Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Skákþáttur fellur niður Vegna óviftráöanlegra orsaka fellur skákþáttur Helga ólafsson- ar niður að þessu sinni. I næsta sunnudagsblaði mun Helgi hins vegar fjalla um Max Euwe — hinn fráfarandi forseta FIDE Diskódans- keppni í Klúbbnum í dag Veitingahúsiö Klúbburinn og ferðaskrifstofan Ctsýn gangast fyrir keppni i diskódansi i dag sunnudag fyrir unglinga 12-15 ára. Keppnin hefst kl. 14 og er áætl- aö að hún standi yfir til kl. 18. 1 einstaklingskeppninni eru skráðir um 15 keppendur, i parakeppni 4 pör og i hópkeppni um 25 hópar. Sigurvegarar i hverjum flokki verðá krýndir sem tslandsmeist- arar unglinga i diskódansi 1979. Einnig fer fram á vegum sömu aðila forkeppni i diskódansi og keppir c riðill n.k. sunnudags- kvöld. Keppa 6 pör og 3 hópar i hvert skipti, en forkeppni I a og b riöli er þegar lokið. Crslitakeppnin fer siðan fram sunnudagskvöldið 25. þessa mán- aöar og krýnir núverandi Islands- meistari i diskódansi sigurvegara i hóp- og parakeppni. leið til orkusparnaðar Nákvæm hitastilling Nobíj ofnanna, tryggir að jafn hiti fæst í öllum her- bergjum. Nobo ofnarnir eru sérstaklega útbúnir fyrir nákvæma hitalækkunarstýr- ingu (Sonekontrole) sem sparar allt að 15% í rafmagnskostnað og meira á vinnu- stað. Nákvæm hitastýring eykur þægindi. Nóbo ofnarnir, norsk gæðavara á hag- stæðu verði. Leitið upplýsinga hjá fagmönnum. Snúið ykkur til rafverktakans á staðnum. Söluumboð Tveggja ára uppskera 1 Norræna húsinu stendur nú yfir fyrsta grafiksýning Baltasars og sýnir hann um 60 myndir sem allar eru unnar á sföústu tveim árum en áður hefur hann haldið f jölda mál- verkasýninga og er kunnur fyrir mynd- skreytingar i bækur og blöð. Það sem fyrst vekur eftirtekt þegar komið er inn i kjallara Nor- ræna hússins er að verkum sýn- ingarinnar má skipta i fjóra meginflokka þeas. sjálfsmyndir, blómamyndir, hestamyndir og nektarmyndir. Sjálfsmyndirnar eru fingraæf- ingar að sögn Baltasar og geröar með það fyrir augum að ná valdi á tækninni sem hann hefur ekki getað beitt vegna aðstööuleysis siðan hann var i skóla. Þó eru hér sumar bestu myndir á sýn- ingunni, t.d. nr. 10. A eftir sjálfsmyndunum vendir hann sinukvæðii krossog fer yfir i blómamyndir, en fyrirmyndirn- ar sækir hann i flóru íslands og fantaserar útfrá myndum sem fengnar eru uppúr bókum. Hér fer að gæta ameriskra áhrifa sem einkennir nokkuð sýninguna i heild en Baltasar dvaldist þar vestra um tima á siðasta ári, kemur þetta einnasterkast fram i notkun texta og litar. Myndir þessar eru með léttu yfirbragði og liprar. Þá er komið að hestamyndun- um en þær skera sig nokkuð úr vegna þess að hér brýtur hann oft upp bakgrunn myndann i abstrakt form sem ekki verður vart á öðrum stað á sýningunni og sver ja þær sig mjög i ætt viðmál- verkhans af hestum frá fyrri tið. Að siðustu koma svo nektar- myndirnar: hér er allt yfirbragð orðið djarfara og formatið stærra, notkun litar hressileg td. i myndum nr 28,32.Rétt er að taka fram að notkun litar hjá hon- um er þannig að ekki er litað i motivin heldur teiknar hann inn ný motiv með lit. Maðurtekur eftir þvi að sumar plöturnar hafa ekki veriö slipað- Baltasar ásamt einni mynda sinna ar ikantinn svo sem oftast er gert til að forðast „óhreina” umgerð. Er greinilegt að þetta er með ráðnum hug gert og á vissan hátt gefur hispurslausara yfirbragð. Með sýningunni er sýningar- skrá með stuttum texta sem Balt- asar hefur skrifað sjálfur og skýrir þar nokkuð tilurð og að- draganda sýningarinnar og gerir með þvi verkin aögengilegri fyrir áhorfendur. öll er sýningin létt i sér og lipur án þess að vera losaraleg en ekki er ég frá þvi að rétt hefði verið að hengja hvern myndaflokk útaf fyrir sig en það er minniháttar atriði þegar á allt er litiö. Kópavogskaupstaður ra Lóð í Kópavogi Kauptilboð óskast i lóðina nr. 45 við Holta- gerði i Kópavogi. Tilboð miðist við að fjar- lægja skuli mannvirki á lóðinni fyrir 1. júli nk. og að viðkomandi öðlist byggingarrétt á lóðinni samkvæmt venjulegum úthlut- unarskilmálum Kópavogskaupstaðar. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir ein- býlishúsi á lóðinni. Athygli er vakin á ákvæðum 3.gr. reglugerðar um gatna- gerðargjöld i Kópavogi nr. 130 1976. Skriflegum tilboðum sé skilað á Bæjar- skrifstofur Kópavogs fyrir 23. mars nk. en tilboð verða opnuð á skrifstofu minni þann dag kl. 11. F.h. Kópavogskaupstaðar, bæjarlögmaður. Stúdentar Munið Almenna stúdentafundinn i Stúd- entaheimilinu við Hringbraut mánudags- kvöldið 12. mars 1979 kl. 20.15. Umræðuefni: Málefni Félagsstofnunar stúdenta. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla tslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.