Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA S Aögeröir flugumferðarstjóra: Ekkí veikindi iiekiur mótmæii Flugumferöarstjórar í innanlandsflugi vilja sama kaup og varöstjórar þeirra (jr hinum nýja vinnslusal tsbjarnarins. Eins og sést á myndinni þá er allt flisaiagt I hólf og gólf og hver vinnur út af fyrir sig á sinu boröi. Mynd-eik- — Hér er ekki um nein veik- indaforföll aö ræöa, heldur venju- leg mótmæli flugumferöarstjóra I innanlandsflugi, sem eru óánægö- ir meö þá kjarasamninga, sem Fél. Flugumferöarstjóra geröi fyrir þeirra hönd og samþykktir voru á félagsfundi i fyrra. Þaö sem flugumferöarstjórarnir I inn- anlandsfluginu vilja fá eru sömu laun og varöstjórar þeirra, þ.e. aö Blaðamönnum sýnd húsa- kynní ísbjarnaiins Matvöru- kaupmenn mótmæla A fundi I stjórn Félags matvörukaupmanna, sem haldinn var fimmtudaginn 17. maí s.l., voru samþykkt eftirfarandi mótmæli: Félag matvörukaupmanna vill að gefnu tilefni mótmæla harölega þeim hugmyndum Fjármálaráðuneytisins um aukin rikisafskipti af verslun, sem fram kemur I frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 63, 28. mai 1969, um verslun rfldsins með áféngi, tóbak og lyf. Félagið bendir á slæma reynslu landsmanna frá fyrri tlð af höftum og bönnum á viðskiptum, sem ávallt hafa leitt til misnotk- unar á valdi og skapað far- veg fyrir óheilbrigða verslunarhætti. Félagið vekur athygli á þvl, aö i frumvarpinu eru ákvæði, sem beinlinis banna, án sérstaks leyfis, inn- flutning og þar meö sölu á efnum, sem eru notuð til framleiðslu á þekktum ávaxtadrykkjum, sem á boð- stólum eru á islenskum markaði. Félagið skorar þvi á Fjár- málaráöuneytiöað leita ann- arra leiða, en beinna rikisaf- skipta til þess að fá hags- munum sinum borgið i þessu efni. Eins og iesendum Þjóðviljans rekur sjálfsagt minni til þá var blaðamönnum frá blaöinu visaö frá húsi isbjarnarins i vetur sem leið þegar þeir hugöust kynna sér starfsemi fyrirtækisins. 1 gær boöuðu hins vegar for- ráðamenn Isbjarnarins blaða- menn á sinn fund og leiddu þá I gegnum allt vinnslukerfi hússins og kynntu allar helstu nýjungar i tækjabúnaði og vinnsiuaðferðum sem húsið hefur tekiö upp. Ekki var hægt að sjá annað en vel heföi tekist til með allar breytingar, en forsvarsmenn fyrirtækisins upplýstu að vinnslan væri nú komin I full afköst og allir byrjunarerfiö- leikar yfirstignir. Af samtölum við starfsfólk Is- bjarnarins var að heyra aö verkafólkiö væri flest búið að að- lagast hinni miklu tækja- og tæknivæðingu sem tekin hefur veriö upp viö fiskvinnsluna I hús- inu. Til að byrja með heföi veriö erfitt aö fóta sig meö allan þennan tæknibúnaö fyrir framan sig, en yfirleitt væri fólk ánægt með aö vinna þarna enda allur aðbúnaður verkafólksins mjög góöur, en á efri hæð hússins eru búningsaðstaða, böö, mötuneyti og hlý og rúmgóö kaffistofa fyrir verkafólkiö. 011 gólf og allir veggir hússins eru fllsalagöir. Unniö er eftir bónusfyrirkomu- lagi I húsinu og er yfirleitt unnið eftir svokölluðum einstaklings- bónus þar sem vinnuafköst hvers og eins verkamanns er reiknuö út af fyrir sig. Samkvæmt upplýsingum for- ráöamanna tsbjarnarins eru meðalbónusgreiðslur nærri 55% ofan á tlmakaupið, og er fólk með þetta yfirleitt 20-25 þús. krónur á viku I bónus. