Þjóðviljinn - 27.03.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 27.03.1979, Side 7
ÞriOjudagur 27. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stórfelld stéttahreyfing verkalýðsins í síðustu kosningum hefur gert mögulegt og nauðsynlegt aðj hefja baráttu fyrir samvinnu verkalýðsflokkanna á grundvelli hagsmuna verkalýðsins, jafnt innan Alþingis sem utan. Hlekkirnir, svipan og lykillinn I Einar Baldvin < Baldursson Gylfi Páll Hersirj Vilhelm Norö-i f jörö P Dagskrárgrei n Gests GuOmundssonar í bjóöviljanum (30/1 ’79) er að mörgu leyti athyglisverð. Hún túlkar skýrt, bæði sterkustu og veikustu hliðarnar á sjónarmiðum þeirra vinstri afla utan Alþýöubanda- lagsins, sem hvorki aðhyllast stalini'sk viðhorf né heldur bylt- ingarsinnaðan sósialisma. Gestur bendir réttilega.á að „efnahagsvandi islensks sam- félags” er ekki staðbundið vandamál, heldur ótvlræður hluti þeirrar heimskreppu sem auðvaldsskipulagið hefur búið viðsiðustu árin og enn er óleyst. Hann bendir einnig á, að hinn yfirborðslegi munur á „efna- hagsráöum” Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins sé i rauninni sama eðlis og munur- inn á pest og kóleru. Báðar stefnurnar miðast i raun að þvi, að leysa eða öllu heldur minnka „efnahagsvandann” á kostnað verkafólks með launalækkunum og atvinnuleysi. 1 ofanálag miða „lausnirnar” að þvi, að leysa innan fjögurra veggja þjóðar- búsins vanda, sem er alþjóð- legur. Lausn „efnahags- vandans” Sú grundvallarhugmynd að leysa kreppuna á kostnaö verkafólks, viröist nú sameigin- legt kappsmál borgarastéttar- innar og „ábyrgra” vinstri afla um allan heim. Viö erum sammála Gesti um lýsinguna á þessum atriðum. Þau eru eins og Gestur réttilega bendir á, meðal fyrstu bókstaf- anna i stafrófi sósialismans. Þessara bókstafa gætir hins vegar allt of sjaldan utan raða skipulagöra byltingarsinnaðra sósialista. Veruleikanum er hins vegar ekki nema að hálfu gerð skil með lýsingunni einni saman. Þegar alltkemur til alls er þaö umbreyting hans sem máli skiptir. Er að þvi kemur skiljast leiðir milli Gests Guömundssonar og byltingarsinnaðra sósíalista. Fjötrun verkalýösforystunnar við rikisvaldið, plús sú stað- reynd, aö sérhver barátta verkalýðsins fyrir hagsmunum sinum hlýtur að leita út fyrir ramma auövaldskerfisins, verður til þess að hann ályktar sem svo, að verkalýöshreyfing- in hafi misst möguleikann á þvi aö ber jast. Að áliti Gests hefur doði og uppgjöf tekið völdin. Þeir sem áður ræddu pólitlk, þagna nú er stéttabaráttuna ber á góma. Til grundvallar þeirri uppgjöf og svartsýni, sem ekki er svo ýkja óskyld þögn þeirra sem heima sitja, liggur rangur skiln- ingur á þeim hreyfiöflum, sem eru aðverki i islenska auðvalds- kerfinu og reyndar um heim allan. Hvað er verkalýðs- flokkur? Stærsta vandamál Gests er ófullnægjandi skilningur á þvi, hver sé eiginlega mikilvægasti munurinn á verkalýösflokkum og borgaraflokkum. Hann ligg- ur einungis að hluta til i mis- munandi stefnuskrám flokk- anna. Tökum sem dæmi verka- lýðsflokkana tvo. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins er ólikt róttækari en samsvarandi plagg Alþýðuflokksins. Munurinn á stefnu þessara flokka er hins vegar öllu minni þegar til kastanna kemur. Sögulegar heföir flokkanna skipta heldur ekkiöllu máli.Nei — það eru tvö atriði önnur sem skipta meira máli, i réttri orsakaröð. Verkalýðsflokkarnir byggja á verkalýðnum og hinni skipu- lögðu verkalýðshreyfingu. Fyrri atriðin tvö öölast þvi aðeins gildi, aö þessi forsenda sé til staðar. 