Þjóðviljinn - 19.05.1979, Side 1
UOÐVIUINN
Laugardagur 19. mai 1979 -112. tbl. —44. árg.
F armannadeiian:
Undimefndir skipaðar
Þriggja klst. sáttafundi i deilu yfirmanna á farskipunum lauk
um sjöleytiö i gærkvöld. Aö sögn Torfa Hjartarsonar sáttasemj-
ara rikisins er staðan svipuð og áður. Helst bar það til tfðinda að
á fundinum var ákveðið að undirnefndir hæfu vinnu strax I
fyrramálið að ýmsum atriðum launadeilunnar.
„Við látum nefndirnar vinna fyrst og förum eftir ábendingum
frá þeim áður en nýr sáttafundur verður boðaður,” sagöi Torfi
Hjartarson. — eös
Krafa Álþýöubandalagsins á hendur samstarfsflokkunum
ÞAK FYRIR 1. JUNI
Taka veröur á
hálaunaskriöinu
og verö-
hœkkunum
meö lögum fyrir
þann tíma
Alþýðubandalagið gerir
til þess eindregna kröfu að
þak verði sett á verðbóta-
greiðslur og verðhækkanir
fyrir 1. júnf. Flokkurinn
telur það fullkomnlega
óverjandi að ekki verði
tekið á hálaunaskriðinu og
verðhækkunarvandanum
fyrir þann tíma. Að þvi er
Þjóðviljinn kemst næst
mun Alþýðubandalagið
krefjast svara hjá sam-
starfsf lokkum sínum hvort
þeir séu reiðubúnir til þess
að leiðrétta þá skekkju
sem upp hefur komið í
kjaramálum með lögum
fyrir 1. júni eða ekki. Það
svar hlýtur að þurfa að
liggja fyrir nú um helgina.
Samkvæmt þeirri mála-
miðlunartillögu sem Alþýðu-
bandalagið hefur lagt fram i
rikisstjórn er gert ráð fyrir að nú
þegar verði sett lög um þak á
verðbætur þannig að á laun yfir
400 þúsund komi jöfn krónutala,
eða um 40 þúsund krónur 1. júni.
Upp að 400 þúsund króna markinu
verði verðbætur greiddar i
prósentum.
Samkvæmt Ólafslögum verða
verðbætur 1. júni væntanlega um
10% en það þýðir að verði ekki
sett á þak munu hálaunamenn
eins og flugmenn fá um 150
þúsund kr. i verðbætur. Verka-
maður mun hinsvegar fá sjöfalt
lægri verðbætur eða innan við 20
þúsund krónur. Það er fullkom-
lega óverjandi við núverandi að-
stæður að launamismunur verði
enn aukinn með þessum hætti.
Alþýðubandalagið hefur enn-
fremur lagt til að verðlags-
hækkanir verði ekki meiri en sem
nemur visitöluhækkun launa og
'að sett verði sérstakt hálaunaút-
svar, t.d. miðað við 16%.
Alþýðubandalagiö hefur lagt til
að 3% grunnkaupshækkun á al-
menn verkalaun verði lögfest nú
þegar, en fallist á að geyma það
mál um sinn, þar til um það næst
samstaða milli stjórnar-
flokkanna. Framsóknarflokkur-
inn hefur sémsé sett það skilyrði
að verði 3% grunnkaupshækkun
lögfest þurfi á móti að koma al-
mennt bann við frekari grunn-
kaupshækkunum til áramóta, en
sá timi yröi notaður til undir-
búnings samræmdra kjarasamn-
inga yfir linuna. Á slikt bann og
frestun verkfallsaögerða getur
Alþýðubandalagið ekki fallist af
„princip-ástæöum” og vegna
þess að óvist er að slikt myndi
halda. Þó hefur komið fram hjá
Alþýðubandalaginu að siðferði-
lega sé verjandi að hæstu laun fái
sérstaka meöferö i þessu sam-
bandi. --ekh
Nú stendur yfir á vegum Búnaðarfélagsins námskeið i akstri dráttarvéla fyrir unglinga sem ætla f sveit. Mynd þessa tók Ijósmyndari Þjóðviljans
— eik — á námskeiðinu I gærkvöld en það er haldið I Dugguvogi.
Slaufan á hugmynd Alþýöuflokksins
Afnám visitölu eftir 1. júlí
% Karl Steinar kominn á línu atvinnurekenda?
„Það er slaufa á tillögur Al-
þýðuflokksins um að tefla málum
strax I frjálsa kjarasamninga án
bakreikninga á rikis valdið”,
sagði einn af þingmönnum AI-
þýðubandalágsins i gær. Slaufan
er sú að samkvæmt tillögu krat-
anna, sem hvergi hefur að visu
verið sett formlega fram, á að
taka vlsitöluna alfarið úr sam-
bandi eftir 1. júnf, þannig að hún
mæli ekki 1. september. Þetta er
hugsað þannig að afnám visitöi-
unnar muni reka á eftir gerð
kjarasamninga. Forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar er orðaður við
þessa hugmynd, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur gert að sinni.
Minna má á að I visitölunefnd-
inni sem starfaði fram i febrúar
gerðu atvinnurekendur tillögu um
afnám visitölugreiðslna á laun út
þetta ár. Hugmynd Al-
þýðuflokksins er af svipuðum
toga. Ljóst er að verkalýðsfélög-
um mun almennt ekki gefast tóm
til þess að knýja fram samninga i
sumar. Atvinnurekendur munu
ekki fallast á að annaö séu ábyrg-
ir samningar en þeir sem fela i
sér afnám verðbótakerfisins. Til-
laga Alþýðuflokksins snýst þvi
um það að beita atvinnurek-
endum fyrir sig til þess að setja
visitöluna úr sambandi. Gera má
ráð fyrir að jafnvel þótt verkfalls-
átök hæfust i sumar myndi standa
I þófi fram á vetur og þann tima
væru launamenn óvarðir fyrir
hækkunum á verði vöru og þjón-
ustu ef slaufan á tillögum Alþýðu-
flokksins yrði hnýtt um háls
þeirra.
Það er svo sérstaklega athygl-
isvert að varaformaður Verka-
mannasambandsins, sem nýverið
stóð að harðri viövörunarályktun
til rikisstjdrnarinnar, þar sem
framkvæmdastjórn VMSI krafð-
ist þess að stjdrnin verði launa-
stefnu sina af „einurö og hörku”
skuli I þingflokki Alþýöuflokksins
standa að tillögugerð sem þess-
ari.
— ekh
1
■ Guli reykurinn frá Áburðarverksmiðjunni myndast vegna köfn-
| unarefnisoxiðs og hefur verið Reykvikingum til ama i þau 25 ár
■ sem verksmiöjan hefur starfað (Ljósm.: Geröur)
.........------------------------»J
Guli reykurinn hverfur
Hreinsibúnaður settur í J
/
Aburðarverksmiðjuna j
■
Aburðarverksmiðjan i Gufunesi Reykjavik hverfur með öilu. Guli |
hefur nú fengið heimild til að bjóða liturinn stafar af köfnunarefnis- ■
út nýja saltpétursverksmiðju sem oxiði en eftir að hreinsibúnaðurinn ■
mun kosta um 2 miljarða króna. veröur settur á kemur aðeins "
hreint köfnunarefni út I loftið sem ■
Verður þá um leið settur upp full- ekki veldur neinni mengun. Búist i
kominn hreinsibúnaöur sem leiðir er við að framkvæmdir hefjist á 2
til þess að hinn hvimleiði guli reyk- næsta ári. |
ur sem leggur stundum inn yfir — GFr ■