Þjóðviljinn - 24.03.1979, Page 3

Þjóðviljinn - 24.03.1979, Page 3
Laugardagur 24. mars 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Hrapallegur misskilningur Morgunblaðsins:. Sovétmenn vilja ad olíufélögin stækki Hvers vegna vilja Rússar eignast hér olíustöð? Sovézki flotinn hefur stærstu Kola-skaganum við landam^ skip þeirra suður á bógin- t \e' leið er ísland. Þorsteinsso*- _ . a W\a ■' Jní) É _ XseM&i , eða mitti md liggur sem' o herbraut. ... Lega erum í fremstu víglínu á standa." láta til sín taka á öllum heiiAÍ^Sunum hefur samhliða örri smíði skipa einkennzt af viðleitni til þess að koma á fót flotabækistöðvum í sem flestum löndum. Hefur þeim tekizt þetta í nokkrum ríkjum og einkum orðið ágengt þar sem hugmyndafræði kommún- ismans ræður stefnu stjórnvalda. íShna Leiðari Morgunblaðsins þar sem sagt er að beiðni Sovétmanna um oliustöð i Reykja vik sé fyrsta skrefið að soVéskri oiiuhöfn. Viðskiptaráðu- neytið hefur beðið þau að kanna möguleika á auknu birgðarými Fréttir og forystugreinaskrif I Morgunblaðinu ‘um að Sovét- menn hafi farið þess á leit að byggja hér oliustöð á eigin snærum eru vægast sagt byggð- ar á misskilningi. Þjóðviljinn fékk þær upplýsingar hjá ollufé- lögunum I gær að þeim hefði 24. nóvember sl. borist bréf frá verslunarfulltrúá Sovétrfkjanna á tslandi þar sem tekið var upp gamalkunnugt mál. Sumsé það að Sovétmenn sem selja tslend- ingum oliu telja nauðsynlegt að auka við tankrými I Reykjavfk- urhöfn til þess að röskun á áætl- un sovéskra olfuflutningaskipa þurfi ekki að stofna birgðahaldi oliufélaganna hér i hættu. 1 bréfinu bjóðast Sovétmenn til þess að selja ollufélögunum efni I tanka, enda hafi þeir það á lag- er. Það er allur fóturinn fyrir þvi að Sovétmenn hafi beðist leyfis að fá að reisa hér ollustöð. Ölíufélögin telja sig hvorki hafa peninga til þess að ráðast i byggingu nýrra tanka að svo stöddu, og ekki efni á frekari birgðasöfnun. Viðurkennt er þó að aðstaða öll I Skerjafirði sé orðin úrelt og þörf sé úrbóta. Eins og stendur er tankrýmið hér nægjanlegt til þess að rúma tveggja mánaða birgðir. Við- skiptaráðuiieytið hefur ritað ollufélögunum bréf og beðið þau að gera áætlun um aukið tank- rými. Ráðuneytið telur þörf á stærri birgðastöð I Reykjavlk af ýmsum ástæðum. Siglingaleiðir hingað eru langar, kuldatimabil geta stóraukið oliunotkun og verðsveiflur mæla með því að nokkrum birgöum sé safnað. Telur ráðuneytið að hér þyrfti að vera birgöarými til 4 mánaða notkunar en ekki 2 mánaða eins og nú er. Að sjálfsögðu munu oliufélög- .in sjálf taka ákvörðun um hvort tilboöi Sovétmanna um efni I nýja tanka, ef af byggingu þeirra veröur, verður tekið, enda er hér um hreint viöskipta- tilboð að ræða. Væntanlega yrði þvi ekki tekið fyrr en að undan- gengnu útboði. Astæðan fyrir þvl að Morgun- blaöið tekur málið upp er talin sú að afrit af bréfi sovéska verslunarfulltrúans var sent hafnarstjórninni I Reykjavlk, og hjá Sjálfstæðismönnum þar mun sá misskilningur hafa orðið til, sem verður Morgunblaðinu tilefni að viðamikilli útleggingu um ásókn Sovétmanna