Múlasýslu við svo kallaða Bessastaöaá! Hér i upphafi er rétt að skil- greina, viö hvað er átt með þessu nafni „Bessastaðaárvirkjun”, enda mjög nauðsynlegt þvi vænt- anleg virkjun á alls ekki að heita því nafni. Allt frá árinu 1936 hafa verið gerðar margar frumáætlanir um virkjun eða virkjanir i Fljótsdal. Allar höfðu upphaflegar hug- myndir það sameiginlegt að nafn virkjunarinnar var ætið „Gilsár- vatnavirkjun” enda skyldi uppi- stöðulón virkjunar vera i Gilsár- vötnum. Cr Gilsárvötnum rennur Bessa- staðaá. Uppi á heiðinni erfjöidiannarra vata^m.a. Hólmavatn og Garöa- vatn, eru þau raunar austar og neðar á heiðinni en Gilsárvötn. Staðhættir allir á heiðinni eru vel til þess fallnir aö mynda uppi- stöðu lón og i revnd möre lón. Til eru hugmyndir um virkjun upp á 1000 — 1500 Mw. i Fljótsdal, sem sagt, hugsanlegar erumarg- ar geröir og stærðir virkjana á þessu svæði sem allar eiga það sameiginlegt aö nýta skal mjög hátt og hindrunarlaust fall, 560 — 600 metra, og óvenju góðar aö- stæður fyrir uppistöðulón. En það sem er mismunur milli hinna ýmsu hugmynda er orku- þörf (orkumarkaður) og þá um leið vatnsöflun. Sé nauðsynlegt að byggja t.d. 250 Mw virkjun (aðeins stærri en BUrfell) er vatni Jökulsár veitt Utí lón heiðarinnar. Efmenn þurfastærri virkjun er seilst i austur og vestur með svo- kallaðar „vatnsrennur” og ein- faldlega sótt meira vatn t.d. i Jöklu. Ýmsir staðir koma þvi til greina iFljótsdal, sem virkjunar- staðir og ber hver virkjun nafn af þeim bæ sem næst stendur. Sá kostur sem fyrir valinu varð nU, heitir þvi Hólsvirkjun en ekki Bessastaðaárvirkjun. Markmiö og orkumarkaöur NU er það hinsvegar svo að samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi setti sér það markmið i orkumálum 1974, að fullnægt skyldi orkuþörf kjör- dæmisins frá innlendum orku- kostum til allrar þeirrar orku- notkunar sem slikt væri tækni- lega mögulegt. Að þessu markmiði settu var þaðlltii „kUnst” að gera sér grein fyrir orkumarkaði framtíðarinn- ar I kjördæminu. Ljóst er öllum sem um þessi mál fjalla að jarðhiti á jarðhita- svæðum I nágrenni þéttbýla, er ódýrasti virkjunarkostur fyrir upphitun hUsnæðis, en sé hann hinsvegar ekki til staðar verður áðurgreindu markmiði ekki náð nema með hagnýtingu fallvatns- orku umbreyttri i raforku. Á Austurlandi eru mjög fáir, sjáanlegir möguleikar til hag- nýtingar jarðhita, sennilega aö- einsfyrirEgilsstaði, ogHlaðir, en með hæfilegri bjartsýni mætti ætlaVopnifiröingumþau náttUru- gæði lika. Niöurstaðan varö þvl sU að ef miðað væri við t.d. 1990 væri markaðsþörf afls um 70 — 80 Mw, og Ut frá þvi var séð að heppileg- asti orkukostur væri virkjun i áföngum á þessu timabili uppi i 50 — 100 Mw. Hagkvæmastur væri sá kostur sem gæfi möguleika á sem bestum framtiöarmöguleik- um til framhaldsáfanga,sem sagt „rannibrautar”- möguleikum til virkjunar, og þvi varð Fljótsdal- urinn fyrir valinu, vegna um- sagna Rarik þar um. Orkumálaályktun S.S.A. frá 1974 sem samþykkt var sam- hljóða m.a. af öllum þingmönnum kjördæmisins og grundvallast á ofangreindu meginmarkmiði, leggur efnislega meginaherslu