Þjóðviljinn - 20.05.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979.
Haukur Helgason skrífar
STJÓRNMÁL Á
SUNNUDEGI
Lýðræðisflokkarnir
þrír og kommúnistar
Alltaf finnst mér i meira lagi
hjákátlegt þegar talað er annars-
vegar um lýöræðisflokkana þrjá
og hinsvegar um kommúnista.
Þeir sem flika þessum orðum
gera það jafnan með sérstökum
hætti. Minna einna helst á leikara
sem hafa þaö hlutverk að undir-
strika hinar miklu andstæður i is-
lenskri stjórnmálabaráttu.
Annarsvegar hina einu sönnu lýö-
ræðisflokka sem berjist fyrir
hverskonar lýðréttindum — og
hinsvegar kommúnistana sem
séu byltingarsinnar og vilji koma
á einræði fámennrar kliku. Orðin
eru sögð með miklum alvöru-
þunga og sannfæri ngarkrafti,
sumir ræðumanna veröa jat'nvel
hátíðlegir.
Þá er gaman að vera áheyrandi
og áhorfandi ef leikurinn fer fram
i sjónvarpinu. En eins og þar
stendur: öllu gamni fylgir nokk-
ur alvara.
Gunnar Thoroddsen, Sighvatur
Björgvinsson og hinn mikli
máttarstólpi Framsóknar, Alfreö
Þorsteinsson, og raunar nokkrir
fleiri fengu nú á dögunum gullið
tækifæri til þess að taka sér i
munn þessi tilgreindu orð. Það
var þegar 30 ár voru liðin frá þvi
aö meirihluti Alþingis illu heilli
tók þá ákvörðun að Island skyldi
gerast aðili aö NATO.
Þremenningarnir héldu á máli
sinu á hefðbundinn leikrænan
hátt. Belgdu sig út og sögðu meö
miklum þunga: Þegar aöild Is-
lands að NATO var samþykkt
urðu lýðræðisflokkarnir bjarg-
vættir hins islenska þjóðfélags,
þeir tryggðu öryggi þjóðarinnar
gegn ásælni Sovietrikjanna, hins-
vegar stóðu kommúnistar sem
óðir vildu stofna til byltingar i
landinu enda eru þeir handbendi
Rússa og ganga þeirra erinda.
(Innan sviga má reyndar geta
þess að það voru ekki bara
„kommúnistar” sem greiddu at-
kvæði gegn aðildinni að NATO. I
hópinn með þeim slóust Páll
Zóphaniasson frá Framsókn og
þeir Hannibal Valdimarsson og
Gylfi Þ. Gislason, en formaður
Framsóknar, Hermann Jónasson
og Skúli Guðmundsson sátu hjá I
atkvæðagreiöslunni. I tilefni af 30
ára afmæli aðildarinnar báðust
þeir Hannibal og Gylfi opinber-
lega afsökunar á athæfi sinu og
hafa þeir væntanlega fengið af-
lausn hjá viðkomandi aðilum.)
Aður en lengra er farið er rétt
aö staldra við og huga litillega að
raunverulegu innihaldi þessara
vigorða þremenninganna.
Lýðræðisflokkur. Hugtakið er
nokkuð afstætt, en i sinni einföld-
ustu mynd er það sá flokkur sem
vill láta meirihlutann ráða yfir
minnihlutanum ef um skoðana-
skipti er að ræða, enda hafi allir
kjósendur jafnan og óskoraöan
kosningarétt, jafnt konur sem
karlar, jafnt þeir sem vel eru i
stakkinn búnir efnalega og hinir
sem litið hafa til hnifs og skeiöar.
Fullyröing þremenninganna
um að Sjálfstæðisflokkurinn,
Framsóknarflokkurinn og
Alþýöuflokkurinn séu hinir sönnu
lýöræðisflokkar er aðeins þeirra
eigin orð. Margur er sá sem geld-
ur varhuga við þessari fullyrð-
ingu — vill heldur láta verk flokk-
anna I gegn um árin tala.
Þaö er einmitt það sem grein-
arhöfundur ætlar að gera. Hann
vill rifja upp söguna en verður
sakir rúmleysis að stikla aðeins á
örfáum verkum flokkanna, ein-
mitt þeim verkum sem eru sér-
staklega einkennandi fyrir af-
stöðu þeirra til lýðræðis.
