Þjóðviljinn - 20.05.1979, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979.
UOÐVIUINN
Málgagn sóslalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
btgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harðardóttir
úmsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóðsson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéðinsson
Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson
Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guðjón
Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guðmundsson. tþróttafréttamaður:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaður: Sigurður G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvörður: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guðmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bllstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóðir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guðmundsson.
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavfk, slml 8 13 U.
Prentun: Blaðaprent hf.
Frjálshyggja
gegn lýðræði
• Eins og blaðalesendur hafa allir tekið eftir, hefur
drjúgur hópur yngri Sjálfstæðismanna haft uppi undan-
farna mánuði heilmikinn áróður fyrir því sem þeir vilja
kalla frjálshyggju. Kjarni þess boðskapar er sá, að lög-
mál markaðsins skuli ráða sem allra mestu um
stjórnsýslu og samskipti manna og að allt það sem truf I-
ar þessi lög sé háskaleg skipulagshyggja sem muni leiða
til alræðis í einhverri mynd — eins þótt afskipti af mark-
aðslögmálum séu til komin af einlægum vilja til að rétta
hlut þeirra sem verr eru settir í samfélagi.
• I þessu áróðursdæmi er lögð mikil áhersla á það, að
hvenær sem áhrif markaðslögmála eru skert sé frelsið
og lýðræðið i hættu. Aðferðin er þá venjulega sú, að
benda á fáránleg eða herfileg dæmi úr miðstýrðum
rikissósialisma eða þá vísa til alþekktra dæma um seina-
gang og skriffinnsku í okkar eigin ríkiskerfi og spila á
eðlilega andúð hvers meðalþegns á þeim sem hann verð-
ur að gjalda skatt. Á hinn bóginn er dregin upp glæst
mynd af hinni frjálsu samkeppni, sem er að sönnu
hvergi til, en muni tryggja mönnum gnægtir og lága
prísa. Þegar á það er minnt, að frjáls samkeppni er um
leið hörð og grimm og dæmir f lesta til að tapa, þá er vís-
að til þess að kristið siðgæði muni leysa þau mál með
góðgerðarstarfsemi samfélagsins við þá sem allra verst
fara út úr ævigöngu um frumskóga peningafrelsisins.
• Boðberar þeirrar nýju frjálshyggju sem svo er nefnd
eru hér heima ekki eins hreinskilnir og skoðanabræður
þeirra og lærifeður í nálægum löndum. Þeir skrifa ekki
heil rit til þess að„kveða niður þann höfuðfordóm að rík-
ið gegni því hlutverki að hafa áhrif á skiptingu auðs"
eins og Keith Joseph, einn helsti áhrifamaður nýrrar
íhaldsstjórnar í Bretlandi, sem telur viðleitni til aukins
jaf naðar siðferðilega og hagf ræðilega ranga enda sé það
frumskylda hvers manns við samfélagið „að gæta eigin
hagsmuna". Þeir kvarta ekki yfir því eins og þeir
auðjöfrar og stjórnmálamenn sem ráða mestu um mál
Alþjóðabankans og Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins, að
menntamenn og f jölmiðlar séu svo f rekir til gagnrýni og
upplýsingasöfnunar, að þjóðfélaginu — eða með öðrum
orðum kapítalismanum — stafi bráð hætta af.
• Þeir ganga heldur ekki eins langt i hreinskilnu svarta-
gallsrausi og Hayek, einn helsti hugmyndasmiður hinnar
nýju hægrisveiflu. En hann er sjálfum sér samkvæmur
og hugsar sem svo:tf Ef markaðslögmálin ráða og ríkis-
vald og þing takmarka umsvif sín sem mest við að setja
leikreglur fyrir viðskipti á markaði og aðhafast sem
allra minnst þar fyrir utan — verða þá ekki stjórnmál og
pólitískar hreyfingar óþarfar? Stjórnmálamenn og
f lokkar þeirra eru háðir stuðningi hópa, sem vilja að þeir
trufli áhrif markaðarins í sína þágu, og þar með er þró-
unin til hins skelfilega sósíalisma hafin!"Undir þennan
leka vill einn helsti dýrlingur frjálshyggjunnar nú setja
með því að láta roskið fólk velja einskonar öldungaráð til
f immtán ára og á ráð þetta að haf a hemil á hef ðbundinni
stjórnmálastarfsemi.
• Það má víða grípa niður og ber allt að sama brunni.
Undir fána f rjálshyggjunnar er unnið að því að takmarka
með ýmsum hætti áhrif þeirra lýðræðislegu réttinda sem
við iýði eru og láta í staðinn koma forsjá þeirra sem með
f jármagn fara og yfir framleiðslu og viðskiptum ráða.
