Þjóðviljinn - 19.05.1979, Síða 11
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 19. mal 1979.
Þorsteinn Jónsson nýráöinn forstööumaöur og Hjör-
leifur Sigurösson fráfarandi forstööumaöur
Ll ST
FVRIR
IIII
ALLA
Spjallað við Þorstein Jónsson
um Listasafn alþýðu
Nú um tveggja áratuga skeiö
hefúr veriö starfrækt hér Lista-
safn alþýöu. Safniö er rdtið af aö-
ildarfélögum A.S.I. og kemur
þaöan aöal fjármagn þess til
rekstursins. Rlkiö veitir hinsveg-
ar af sinu alkunna örlæti 500 þiis.
sem augsýnilega gerir gæfumun-
inn.
Allir þeir sem eitthvaö hafa
fylgst meö framvindu myndlista
hér á landi þau tæpu tuttugu ár
sem safniö hefur starfaö vita aö
aöalhvatamaöur aö stofnun þess
var Ragnar i Smára. Fyrir
skömmu flutti safnið I nýtt hús-
næöi viö Grensásveg 16, og stend-
ur til aö opna þar listaskála innan
tiöar sem vonandi eykur á listalif
borgar og lands.
Til aö kanna starfssviö safnsins
og rekstur eilitiö nánar haföi ég
samband viö nýráöinn forstööu-
mann þess, Þorstein Jónsson, og
lagöi fyrir hann nokkrar spurn-
ingar þvi varöandi.
Hlutur Ragnars
Hvernig varö safniö til?
Þaö geröist þjóöhátiöardaginn
1961, aö Ragnar Jónsson, forstjóri
bókaútgáfunnar Helgafells, sem
kunnastur er undir nafninu Ragn-
ar i Smára, gaf „samtökum is-
lenskra erfiöismanna” 120 mál-
verk i minningu Erlends Guö-
mundssonar i Unuhúsi. t þessari
gjöf voru margar dýrustu perlur
islenskrar málaralistar og viö
hana hefur Ragnar siöan bætt
mörgum listaverkum.
Ragnar hafði i áratugi staðiö i
mjög nánu sambandi viö flesta
hina eldri málara og þvi oft átt
þess kost aö velja verk i sinn
óskadraum, sem var aö koma á
fót alþýðulistasafni. Þar sem
Aiþýöusamband Islands voru þau
samtök sem töldu stærstan hóp
vinnandi fólks var stofninn aö al-
þýöulistasafni gefin þeim sam-
tökum og 1. júli 1961 afhenti
Tómas Guömundsson skáld
Alþýöusambandinu listaverkin
fyrir hönd gefandans.
Til hvers?
Hvert er markmið safnsins?
Hugsjón Ragnarsmeöfrumgjöf
sinni var að listin næöi til sem
flestra og sérstaklega inn I raöir
þeirra manna, sem verst skilyröi
höföu haft til aö njóta hennar, og
var gjöfin stiluö til islenskra
erfiöismanna, sem sýnir vel hvaö
fyrir Ragnari vakti. Markmiö
safnsins er þvi i fáum orðum
sagt: list fyrir alla. Listasafn al-
þýöu hefur siöan reynt aö starfa
eftir þvi meö þvi aö standa fyrir
sýningum viös vegar um landið,
haldið vinnustaöasýningar
o.s.frv. Allar stærri menningar-
stofnanireru á Reykjavikursvæö-
inu og þvi hefur fólk útí á landi
þurft aö sækja i hringiöu menn-
ingarlifsins hingaö suöur, og þar
sem Listasafn alþýöu er hugsaö
sem hreyfanlegt safn reynir þaö
aö koma til móts viö landsbyggö-
ina i þessu tilliti og hefur safnið
sent sýningar viöast hvert á land-
iö. Hefur þaö aöallega gengiö
þannig, aö aöildarfélög ASt hafa
óskaö eftir sýningum, en safniö
reynir auk þess aö koma til móts
viö fleiri aöila. Freistandi hug-
myndir eru á lofti um aukna
starfsemi, en safniö er I miklu
fjársvelti og er þvi þröngur
stakkur búinn, þvi miöur.