1 framhaldi af þessu skiptir einnig máli á hvaða forsendum verkafólk fylkir sér um flokkana. Þegar það velur sér þessa flokka, hvort heldur það gerist með atkvæöi, félagsaðild eða stuðn- ingi innan verkalýðsfélaganna er um stéttarlegt val að ræða. Þetta val getur byggst á óskýrum og jafnvel mótsagna- þrungnum forsendum. Slfk eru nú einu sinni vaxtarskilyrði verkalýðsvitundar I auövalds- kerfinu. Bandalagspólitík verkalýðsflokkanna við borgarastéttina bætir ekki úr skák. Það sem máli skiptir er að verkafólk velur sér þessa flokka til að gæta hagsmuna sinna — gagnvart borgarastéttinni. Þeir hagsmunir, sem geta birst i hinni smæstu launakröfu, eru stéttarhagsmunir. 1 þessu felst kjarni málsrns.Þessar stéttar- legu forsendur og vitundin um mátt andstæðingsins er grund- völlur þeirrar tryggðar og lang- lundargeös sem verkalýðurinn oftlega sýnir flokknum sinum. Verkalýðsflokkarnir geta undir öllum kringumstæðum og eink- um þegar þeir eru hlekkjaðir við rikisvaldið, verkað sem svipa á alþýðufólk. Þvi er nauðsynlegt að greina milli forystu þessara flokka og almennra félaga þeirra og jafn- vel I enn frekari mæli milli forystu og áhangenda flokkanna I samfélaginu. I þessu ljósi birt- ast okkur straumhvörfin I sið- ustu kosningum sem annað og meira en blind tiltrú verkalýös- ins til kosningaloforða verka- lýðsflokkanna sem nú hafa verið svikin. Straumhvörfin birtast okkur sem upphaf stór- felldrar stéttahreyfingar. Munurinn á tæpu 30% fylgi verkalýðsflokkanna fyrir kosn- ingar og rúmum 40% eftir kosn- ingarnar er ekki spurning um meiri eða minni áhrif þeirra sem flokka. Meginmunurinn felst I allt öðru. Krafan um verkalýðsstjórn Stórfelld stéttarhreyfing verkalýðsins i siöustu kosning- um hefur gert þaö mögulegt og raunar algerlega nauðsynlegt aö hefja baráttuna fyrir sam- vinnu verkalýösflokkanna á grundvelli hagsmuna verka- lýðsins, jafnt innan Alþingis sem utan. Slik samvinna byggð- ist á þvi að samflotiö með Framsókn hefði stöðvað og af- létt þeim höftum sem þvi eru fylgjandi. Hafin verði miskunn- arlaus barátta gegn borgaraöfl- unum með það fyrir augum aö ná meirihluta ogmynda verka- lýösstjórn. Doðinn i verkalýösstéttinni er vissulega mikill. Hægur vandi er hins vegar aö imynda sér hvilikur baráttuhugurrisiinnan verkalýðsstéttarinnar ef verka- lýðsflokkarnir sameinuðust um stefnu er afneitaði öllum launa- lækkunum. Stefnu sem fæli i sér að kaupráni atvinnurekenda yrði mætt með kröfunni um opn- un allra reikninga og þeirri hót- un að fyrirtækiþeirra sem ekki teldu sig færa um að reka þau án þess að lækka launin, yröu einfaldlega tekin eignarnámi og sett undir lýðræðislegt eftirlit þeirra sem þar störfuðu. Þetta kann aö virðast óraunsætt. En við skulum hafa það i huga að innan verkalýðs- félaganna og ASl, hefur I viss- um tilfellum verið gerlegt að knýja slika samvinnu i gegn. Þar með hefur náðst meiri árangur I kröfugerö en ella. Samstaða verkalýðsins vekur I sjálfu sér auknar vonir og meiri kröfur. Þegar stór fjöldi Isiensks verkafólks kaus verka- lýðsflokkana i siöustu kosning- um, margir I fyrsta skipti, fólst i þvi krafaum aö kauprán hægri flokkanna yrði aftur látið ganga. Þetta eru engar smá- kröfur á islenskan mælikvarða. Gagnvart svo stórfelldri hreyfingu sem hér um ræöir, dugar ekki að fallast i faðm við vofu vonleysisins. Gegn þvi sem hér hefur verið sagt má með réttu benda á að flokkarnir og núverandi forysta þeirra er ekki likleg til svona stórræða. Það er hins vegar ekki forysta flokk- anna sem er afl þeirra hluta sem gera skal. Þá stefnu sem þarf aö liggja til grundvallar baráttunni fyrir verkalýðs- stjórn veröur að móta utan þessara flokka. Það er hlutverk byltingarsinnaðra sósialista að móta hana og vinna henni fjöldafylgi. Tæpur helmingur i'slensku þjóðarinnar kaus verkalýðs- flokkana til að vernda kjör þeirra I samræmi við einhverja bestu samninga sem istensk verkalýðsstétt hefur náð. Til þessa fólks verður aðhöfða. Þaö veröur best gert með þvi að