Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mars 1979. Konur og ofbeldi veriB likt viö isjakann, þar sem aöeins 1/10 hluti kemur upp á yfirboröiö, en 9/10 eru ósýnilegir. Skýringarnar eru margar. Oft fyllist konan sektarkennd og skömm; — hún þorir ekki aö viöurkenna fyrir öörum i hverju hún hefur lent, eöa þá aö hún finn- ur til meö manninum og finnst ekki taka þvi aö kæra brotiö sem þung refsing liggur viö. Kona sem veröur fyrir nauögun eöa nauögunartilraun veröur I raun fyrir tvöföldu áfalii. Hiö fyrra er atburöurinn sjálfur sem veldur ósjaldan lagnvarandi sál- rænum erfiöleikum og oft likam- legum skaöa, en hiö siöara er eftirieikurinn: — sjálfsásökun, tortryggni kerfisins, skömmin og veggir fordóma sem hún mætir ails Staöar og mótast raunar sjálf af. „Það er ekki hægi ao nauðga konu nema...." Almennt viöhorf til nauögana einkennist af goösögnunum tveimur: „Þaö er ekki hægt aö nauöga konu, nema hún vilji þaö” og „Allar konur dreymir um aö láta nauöga sér”. Þetta viðhorf og ótal aörir hleypidómar ein- kenna einnig meðferö slikra mála hjá lögreglu, læknum og dómstól- um. Ef kona tekur þá ákvörðun aö kæra nauögun og heldur aö hún fái skilning og skjót viöbrögö, þá er þaö mikill misskilningur. Oft eru yfirheyrslurnar sjálfar þungt áfall þar sem konan er neydd til aö endurlifa atburöinn og segja frá honum margoft. Þetta vill enda með aö konan brestur i grát og hleypur á dyr. Kæran hefur verið dregin til baka. Hiö fyrsta sem mætir henni er tortryggnin — henni er ekki trú- aö. Nauðgun er eina brotiö þar sem fortið þolandans og aödrag- andiskiptir höfuömáli. Þaö er al- gengt aö konan sé spurð hvaö sé langt siöan hún hafi sofiö hjá sið- ast, hjá hve mörgum hún hafi sofiö um ævina o.s.frv. Slikum spurningum þarf hinn ákæröi ekki aö svara. Bak viö þessar spurningar liggja leifar liöinnar tiöar, þegar lögin skildu á milli hreinna meyja og virðulegra hús- mæðra annars vegar og svo „all- ra hinna” hins vegar. Annaö atriöi sem skiptir miklu máli fyrir meöferö og niöurstööu málsins er hvort konan hefur þekkt manninn fyrir og þá hvernig. Hafi hún þekkt hann, vériö meö honum eöa sé hún gift honum, eru litlar likur til þess aö mark veröi tekiö á kærunni. Hegöun hennar (ekki hans) og aödragandinn skiptir einnig miklu máli. Hafi hún t.d. rætt viö manninn, drukkiö meö honum glas af víni eöa kaffi, aö ekki sé talaö um ef hún hefur boöiö hon- um heim eöa þegiö heimboö hans, er álitiö aö hún hafi veriö aö „leika sér aö eldinum”, „bjóöa hættunni heim” „freista” manns- ins og því géti hún bara sjálfri sér um kennt. Þannig hegöi góöar stúlkur sér nefnilega ekki. „Engin mótspyrna veitt" Oft er þess einnig krafist viö frumrannsókn nauögunarmála aö kona beri áverka eftir atburöinn, — þe. aö hún hafi sýnt svo harka- lega mótspyrnu aö á henni sjái. Þessa kröfu er ekki auövelt aö uppfylla, þvi konum er frá barns- aldri innrætt hræðsla viö lfkam- legt ofbeidi og þeim kennt aö foröast átök I stað þess aö bera hönd fyrir höfuö sér. Rannsóknir sanna að konur þora í fæstum til- vikum aö sýna mótspyrnu vegna ótta við viöbrögö mannsins. Þær hafa, þegar svo langt er komið, ekki neitt val um þaö hvort þeim veröur nauögaö, heldur aöeins um þaö hversu miklu lfkamlegu ofbeldi þær veröa beittar um leiö. En þó lik- amlegt ástand konunnar sé grannskoðað við rannsókn nauðgunarmála er andlegt ástand hennar látið lönd og leið og sjálfar yfirhreyrslurnar geta haft alvarleg eftirköst. „Hún vildi þetta sjálf" Helstu viðbárur þeirra sem kæröir eru fyrir nauðgun og nást, eru aö konan hafi sjálf viljaö vera meö i leiknum. Mótbárur hafi veriö látalæti og allt hafi farið fram með hennar vilja. Konan er margSpUrö a5 þessu auk þess sem henni er bent á hversu aiv'Srleg á- kæra þetta er og hve þung reísing liggi við henni. Lögreglan trúir þvi einfaldlega ekki aö konunni hafi verið nauögaö, heldur sé á- stæöan fyrir kærunni sú aö hún sjái nú eftir öllu saman, sé hrædd um aö eiginmaöurinn komist aö smávegis hliðarspori eöa sé hrædd um