Þjóðviljinn - 19.05.1979, Síða 13
Laugardagur 19. mai 1979. ÞJóÐVILJlNN — SÍÐA 13
um helgina
t salnum sem kenndur er viö meistara Kjarval situr þessi myndarlega
valkyrja.
Afmœlissýmngunni að Kjarvals-
stöðum lýkur um helgina
Afmælissýningu Myndlista- og
Handiðaskóla íslands lýkur að
Kjarvalsstöðum um helgina. A
sýningunni kennir margra grasa,
allar deildir skólans sýna vinnu
nemenda og I anddyri hússins er
minningarsýning um Kurt Zier
sem lengi var skólastjóri MHl.
Sýningin er opin frá kl. 2 — 10
laugardag og sunnudag.
tir Tófuskinninu
Sýning Listdansskólans
Nú um helgina verður hin ár-
lega nemendasýning Listdans-
skóla Þjóðleikhússins, þar sem
milli 70 og 80 nemendur skólans
sýna dansa, sem skólastjórinn,
Ingibjörg Björnsdóttir hefur
samið og æft. Er um að ræða tvo
balletta: Dagdraum Jóhönnu við
tónlist eftir Albanoz og Dægra-
styttingu við tónlist Iberts. Þá
mun tslenski dansflokkurinn og
nemendur skólans dansa hinn
vinsæla leikdans Tófuskinnið,
sem finnski danshöfundurinn
MarjoKuusela samdi fyrir Þjóð-
leikhúsið eftir smásögu Guð-
mundar Hagalin . Sem fyrr seg-
ir er það Ingibjörg Björnsdóttir,
sem á veg og vanda af nemenda-
sýningunni en sýningarnar verða
á laugardag og sunnudag klukkan
I5báöa dagana.
Bænadagur á morgun
Beðið fyrir „andlega og trú-
arlega vannærðum” börnum
Hinn almenni bænadagur
islensku þjóökirkjunnar er á
morgun, 20. mai og hefur biskup
tslands aö vanda valiö deginum
sérstaktbænarefni. Vill hann, aö I
tilefni barnaársins veröi viö guðs-
þjónustur prédikaö og beöið fyrir
kristnu UPPELDI BARNA A ÍS-
LANDI.
I ávarpi vegna dagsins ræðir
hann um „andlega vannærð
börn” sem foreldrarnir gefi sér
ekki tima til að vera með, og um
„trúarlega vannærð börn” i land-
inu, sem ekki fái svalað þeirri
trúarþörf, sem hverju barni sé i
brjóst borin.
—vh
Svissnesk
mánudagsmynd
Hér á landi hefur litið boriö
á svissneskri kvikmynda-
gerð. Þó eiga Svisslendingar
nokkra góða kvikmynda-
gerðarmenn sem eru hægt og
bitandi að byggja upp kvik-
myndagerö i heimalandi
sinu. úr þessum hópi eru
þeir Claude Goretta og Alain
Tanner liklega þekktastir en
þeir hafa kynnt land og þjóö
mikið með myndum sinum.
Háskólabió hefur nú fengið
til sýningar mynd eftir Alain
Tanner sem ber heitið
MIÐJA HEIMSINS (Le
Milieu du Monde) frá 1974 og
mun sýna hana sem mánu-
dagsmynd næstu 3 mánu-
daga.
MIÐJA HEIMSINS fjallar
um samband tveggja ein-
taklinga i svissneskum smá-
bæ, sem stóð aðeins i 112
daga. Hún er af itölsku bergi
brotin og vinnur á litlu kaffi-
húsi en hann er framagjarn
verkfræðingur sem er að
þreifa fyrir sér á vettvangi
stjórnmálanna. Fljótlega
koma i ljós andstæö lifsviö-
horf þeirra sem mótast af
ólikum bakgrunni svo þau
fjarlægjast hvort annað
smátt og smátt. Bak við
þennan einfalda söguþráð
leynast svo stjórnmála og
sálarfræðilegir þættir sem
Tanner meðhöndlar af miklu
öryggi.
Alain Tanner er fæddur i
desember 1929 og verður þvi
fimmtugur á þessu ári.
Hann gerði sina fyrstu mynd
1957 i Bretlandi i samvinnu
viö landa sinn Claude
Goretta en áður hafði Tanner
þvælst viöa um heim. Arið
1962 sneri hann alfariö til
Sviss og hefur starfaö þar
siðan. Hann á að baki 7
myndir af fullri lengd en
þekktastar þeirra eru La
Salamandre sem hann gerði
1971 (og var sýnd sem mánu-
dagsmynd 1975), Le Retour
D’ Afrique (1973) og Jonas,
Qui Aura 25 Ans en L’ An 2000
(1976). Þá er ótalin nýjasta
mynd hans sem ber heitið
Messidor en hún var frum-
sýnd á kvikmyndahátiöinni i
Berlin sl. febrúar við mikið
lof gagnrýnenda. Þess má
einnig geta að Haskólabió
hefur fest kaup á annarri
svissneskri mynd en þaö er
verölaunamyndin Knipp-
lingastúlkan (La Den-
telliere) sem Claude Goretta
leikstýrir.
Bandarísk
listakona
1 Gallerl Suöurgötu 7
stendur yfir sýning banda-
risku listakonunnar Mary
Beth Edelson.
Hún sýnir þar ljósmyndir
af helgiathöfnum og myndir
af samstarfskonum sinum
viö heldur óvenjulegar að-
stæður. Sjón er sögu rikari.
Sýningin er opin frá kl. 2 — 10
um helgina.
Mary Beth Edelson viö eitt
verka sinna
Dagur hestsins
á Melavellinum
A sunnudaginn verður „dagur
hestsins” á Melavellinum. Þar
verða sýndir flestir bestu gæð-
ingar landsins i atriðum sem
aldrei áður hafa veriö á hesta-
mótum hér á landi. Sýningin
hefst kl. 2 og verður endurtekin
kl. 4.30.
Rögnvaldur Sigurjónsson planóleikari
Rögnvaldur Sigurjónsson
með tónleika í Mosfellssveit
Rögnvaldur Sigurjónsson
planóleikari heldur tónleika aö
Hlégaröi I Mosfellssveit kl. 15:00 I
dag.
A efnisskránni eru verk eftir
Mozart, Beethoven, Schumann,
Debussy og Chopin. Það er Tón-
listarfélag Mosfellssveitar sem
gengst fyrir tónleikunum og er
öllum heimill aðgangur.
Listiðnaðar-
sýningu að
ljúka í
Norræna
húsinu
Nú um helgina lýkur i Norræna
húsinu sýningu á dönskum list-
iðnaöi. Hún veröur opin frá kl. 2 —
10 laugardag og sunnudag.
Glervasi á sýningunni I Norræna
Húsinu
Umboðsmaður
óskast i Garðabæ til afleysinga i sumar i 1
til 2 mánuði.
Upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans i
sima 81333.
DIOÐVIUINN
Auglýsið í
Þjóðviljanum
DIÚÐVIUINN