Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 3
Allir foreldrar kannast við það, að börn hrökkva upp af svefni með gráti og virðast mjög óttaslegin. Enda hefur það verið útbreidd skoðun bæði meðal almennings og visindamanna, að draumar barna væru yfirfullir með ókindir allskonar, háska og hættur, sem kæmu m.a. fram i næturgráti og beinlinis ótta við að sofna. Þaft er ekki skrýmsli heidur húsdýr og gæludýr sem heimsækja börnin I draumum þeirra. Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bandariskur prófessor, David Foulkes, hefur á undanförnum árum unnið mikið að rannsóknum á draumum barna frá aldrinum 3—14 ára. Hann hefur komist aö þeirri niðurstöðu að þær útbreiddu hugmyndir sem áður voru nefndar séu rangar. Ekkert bendir til þess, segir hann, að dæmigerður draumur barns sé sérstaklega liklegur til að vekja hræðslu eða angist. Hér væri of langt mál að gera grein fyrir rannsóknaraðferðinni, en einn höfuövandinn var sá aö mjög ung börn eiga að sjálfsögðu mjög erfitt með að muna að segja frá draumum sinum. En útkoman varð i stórum dráttum sem hér segir: Þriggja og f jögurra ára gömul börn dreymdi oft heimili sitt, sjálf sig, foreldra eða húsdýr og gælu- dýr. Hjá þeim var enn ekki um atburöarás i draumi aö ræða. Til- finningasambönd milli fólks komu litið við sögu. Börnin dreymdi fyrst og fremst likam- legar athafnir eins og að borða, drekka og sofa. Stúlku eina litla dreymdi til dæmis hænur sem fengu mjólk i morgunmat. A aldrinum fimm til sex ára uppliföu börn i svefni heillegar sögur, sem flestar snerust um einhverja leiki. Einn dreng dreymdi til dæmis að hann væri að keyra leikfangabil yfir brú úr legó-kubbum. Eftir þvi sem lengra liður gerist óskin um að verða sem fyrst full- orðinn fyrirferðarmeiri I draum- um barna. Dæmigerður um þetta vareftirfarandi draumur átta ára gamals drengs: Hann var að planta tré ásamt hópi jafnaldra sinna. Þegar þeir komu svo aftur á sama stað næsta dag sáu þeir að tréð var fullvaxiö og stóð i blóma. Siðan settu þeir niður fleiri tré og undur þetta endurtók sig. A örskammri stund höfðu drengirnir komið sér upp heilum skógi. Og fullorðnum til mikillar furðu stóð þessi skógur af sér mikinn skógareld. Börn hrökkva ekki upp af svefni með gráti vegna þess að þau dreymi illa Börnin unnu i draumi þessum frægan sigur á timanum og náttúrunni. Prófessor Foulkes varð var við það, að þegar börn komust á kynþroskaskeiö varð hjálpfýsi al- gengt efni draumanna. Þegar börnin voru orðin 13—14 ára var fjölskyldan aö mestu horfin úr draumum þeirra. A hinn bóginn koma ýmislegar kynferðislegar sýnir á dagskrá eins og búast má við, ýmislegt sem bendir til vaxandi áhuga barnanna á þvi hvernig likaminn starfar. En oft eru þessi kynferðislegu atriði eins og dulbúin og lúta ekki beinlinis að snertingu við hitt kyniö. Foulkes telur að þegar börn einatt rjúki upp með andfælum og gráti stafi þaö ekki af þvi að þau hafi „dreymt eitthvað ljótt”, heldur sé hér um að ræða ómeð- vituð viðbrögð við þeim breyting- um sem verða á andardrætti, blóöþrýstingi og hjartslætti þegar djúpur svefn skiptist á við draumsýnir. Foulkes er reyndar ekki aö fara með nýjan sannleika. Þegar um aldamótin sagði læknir einn i Vinarborg: Draumar barna eru notalegar og litt dulbúnar upp- fyllingar óska þeirra. Sá sem svo mælti var Sigmund Freud. (áb endursagði) Draumar barna eru næsta meinlausir Oknþór á fnllri ferd Ökuþór - bílablað FÍB - er komió i nýjan og glæslegan búning og er Sullt af hagnýtum upplýsingum og fróólegu lestrarefni fyrir hinn almenna bíleiganda Hagkvæmni þess ad vera félagsmaöuríFÍB er meirien margan grunar. Gerist medlimir og sannfærist af eigin raun. Ath. Ökuþór verður einungis selt í áskrif t. ÁskiStarsímar 82300 og 82302

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.