I aðstöðu hér á landi, sem siðan er sett i vlðara samhengi. Engum get- um skal að þvi leitt hvað Morg- unblaöinu gengur til með þess- um fréttaflutningi nema ef vera skyldi yfirlýstur ásetningur blaðsins að flytja öllum lands- mönnum sannar og fræöandi fréttir. — ekh „Met í móðursýki” segir Guðmundur J. Guðmundsson „Þetta er móðursýkismet hjá Morgunblaðinu”, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, fulttrúi Alþýðubandalagsins I hafnarstjórn Reykjavikur, i gær. ..Það hefúr lengi verið baráttumál hér I borginni að komiðyrði upp oliuhöfn. Við vit- um að Skerjafjörðurinn er úr leik og núverandi aðstaða er öli mjög frumstæð. Ástæðan fyrir þvi að vel hefur gengið er að Sovétmenn viðhafa glfurlegar öryggisráðstafanir á skipum sinum og fullkomin dælubúnað. Og olfufélögin og Reykjavikur- höfn hafa á að skipa frábæru starfsliði. Hin góða samvinna þessara aðila hefur tryggt það að vel færi.” Guðmundur J. Guðmundsson sagði að vitað væri að Sovét- menn vildu taka upp stærri skip I olluflutningum til landsins og i samræmi við þaö vildu þeir gjarnan að hér væri meira öryggi og stærri tankar. Um þaö væri engin deila aö aðstöðuna til oliumóttöku I Reykjavlk þyrfti að bæta hverj- ir svo sem oliuna sköffuðu. „Þaö er allavega ljóst að ef hingað tækju að koma „sjó- ræningjaskip” frá Panama, Llblu eöa Singapore með ollu færiaö kárna gamanið. Þá væri útbúnaðurinn hér hvergi nærri nógu góður til þess að tryggja iryggiö. Og þaöer einungis hinn ágæti útbúnaður Sovét- mannanna og gott starfelið hér, eins ég sagði áðan, sem hefur forðað okkur frá þvi aö fá oli'u- farm 1 Faxaflóann.” - sagði Guðmundur J. að lokum. -ekh Guðmundur J. Guðmundsson: Fleiri en Sovétmenn sem dreymir um oliuhöfn. Góður afli í Grímsey Aflabrögð Grímseyjarbáta hafa verið með eindæmum góð í vetur, áður en hafis tók að hamla veiðum. Tveir bátar hafa róið með net og einn með llnu. Netabátarnir hafa aflað mjög vel og er sá hærri kominn með 180 tonn, en fékk samtals 130 tonn á allri vetrarvertíðinni I fyrra. Bjarni Magnússon hreppstjóri sagði I samtali við Þjóðviljann, aö aflinn hefði verið svo mikill að varla hefði verið hægt að anna honum i landi. —eös Samningar undirritaðir I fjármálaráðuneytinu i gær — ljósmyndarar festa augnablikið á mynd. (Ljósm: Leifur) Eftir atvikum skynsamlegt segir Tómas Árnason fjármála■ ráðherra við undirritun sam- komulags við BSRB „Ég tel að þetta sé eftir atvikum skynsamlegt samkomulag eins og málin standa nú", sagði Tómas Arnason í samtali við Þjóð- viljann í gær um hádegis- leytið er hann hafði nýlokið við að skrifa undir sam- komulagið við BSRB. Það var 6 manna viðræöunefnd BSRB sem skrifaði einnig undir og greinilegt var á öllu aö hún var öllu ánægðari með árangurinn en ráðherrann. 