Þjóðviljinn - 27.03.1979, Page 1
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 27. mars 1979—72. tbl. —44. árg.
Taka á fullt tillit til samþykktar VMSÍ
Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsmenn náðu saman á formanna-
ráðstefnu Verkamannasambandsins, og „guðfeður” samkomulagsins
brosa hér hvor til annars á fundinum. Karl Steinar tii vinstri og Guö-
mundur J. t.h. Nú er spurningin hvort það veit á samkomulag I rikis-
stjórninni. (Ljósm. Leifur)
Alþýðubandalagid styður
kröfii um láglaunabætur
Þjóðviljinn
á Lone Pine
Hinn vinsæli skákfrétta-
maður Þjóðviljans Helgi
ólafsson teflir nú á Lone Pine
mótinu f Bandarikjunum.
Hann mun senda okkur fréttir
og skákir daglega sem birtast
munu f skákþættinum.
Fyrsta umferð var tefld á
sunnudaginn og þá sigraöi
Helgi Bandarikjamanninn
Tallozzi, Guðmundur Sigur-
jónsson gerði jafntefli við
DeFirmbian, en Margeir
Pétursson tapaði fyrir rúm-
enska stórmeistaranum
Gheorghiu.
Sjá 13.síðu
Vllja hækka
áburðinn
um 56,2%
Stjórn Áburðarverk-
smiðjunnar hefur lagt til,
að áburður verði hækkaður
i verði um 56,2%. Verð-
lagsnefnd hefur málið til
meðferðar og mun skila
áliti síðar í vikunni. —vh
Eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma verður nú
reynt til þrautar á næstu
dögum hvort hægt er að ná
samkomulagi milli
st jórnarf lokkanna um
kjarahliðina á efnahags-
frumvarpi forsætisráð-
herra. Formenn stjórnar-
flokkanna þriggja hittust
tvisvar sinnum um heigina
til áþreifinga og af hálfu
forsætisráðherra hafa ver-
ið reifaðar samkomulags-
leiðir sem snerta verðbóta-
kaflann, bindiskyldu fjár i
Seðlabanka og umorðun á
verðlagsmálakaf lanum.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
mun á fundi um helgina hafa ósk-
að eftir hugmyndum Alþýðu-
bandalagsins aö samkomulags-
grundvelli. A sameiginlegum
fundi stjórnar verkalýðsmála-
ráðs, framkvæmdastjórnar og
þingflokks Alþýðubandalagsins i
gær var samþykkt að lýsa þvi yfir
að flokkurinn væri reiðubúinn til
samkomulags um afgreiðslu
efnahgasmálafrumvarpsins á
þeim grundvelli sem formanna-
fundur Verkamannasambandsins
hefur gert ályktum um. Þvi er
einnig lýst yfir i samþykkt
fundarins i gær, að Alþýöubanda-
lagið sé eindregið sammáia þeirri
tillögu Verkamannasambands-
ins, að sérstakar launabætur
verði teknar upp á lægri laun tii
þess að koma i veg fyrir skerð-
ingu þeirra iauna með þvi nýja
formi sem frumvarpið gerir ráð
fyrir. Alþýðubandalagið telur að
eðlilegt sé að taka fullt tillit tii
Framhald á blaðsiðu 14.
Viatöi urn af
iýashreyfing-
arinnar
Gangan kemur niður Bankastræti.
Þúsund manns í kröfugöngu
,yiljum betri
bamaheimili”
A laugardaginn gekkst sam-
starfsnefnd um dagvistunarmál
fyrir kröfugöngu frá Hlemmi nið-
ur að Lækjartorgi og lauk henni
með útifundi. Talið er að um þús-
und manns hafi tekið þátt i göng-
unni, og setti ungt fólk með börn
svip á gönguna, enda á það fólk
brýnustu hagsmuna að gæta i
þessu máli.
Kjörorð göngunnar var: Næg
og góð dagvistarheimili fyrir öll
börn, en auk þess voru bornar
fram kröfur um dagheimili I öll
hverfi, fleiri skóladagheimili
strax, gegn niðurskurði borgar-
yfirvalda og nokkrar kröfur um
bætta aöstöðu á dagvistar-
heimilunum, bæði fyrir fóstrur og
börn. Þá var krafist jafnréttis-
uppeldis.
Gangan var mjög hressileg,
mikið var sungið og slagorö hróp-
uð. Segja má að „söngur dags-
ins” hafi verið italskt baráttulag
með nýjum islenskum texta sem
byrjar svo: „Við viljum betri
barnaheimili/ þar sem allt er fullt
af fóstrum og fjarskamargt að
hugsa um...”
Útifundurinn heppnaðist einnig
vel, en mörgum þótti hann helst
til langur, enda kalt i veöri þótt
sóiin skini og vindar heföu hægt
um sig.
Margrét Sigurðardóttir flutti
ávarp á fundinum fyrir hönd
nefndarinnar. Leikfélag Kópa-
vogs flutti atriöi úr barnaleikrit-
inu Gegnúm holt og hæðir, og
söngsveitin Kjarabót, Barnalaga-
sönghópurinn og Ljóðafélagið
skemmtu með tónlistarflutningi.
Samstarfsnefndin vinnur nú aö
söfnun undirskrifta undir kröfuna
um næg og góð dagvistarheimilij
fyrir öll börn. Ætlunin er aö safna
15—20 þúsund undirskriftum, og
verða listarnir siðan afhentir
borgaryfirvöldum. Undirskrifta-,
söfnunin mun standa i u.þ.b. tvo
mánuði, en hún hófst 8. mars s.l.
ih
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR:
Baráttusamkoma í Háskóiabíói á laugardag
I tilefni af þvi að 30 ár eru liðin frá 30
mars 1949 efna Samtök herstöðvaandstæð-
inga til baráttusamkomu í Háskólabíói n.k.
laugardag. Þar mun Sveinn Skorri
Höskuldsson flytja ræðu.en auk þess verða
þar mörg baráttu- og skemmtiatriði.
Sérstakur leikþáttur, sem saminn er fyrir þennan
atburö, verður fluttur af ýmsum leikurum undir stjórn
Brynju Benediktsdóttur.
Þá mun stór hljómsveit (Big Band) leika,en i henni
eru bæöi hljóðfæraleikarar úr poppheiminum og Sin-
fóniuhljómsveit tslands.
Söngsveitin Kjarabót heldur aðallega uppi söng og
syngur gömul og ný baráttulög sem Sigurður Rúnar
Jónsson hefur útsett.en hann stjórnar einnig sveitinni.
Önnur baráttuatrtöi samkomunar verða augiýst betur
á næstu dögum.
—GFr
1
■
I
I
i
I
■
I
■
I
■
I
■
J