Tekjustofnar
Hvernig er safnið fjármagnaö?
Á siöasta ári voru aöaltekjur
safnsins skatthluti frá ASI, rúmar
þrjár miljónir .rikisframlag var á
siðasta ári aöeins hálf miljón, en
þaöan höfum viö vænst riflegrar
upphæöar sökur þeirrar sérstööu
sem safniö hefur með farandsýn-
ingum si'num um landiö, sem er
býsnaf járfrek þjónusta.Sá tekju-
liöur sem sistmá gleyma og veriö
hefursafninu mikil björg gegnum
árin er ritverk Björns Th. Björns-
sonar, Islensk myndlist, sem
Ragnar i Smára gaf safninu af
höföingsskap sinum I 5000 eintök-
um og hefur hún selst drjúgt,
endaeina heildarsaga felenskrar
myndlistar. Auk þess hefur safnið
gefiö út all-mikiö úrval lista-
verkakorta sér til styrktar. Mikiö
vantar þó á, aö safninu sé nægj-
anlega skammtaö úr tiltækum
sjóöum, svo þaö geti starfað eftir
sinum markmiöum.
Hvernig er skipaö i stjórn
Listasafnsins?
Nú eru þetta i raun tvær aö-
skoldar stofnanir, Listasafn al-
þýöu og Listaskáli alþýöu. Lista-
safnsstjórnin var skipuö með til-
komu listaverkagjafar Ragnars
ogsitja hana sex menn: þrir til-
skipaðir af Ragnari, en þeir eru:
Arni Guöjónsson, gjaldkeri,
Björn Th. Björnsson og Hrafn-
hildur Schram, sem tók sæti
Hjörleifs Sigurössonar, fv.for-
stööumanns safnsins, og af
Alþýöusambandinu: Hannibal
Valdimarsson, formaöur, Eggert
G. Þorsteinsson, ritari og Stefán
Ogmundsson. Listaskálinn að
Grensásvegi 16 er hlutafélag aö-
ildarfélaga ASl og fulltrúar
þeirra sitja þá stjórn, þeir Árni
Guöjónsson, formaöur, Sverrir
Garöarsson, ritari, ólafurEmils-
son, Þórunn Valdimarsdóttir,
Guömundur H. Garðarsson,
Halldór Björnsson og Aöaiheiöur
Bjamfreðsdóttir.
Þrjú hundruð listaverk,
Hver er listaverkaeign safns-
ins?
A skrá eru rétt tæp þrjú hundr-
ub listaverk og má segja aö verk
safnsins nái til allra timabila is-
lenskrar nútfmalistar, frá braut-
ryöjendum hennar, Þórarni B.
Þoriákssyni, Asgrimi Jónssyni
o.fl. til yngstu kynslóða. Verk
safnsins eru flest eftir eldri mál-
arana og óhætt er aö segja, aö
þar búi safniö yfir mjög góöum
stofni, en sökum fjárskorts hefur
safninu þvi miöur ekki tekist að
Sjóvinna eftir Þorvald Skúlason.
viöa aö sér verkum yngri lista-
manna sem skyldi, en vonandi
verður hægt aö ráða þeim málum
bót. Safniö hefur af litlum efiium
veriöaö kaupa mynd og mynd, en
stjórnarmenn safnsins hafa mikið
veriö aö hugleiöa þaö aö undan-
förnu hvernig auka megi þessi
umsvif safnsins. I tilefni sjötiu
ára afmælis Ragnars I Smára
hafa Listasafniö og Alþýöusam-
bandið veriö aö láta stækka mikla
mynd eftir Sigurjón óiafsson,
sem kölluð hefurveriö Krian. Þaö
er aöal verkefni safnsins núna og
er þaö verk nú nær tilbúiö og ver-
ið er að finna þvi góöan staö.
Húsakynni og áform.
Hvernig verður aöstaöan meö
nýjum húsakynnum?