á að stjórnvöld verði að láta fram- kvæma tæknilega og fjárhagslega áætlun til minnst tiu ára I senn hvernig ná megi þvl markmiði að allri staöbundinni orkuþörf verði sinnt af innlendum orkukostum. Glundroöinn Þetta hefur þó ekki verið fram- kvæmt, þrátt fyrir Itrekaðar óskir hér um til iðnaðarráðuneytisins, en telja má þaö til höfuösynda Orkustofnunar aðhafa ekki unnið sllka áætlanagerð I slfellu allt frá lokum tiu ára rafvæðingaráætl- unar sem hófst 1954. Enda bera orkumál okkar tslendinga þess ljós merki i öllum slnum hringl- anda slðan, og miklu hærra oiku- verði en t.d. i Danmörku til allra almennra nota. NUverandi staða I orkumálum Austfirðinga, markast þvi mjög af þessum glundroða, öll umræða um þessa hluti blandast framl- köllum allskonar spámanna sem telja sig vera að bjargaislenskri þjóð frá efnahagslegu hruni or- sökuðu af óskum Austfirðinga i orkumálum og telja sig þess um- komna aö segja okkur fyrir um, hvað sé okkur fyrir bestu hvað þetta snertir fjárhagslega og tæknilega. Raddirþessaraspámanna hafa heyrst áður um orkumál þessa landshluta ogannarra og þótt það sé söguleg staðreynd að allt sem þeir hafa sagt séu einberar fals- spár, leyfa menn sér þrátt fyrir forsöguna, aðhlusta enn á þessar raddir. Þetta eru sömu raddirnar sem sögðu Islendingum 1964 — 1965 að flýta sér að virkja vatnsorkuna þvi hUn færi að veröa dýrari en kjamorkan meö þeim árangri að inn i iandið flæddi erlend stóriðja sem gefa verður stórfé með i orkuverði. Þetta eru sömu raddirnar sem sögðu við Austfirðinga 1956 að Grímsárvirkjun yrði nægileg fyr- ir þá um ókomna framtíð til að verja það að þeir lögöu ekki til við stjórnmálamenn, að farið yrði að óskum Austfirðinga um virkjun Lagarfljóts þá. Þetta eru sömu raddirnar og sögðu Islendingum 1973 — 1974 i fyrri olíukreppunni, að „viöhorfið til orkumála heföi gerbreyst á einni nóttu”. Þrátt fyrir löngu hUsaöa vitneskju um (Te Limit of Growth) þverrandi jurtaleifa- orku i heiminum, ásamt þvl aö ómótuð þjóöfélög I félagslegum skilningi réðu yfir stærsta hluta þessarar orku og myndu að sjálf- sögðu nota hana sem vopn I llfs- baráttu sinni. Og nU heyrist enn um hiö „breytta viðhorf I orkumálum” frá þessum sömu spámönnum. Þvi allt kemur þeim að óvörum sem aldrei fást til að nota annað en fyrsta plans stærðfræði og hagfræði i leiðbeiningu sinni fyrir þjóðina. Og enn á ný koma þessir menn og hafa hátt og seg.ia við okkur Astfirðinga: Þið eruð á rangri leiö, farið heldur okkar leiðir þvi þær eru leiöir aukinnar hagsæld- ar fyrir þjóðina alla. Þeirra er að likindum „máttur- inn og dýrðin” , en þeirra er ekki „sannleikurinn” það vitum við öll á Austurlandi. Á árunum frá 1974 — 1977 héldu Austfirðingar fimm stórar ráð- stefnur um orkumálin, þar sem allir þáverandi og nUverandi jöfr- ar íslenskra orkumála voru þátt- takendur. Stefna Austfirðinga er þvi mótuð af mikilli og raunhæfri umræðu um þessi mál, og það verður því erfitt fyrir nýja sjálf- boöaliða að breyta henni. Megin- atriði stefaumótunar i orkumál- um er og verður það sem áöur er getið um, jafnframt eru settar fram kröfur