Byrjum fyrst á Alþýöuflokkn-
um. Sem kunnugt er voru I upp-
hafi skipulagsleg tengsl á milli
Alþýðuflokksins og Alþýöusam-
bands tslands. Þegar róttækari
öflum innan Alþýðuflokksins tók
að vaxa fiskur um hrygg, er liða
tók á þriðja tug aldarinnar, urðu
erjur miklar innan flokksins og
lauk svo að vinstri sinnarnir voru
hraktir úr flokknum og stofnuðu
þeir þá Kommúnistaflokkinn.
Hægri foringjar Alþýðuflokksins
gerðu sér þá lítið fyrir og ákváðu
upp á eindæmi (1930) að ekki
mætti kjósa aðra en meðlimi Al-
þýöuflokksins sem fulltrúa á þing
Alþýðusambandsins. Sjálfstæðis-
menn, framsóknarmenn og
kommúnistar voru gjörsamlega
útilokaöir frá setu á þingum Al-
þýðusambandsins.
Þessu einræöi flokksins yfir
Alþýöusambandinu hélt hann I
heilan áratug eða til ársins 1940
en þá sameinuöust sóslalistar
(„kommúnistarnir”) og sjálf-
stæðismenn um að brjóta þaö nið-
ur. Aöur en skipulagsbreytingin
komst til framkvæmda gafst þó
forystu flokksins tóm til að kjósa
sjálfa sig til stjórnunar á sam-
bandinu næstu tvö árin og héldu
þeir því einokunaraðstöðunni til
1942 eða samfleytt I 12 ár.
Þessa mætti Sighvatur Björg-
vinsson gjarnan minnast þegar
hann er að útmála fyrir þjóðinni
hversu mikill lýðræðisflokkur
Alþýðuflokkurinn er.
Besta dæmið um Iýðræðis-
hneigð Framsóknar er sú afstaða
sem hún um áratugaskeið tók til
breytinga á kjördæmaskipan
landsins.
Ollum er kunnugt umað hér áð-
ur fyrr var kjördæmaskipunin
ákaflega ranglátog er það raunar
enn I dag. Margoft komu fram á
Alþingi tillögur um breytingar til
bóta, breytingar sem allar hnigu I
átt til meira lýðræðis. Alla tlð
baröist Framsókn heiftarlega
gegn þessum tillögum, hún vildi
rlghalda I hina gömlu úreltu kjör-
dæmaskipun. Astæðan var auð-
vitað sú að betrumbætt kjör-
dæmaskipun þýddi fækkun I þing-
mannaliði hennar.
Nú er ljóst að einn af hornstein-
um raunverulegs lýöræðis er ein-
mitt að öll atkvæði séu jafnþung á
metunum. A móti slíku jafnræði
baröist Framsókn með klóm og
kjafti. Það situr þvi ekki á Alfreð
Þorsteinssyni að segja Framsókn
vera merkisbera lýðræðis hér á
landi.
A árinu 1956 mynduðu Alþýðu-
flokkurinn og Framsókn með sér
svokallað hræðslubandalag.
Samkomulagið flokkanna I milli
fólst i þvi að I fámennum sveita-
, kjördæmum skyldu Alþýðu-
flokksmenn kjósa Framsókn, en
framsóknarmenn áttu hinsvegar
að veita Alþýöuflokknum braut-
argengi I kaupstööum landsins.
Forystumönnum þessara
flokka var fyllilega ljóst aö þeir
myndu aldrei fá I sinn hlut meiri-
hluta kjósenda, en þeir gerðu sér
vonir um á fá meirihluta á
Alþingi, sem sagt fá meirihluta á
Alþingi fyrir atbeina minnihluta
kjósenda.
Þessi leikur á skákboröi stjórn-
málanna bar ekki tilætlaöan
árangur en hurð skall nærri hæl-
um. Samtals fengu flokkarnir
þriðjung atkvæða (33.9%),en þeir
fengu kosna 25 þingmenn af 52
sem þá sátu á Alþingi, skorti að-
eins 2 þingmenn til þess að fá
hreinan meirihluta.
Svona samkrull flokka var ekki
og er ekki óþekkt fyrirbrigði —
hvorki hér á landi né annarsstað-
ar —, en flokkar sem beita sllkum
bellibrögöum eiga ekki að telja
sig vera hina sérlegu fulltrúa lýð-
ræðis, þeir eiga ekki að leggja
mikla áherslu á lýðræöisást slna.