Safnið hefur veriö á miklum
flækingi gegnum árin, meöansér-
stök safnbygging fyrir safnið var
ekki tíl. Nú eru listaverkin komin
i sitt framtiöarhúsnæöi aö
Grensásvegi 16, og brátt mun
veröaráðist i að ljúka innrétting-
um, þannigaö rekstur geti hafist.
Húsnæöiö, sem teiknaö er af
Hrafnkatli Thorlacius, ætti aö
geta gagnast safninu vel til hvers
kyns menningarstarfsemi. öll að-
staöa safnsins björbreytist meö
tilkomu Listaskálans. Sýningar-
salirnir eru rúmgóöir, listaverka-
geymsla er á safnhæöinni og
kaffistofa er i tengslum viö sýn-
ingarsalina.þannig aö öll aöstaöa
verður hér góö.
Hvaöa hugmyndir eru uppi um
starfsemi, er nýja húsnæöiö verö-
ur tekiö I gagniö?
Þaö veröur fyrst með tílkomu
þessa húsnæöis aö grundvöllur
veröur fyrir starfsemi Lista-
safnsins. Hugmyndir um starf-
semi erubýsna margar og háleit-
ar margar hverjar, og framund-
an er mikiö og spennandi verk aö
vinna aö undirbúningi sýningar.
Stefnt er aö lengri og skemmri
myndlistarsýningum, en auk þess
er gert ráö fyrir annarri menn-
ingarstarfsemi hér, svo sem
tónlist, leiklist.fræðslusýningum
o.fl. Hvernig starfsemin veröur
skipulögð nákvæmlega er enn
ekki aö fullu ákveöib, t.d. hvort
safnið hafi forgöngu um alla hluti,
sem hér veröa geröir eöa hvernig
staðið veröur að þessum híutum.
Þaöhlýtur að sjá&sögöu að veröa
höfuðmarkmiö safnsins aö vinna i
sem bestu samstarfi við lista-
menn á hverjum tima, þannig að
hægt veröi aö byggja hér upp iif-
andi menningarmiðstöð, sem
aldrei yröi hægt án tilstyrks
þeirra. Safniö veröur svo áfram
hugsað sem hreyfanlegt safn, far-
andsýningar út um landiö, á
vinnustaöi o.s.frv. Auk þess eru
margar hugmyndir á lofti um
starfsemi utan safnsins. Þaösem
stendur okkur aöallega fyrir þrif-
um er peningaleysið, en það sem
auðveldar alla vinnu hér og
leyfir huganum aö bregöa á leik
er, aö stjórnirnar eru brennandi
af áhuga fyrir framgangi safnsins
og mikiö er unnið á tiöum stjórn-
arfundum og gefur þaö manni
fullt leyfi til bjartsýni á framtiö
safnsins.
Er listasafniö aöili aö Lista-
hátlö? /
Safninu hefur borist bréf um
þátttöku frá framkvæmdastjórn
Listahátiöar og hefur þetta veriö
rætt i stjórn safnsins. Engar end-
anlegar ákvaröanir hafa þó verið
teknar um, hvernig safniö yröi
aðili hátiöarinnar, en mér finnst
sjálfsagt aö safniö veröi meö og
reyni aö gera einhverja góöa
hluti.
Sólarlag á hafi eftir Jóhannes Kjarval.
Frá Sauöárkróki eftir Sigurö Sigurösson.
Málverk
eftir Karl Kvaran.
Laugardagur 19. mal 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
Frumsýning
h]á Leikfélagi Reykjavíkur
Rökrætt viö hina lögfróöu
Hvað hefur heilbrigðiskerfiö um málið aö segja
A morgui^sunnudag, frumsýnir
Leikfélagiö leikrit eftir Brian
Clarksem nefnist ,,Er þetta ekki
mittllf?”. Þetta verk hefur þegar
ýtt af staö umræðum, enda fjallar
þaö um efni sem mörgum er hug-
stætt — llknardráp.