til orkuiðnaðarins um gæði og öryggi. En það sem er nr. 1., 2 og 3. er auðvitað orkuverðið ekki bara til Austfirðinga, heldur orkukjör allra landsmanna og jöfnun kjara þeirra i milli. Okkur er þvi ljóst að öll lands- ins börn mega auðvitaö setja fram sin sjónarmið i umræðu um okkar orkumál, en þvi aðeins mega þeir vera meðstjórnendur að þeir séu viljugir til að deila með okkur kjörum sem betri eru en við bUum við, um þessar mundir I orkumálum, almennt séð. Þetta er ekki stærilæti, þetta er grundvallaratriði I málinu, þvl fram til þessa hefur ekki verið farið að óskum Austfirðinga I orkumálum, og af þvi hefur m.a. leitt sá mikli fjárhagsvandi sem' Rarik býr við i dag, Fyrir þessu liggja skjalfestar sögulegar stað- reyndir, og fyrir okkar ósk i dag liggja óyggjandi verkfræðilegar niðurstöður bæði tadcnilegar og fjárhagslegar. Sannleikurinn í málinu Fram hefur komið að heppileg- ast sé að leysa orkuvöntun Aust- firðinga næsta áratug með því aö leggja linur frá Sigöldu um suð - Austurland til Skriðdals og tengja þannig saman hringllnu um land- ið, svo kallaða „Byggðalinu”. Þeir sem nU benda á þetta i þeim tilgangi, væntanlega, að opna augu okkar fyrir hag- kvæmnissjónarmiðinu, segja að þetta sé forgangs-framkvæmd af hagkvæmnisástæðum fram yfir virkjun I Fljótsdal vegna mark- aðar á næsta áratugi. Við skulum skoða málið niður i rætur þess, en fyrst af öllu skoða ástæðu þess að orkustofaun skuli á elleftu stundu koma með skýrslu og ábendingar um óhag- kvæmni „Bessy” sem orkukosts og nU fyrst benda á að hringlína sé heppilegri, i stað þess að benda á þetta á fyrra stigi. Alþjóð veit að Orkustofaun hef- ur við eitt megin-vandamál að striða, en þaö er staða gufuöflun- ar fyrir Kröfluvirkjun; áhugi hennar hefur þvi að sjálfsögðu beinst að þvi að fá fjárveitinga- valdið til að veita nægilegt fé til áframhalds borana þar. Þetta sjónarmiðOrkustofnunar er að minu mati rétt, en aðeins að vissu marki; þakið á fjármagninu iþessu skyni heföi átt að vera við tvær holur boraðar á þessu ári, en sennilega hefur þeirra beiðni verið til muna hærri. Af ýmsum ástæðum var þessari beiðni hafn- að og einföld niðurstaða varð, að ráðast á óskir Austfirðinga I orkumálum þar sem tveir okkar ágætuog duglegu þingmanna eru ráðherrar um þessar mundir. Þessi niðurstaða er augljós fyr- irmig og er I fullkomnu samræmi við þann glundroða sem rlkir i orkumálum.þar sem enginn virð- ist ábyrgur né mark á takandi hvorki stjórnmálamenn né em- bættismenn. Þrátt fyrir það að stjórnendur Rarik með rafmagnsveitustjóra ríkisins i fararbroddi og sam- hljóða ályktanir sveitastjórna á Austurlandi um að fá fram- kvæmdir i gang sem fyrst við virkjun I Fljótsdal, sem sé að mati ráðgjafa, þjóöhagslega nauðsynleg framkvæmd. t tlma bæði á undan Hrauneyjarfossi og Blöndu, koma menn enn og tala um vatnsleysi, ný Kröfluævintýr og fleira. —Hverju oghverjum er eiginlega mark á takandi i þjóðfé- lagsumræðunni i dag? Er furöa þótt hinn almenni maður spyrji? Hagkvœmnis samanburður Hér á íslandi eru ekki fyrirliggj indi reglur um fjárhagslega íætlanagerð virkjana. Lands- /irkjun