Almennur atkvæðisréttur á að víkja fyrir atkvæðisrétti
hlutafjár sem áhrifavaldur í þjóðfélaginu. Það á að
draga tennurnar úr gagnrýni og upplýsingasöfnun í
nafni virðingar fyrir forystumönnum. Undir
sauðagæru frelsishjalsins glottir úlfur í vígahug.
—áb.
Úr almanakinu
Þegar farið var að taka niður
komu hlaupandi börnin sem
voru að leika sér á Klambra-
túninu og spurðu: — Hvenær
verður næsta sýning? Kemur
hún ekki bráðum?
Þarna hafði nefnilega tekist
það sem þrátt fyrir sifellda
mötun fjölmiðla, skólakerfis og
skemmtanaiðnaðar — eða
kannski einmitt vegna hennar —
er orðiðsvo erfitt og sjaldgæft:
að vekja áhuga.
Ég er auðvitaö að tala um
sýninguna á Kjarvalsstöðum,
Listahátið barnanna. Sýningu
ársins, súksess ársins, gott ef
ekki bara atburö ársins, þe.
barnaársins, þvi mjög er mér til
efs, að nokkurt annaö framlag
til þess hér á landi verði betra
eða árangursrikara og örugg-
lega ekkert eins skemmtilegt.
Allar ræður og erindi, öll þessi
orð, hvernig börn séu og eigi að
vera, hvað eigi að gera fyrir
þau, hvernig eigi að hegða sér
viö þau, hvernig aö ala þau upp
og forða frá spillingu heimsins, -
— öll þessi vandamál... Hver er
ekki að fá sig fullsaddan?
Svo koma börnin alltíeinu
fram sjálf og sýna: Svona erum
við. Svona gerum við. Svona er
umhverfi okkar. Um þetta erum
viö aö hugsa.
Og þetta sýndu Reykjavikur-
börnin virkilega á Kjarvals-
stöðum. Ekki fór á milli mála,
að hér voru borgarbörn á ferð —
að visu enn meðrætur i islenskri
sveitamenningu, en þau tengsl
hafa greinilega minnkað, þarna
eru áhorfendur með rómantiskt
innrætt viðhorf til sveitastarf-
anna. Mun raunsærri virtist
mér afstaðan til sjávarút-
vegsins og annarra atvinnu-
greina sem i þéttbýlinu dafna.
Mest kom mér á óvart hve
hugarheir\'r barnanna hefúr
breyst, bara tam. siöan min
eigin eldri börn voru litil, svo ég
tah nú ekki um siðan ég sjálf
var krakki. Breytingin er fyrst
og fremst aö þvi leyti, hve sjón-
deildarhringurinn hefur vikkað
og er oröinn alþjóðlegur. Hér
voru ekki aðeins islensk borgar-
börn, hér voru heimsborgarar
að sýna. Og sér vel meðvituð um
aö vera hluti af þessum stóra —
og tiðum andstyggilega —
heimi, þar sem hungur, rán-
yrkja og manndráp eru daglegt
brauð, en lika vinátta og
væntumþykja sem tengir
böndin yfir landamæri og milli
heimsálfa og gefur vonir.
Þrátt fyrir alvöruna, alþjóða-
hyggjuna og greinilegar
áhyggjur af eyðileggingu
umhverfisins rikti barnsleg ein-
lægni og gleði yfir þvi fagra,
einfalda og góða. Blóm og bros-
andi börn, geislandi sól yfir
fjöllum, byggð og sjó eru alltaf
jafn vinsæl mótif og þrátt fyrir
tilkomu horskra hetja úr teikni-
seriu- og sjónvarpsheiminum
standa þeir Gunnar, Grettir og
Skarphéðinn enn fyrir sinu, að
ógleymdum álfum, tröllum og
jólasveinunum. Engum skal
blandast hugur um að þessi
börn eru islensk, en þessir nýju
Islendingar eru ekki lengur ein-
angraðir eyjaskeggjar, þeir eru
ekki siður jarðarbúar.
mm.
Hvenær
verður
næsta
hátíð?