Aö undanförnu hefur mjög ver-
ið um þaö f jallaö hvort réttlætan-
legtgeti veriö aö hjálpa þvi fólki
til aö deyja, sem er svo iila haldið
af sjúkdómum aö þaö hvorki vill
né getur lengur lifaö. Eru þá upp
vaktar margar spurningar —
heimspekilegar, trúarlegar, fé-
lagslegar. Hver á aö taka ákvörð-
un um liknarmorö? er kannski
fyrst spurt —ogþá er meöal ann-
ars átt viö tilvik eins og þau aö
sjúkt fólk er meövitundarlaust
eða svo gott sem og veröur ekki
spurt hvorki um þessa hluti né
aðra.
Þaö mál sem lýst er I leikriti
Brians Clarks er með nokkrum
öörum hættí vaxið. Þaðfjallar um
lamaðan mann sem berst fyrir
rétti sínum til aö fá aö deyja.
Spurt er aö þvi, hvort sá sem vill
deyja eigi tilkall til aö honum sé
hjálpaötil þess. Svipaö var uppi á
teningnum i sæmilega þekktri
kvikmynd sem hér gekk ekki alls
fyrir löngu og hét „Þeir skjóta
hesta — er ekki svo?”. Hún segir
frá ungri stúlku sem lifið hefur
leikiö grátt, og þegar hún hefur I
kreppuogörbirgð lagt það á sig aö
taka þátt i fáránlegum margra
sólarhringa maraþondansi til að
krækja sér i peningaverölaun og
kemst aö þvi að einnig á þessum
undarlega vettvangi á aö svikja
hana og pretta — þá biöur hún
dansfélaga sinn að skjóta sig.
Semhann gerir.Ibáöum tilvikum
er um aö ræöa einskonar sjálfs-
morö — meö aöstoö annarra.
Þó svo aö margir muni aö sjálf-
sögöu veröa til þess aö gera mik-
inn greinarmun á þeim, sem vill
kveöja heiminn þótt ungur sé og
hraustur blátt áfram vegna þess
aö honum hefur flest mistekist og
ástandiö i samfélaginu er honum
andsnúiö, og svo Kenneth þeim
Harrison i leikriti Clarks sem er
lamaöur og á sér ekki bata von.
Maria Kristjánsdóttír leikstýrir
verkinu i' Iönó, Jón Þórisson gerir
leikmynd og Messiana Tómas-
dóttír leikbúninga. Þýöandi er
Silja Aöalsteinsdóttir. Hjalti
Rögnvaldsson fer meö hlutverk
Kenneths Harrisons, en þau Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir, Lilja
Guörún Þorvaldsdóttir, Harald
G. Haralds, Valgeröur Dan, Jón
Sigurbjörnsson, Asdis Skúla-
dóttir, Sigurður Karlsson, Kjart-
an Ragnarsson, Karl Guömunds-
son, Jón Hjartarson, Guömundur
Pálsson og Steindór Hjörleifsson
fara meö hlutverk lögfræöinga,
lækna, dómara, hjúkrunarmanna
og félagsráðgjafa; það er ber-
sýnilega lögö áhersla á aö hafa
meö I leiknum fulltrúa sem
flestra þeirra hópa og viðhorfa
sem I reynd þurfa að taka yfir-
vegaða afstööu til þess sem sumir
kalla h'knarmoröenaðrir frelsitil
aö deyja.
Magnús Kjartansson skrifar
hugleiðingu um efni leiksins i
leikskrá og fer hún hér á eftirj
Magnús Kjartansson:
Annaðhvort eða — bæði og
Eg hef aðeins lesið þetta
leikrit, og las þaö raunar ekki
sem sviösverk heldur skýrslu.