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust I ágúst 1973 en vinnslan hófst i húsinu 4. janúar á þessu ári. Flökunarafköst hússins i bol- fiski á 10 timum eru um 25-30 tonn. 1 frystitækjasal eru 10 frystiskápar sem geta afkastað um 50 tonnum á 10 timum, en frystiklefi hússins rúmar 11-1200 lestir af frystum fiski. Allur beinaúrgangur er heil- frystur og siöan seldur til Finn- lands I refafóður og fæst um fimmfalt hærra verö fyrir þá sölu heldur en að fara með hann i gúanó. Hráefnisöflun fyrirtækisins byggist á afla tveggja togara fyrirtækisins þeim Asgeiri RE og Asbirni RE og helmingi af alfa togarans Arinbjarnar RE, auk þess sem vélbáturinn Asþór er gerður út af fyrirtækinu. Skuttogararnir eru nú að vinna af sér þorskveiðibanniö og hafa þeir aöallega verið á karfa og grálúöuveiðum. Ekki er fullljóst hvaða veiöum þeir veröa á i sumar þar sem nú mun nærri fullfryst upp I þá sölu- samninga sem gerðir voru um sölu á grálúðu til Rússlands og mjög óhagstætt er að gera út á karfaveiðar siöan oliuverðið hækkaði siðast og var nefnt sem dæmi um það að annar togarinn kom inn I vetur meö 165 tonn af þorski aö verömæti 26 miljónir kr. en fyrir stuttu kom hinn meö 145 tonn af karfa og grálúöu sem gaf aöeins i verðmæti 12.6 miljónir kr. -lg. hækka úr 19, launaflokki uppi 20. sem þýðir um 6 þúsund króna kauphækkun á mánuði, sögðu yfirmenn flugumferðarmála i Reykjavik á blaðamannafundi sem þeir boðuðu til vegna hinnar alvariegu skerðingar á innan- landsflugi að undanförnu og vill- andi fréttar I Morgunblaðinu um veikindi flugumferðarstjóra 17. þ.m. Flugumferöarstjórar hafa bæði sagst vera veikir og eins hafa þeir neitaö að taka nauðsynlegar aukavaktir vegna veikinda og or- lofstöku starfsmanna. Einnig hef- ur verið farið fram á það við þá aö þegar aðeins tveir af fjórum eru á vakt vegna mótmæla, þá sinni annar innanlandsfluginu en hinn erlenda fluginu, og skeröist þá hvorutveggja nokkuð. Þessu hafa þeir neitaö og báðir verið á er- lendu vaktinni og með þvi lamað innanlandsflugiö algerlega. Þegar aðgerðir þeirra fyrr i vetur leiddu til röskunar á flug- umferð var vaktaskrá þeirra breytt með tilskildum mánaöar- fyrirvara og komiö þannig I veg fyrir truflanir, með þvi að skipa fleiri á dagvakt en næturvakt. Þessari vaktaskrá hafa þeir neit- að að hlýöa. Forsvarsmenn flugumferða- mála sögðu að ekki heföi veriö gripiö til harkalegra aðgeröa gegn flugumferöarstjórum i þeirri von að deilan leystist, en greinilega væri um alvarlegt brot aö ræða hjá þeim, þar sem þeir hunsa algerlega fyrirmæli yfir- manna sinna. Aðspurðir um hvort lausn á þessu deilumáli væri i nánd, sögðu þeir aö lausn málsins væri algerlega i' höndum ráöherra og miðað við þá kjarapólitik sem nú er rekin hjá rikisstjórninni væri ótrúlegt að lausn málsins væri á næstu grösum. -S.dór Ályktun Neytendasamtakanna um mjólkurfrœðingaverkfallið: Fyrir nedan allar hellur segir Jóhannes Gunnarsson stjórnarmaöur í Neytenda- samtökunum. Alyktunin var aldrei borin undir hann Jóhannes Gunnarsson mjólkurfræðingur I Borgarnesi á sæti I stjórn Neytendasamtak- anna og er formaður Borgar- fjarðardeildar samtakanna. 