1 henni sitja Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórs- son, Einar Olafsson, Hersir Odds- son, Kristln Tryggvadóttir og Or- lygur Geirsson. Samkomulagið var undirritað með þeim fyrirvara að það veröi samþykkt I allsherjaratkvæða- greiðslu félagsmanna BSRB. Einnig hafði samninganefnd BSRB samþykkt aö fresta 3% grunnkaupshækkun sem koma átti til framkvæmda 1. aprll, fram yfir allsherjaratkvæöa- greiösluna sem fram mun fara I byrjun mai. _ GFr ALYKTUN LANDSSAMBANDS V ÖRUBIFREIÐ ASTJÓRA: Stjómin standi við fyrirheitin Stjórn Landssambands vöru- hækkanir í krónum, ráðstafanir bifreiðastjóra hefur gert eftir- farandi ályktun um frumvarp forsætisráðherra um stjórn efna- hagsmála og ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu: „Stjórn Landssambands vöru- bifreiðastjóra telur aö ekki verði um það deilt, sist innan samtaka launafólks að eitt brýnasta verk- efni stjórnvalda sé aö haga svo rekstri þjóðarbúsins að full at- vinna haldist I landinu. Sú rikis- stjórn sem nú situr hefur haft það að kjörorði að hún sé til fyrir launastéttirnar og að stjórnað veriö i samvinnu viö þær. Það veröur þvl eftir þvi gengiö og á því hlýtur stuðningur launa- stéttanna að byggjast að staðið verði viö þessi fyrirheit. Verkalýðshreyfingin hefur bundið miklar vonir við þá rlkis- stjórn sem nú er við völd og það af augljósum ástæðum, auk þess sem áður er aö vikið og vitnað er til. Það eru fórnfrekar þær aö- geröir I hvaða formi sem þær birtast, sem verklýöshreyfingin grlpur til I þvi skyni að verja samningslegan rétt sinn og jafna metin ef þessi réttur hefur verið skertur. Það eí þvi augljós hagur fyrir launastéttirnar að við völd sé vinsamleg rlkisstjórn sem hægt sé að treysta og að orö hennar og gerðir séu I samræmi. Verklýðshreyfingin hefur sýnt það, að hún er þess albúin að tak- ast á við vandamál llöandi stundar I efiiahagsmálum, I sam- vinnu við stjórnvöld, ef þær ráö- stafanir sem hugsaöar eru miöast ekki viö ksertan kaupmátt, sam- drátt og I kjölfar þess atvinnu- leysi. Varðándi kjaramál hefúr verk- lýðshreyfingin marg lýst þvl yfir að hún metur, ekki siður en kaup- sem gerðar eru til styrktar kaup- mættinum auk félagslegra um- bóta sem launafólk metur mikils. Það hefur meö öðrum oröum veriö meginn tónn I allri kröfu- gerð verklýðssamtakanna á slð- ustu árum, aö kaupmátturinn væri ekki skertur, hvernig það væri tryggt, væriekki aðalatriðiö. Eins og áður hefur fram komið fer það ekki á milli mála að sam- tök launafólks þurfa á þvi að halda, eins ognú er ástatt I þjóö- félaginu, ogekki slstþegar útlitið framundan er skoöað, að við völd sé rikisstjórnsem launastéttirnar ilandinugeta treyst, ogerþvl þaö samráð sem lofaö var að komið yrði á milli stjórnvalda og laun- þegasamtakanna mjög þýðingar- mikið og algjör forsenda þess, að til frambúðar geti tekist heilbrigt og heiöarlegt samstarf. Stjórn Landssambands vöru- bifreiöastjóra skorar þvi eindreg- iðá Alþingiogríkisstjórnaö leysa úr þeim ágreiningi I verðbóta- og kjaramálum, sem nú rlkir, meö þvimóti aö veita sérstakar launa- bætur til láglaunafólks, er verði I senn raunhæfar og varanlegar.” Banaslysið í Hrísey Pilturinn sem varö undir fiskkassastæðu I Hrlsey I gær hét Vilhjálmur Guðjónsson. Haún var fjórtán ára gamall. Vilhjálmur var sonur Guðjóns Björnssonar, frétta- ritara Þjóðviljans I Hrlsey.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.