Atvikinhafa hagaö þvi svo að ég
hef komist 1 náin kynni viö þau
vandamál sem um er fjallað i
leikritinu, þó ekki sjálfur lent i
þeirri raun en kynnst mörgum
sem orbib hafa aö glima við
hana. Vandamálin eru jafn-
gömul mannkyninu sjálfu og
menn hafa freistaö þess aö
leysa þau með þvi aö búa sér til
kennisetningar. Þær sem oftast
er vitað til um þessar mundir á
Vesturlöndum og fiestir þykjast
aöhyllast eiga irætur i frönsku
byltingunni: frelsi jafnrétti,
bræðralag. Menn hafa reynt aö
framkvæma þessar hugsjónir
meö einstefnu, en horft fram hjá
þeirri meginstaðreynd aö aldrei
hafa veriö til og aldrei munu
veröa til á heimskringlunni
tveir menn öldungis eins, og þvi
eru jafnrétti og einstefna alger-
ar andstæöur, eins og sannast
hefur af fasisma stalinisma,
makkaröisma, tengsjaóping-
isma og kómeinisma, svo aö
örfá dæmi séu nefnd.
•
Sama máli gegnir um
heilbrigðisvlsindin. Sú kenning
hefur veriö rikjandi, aö
heilbrigöisstéttir megi og eigi
að beita þekkingu sinni án tillits
tilvilja þeirra sjúku,ogþaö hef-
ur einatt leitt til grimmdar-
verka, eins og þegar haldiö er
svokölluöu lifi, jafnvel árum
saman, I mönnum sem geta ekki
einu sinni beitt skynfærum sin-
um til þess að njóta hlýju
vandamanna og vina. Fatlaöur
maður meö eölilega heilastarf-
semi á aö njóta jafnréttis þegar
teknar eru ákvarðanir, eins þótt
hann veröi að klóast við lang-
lært fólk.
•
Raunar er þarna ekki um
neinar andstæöur aö ræöa.
Heilbrigðisstéttir geta veitt aö-
stoö, en aöeins hinn sjúki getur
þegib hana. Hann þiggur hana
þvi aðeins aö vilji komi til. Og
viljinn getur leitt til undursam-
legra ævintýra. En vilji er ekki
aöeins áskapaöur eiginleiki,
heldur einnig áunninn — þaö a-
unnt aö styrkja vilja fatlaöra
manna með opnu og jákvæöu
samfélagi sem geri fötluðum
kleift aö nýta þá hæfileika sem
þeir hafa á valdi sinu. Þvi miður
eru nútimaþjóöfélög aö heita
má lokuö enn; var ekki borgar-
stjórn Reykjavikur um daginn
aö gera samþykkt þess efiiis að
ekki skyldi framfylgt löghelg-
uöum réttindum fatlaös fólks til
vinnu? En ef þjóöfélögin opnast
ab fullu kemur valfrelsi sem
veitir viljanum svigrúm,
valkosturinn veröur ekki annað-
hvort/eöaheldur bæöi /og.Svo
aö vikiö sé einvörðungu að
viöfangsefni leikritsins, hafa
veriðfundnar upp vélar m.a. tíl
myndlistarsköpunar sem fatl-
aöir geta stjórnaö meö andar-
drætti sinum einum saman. Sá
timi þarf aö renna aö fatlaöir
geti tekiö undir meö skáldinu,
aö visu i' eilltiö annarri merk-
ingu, aö „loksins hefur sannast
á Lasarusi og mér / aö lifið —
þaö er sterkara en dauöinn.”
Þvi er vandamál þaö sem
leikritiöfjallarum i raun hvorki
heimspekilegt né trúfræöilegt,
heldur fyrst og fremst
framkvæmdaatriði; þaö er unnt
aö tryggja fötluðum mönnum
jafnrétti i' þjóðfélögum okkar
tima, ef ekki skortir vilja.
Leikritib er samiöþannig aö þab
er opið aö aftan; leikhúsgestir
sjá ekki aöeins og heyra hug-
myndir klæddar holdi takast á
og ágreining leiddan til lykta;
fólk hverfur frá sviðinu meö
hugann fullan áf spurningum
sem þaö veröur sjálft aö svara
um raunveruleg málalok. Miklu
skiptir aö sem fiestir geri sér
grein fyrir þeim umhugsunar-
efnum, þegar framundan er
alþjóöaár fatlaðra 1981; þaö ár
þarf aö mótast af miklupl^'
athöfnum en ekki einvörðungu
fögrum orðum eins og mér
virö'.st alþjóöaár barna 1979
ætla aö þróast hérlendis.