að vera ófffsk (til skamms tima eöa áöur en fóstur- eyöingar voru lögleiddar á Noröurlöndum, gat kona fengiö fóstri eytt ef henni haföi veriö nauögaö.annars ekki). „Þú skalt ekki........" Þær kröfur sem almenningsá- litiö og lögregla gera til kvenna eru þessar: Konur eiga ekki aö haga sér eins og þeim sýnist. Þær eiga ekki aö tala viö ókunnuga. Þær eiga aö kikja i aftursætiö á bilnum sinum áður en þær setjast upp i hann. Þær eiga ekki aö labba einar heim til sin, þær eiga ekki aö þiggja heimboö eöa vin af neinum, þær eiga ekki.... o.s.frv.. Þessar kennisetningar eru leifar frá þeim tima þegar þjóöfélags- geröin var öll önnur og konan var e.k. fjölskyldueign: — ósjálfstæö- ur einstaklingur og likamlega og fjárhagslega undir verndarvæng feöra, eiginmanna eöa bræöra. Sjálfstæð kona I nútima þjóö- félagi passar ekki inn i þessa mynd og hagi hún sér á þennan hátt þá er það ekki vegna dyggöa heidur vegna hræöslu. Nútima kona velur sér sjálf sina vini og kunningja. Hún fer allra sinna feröa, hún heimsækir þann sem hún vill og hún býöur heim þeim sem hún vill, hvort sem um konu eöa karl er aö ræöa. Þetta þýðir hins vegar ekki að hún hafi meö þvi gefiö sig á vald karlmanninumogviljiólm komast i rúmiö meö honum, en þannig eru málin túlkuö, þegar i hart fer. — Rikja sömu viöhorf og for- dómar hér á Islandi i meöförum þessara mála? Já, áreiöanlega. Þessi viöhorf hafa rikt alls staöar þar sem ein- hverjar kannanir hafa veriö gerö- ar. Þó er almennt minna ofbeldi hér en t.d. á Noröurlöndum og beinar likamsárásir á konur úti á götum eru fátiöari. Þaö gæti aftur leitt til þess aö konur væru ekki eins varar um sig gagnvart ó- kunnugum, en sú sifellda hræösla, semkonai stórborg erlendis verö- ur að búa viö ef hún hættir sér út á götu eftir myrkur, er sem betur fer ekki algeng hér. —AI KAFFIBOÐ fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri verður haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða sunnudaginn 18. mars kl. 3 e.h. Miðar verða afhentir á skrifstofu félagsins Stjórn Iðju Tækniófreskjan Ef menn ganga ekki troðnar slóðir, þá eiga þeir yfirleitt erfitt uppdráttar. Þó er ekki alveg sama á hvaöa sviöi er. Hvaö eru Hka troðnar slóöir? Troðnar slóðir eru oftast skilgreindar sem rikj- andi álit meirihlutans. I ýmsum tilvikum skapast álit meirihlutans ekki vegna þess að einhver sérstök hugmyndafræöi liggi þar aö baki, allavega ekki vitræn. Skoðanir meirihlutans eru oft byggöar á eölislægri ihaldssemi fólks sem ráöandi valdakerfi hefur haft afar gott lag á að notfæra sér til aö viö- halda efnahagslegum tökum sinum á þjóöfélaginu. Þetta hefur oftast gengiö hljóðalitiö fyrir sig og ekki breyst mikiö frá einum tima tii annars. En er ihaldssemi alltaf af þvi vonda? Eru troðnar sióöir endi- lega þröngsýnt afturhald? Aö efast um þaö getur veriö þaö sama og að leggjast á högg- stokkinn. Aö halda þvi fram að allar nýjungar séu ekki góöar, getur oröið til þess aö menn veröi stimplaðir afturhaldsseggir. Fornar dyggðir eru úreltar. 011 ný sjónarmið eru rétt. Svona geta hlutirnir veriö einfaldir i uppsetningu. íhaldsemi er hinsvegar hug- tak sem ekki er hægt að af- greiða á einfaldan hátt. Ihald- semi sem viöheldur misrétti og óréttlæti er vond út frá sjónar- hóli frjálslyndra manna. Ihaldsemi sem viðheldur þvi sem best hefur reynst er jákvæö og byggist á heilbrigðri skyn- semi. En þarna er vandrataö meðalhófiö. 