gerir þessar áætlanir eft- r sínum reglum, og hinar ýmsu •áðgefandi verkfræðistofur eftir peim aðferðum sem þær hverju iinni telja að gefi sem réttasta mynd af fjárhagslegum atriðum rá-kjana-framkvæmda. Allur samanburöur er þvi afar flókinn, sérstaklega þegar þaö bætist við að allsendis er óvlst nvaða lánakjör eru i boði fyrir lina ýmsu framkvæmdaaðila. Ljóst er hinsvegar að sé ein- vörðungu litið á fyrsta áfanga Hrauneyjarfoss og fyrsta áfanga „Bessý”, er um sömu kostnaö- artölur að ræða fyrir hvert upp- sett Mw. A hinn bóginnef reiknaðer með seinni áföngum beggja virkjana eru megavöttin hagkvæmari frá Hrauneyjarfossi. Hinsvegar eru mýmörg atriði við ,,Bessý” sem ekki eru tekin meítef svo einfaldur samanburð- ur væri framkvæmdur og yrði viðmiðunarstærð við val milli kosta. Þar er fyrst og fremst að skoða kostoað við næsta áfanga Fljóts- dalsvirkjana, sem nýta sömu lón og finna fram hvað stórar i^>p- hæðir þar sparast á hvert virkjað megavatt. Þá þarf að fá fram miðlunar ágóða vegna Lagarfljótsvirkjun- ar, t.d. heföi fyrsti áfangi „Bessý” gefið Lagarfljótsvirkjun um 1.5 Gwh I aukna orkuvinnslu- getu nU siðustu tvo mánuði. Mjög erfitt er að reikna Ut ör- yggisfaktor fyrir veitusvæðið I krónum, vegna staðsetningar virkjunar á svæðinu og þess vegna umgangast menn þetta at- riði með sérstakri varUð i öllum samanburði. Ég er hinsvegar óhræddur að setja þettafram myndraait. NUer tengd ein lina til Austurlands; bili hUn, t.d. ef mastur færi á Holta- vörðuheiði um miðjan vetur, má ætla lágmarksviðgerðartima eina viku. Ef tréstaurahluti bilaði al- varlega t.d. á leiðinni Skriðdalur — Krafla, áætla ég viögerðartima upp i tvær vikur. Segjum nU að seinni bilun ætti sér stað veturinn 1984 á háanna- tima orkuþarfar; þá veröur afl- þörfin 45 Mw án Austur-Skafta- fellssýslu. í landshlutum yrði myrkur og kuldi, framleiðslutap miðað við nUverandi aðstæður sennilega upp á tvo miljarða króna bara á fjórtán dögum. Hver þorir að bera ábyrgð á sliku ástandi? NU er möguleiki á tvöfaldri orkugjöf ef um hringtengingu er að ræöa, en þá er hinsvegar meg- invandamálið að suð-austurlin- an hefur 1984 ekki flutningsgetu til að sinna þessu hlutverki; há- marksgeta hennar gagnvart mið-Austurlandi erekki nema um 20 — 25 Mw. Þá mætti t.d. athuga hvort ódýrasta tryggingin yrði ekki með uppsetningu t.d. 30 Mw gas- tUrbínu og hringtengingu. Jafaframt mætti skoða hvort ekki ætti að byggja „Bessý” með minni lónum og s. frv. Allt er þetta hugsanlegt fyrir árið 1984, en sé árið 1990 skoðaö meðtilliti til alls kjördæmisins og hringtengingar, er þörfin 70 — 80 Mw. Sennilegt er að ekkert sé hægt að mjólka Ut Ur Austurllnu þá þegar 1986,sé tekið tillit til Norð- urlands og Vestfjarða ásamt þvi að hámarksafl Kröflu þá yrði 30 Mw. Eins og sjá má af ofangreindu eru mörg „ef” -eng'inn sem tekur þátt I umræðu um þessi mál er i vafa um, að þá þegar 1990 — 1995 verður „Bessý” 60 Mw — Blanda 100 Mw , Krafla 60 Mw og hring- Una nauðsynleg vegna orkuþarf- ar á Vestur-Noröur-Austur- og Suðurlandi, menn greinir hins- vegar á um timaröðun. Niðurstaða