Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur II. mars 1979. Siggi Einars, Dóri frá Laxnesi, frumleiki og heimsfrægðin Halldór. Aftur var deilt á sam- félagstdlkun heilla skáldsagna. Nú er spurt um lýsingu á nafn- kenndum persónum. Reiði yfir bókum fyrr og nú Þaö kemur ekki oft fyrir I seinni tiö, að menn leggist i rit- deiiur um bækur. Hér áður fyrr var þetta algengara. Þá þótti mörgum til að mynda, að skáld- saga Guðmundar Hagalin um Sturlui Vogum væri byggt á svo glæfralegum einföldunum að út- koman gæti ekki orðið önnur en meiriháttar lygi um islenskan veruleik. Miklu stærri fylking komsér saman um þaöaðSjálf- stætt fólk væri nið um islenska bændamenningu og þar meö þjóðina alla. Nokkru siðar var Atómstöðin mjög milli tann- anna á fólki oggeröu fjandmenn þeirrar bókar sitt besta til að sanna, að hún væri haugalygi um oddvita islenskrar borgara- stéttar. Nú um stundir hefur ástandið breyst. Það kemur varla fyrir að menn reiðist svo bók, að þeir telji sig knúna til að stinga niöur penna og mótmæla, nema þegar þeim finnst ákveðnum persón- um hallmælt. Þó nokkurtfjaöra- fok varö á siöum blaöa vegna lýsingar Halldórs Laxness á Einari Benediktssyni og fjöl- skyldu hans i Cngur ég var. Nokkrir sérstæðir pennar hafa meira aö segja fundiö hjá sér hvöt til eð verja Walt Disney fyrir sænskættaðri illkvittni Þórarins Eldjárns. „Innblásin erindi” Guðiaug Hermannsdóttir sendi blaðinu grein sem birtist á föstudaginn var, og lýsir mjög skemmtilega reiöi sinni yfir lýs- ingu Halldórs Laxness á séra Sigurði Einarssyni i Sjömeist- arasögu; ritdómur hér i blaöinu ' kemur og við sögu. Guðlaugu finnst Siggaþáttur mikið afrek i niði. Astæöaner fyrst og fremst sú, aö Halldór segir um út- varpserindi Sigurðar, sem hann flutti af þeim dramatisku til- þrifum að engu var likara en að ,,nú ætti að frelsa heiminn svo um munaði”, á þessa leið: „Þaö var erfitt að láta sér detta I hug að svona innblásin erindi væru bara snöggsoönar þýðingar á útlendum endursögnum”. Guð- laug Hermannsdóttir á erfitt með að trúa þessu, beint ofan i fullyrðingar Halldórs um frjótt imyndunarafl og frábærar námsgáfur þess sama Sigurðar. En hún veit ekki fyrir víst hvernig þessu var háttaö og snýst til varnar fyrir Sigurð Einarsson á annan hátt. 1 fy rsta lagier látiðað þvi liggja, að ,,oft má satt kyrrt liggja”. („hvaða tilgangi þjóna slikar fullyrðing- ar”? spyr hún). í öðru lagi er vísað til þess, aö fleiri hafi oft sótt hugmyndir i hinn mikla s jóö bókmennta og visinda. Visar i þvf samhengi til Bertolts Brechts og Halldórs Laxness sjálfs og segir rétdlega-. „Snilli slikra manna er auövitaö fyrst og fremst fólgin i úrvinnslu hug- myndanna”. Sjálfsritskoðun i endurminningabókum Um fyrra atriðið er þetta aö segja : Það er auðskiljanlegt, að þeim sem höfðu persónulega kynni af og mætur á Siguröi I Holti getur gramist þaö sem Halldór segir um erindi hans li'tt frumleg. Það er ekki nema mannlegt. En hér er þó einkum á ferðsú islenska ofurviðkæmni sem kemur viða við ogvill endi- lega bleyta i púðrinu i lýsingum á nafnkenndum persónum. Þetta má ekki segja, hitt mætti liggja I þagnargildi. útkoman er i'stórum dráttum sú, aö gif- urlega mikið af felenskum end- urminningabókmenntum er skrifað undir sliku fargi, sem breytist i áhrifamikla sjálfs- ritskoöun. Það vantar sveifiu og andstæður i þá samferða- menn sem veriö er að lýsa, allt á að vera svo flatt og góðmennskulegt. Guölaug Her- mannsdóttir gleymir þvi i reiöi sinni, að lýsing Halldórs er sérkennileg „blanda af vinsemd og hæðni” eins og ég var eitt- hvað aö rausaum hér fyrr i vet- ur. Höfundur Sjömeistarasögu tlundar mjög rækilega margt það sem fornvinur