1 Reykjavik hefur verið byggt frystihús sem er eins fulikomiö og tæknikunnátta og hugvit nær lengst. Það er tölvuvætt og af- rakstur þess og nýting hráefnis verður betri en annarsstaðar. Þaö samrýmist ekki heilbrigðri skynsemi að vera á móti sliku fyrirtæki. Hinsvegar þýöir þaö ekki aö ómennsk tölvuvæöing sé rétt á hvaða sviði sem er. 1 læknisfræði hafa verið tekiní notkun tæki sem byggö eru á há- þróuöustu rafeindatækni. Eng- inn skyni borinn maöur leggst gegn sliku. Þaö segir hins vegar ekki til um það aö samskonar tækni- kunnáttu eigi aöyfirfæra á allan rekstur þjóöfélags. Þarna er komin I hnotskurn sá vandi sem nútimamaöurinn stendur frammi fyrir. Hann á um tvo kosti aö velja. Annars- vegar aö ráöa sjálfur örlögum sinum og hafa stjórn á þvi hvaö notað er til jákvæöra hluta. Hinsvegar aö hljóta þaö hlut- skipti aö verða bráð þeirri tækni-ófreskju sem allt bendir til að muni meö sama áfram- haldi gleypa einstaklingana sem sjálfstæðar og hugsandi verur. mmmmmmmmmm m wmmmmmmmmmm Það er heldur ósennilegt að þessar hugleiöingar veki upp einhverja sérstaka hrifningu. Straumurinn liggur í aðra átt. Menn ættu samt að hugleiöa þaö i hvaöa átt straumurinn liggur og hver stjórnar honum. Tækniófreskjunni var ekki ungað út hér á Islandi. Hún er innflutt. Hún þrammar heldur ekki áfram eins og gömul risa- eðla.Hún læöist og hún smýgur eftir hávisindalegum út- reikningum. En viö hvert fót- mál bitur hún smábita af einstaklingnum. Einstaklingur- inn veröur stöðugt minni og stöðugt meira ósjálfbjarga gagnvart þessari ófreskju. Hann missir ekki aöeins hluta af andlegufrelsi slnu, heldur einn- ig fjárhagslegu. Þetta tvennt glatast þó oft á samtvinnaðan hátt. En nú verður að sýna vissa sanngirni. Tækniófreskjan veröur einnig aö lifa. En hún ét- ur upp og eyöir beitilöndunum. Þessvegna leggur hún stööugt undir sig ný svæði. Islendingar hafa undanfarin ár kynnst matarvenjum þessar- ar ófreskju á ýmsum svibum, en eitt þeirra er sérstaklega skýrt og einfalt vegna þess aö þar á i hlut stærsti hluti þjóöar- innar. Fyrir rúmum áratug var stofnsett sjónvarp á Islandi. Það voru ýmsir á móti sjón- varpi og af margvislegum ástæðum. Liklega var það hermannasjónvarpið sem flýtti Hrafn Sœmundsson skrifar fyrir þessari þróun. Þrátt fyrir ýmsa galla er sjónvarp gott fyrirtæki. Það stækkar heims- mynd almennings ef rétt er á haldið og við höfum borið gæfu til þess að misnota ekki sjón- varpið eins ógurlega og gert er sumstaðar erlendis. En sjónvarpið er afkvæmi tækniófreskjunnar, og meöan svart-hvita sjónvarpið var að breiðst út þá var ófreskjan södd og ánægð. En markaðurinn varö aö lokum mettaðurog þá byrj- uðu sultarhljóöin aftur I ófreskj- unni. Litasjónvarpið varð næsta beitiland. Litasjónvarpiö sigr- aði Island ekki í þróun, heldur meö leiftursókn, sem stjórnvöld stóöu óbeint að baki með linnu- lausum gengisfellingum og óöa- veröbólgu. Og enn varö ófreskj- an svöng. Nú er þriðja stig á þessum sama meiði hafið. Orustan um mytidsegulbandið er byrjuö og sú orusta mun standa næstu mánuði. Þegar henni lýkur verður örugglega búið að finna upp nýtt leikfang. Sjónvarpsdæmiö er sett hérna upp vegna þess aö þaö er mjög einfalt og það sameinar þá tvo þætti sem vikið var aö I upphafi. Það hefst á nokkuö vitrænum grundvelli en þróast I þaö aö veröa að skynlausu kapphlaupi, sem hneppir fólk i fjárhagslega fjötra og kallar á stööugt meiri spennu og meiri hagvöxt. Þó er neysluæðið ef til vill ekki hættulegast fyrir einstak- linginn. Þaö sem veröur hættu- legast fyrir einstaklinginn er þaö ef honum verður bolaö burt úr atvinnullfi þjóðanna og hann stendur eins og skynlaus skepna frammi fyrir sjálfvirkni tækniófreskjunnar. Þarna er ekki aðeins á ferð- inni sú hætta að meginþorri al- mennings verði atvinnulaus i framtiöinni. Sjálfvirkni getur aukiö hagvöxt og ef vel er á haldið er hægt aö útdeila brauö- inu þannig að allir hafi nóg. Hættan er sú aö ein- staklingurinn minnki og minnki og persónuleg þátttaka hans verði stööugt minni. Þessi hætta er þegar komin i sjónmál og hún getur leitt til þess að æösta skepna jarðarinnar veröi að skynlausum múg og skapi ástand sem hefur ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Þetta er ekki svartagaldurs- raus sem fundið er upp hérna viö ritvélina.óttanumviötölvuna skýtur æ víöar upp kollinum meöal hugsandi manna víöa um heim. En bak við tækniófreskjuna stendur auðmagniö og þaö hefur aldrei látiö mannlegar til- finningar og farsæld ein- staklinganna sitja i fyrirrúmi. Stjórnendur þess hafa veriö og eru ómennskir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.