þessara hugleiðinga er hvort sé hagkvæmara I vlðtæk- asta skilningi semfyrsta stig, llna frá Sigöldu um Suð-austurland til Mið-austurlands — eða bygging orkuvers I Fljótsdal. Kostirnir kosta svipað,sé litið á öll atriði málsins þ.e. llnan Sig- alda-Skriðdalur kostar rUma 8 miljarða kr. og tengivirki rUma 2 miljarða kr. — fyrsti áfangi „Bessý” kostar rUma 10 milj- arða (báöir kostir án vaxta og byggingartima). ■Línan kostar hinsvegar flýtingu á Hrauneyjarfossi 2 áfanga. En með Bessý erhægtað leggja fyrsta áfanga suð-austurlinu hvort sem er Sigalda-Höfn eöa Skriðdalur-Höfivallt eftir hvað er talinn heppilegasti áfangi. Það er rétt að geta þess að eng- um er ljóst enn, hvernig ber að meöhöndla flutningskostnaö orku Byggðalínu. 1 Noregi er orkan verðlögð mið- að við Kwh/km þ.e. kilowatt- Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri, Egilsstðöum: stundir fluttar eftir hverjum kiló- metra linu. 1 Svlþjóð er orkan hinsvegar verðlögö eftir flutningi hvers megawatts eftir hverjum kllómetra linu. Hérlendis eru um- raaður I gangi nU um stofnun Landsorkufyrirtækis sem inn- reikni beint fjármagnskostnaðinn af linukerfinu sem hluta orku- vinnslukostnaðar og selji oikuna hvarvetna á aðalUrtakspunktum Byggðalinu við sama verði. A nUverandi fjárlögum, eru ætlaðar 1200 milj. króna til greiðslu f jármagnskostnaðar ársins af norðurlinu, á næsta ári bætist svo austurllna við, ásamt þvl sem innifalið er I fjármagns- kostnaði Kröflu fyrir Kröflulinu og tengivirkið þar. Hér er þvl um umtalsveröar upphæðir aö ræða: myndi hvert Kwh vera dýr nU á Austurlandi, væri þessi kostnað- ur innreiknaður i orkuverðið, eða um 45 kr/kwh á þessu ári. Þá skal ítrekað aðengum vafa er undiropið aö virkjunin „Bessý” eykur öryggisstuðul orkugjafar margfalt á nUverandi samveitusvæði — Austurlands, umfram hringlfnu. Megin-niðurstað&n er þvl sU, að grundvallaratriði fyrir orkubU- skap og atvinnulif á Austurlandi á næsta áratugi er að þá þegar verði hafist handa um byggingu 2x32 MW orkuvers I Fljótsdal og þá þegar á næsta ári veröi hafist handa á byggingu fyrsta áfanga suð-austurlinu frá Skriðdal til DjUpavogs. Ofangreint hefur veriðog er aö finna i stefaumótun Sambands sveitarfélaga I Austur- landskjördæmi frá þvi á aðal- fundi sambandsins 1974. Umsögn hinna ungu visinda- manna Orkustofnunar er þvi ekki neitt nýtt fy rir okkur á Aust- urlandi; við lukum umræðu um þessa kosti þegar 1977. AÐ LOKNUM KOSNINGUM Á SPÁNI: Suaréz treystir sig í sessi Sú bjartsýni sem ríkti í hugum spánskra vinstri- manna fyrir kosningarnar 1. mars sl. fór óðum þverrandi eftir því sem leið á talningu atkvæða að- faranótt föstudagsins 2. mars. I höfuðstöðvum Sósía listaf lokksins í Madríd sátu menn á þröng- um fundum og enginn var til viðtals við forvitna blaðamenn. Hlaðar af kössum með kampavini í sigurskálina lágu þar ósnertir meðan hlauna- gleiðir Miöjubandalags- menn svolgruðu í sig skoskt viskýá glæstu hóteli t miðborg Madrid. Gæfan er hverful í nautaatshring stjórnmálanna og digrír íhaldstuddar geta verið skeinuhættir jafn færum pólitískum TORERO sem Félipa