1 ■ I i Sjöfn og sorpiö: iLeggst gegn öllum umbótum i | þó aö sorphiröa í Reykjavík sé allt aö helmingi dýrari j en í nágrannabyggöarlögum I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ L Eins og sagt var frá i Þjóð- viljanum I gær snerist Sjöfn Sigurbjörnsdóttir rétt einu sinni á sveif með ihaldinu þegar sorp- hirðu bar á góma i borgarstjórn i fyrradag. Sorphirðan i Reykjavik er svo illa skipulögð að hún er tiltölulega allt að helmingi dýrari en gerist I ná- grannabyggðarlögum. Er nú verið að gera tilraunir til að bæta úr þessu skipulagsleysi en engu tauti verður komið við Sjöfn. Sagði hún á fundinum á fimmtudag að sorphirðan væri svo dýr vegna skorts á aðhaldi og eftirliti. Þeir sem kunnugir eru þessum málum vita að þetta er hið aumasta öfugmæli. Vinna verkamanna I sorphirðunni er tii hinnar mestu fyrirmyndar. Sú tillaga sem Sjöfn felldi meö góðfúslegum stuðningi ihaldsins á fimmtudag var mótuö af nefnd þriggja verkfræðinga og gekk út á það að samræma aukagjald sem tekið er vegna sorphiröu hjá fyrirtækjum. Sum fyrirtæki hafa svo litiö pláss fyrir sorptunnur að hreinsa verður oftar en einu sinni I viku hjá þeim og greiða þau þá sér- stakt gjald fyrir það og hefur það lengi tiökast. Þau fyrirtæki sem nóg pláss hafa hins vegar fyrir tunnur þurfa ekki aö láta hreinsa nema einu sinni i viku og er sú hreinsun borguö meö útsvörum allra Reykvíkinga þó aö tunnurnar séu t.d. 90 talsins eins og hjá Flugfélagi Islands. Til þess aö komast hjá þvi að mismuna fyrirtækjum á þennan hátt var mótuö regla sem kom fyrir borgarstjórnina eins og fyrr segir. Samkvæmt henni áttu fyrirtæki sem eru með 500 ferm. húsnæði eða minna rétt til að hafa 5 tunnur en áttu siöan aö borga fyrir aukatunnur. Fyrir hverja 200 ferm. i viöbót átti að koma ein ókeypis tunna en ekk- ert fyrirtæki mátti þó að hafa fleiri en 25 tunnur sér að kostnaðarlausu. —GFJ Þjóðviijinn hringdi i hann og bar undir hann hina harðorðu ályktun gegn verkfalli mjólkurfræðinga sem samþykkt var i stjórninni. Jóhannes sagðist af persónuleg- um ástæðum ekki hafa komist á stjórnarfundinn sem samþykkti ályktunina og hafi hún aldrei ver- ið borin undir hann. Sagðist hann telja hana fyrir neðan allar hellur efnislega og þar að auki fulla af rangfærslum. Sagði Jóhannes að i fyrsta lagi væri verkfallið ekki algjört þar sem dreift væri um 1/3 af venju- legu magni neyslumjólkur. 1 öðru lagi væri þaö eðli verkfalla að þau bitnuöu á almenningi og sagöist þar t.d. sérstaklega vilja tilgreina verkfall farmanna sem ylli vöru- skorti. Þá sagöi Jóhannes aö þaö væri alrangt sem haldiö væri fram að atvinnurekendur hefðu tekið tilboði mjólkurfræöinga um aö vinna mjólk. Þeir heföu þvert á móti harðlega mótmælt þeirri undanþágu sem var veitt að til- mælum landbúnaöarráöherra. Einnig er þvi haldiö fram aö menn sem ekki eru I verkfalli hefðu verið fyrirskipað að leggja niöur vinnu og sagöi Jóhannes aö slikir menn fyndust engir I m jólkursamlögunum. Aö lokum sagöi Jóhannes aö lokaorö ályktunar stjórnar Neyt- endasamtakanna minnti ó- þyrmilega á mótmælaorösend- ingu Vinnuveitendasambands ls- lands þar sem talaö er um að skora á stjórnvöld að stöðva kúg- un sem enga stoö eigi I lögum um vinnudeilur. -GFr. ÍSAL græddi 120 miljónir Reikningar tsal fyrir siðastliöiö ár sýna 126 miljónir króna gróða eftir að skattar hafa verið greidd- ir, segir i ársskýrslu félagsins. Félagiö seldi fyrir rúma 23 miljaröa I fyrra. Agóöi fyrir skattgreiöslur er talinn nema 542 miljónum króna. 1 árslok i fyrra unnu 657 menn hjá ÍSAL þar af 493 fastráðnir verkamenn. Félagið tók á árinu 30 miljón dellara lán I Bandarikj- unum vegna fjárfestingarþarfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.