Þjóðviljinn - 19.05.1979, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1979, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. mal 1979. í stuttu máli CitroSn Visa, ný 4ra manna bifreib. Nýr frá Citroén Glóbus h.f. i Reykjavik bauO nýlega biaðamönnum til kynningar á nýrri gerO bifreiOar, er fyrirtækiO hyggst hefja innfiutning á. BifreiOin sem hlotiO hefur heitiO Citroen Visa, er búin tveggja strokka mjög spar- neytinni véi, og er ætluö fyrir þrjá farþega auk ökumanns. A sama tima var kynnt ný gerö, í GS flokki bfla frá Citroen og heitir hún GSpeci- al. Til kynningar á þessum nýju bifreiðum, hyggst Glóbus h.f. bjóða almenningi aö reynslu-aka þeim og fá þátttakendur happdrættis- miða að launum. Vinningur mun veröa ferð fyrir tvo til Parisar. Til að auka þjónustu sina við vipskiptavini, er fyr- irtækið að reisa verkstæöi og þjónustumiðstöö að Lág- múla. Þar mun verða á ein- um stað viðgerða- og vara- hlutaþjónusta. Þ.ó. Sparisjóður Hafnarfjarðar: Afkoman er góð Aðalfundur Sparisjóðs Hafnarfjarðar var haldinn nýlega. Afkoman var góö á siðasta ári og segir i frétta-. tilkynningu frá fundinum aö viöskiptamönnum fari fjölg-. andi. Staðan gegn Seöla- bankanum er góö, heildar- velta sjóðsins jókst um 60% og innistæðuaukning varö einn miljarður eða 46,5%. Mest aukning varö á vaxta- aukainniánum sem tæplega tvöfölduðust. Formaður sparis jóðsstjórnar er Matthias A. Mathiesen alþingismaður. Mjólkurfélag Reykjavíkur: Mótmælir ným reglugerð „Fulltrúaráðsfundur Mjólkurfélags Reykjavikur haldinn i Reykjavfk 5. mai 1979 mótmælir reglugerð um framkvæmd laga frá 6. april 1979 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um framleiðslu- ráð landbúnaöarins, verð- skráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaöarvörum ofl., eins og hún liggur fyrir i dag. Fundurinn leggur áherslu á, að ekki verði þrengt. að innlendum kjarnfóðuriönaði, sem nú á I harðri samkeppni við innfluttar erlendar fóöur- blöndur.” Samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um bifreiðatryggingar: Hlutur Revkvíkinga verði réttlátari en nú er Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag var samþykkt með 15 samhljóöa atkvæð- um að beina þeim ein- dregnu tilmælum til heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra að hlutur Reyk- víkinga í ábyrgðartrygg- ingum bifreiða verði rétt- látari þegar iðgjöld verða ákveðin fyrir næsta ár. Landinu er nú skipt í þrjú áhættusvæði, og eru mis- munandi há iðgjöld í sam- ræmi við það. Grundvöllur þessara áhættusvæða var ákveðinn fyrir um 10 ár- um, en nú hefur tjónaf jöldi aukist tiltölulega mikið úti á landsbyggðinni og stend- ur því yfir endurskoðun á grundvellinum. Viö ákvörðun iögjalda fyrir 1979 var hinum fyrra mismun haldið, og þurfa t.d. ibúar Reykjavikur- svæöisins og Reykjaness að borga 97.200 kr. fyrir litla bila, Ibúar Akureyrar, Arnessýslu og fleiri svæða 66.000 kr., en aðrir aðeins 48.200. Fyrir stóra fólksbtla þurfa Reykvlkingar aöborga 134.400, en lægstu iðgjöldin úti á landi eru 68.300 kr. Munar þvi helmingi. Tillaga um að jafna þennan mun kom fyrir borgarstjórn frá Sjálfstæðismönnum, en var sam- þykkt með breytingartillögu frá Guðrúnu Helgadóttur sem fram var komin vegna þess að Sjálf- Nýr leík- skóli á Akranesi A sunnudaginn verður nýr leik- skóli tekinn formlega i notkun á Akranesi. Hann verður til sýnis almenningi frá kl. 3-7. Fyrst um sinn starfar aðeins önnur deildin, 17 börn veröa fyrir hádegi og 20 eftir hádegi. 