González. Hægri meirihluti í öld- ungadeild. t öldungadeildinni hlaut UCD 113 menn, PSOE 60, slðan koma einstaklingar Ur ýmsum flokkum og siðan skipar konungurinn, Juan Carlos, i kringum 30. UCD hefur því hreinan meirihluta i öldungadeild. Eins og sjá má af tölunum hér aö framan, hefur Miðjubandalag- ið styrkt stöðu sina talsvert. Flokkurinn bætti litilsháttar við sig, andstætt þvl sem bUist var við. Skoðanakannanir sem birtar voru af og til allan febrUarmánuð áttu stóran þátt i þvi. 1 þeim var PSOE yfirleitt vinsælastur meðal spurðra, þó að UCD hlyti flesta þingmenn samkvæmt þeim, sakir sterkari stöðu hans I mörgum til- tölulega fámennum héruðum. Þó aö Suárez hafi ekki náö hreinum meirihluta, er talið vist að hann muni ekki mynda samsteypu- stjórn, en leiti þess I stað stuðn- ings hægri þjóöernissinna frá Katalónlu, CIU, sem hefur 9 þing- menn. Eitt af þvi fáa gleöilega við Ur- slitin var híð mikla tap nýfrankó- istanna ICD. Þeir höföuhamraöá nauðsyn þess að koma á að nýju röð og reglu meöur spönskum og gagnrýndu UCD fyrir aö hafa haft visst samstarf við flokka „marx- ista”. Þessi samsteypa, borin uppi af Fraga Iribarne, Areilza og Osorio, mun tæplega eiga langa lifdaga fyrir höndum. Greinilegt er að spönsk burgeisastétt hefur aö langmestu leyti kjörið Suárez og UCD sem sinn flokk, þegar frá eru taldir borgaralegir þjóðernis- sinnar I Katalóniu og Euskadi (Baskalandi). Hnípnir sósíalistar í vanda Úrslitin voru nokkurt áfall fyrir PSOE, sem i raun tapaöi 1 þing- sæti, þar sem Alþýðuflokkur sósialista (PSP) hafði sameinast flokknum á milli kosninganna tveggja. Tap flokksins var nokk- urt I AndalUsIu, þar sem sóslal- iskir sjálfstjórnarsinnar sýndu sig vera skæðan keppinaut, og allverulegt I Euskadi, þar sem hann tapaði 4 þingsætum og veru- legu fylgi. Forysta flokksins á von á harðri gagnrýni frá vinstri arminum á þvl flokksþingi sem HELSTU ÚRSLIT Staöfestar niðurstöður kosninganna veröa ekki tilbUnar fyrr en 13. mars, en engu að slöur er ólíklegt aö eftirfarandi tölur breytist aö marki. 350 sæti þingsins (að frátöldum, 208 meölimum öldunga- deildarinnar) skiptast á eftirfarandi hátt. I sviganum aftan við er boriö saman við Urslit kosninganna I jUnl 1977: UCD (Miðjubandalagiö) 167 þm. ( + 2) 35% atkv. PSOE (Sósialistafl.) 121 ( + 1) 29% atkv. PCE/PSUC (Kommúnistafl.) 22 ( + 2) 10,8% atkv. CD (Lýöræöissamsteypan- nýfrankóistar) 9(4-7) 5,5% atkv. CIU (Borgaraiegir þjóðernissinnar I Katalóniu) 9 ( + 2) PNV (Þjóðernisfl. Baska — borgarafl.) 7 (4-1) PSA (Sósíalistafl. Andalúsiu —sjálfsstjórnarsinnar) 5 (+5) Herri Batasuna (framboð ETA) 3 ( + 3) Euskadiko Ezkerra (róttækir þjóöernissinnar i Euskadi) 1 ( = ) ERC (Vinstri lýðveidissinnar I Katalóniu) 1 ( = ) PAR (Sjálfsstjórnarsinnar i Aragón) 1 (-fi) UPC (Sjálfsstjórnarsinnar á Kanarieyjum) 1 ( + 1) UN (Þjóöareining — fasistar) 1 ( + 1) UPN (Hægri framboð á Navarra) 1 (-1-1) Tvö atkvæöi til hægri. — Kirkjan sagöi trúuöum aö kjósa ekki til vinstri. Fraga: Hans blökk tapaöi sjö þingsætum sem bet- ur fór. haldiö verður snemmsumars. SU tilraun González, að gera flokkinn