stiga skrefi lengraen þetta fólk, á sömu forsendum. Segja verður: Þið kusuðþessaflokka til að verja kjör ykkar. Þið verðið að krefjast þess að þeir rjúfi samstarfið við stéttarand- stæðinginn og stefni að þvi að mynda verkalýösstjórnmeð það höfuðmarkmið að verja kjör verkalyös^ns. Til aö verjakjörin verður hins vegar aö gripa til ótölulegra ráðstafana sem ganga miklu lengra. Eins og Gestur segir hlýtur barátta verkalýðsins að stefna út fyrir ramma auðvaldskerfis- ins. Verkalýöurinn kann að virðast lamaður i dag. Svo mun þó ekki standa lengi. Slagorðið um verkalýðsstjórn felur i sér tilhneigingu þeirrar baráttu sem kemur. Vinnum við á forsendum slikrar stefnu mun stjórnmálaáhugi félaga okkar án efa vakna á ný. Einar Baldvin Baidvinsson Gylfi Páll Hersir Vilhelm Norðfjörí Um bíla- kaup fatlaðra Jón Guðmundsson hringdi og gerði að umtals- efni opinbera styrki til bílakaupa fyrir fatlaða, í tilefni af þvi að nú er verið að ræða um það á alþingi að auka þessa styrki. Ég er alls ekki á móti þvi, sagði Jón, og mér finnst sjálfsagt að fatlaðir njóti þessara styrkja. En sá er hægur á þessu máli, að meira en helmingur þessara bíia kemst aldrei í hendur þeirra sem þeir eru ætlaðir. Margir komast ekki einu sinni i það hérað þar sem viðkomandi styrk- þegi er búsettur. Ég veit ekki hvernig eftirliti með þessu er háttað, en mér finnst að félagsskapur fatlaðra ætti aö sjá til þess, að ættingjar fatlaðra geti ekki notfært sér þessa styrki til að komast yfir ódýra bila. Þarna er um herfilega misnotkun að ræða. frá fesendum Þá sagði Jón þaö algengt, að menn sem væru i fastri atvinnu hjá þvi opinbera — t.d. strætis- vagnabilstjórar, lögregluþjónar og slökkviliösmenn, fengju sams- konar styrki til bllakaupa og leigubilstjórar. Nú eru þrenginga timar, sagði Jón, og alltaf verið að tala um að spara — væri þá ekki ráð að hreyfa þessum mál- um? Ég viðurkenni að nauðsyn- legt sé að styrkja þá til bilakaupa sem mjög þurfa á þessu að halda, og mætti sá styrkur gjarnan hækka. En mér þykir undarlegt ef það er rétt, að 400 manns hafi þörf fyrir slika styrki á þessu ári. Svo skilst mér að styrkina geti sömu menn fengið 5 hvert ár. Jón sagðist hafa gert tilraun til að afla sér upplýsinga um þetta mál fyrir nokkrum árum, en þá verið neitað um lista yfir þá sem fá þessa bila. 3r þetta hægt? Ég ætla aöbiöja lesendur Morgunblaðsins að lesa með athygli blaðsíðu 11 í blaðinu miðvikudaginn 21. mars. Þar eru tvær fyrir- sagnir, sem eiga engan sinn líka. önnur hljóðar svo: „Rausnarlegar gjafir til þriggja kirkna". Efni hennar er útgáfa fimm fræðslubæklinga um getnaðar- varnir og kynsjúkdóma. Hin fyrirsögnin er: „Fræðslubækling- ur um getnaðarvarnir og kyn- sjúkdóma” og efni hennar er, að Gisli Sigurbjörnsson hafi gefið þrem kirkjum kr. 250.000,- hverri. Svona vinnubrögð eru forkastan- leg og benda til þess, að starfs- menn blaðsins séu ekki vanda sinum vaxnir og ættu að sjá sóma sinn i að biðja afsökunar eða hætta störfum ella. Ég veit að af- sökunin verður látin heita sem svo: „leið mistök”, en það er ekki alltaf hægt að afsaka sig með þeim. Séra Sverrir Haraldsson. Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f. verður haldinn miðvikudaginn 24. april 1979, kl. 20.30 siðdegis að Hótel Borg. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. önnur mál. Reikningar félagsins fyrir 1978 liggja frammi hluthöfum til athugunar 10 dögum fyrir fund á skrifstofu félagsins i Breið- firðingabúð frá kl. 13-14 siðdegis. Stjórnin F ríkirk jusöf nuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn i Frikirkjunni sunnudaginn 1. april n.k., og hefst kl. 3. e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Safnaðarstjórnin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.