hans Sigurð- ur hafði til brunns að bera umfram aðra menn, einnig { skáidskap. Ctkoman er eftir- minnileg og nokkuð dularfull mynd af persónuieika sem ekki verður gleyptur i einum bita. Vinnslustig afurða Um útvarpserindi Sigurðar i Holti verður ekki mikið rætt hér.Sjálfur hefi ég ekki aldur til aö muna vel eftir þeim, og það er óþarft að hafa eftir ummæli eldri manna sem ganga I svip- aða átt og ummæli Halldórs Laxness. En með þvi aö ég náöi I skottið á öld alþýðlegra fyrir- lestra um allskonar fræði (sem auövitaö geta staöið fyrir sinu, þótt ekki sé ýkja mikil vinna að baki þeim), þá er það áreiðan- lega skakkur póli i hæð tekinn, að likja erindasmið Sigurðar viö þá vinnslu ýmislegra fanga sem liggja að baki leikritum Brechts eða t.a.m. Islandsklukkunni. Svo að notast sé við orðfæri sjávarútvegsins: þar er um svo ólikt „vinnslustig” aö ræða, að allur samanburðar verður út i hött. „Gæfa og gjörvileiki’ Og svo er það frægðin og vesalingur minn. Guölaug Her- mannsdóttir segir i grein sinni: „Bókmenntagagnrýnandi Þjóð- viljans upptendraðist að vonum og hóf athyglisverðar siðferði- legar vangaveltur sem gætu borið heitið „Gæfa og gjörvi- leiki” Tveir ungir menn leggja út i lifið með svipaö veganesti. (Gleymdistaðvisu aðannar var með tóma pyngju). Þótti gagn- rýnandanum hlutur stórskálds- ins sýnu meiri. Niðurstaða: misjafnt spila menn nú úr guðs- gjöfunum”. Aður en lengra er haldið. Hér er vitnað til einnar setningar i umsögn minni um Sjömeistara- sögu. Þar segir: „Um leið eru opnaöar leiðir til samanburðar, sem ekki er gerður i textanum sjálfum, samanburðar á gjör- ólikri notkun veganestis tveggja Sigurður Einarsson. „Sumar menneskjur gera sig ánægðar með það aö lifa augnablikið”. að þvi að nema staðar svo um munaðiá einhverjum vettvangi. Tvö eilifðardæmi, sem eru af ýmsum ástæöum einmitt mjög islensk. Það er ekki boðiö upp á það að fordæma þann sem siðar var nefndur, eða efast um að hann geti um margt hafa orðið „öðrum og sér til glaðværöar”. Envitanlega hugsum við marg- falt oftar til þess manns sem setti saman Heimsljós og Brekkukotsannál. Stöndum blátt áfram i þakkarskuld við hann. Annað „verömætamat” væri orðið heldur betur brengl- aö. Skrifandi maður eftír Francis Bacon. ungra manna og gáfaðra”. Þær vangaveltur voru ekki lengri. En Guðlaug Hermannsdóttir lætur þetta verða sér tilefni til að álykta sem svo, að þaö sé leiðinlegt með Arna Bergmann hvaö hann snobbi fyrir heims- frægðinni, sem Halldór Laxness hafi alltaf keppt eftir, en viður- kenni ekki verðmætamat þeirra sem „gera sig ánægöa með að lifa augnablikið” eins og Sig- urður Einarsson. Þetta er satt best að segja mikil oftúlkun á litlum texta. Og enn skrýtnara verður þetta mál, þegar að þvf kemur að Guðlaug Hermannsdóttir fer að minna á það, að suður í Þýskalandi, þar sem hún situr, séu þeir kumpán- ar nokkuö jafnfrægir, Sigurður Einarsson og Halldór Laxness. Veganesti tveggja manna Það var og. Tveir ungir menn lögðu út I lifið með ágætt vega- nesti. Annar þeirra einbeitti sér að þvi að ná sem traustustum tökum á blekbyttunni, á þvi að skapa nýjar bókmenntir. Hinn var þúsundþjalasmiður, kom viða viö, en mátti sjaldan vera Frægð hér og þar Heimsfrægðin er svo allt ann- að mál. Um þá hluti má meðal annars visa i fyrrgreindan Brekkukotsannál. Það getur vel verið að „almenningur hér (i Þýskalandi) hefur engan áhuga á Halldóri Laxness” eins og Guölaug segir. Það er mái þessa almennings. Þaö getur vel verið aö fólk upp og ofan suöur i Bæjaralandi mundi aldrei heyra neinn islenskan höfund nefndan nema Nonna, af þvi hann var kaþólskur, og kannski er það hætt að lesa hann lika. Hvaða máli skiptir það? Bókmenntir