likari hægfara sósialdemókrata- flokkum I Norður-Evrópu og sýna af sér minni róttækni en áður, hefur beðiö töluverðan hnekki við þessi Urslit. Telja má vlst aö PSOE hafi misst nokkurt fylgi til KommUnistaflokksins, en Carrillo og félagar höfðuðu mjög til vinstri sinnaðra sósialista I áróðri sinum. PCE komst sæmilega frá kosn- ingunum, bætti við sig rUmu pró- senti og tveimur þingmönnum. Hann má að einhver ju leyti þakka það vinstri gagnrýni sinn á PSOE sem fyrr segir og einnig atkvæö- um þeirra PSP-manna sem óá- nægöir voru meö sameininguna við PSOE. Talning atkvæða var þó ekki hálfnuö þegarCar'rillofór að gefa yfirlýsingar um nauösyn- ina á samsteypustjórn UCD, PSOE og PSE. Svik UCD (sem kommUnistar gagnrýndu harð- lega I kosningabaráttunni) gagn- vart þvl að framkvæma þau fáu atriöi Moncloa-samningsins, sem til bóta horfðu, hafa lltt dregið Ur stéttasamvinnuástriðu Don Santiagos nema slður sé. Ahugaleysi og ótti Kosningaþátttakan var af- spyrnuléleg, eða 67%, 10 hundr- aðshlutum minni en I kosningun- um 1977. Snjókoma á Norður- Spáni á að visu einhvern hlut að máli, en aðalástæöan er greini- lega vaxandi áhugaleysi fyrir lof- oröaglööum glanspólitlkusum. Þá Litlar breyt- ingar að undanteknum sigriróttœkra sjálfstjórnar- sinna í Euskadi og Andalúsíu má bæta viö að verkalýðssam- band anarkista, CNT, hvatti fólk til aö kjósa ekki og hefur það valdiö einhverju um, enda CNT I nokkurri sókn um þessar mundir. Það að Suárez hélt velli má skýra á nokkra vegu. I fyrsta lagi er enn mjög viða rikjandi ótti við snöggar breytingar, einnig meðal ýmissa þeirra er selja vinnuafl sitt. I ööru lagi var kosningaher- ferö UCD vel skipulögð, I hana lagðir meira en 4 milljaröar is- lenskra króna og slðast en ekki slst var misnotkun UCD á rikis- fjölmiðlunum gegndarlaus — slagoröið „UCD eða ringulreið” hljómaði þar öllum stundum. (Aurar voru nægir til alls; I Barcelona voru fólki greiddir 1000 pesetar fyrir að sækja fundinn með Suárez og klappa af og til!) Helsta áhyggjuefni SUárez er hið mikla fylgi sjálfsstjórnarsinna vlöa um Spán og sér I lagi I Euskadi þar sem ETA-framboðið hlaut hátt á annaö hundraö þUs- und atkvæöi og þrjá þingmenn. Samtökin yst til vinstri fengu engan kjörinn þrátt fyrir mikinn peningaaustur, amk. af hálfu maóistanna I PT og ORT sem eyddu hvorir um sig 70 milljónum peseta i kosningaskrum. Engu aö slður náði ysta vinstriö u.þ.b. 2% atkvæöa. En þrátt fyrir óhagstæð kosningaUrslit heyr spönsk verkalýðshreyfing nU harða baráttu fyrir kjörum sinum og slær þar hvergi af. Baráttan íyrir hagstæöari atvinnuleysisbótum til handa einni og hálfri milljón atvinnulausra, fyrir bættum kjör- um og auknum félagslegum rétt- indum, verður ekki háð I þingsöl- um. Sóknármöguleikar verka- lýðshreyfingarinnar og flokka hennar liggja I hinni daglegu baráttu verkalýðsstéttarinnar. SU mikla virkni og baráttugleði sem einkennir spánska verka- lýðshreyfingu um þessar mundir mun þvi ef að likum lætur breyta sigurbrosi Suárez i ljóta grettu áður en langt i'.m liöur. Tómas Einarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.