1 júli er áætlað að hin deildin taki til starfa, einnig fyrir 37 börn. A Akranesi er starfandi dag- heimili og leikskóli, auk gæslu- valla. —ká stæðismönnum var ókunnugt um aögeröir tryggingaráðherra I þessum efnum. Tillagan eins og hún var að lok- um samþykkt hljóðar svo: ,,Um margra ára bil hefur veriö mikill munur eftir lands- hlutum á iðgjaldatöxtum, sem gilt hafa um ábyrgðartryggingar bifreiða. Langdýrast hefur verið aö tryggja bifreiðar i Reykjavik og nágrenni og hafa iðgjöld verið allt að tvöfalt dýrari i Reykjavik en viða úti um land. Hefur hér verið um mikla mismunun eftir búsetu að ræða. Vitað er aö heil- brigöis- og tryggingaráðherra hefur nú falið Tryggingaeftirliti rikisins að gera tillögur i samráði við samstarfsnefnd bifreiða- tryggingafélaganna um breyting- ar á álagningu ábyrgðartrygg- ingaiögjalda fyrir næsta ár. Borgarstjórn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ráðherra að það verk standist áætlun svo að hlutur Reykvikinga i ábyrgðar- tryggingum bifreiöa verði réttlát- ari.” — GFr Franzisca Gunnarsdóttir afhenti Ragnari Arnalds menntamálaráðherra gjafabréf I Arnastofnun i gær (Ljósm.:eik). ERFINGJAR GUNNARS GUNNARSSONAR: | Gáfu Arnastofnun hand- i rit og bœkur skáldsins I i ■ I ■ I m I ■ L i gær, 18. mai, hefði Gunnar Gunnarsson skáld orðið niræður og afhentu erfingjar hans þá Stofnun Arna Magnússonar við hátiðlega athöfn bækur hans, bréf, skjöl og annað sem til- heyröi lifsstarfi hans og Franziscu konu hans. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra tók við gjöflnni. Það var Franzisca Gunnars- dóttir, sonardóttir þeirra hjóna, sem afhenti gjöfina, og sagði hún að islenska þjóðin heföi átt hug afa sins og ömmu og þvi hefði erfingjunum fundist þetta tilheyra þjóðinni, en Stofn- un Arna Magnússonar vera öðrum stofnunum fremur imynd Islenskrar menningar. Olafur Halldórsson handrita- fræöingur sagöi nokkur orö við þetta tilefni og tilkynnti m.a. að hugmyndin væri að koma upp sérstakri Gunnarsstofu I Arna- stofnun þar sem nú er sýningar- salur. Þar yrði vinnustaöur fyrir erlenda og innienda fræði- menn og yrðu þeir látnir ganga fyrir sem ynnu að rannsóknum á verkum Gunnars. —GFr Deildartungumáliö: Reykdælir niótmæla eignarnámi 131 íbúi í Reykholtsdals- hreppi mótmælir eignar- námi á Deildartunguhver, sem þeir telja ágætustu eign sveitarfélagsins, og krefjast leigunáms í stað- inn. Mótmæli þeirra eru svo orðuð: Við undirritaðir Ibúar i Reyk- holtsdalshreppi mótmælum harö- lega fram komnu lagafrumvarpi á Alþingi um eignarnám á Deild- artunguhver, ásamt spildu úr landi jarðarinnar Deildartungu, til afhendingar „Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar” (HAB) Teljum við óþolandi gerræði af hálfu rikisvaldsins, aö taka með valdboöi langverömætustu eign sveitarfélagsins og afhenda öör- um sveitarfélögum til eignar og umráöa um alla framtið. Þó Reykhoitsdalshreppur og ibúar hans hafi ekki enn sem komið er aöstöðu til aö notfæra sér þessa eign til fulls, þá teljum viö fráleitt aö aöstandendur „Hitaveitu Akraness og Borgar- fjaröar” hafi I krafti fjármagns, fjölmennis, og með tilstyrk rikis- valds, siðferðilegan né lagalegan rétt til að svæla undir sig eign, sem tilheyrir Reykholtsdals- hreppi og getur, þegar fram liöa stundir orðið undirstaða atvinnu- lifs og lifsafkomu i uppsveitum héraösins og stöövað flótta ungs fólks á mölina. Lágmarkskrafa okkar er, að i stað eignarnáms komi leigunám til 25-30 ára á ákveönu vatns- magni, en ráðstöfunarréttur sé jafnan I hendi sveitarstjórnar Reykholtsdalshrepps. Skorum við þvi á rikisstjórn og Alþingi aö draga þetta frumvarp til baka, eða breyta þvi á þann veg að hreppsbúar megi viö una, og neyöist ekki til að verja hendur sinar aö hætti Mývetninga. Islandsmeistarakeppni i Hárgreidslu og hárskurði A sunnudaginn verður þriðja tslandsmeistarakeppnin i hár- greiðslu og hárskuröi i Laugar- dalshöll, og veröa keppendur 50 talsins viös vegar af landinu. Meistarar og sveinar i hár- greiðslu keppa i g^agreiðsiu, tlskugreiöslu i framurstefnustil og klippingu og blæstri. Meist- arar og sveinar i hárskurði keppa I frjálsri greiöslu á út- dregnu módeli, klippingu og blæstri, en nemar i hárskurði i frjálsri tiskugreíðslu á eigin módeli. Dómarar verða Elsa Haralds- dóttir, Lovfea Jónsdóttir, Lýður Sörlason, Vagn Bojesen og Norðmennirnir ToreNörvold og Kurt Sörensen. Kynnir verður Magnús Axelsson. Keppnin hefst kl. 11.30 og stendur til kl. 19. AÖgangseyrir er 1500 kr. fyrir fullorðna, en 800 kr. fyrir börn. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.