Ekki get ég látið undir höfuð
leggjeist að gefa kennurunum
sina plúsa. Mikið óskaplega
hlýtur teiknikennsla að hafa
breystá undanförnum árum, og
heitir fagið reyndar orðiö
myndið, aö mér skilst. Þrátt
fyrir stækkaöan sjóndeildar-
hring núna, áttum við þó okkar
hugarheim lika á sinum tima og
okkar áhyggjur og drauma. En
mikið held ég aö hafi verið
langtfrá aö tækist að laöa hann
fram í myndtúlkun. Það voru
ekki nema einstaka krakkar,
sérstaklega handlagin og list-
feng, að taliö var, sem eitthvað
gátu. Og jafnvel þeim var beint
inná ákveðna hefðbundna braut,
sem að visu tókst ekki alltaf
sem betur fer, svo viö, eigum
samt marga góða listamenn. —
Við hin teiknuöum bara fyrir-
myndir eftir skipun — og oftast
án áhuga, svo ekki sé minnst á
sköpunargleði. Og þótt ekki
muni allir hinir ungu skapendur
á Kjarvalsstöðum leggja fyrir
sig myndlistina sem lifsstarf fer
ekki hjá að þeir verði i framtið-
inni betur færir um að meðtaka
og túlka myndmálið og skynja
fegurö mikúlar myndlistar. Viö
erum orðin rikari þjóðað þessu
leyti. Hafi kennarastéttin þökk
fyrir.
Sérstakar þakkir ber þeim
hópi sem vann að þessari
sýningu og kynnti okkur menn-
ingu barnanna. Það er rétt
aðeins hægt að láta sig gruna
það gifurlega starf sem þar
liggur aö baki. Fyrir utan þá
hugkvæmni sem gerði þennan
atburð að þvi sem hann varö:
Reglulegri alþýöuhátið þar sem
allir kættust og fundu eitthvaö
við sitt hæfi i hvaða aldursflokki
sem var. Börnin skemmtu sér i
starfi og leik — nóg voru
viðfangsefnin. Og þeir eldri við
að skoða og kynnast öllu þessu
nýja, nú og hittast og tala
saman um undrið. Enda var
fullt útúr dyrum alla sýningar-
dagana. Það var svo gaman!
Þessvegna þótti mér lika
leiðinlegt að frétta hve litils
þetta framtak virtist i raun
metið af borgaryfirvöldum. Það
voru að visu haldnar ræður og
fræðsluráð lét bóka þakkir i
fundargerð, en umbun var
akkúrat engin. Sjálfsagt voru
kennararnir á sinum föstu
launum, en hvorki það auka-
starf sem þeir hljóta aö hafa
lagtá sig iskólunum til aökoma
upp þessari sýnrngu og dag-
skránum á henni né beina starf-
ið kringum sýninguna sjálfa, þe.
viö að koma henni upp, taka
hana niður og vera gæslufólk
var launað. Þau fengu ekki einu
sinni kaffisopa fritt meðan á
þessu stóð.
Það gaf sýningunni vissan blæ
og var óneitanlega kostur, að
ekkert kostaöi inná hana, en ég
held að ósekju hefði mátt láta
fullorðna greiða einhvern
aðgangseyri. Ég hef heyrt að
kostnaður við sýninguna hafi
orðið 3-4 miljónir króna, sem er
áreiðanlega ódýrasta alþýðu-
hátið sem haldin hefur verið, og
stöö þó á hálfa aðra viku, en
byggðist lika á þvi, að allir utan
ráðins framkvæmdastjóra til
þriggja mánaða lögðu fram sinn
skerf ókeypis. Til samanburðar
hef ég heyrt nefrida 10 miljóna
fjárveitingu til 17. júní sem
alltof litla og nánast ekki hægt
að gera neitt við.
Þegar sýningunni lauk (alltof
snemma) og taka þurfti hana
niöur fyrir vissan tíma var
beðið um það sérstaklega að
hún fengi að standa einum degi
lengur, svo hægt væri að slá
tvær flugur i einu höggi, sýna
hana 300 útlendum sál-
fræðingum oghalda boð i húsinu
fyrir þá um leið. Þetta kostaði
aðstandendur næturvinnu —
ólaunaöa einsog annað — við að
taka niður, þvi eftir sem áður
þurfti aö skila húsinu á réttum
tima. Sjálfsagt hefur ekki veriö
hugsað úti það. Hitt er óskiljan-
legra, aö fyrst farið var að sýna
þessa sýningu sálfræðingunum,
sem voru hér sérstaklega til að
ræða um börn á barnaárinu,
skyldi þeim ekki jafnframt gefið
tækifæri til að tala við þá sem aö
hennistóðu. En nei! Þá var ekki
aö finna i boðinu. Ekki einu
sinni framkvæmdastjórann né
framkvæmdastjóra hússins.
Svona þykir mér nú ansi
mikill óþarfa púkaháttur.
Fleira mætti til tina. En best
að láta vera til aö skyggja ekki á
björtu hliðina. Og svo tek ég
undir með börnunum: Hvenær
verður næsta sýning?
—vh
Vilborg Harðardóttir skrifar: