Þjóðviljinn - 19.05.1979, Page 2
AF MJÖLKURFRÆÐINGUM
Það er hætt að teljast til stórtíðinda, þótt
mjólkurfræðingar leggi niður vinnu. Senni-
lega gera þeir það vegna þess að þeir fá ekki
nægilegt kaup til að mjólkurfæða hvítvoðung-
ana sína, og auðvitað eru þeir klárir á því að ef
þeir leggja niður vinnu, þá verða reifabörn og
hvítvoðungar landsins ekki mjólkurdekraðir á
meðan. Guði sé lof að ennþá er til vatn í land-
inu handa ,,helvítis rollingunum''.
Annars ætti varla að vera skaðinnn skeður,
þótt öll mjólk hyrfi úr landinu ef marka má
visindalegar niðurstöður síðustu áratuga um
hollustu og þó fremur óhollustu þess sem
mannskepnan nærist á.
Ég leyfði mér einu sinni að sétja saman
vísu, eftir að ég hafði lesið fræðilega vísinda-
grein eftir kunnan næringar- eða manneldis-
fræðing um skaðsemi mjólkur:
,, Ef að betur að er gáð
ætla ég megi sannast
að vísindin efla enga dáð,
ættu því að bannast."
Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að mjólk
sé það hollasta sem mannskepnan leggur sér
til munns, enda ratar ungviðið fyrr á hana
heldur en sjálfan viskubrunninn, en fróðir
menn haf a sagt mér að úr honum séu vísindin
ausin og auðvitað þarmeð þau visindi, sem
fordæma blessaða mjólkina.
Ovinir mjólkur f inna henni það helst til for-
áttu að hún sé bráðdrepandi. Eru það nú rök?
Hvað er það eiginlega í heimi hér, sem ekki er
bráðdrepandi? Ég man ekki betur en Niels
Dungal heitinn sannaði það í merkri tímarits-
grein undir yfirskriftinni „Medicine" í
„Time" f yrir nokkrum árum að hangiket væri
bráðdrepandi, sérstaklega í Austur-Skafta-
fellssýslu, og raunar sömuleiðis reyktur sil-
ungur úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Hvað sem vísindin segja er í raun og veru
aðeins eitt í henni veröld, sem ekki er bráð-
drepandi,og það er glaðvær elli.
Jæja, svo ég haldi nú áfram að f jalla um
mál málanna í dag, semsagt mjólkurmálin, þá
verð ég að viðurkenna að sjálfur er ég mikill
óhófsmaður á mjólk — eins og raunar f leira,
sem sagt er að orðið geti manni að bana —
(Hér verð ég að skjóta því inn, að á ofanverðri
nítjándu öld stytti miðaldra frændi minn sér
aldur með því að setja undir sig hausinn, taka
tilhlaup og hlaupa á hornið á kommóðu úr
dánarbúi Trampe greifa. Þá fóru allir að
hlæja og sögðu að frændi minn hefði fallið
með sæmd).
Það er samsagt fleira en mjólk, sem getur
drepið fólk. Sjálf ur er ég óhófsmaður á mjólk,
sérstaklega þegar ég er þyrstur og langar í
eitthvað gott að drekka.
Einn besti læknir í bænum, sem búinn er að
vera einn besti vinur minn frá bestu barn-
æskuárum okkar beggja sagði mér án nokk-
urra málalenginga fyrir nokkrum dögum, að
ef ég hætti ekki umsvifalaust þessari hóf lausu
mjólkurdrykkju, þá lifði ég fimm árum skem-
ur en ella. Já, ég myndi fórna f imm síðustu og
bestu árum lífs míns á altari hinnar hóflausu
mjólkurdrykkju. Stóri kompjúterinn við
Hammersmith-háskóla varsem sagt búinn að
svara því til, aðspurður, hvað ég gæti orðið
gamall ef ég hætti að drekka mjólk. Tölvan
svaraði: „Tikk—takk—tikk—takk — Flosi —
tikk—takk—áttatíu og þriggja."