skipta máli ef þær ná einhverj- um tökum á þjóð höfundarins. Allt annað er háð ótal þáttum, sem fáir mega við ráða. En vitanlega er það bæði gott og blessað þegar höfundur nær sambandi viö fólk i fjarlægum stööum. Mér fannst það til aö mynda stórskemmtilegt, þegar ungar stúlkur rússneskar létu þaðverðasittfyrsta verk, þegar þær sáu mörlanda i afmælisboði einu fyrir aldarfjórðungi, að ráöast á hann ogheimtaaö hann útskýröi það skrýtna fólk sem lék lausum hala i' Atómstööinni. Sunnudagspistill Eftir Árna Bergmann Stórátak í landkynningar- og markaðs- málum í N-Evrópu Ferðamálaráð tslands litur svo á, að hið sthækkandi oliuverð og þær f argj alda hækkanir, er væntaniega fylgja i kjölfarið, svo og vaxandi efnahagskreppa i ná- grannalöndum okkar, geti skapað hættu á samdrætti i ferðamanna- straumnum til islands, svo sem raun varö á i kjöifari olíukrepp- unnar áriö 1973. 1 fréttatilkynningu segist Ferðamálaráðmeö tilliti til þessa hafa ákveðið að gera nú þegar myndarlegt átak til landkynning- ar á nærmörkuðum okkar, hvaö ferðamál snertir, þ.e. Norður- löndunum og Þýskalandi, og er ætlunin að haga herferð þessari á þann veg, að hún geti haft áhrif þegar á komandi sumri. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að bjóöa hingaö til lands fjöl mörgum blaðamönnum frá þess- um þjóöum til viku dvalar og kynna fyrir þeim möguleika Is- lands sem ferðamannalands svo og menningarlif og hvaðema ann- að, sem þeir óska að fræðast um. Ætlunin er að efna siöan til verð- launasamkeppni meðal þeirra um bestu kynningargreinarnar, er þeir hafa birt i blöðum si'num. Þá mun einnig verða varið tals- verðu fé til beinna auglýsinga i völdum blöðum og timaritum; kynningargögn munu verða send út til valdra hópa manna, er ætla má að hefðu áhuga og fjárhags- getu til Islandsferða, og fylgt verður eftir fyrri kynningarher- ferö annarra aðila um möguleika landsins aö taka á móti ráðstefn- um og fundum.Ráðgert er að bjóða hingað fulltrúum ýmissa ferðaskrifstofa i kynnisferðir, svo og i samvinnu við Flugleiðir og fleiri aðila á hinum erlendu- mörkuðum að taka þátt I nokkr- um ferðamálasýningum viðsveg- ar i Þýskalandi og e.t.v. viöar. Ferðamálaráð tslands mun verja i ofangreind verkefni um- talsveröum hluta af ráðstöfunar- fé ráðsins á yfirstandandi ári. Þá er ástæöa til að nefna, að vegna þessa fyrirhugaða átaks er hinn árlegi kynningarbæklingur Ferðamálaráðs með hagnýtum upplýsingum fyrir feröamenn nú gefinn út á norsku, auk ensku og þýsku útgáfunnar, er komiö hafa út undanfarin ár, og jafnframt er eintakafjöldin aukinn úr 100 ITis. i 135 þús. eintök. Þá má geta þess, að Ferða- málaráð Islands hefur allstóran Framhald á 22. siðu Gjaldeyris- tekjur af ferðamönnum á 11. miljarð Gjaldeyristekjur vegna hingað- komu erlendra ferðamanna námu á sl. ári samtals á ellefta miljarð isl. króna. Hagfræðideild Seðlabankans hefur látið Ferðamálaráði I té þær upplýsingar, aö gjaldeyris- kaup bankanna frá ýmsum aðilum feröaiðnaöarins aö undan- skildum flugfélögum hafi numið samtals 5,13 miljörðum króna, en gjaldeyristekjur Islenskra flug- félaga af fargjöldum áætlar bankinn 5,2 miljarða króna. 1 fréttatilkynningu Ferðamála- ráös segir, aö samanboriö við upplýsingar Hagstofunnar um út- flutningsverðmæti islenskra af- urða á árinu séu gjaldeyristekjur af ferðamálum i þriöja sæti, ef frá eru taldar tekjur af sölu áls og álmelmis. Þannig séu ferðamálin þriðja stærsta atvinnugrein þjóöarinnar miðaö við út- flutningsverömæti (rúmlega 6% af heildarútflutningsverðmæti). Aætlaö hefur veriö að uþb. 6% alls vinnuafls I landinu stundi störf tengd feröamálum. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.