En hér og nú hef ég tekið þá örlagaríku
ákvörðun að halda áfram að drekka mjólk,
fórna fimm bestu og síðustu árum ævi minnar
og verða bara sjötíu og átta ára. Afturámóti er
það klárt að ef mjólkurfræðingaverkfallið
stenndur í enn eitt ár, þá næ ég því að verða
árinu eldri, eða sjötíuogníu.
Svo má stóri kompjúterinn í London og allar
tölvur veraldar éta það sem úti f rýs fyrir mér,
af þeirri einföldu ástæðu að sérfræðingarnir,
sem þessi apparöt mata, gleyma alltaf að
næra ófreskjuna á því sem gefur lífinu gildi,
nefnilega hinni svokölluðu lifshamingju, sem í
minu tilfelli má gjarnan kalla mjólk.
Hitt er svo annað að auðvitað er þeim sér-
fræðingum vorkunn, sem eiga að mata
tölvurnar á öðru af tvennu: GÆFU eða
ÓGÆFU, já bara talsverð vorkunn, því eins og
Guðrún ósvíf ursdóttir sagði réttilega um árið
er„hamingja eins,óhamingja annars". Þetta
hef ur verið margsannað í gullaldarbókmennt-
um Islendinga, og nægir að benda á það þegar
Hallgerður neitaði Gunnari um að taka boga-
strenginn úr hausnum á sér og þegar Jón úr
vör sagði eitthvað sem ég man nú ekki lengur
hvað var.
En svo ég haldi nú áfram að tala um mjólk-
ina og verkfall mjólkurfræðinga, þá vaknar
nú sú spurning, hvort ekki þurfi að fara að
hella niður blessaðri mjólkinni. Við þessari
spurningu hefur Gísli Kristjánsson búvísinda-
maður gullvægt svar í Tímanum 16. maí s.l.
undir yfirskriftinni „Kýrnar vilja ekki dvelja
undir háspennulínum". Þar segir meðal ann-
ars frá því að bóndinn Börje Anderson í
Lambaþorpi hjá Finspang í Svíþjóð telji það
útbreidda skoðun þar um slóðir að kýr, sem
séu á beit undir háspennulínu með áttahundr-
uðþúsund volta spennu, missi nytina, ef vírinn
slitnar og þær verði f yrir, þó ekki sé nema öðr-
um endanum.
Eða eins og búnaðarmálastjóri sagði á
þinginu forðum:
Þegar of mikið mjólka kýr
er margfróðra besti siður
að hafa þær undir háspennuvír
en hella ekki mjólkinni niður
(eða:-sem þeir halda að slitni niður).
Flosi
Bamsburður, saga og stéttartal
Afmœlisrit Ljós-
mœðrafélagsins
vœntanlegt
Konur hafa fengist við
margt i gegnum aldirnar.
Löngum voru þær tengdar
ýmsum leyndardómum
lífsins, göldrum, lækn-
ingum og barnsfæðingum.
Yf irsetukonur voru í
hverri sveit, þær lærðu
hver af annarri og reynsl-
an kenndi þeim hvernig
bregðast skyldi við þegar
efiðleika bar að höndum
við fæðingar.
Það gerðist svo 1760
þegar landlæknisembættið
var stofnað að konungleg
tilskipun var út gefin um
að landlæknirinn Bjarni
Pálsson skyldi sjá um
kennslu Ijósmæðra. Þar
með hófst saga elstu at-
vinnustéttar kvenna hér á
landi.
Bjarni Pálsson haföi meö sér
frá Danmörku eina læröa ljós-
móöur, sem hóf þegar kennslu.
Ariö 1761 útskrifuöust 5 ljósmæö-
ur, en sú danska var skipuö I em-
bætti umdæmisljósmóöur i
Reykjavik.
Ljósmæöur dreiföust um land-
iö, en þaö var ekki fyrr en 1919 aö
stéttarfélag ljósmæöra var stofn-
aö. Umdæmisljósmæöurnar I
Reykjavik þær Þuriöur Báröar-
dótttir og Þórdis Jónsdóttir Carl-
quist stóöu aö stofnun félagsins og
var Þuriöur fyrsti formaöur þess.
Nú eru liöin 60 ár frá stofnun
félagsins og var þess minnst meö
hófi 2. mai siöast liöinn.
1 tilefni af afmælinu gefur
félagiö út ritiö „Ljósmæöur á
Islandi” sem er stéttartal ljós-
mæöra frá upphafi og saga
félagsins sem Helga Þórarins-
dóttir sagnfræöingur hefur skráö.
I ritinu birtist einnig ritsmiö
eftir Onnu Siguröardóttur sem
nefnist „Barnsburöur”. Þar rek-
ur hún afstööu manna til barns-
buröar i gegnum aldirnar og er
mikinn fróöleik aö finna i grein
hennar um leiö og hún dregur upp
myndir úr þjóölifinu.
Ljósmæörataliö hefur veriö
lengi i undirbúningi, en grund-
völlinn aö þvi lagöi Haraldur
Pétursson fræöimaöur, sem gaf
Ljósmæörafélaginu safn heimilda
um ljósmæöur. Stefnt er aö þvi aö
ritiö komi út i haust.
A afmælisfundinum voru fjórar
ljósmæöur geröar aö heiöurs-
félögum. Þær hafa allar starfaö
sem ljósmæöur svo áratugum
skiptir. Þær eru: Jensina Óla-
dóttir, Bæ i Vlkursveit á Strönd-
um, sem hefur veriö umdæmis-
ljósmóöir i 50 ár. Jóhanna Marg-
rét Þorsteinsdóttir sem hefur 40
ára feril aö baki úti á landi og á
Landsspitalanum. Sigurbjörg
Júlia Jónsdóttir, sem starfaö
hefur á fjóröa áratug og var um
tima yfirljósmóöir á Landsspit-
alanum. Þórdis Olafsdóttir sem á
40ára starf aö baki og var gjald-
keri Ljósmæörafélagsins i 25 ár.
Þá var Haraldur Pétursson fræöi-
maöur einnig geröur aö heiöúrs-
félaga.
A fundinum var samþykkt á-
lyktun um aö undirstööumenntun
heilbrigöisstéttanna veröi sam-
ræmd. Minnt er á aö starf ljós-
mæöra sé skilgreint þannig:
„Mæörahjálp, umönnun um meö-
göngutimann, meöferö ungbarna
og mæöra eftir fæöingu, fjöl-
skylduáætlanir og foreldra-
fræösla.” Einnig gerir fundurinn
pa ivimu au mvumuu iJUOlllcCUIc
sé ætiö fyllilega i samræmi vil
starfsviö og ábyrgö ljósmæöra
stéttarinnar.
Núverandi stjórn félagsins ei
þannig skipuö: Steinunn Finn
bogadóttir formaöur, Dóra Sig
fúsdóttir varaformaöur, Sigur
björg Guömundsdóttir ritari
Anna Astþórsdóttir gjaldkeri
Hulda Þórarinsdóttir, Margré
Sigmonsdóttir og Sólveif
Matthiasdóttir. ^
Heiöursfélagar Ljósmæörafélagsins. Frá vinstri: ljósmæöurnar Þórdis ólafsdóttir, Sigurbjörg Jóns-
dóttir og MargrétM. Þorsteinsdóttir. Þá kemur Pálmi Guömundsson sem mætti fyrir hönd móöur sinn-
ar Jensinu óladóttur og Sigriöur Pétursdóttir sem tók viö skjali afa slns Haraldar Péturssonar.