Um Sjálfstæðisflokkinn er það
fyrst að ségja að þar er yfirdreps-
skapurinn hvað mestur þegar
hann skreytir sig með nafninu
lýöræðisflokkur. Sjálfstæðis-
um mótun og framkvæmd á póli-
tiskri stefnu sem tekin er hverju
sinni —hvort sem hann er I rlkis-
stjórn eða er I stjórnarandstöðu.
Hér að ofan var talað um aðra
af tveim meginstéttum þjóðfé-
lagsins. Verkalýður og sjómenn,
bændur og hinir almennu laun-
þegar mynda sameiginlega hina
meginstéttina og sú stétt hefur
lika slna hagsmuni en þeir eru
andstæðir hagsmunum valda-
stéttarinnar. A milli þessara
meginstétta stendur barátta —
stéttarbaráttan. Þvi er það að
slagorð Sjálfstæðisflokksins:
Stétt með stétt eru hrein öfug-
mæli, þau eru rökleysa.
Sjálfstæðisflokkurinn og und-
sem I raun hafa haft völdin allt
frá þvl að nútima þjóöarbúskap-
ur var tekinn upp hér á landi.
Hér á ég við þá sem ráða yfir
fjármagninu, atvinnutækjunum,
versluninni og ennfremur á ég við
meginþorrann af hinum voldugu
ihaldssömu embættismönnum
landsins.
Þetta sem nú er sagt þarfnast
nokkurrar skýringar. Þessir aðil-
ar þurfa ekki að vera og eru ekki
allir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, en frá póiitisku sjónar-
miöi séö þá mynda þeir til sam-
ans eina heild, aðra af tveim
meginstéttum þjóöfélagsins. Þeir
hafa sameiginlegra hagsmuna aö
gæta og flokkurinn stendur vörð
um þessa hagsmuni.
Ihaldsflokkurinn/Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur lengst allra
flokka setið i ríkisstjórn landsins
og um hálfrar aldar skeið var
flokkurinn einráður i Reykja-
vikurborg. Þessa aðstöðu I rikis-
stjórn og borgarstjórn hefur
flokkurinn hagnýtt sér til hins
ýtrasta I öllum embættaveiting-
um. Mér er tjáð að 48 yfirmenn I
um þaðbil 50 starfsdeildum borg-
arinnar séu flokksbundnir sjálf-
stæðismenn. (Og svo talaði Morg-
unblaöið um daginn um siðlausa
pólitíska misnotkun valds þegar I
skrifstofustjórastöðu var ráðinn
maður sem viðurkenndur er fyrir
óvenju mikla starfshæfileika, en
hann var bara ekki eyrnamerktur
Sjálfstæðisflokknum).
Flestir embættismenn bæöi
rlkis og borgar eru æviráðnir en
stjórnmálamenn koma og fara.
Þessvegna ræður Sjálfstæðis-
flokkurinn alltaf mjög miklu bæði
valdhafanna gegn hagsmunum
hins vinnandi manns. Tökum
nokkur dæmi:
A árinu 1920 kom fyrst til um-
ræöu á Alþingi frumvarp um
ákveðinn hvildartlma háseta á
togurum landsmanna, en vinnu-
þrælkun þeirra hafði verið með
hinum mestu ósköpum sem
minnti einna helst á kaldrifjað
þrælahald. Þá sagði einn af þing-
mönnum Ihaldsflokksins: „Það
er alls ekki þörf á aö setja lög um
þetta efni”.
Mörg dæmi eru til úr þingsög-
unni um andstöðu Ihaldsflokks-
ins/Sjálfstæðisflokksins gegn
rýmkvuðum kosningarrétti, t.d.
til handa þeim sem „þegið höfðu
af sveit”. Flokkurinn var á sínum
tima andvigur þvi að kosninga-
réttur værilækkaður niður 121 ár.
Flokkurinn var I upphafi á móti
byggingu verkamannabústaða.
Þegarfrumvarpum það mál kom
fram á Alþingi árið 1929, en aðal-
flutningsmaður þess var Héðinn
Valdimarsson, sagði einn af
fremstu þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins: „Þó ég játi, að
hér I bæ sé búiö I þeim Ibúðum
sem ekki eru mannabústaöir....
er hitt vist, aö frumvarp þetta er
vitagagnslaust...niðurstaðan af
sllkri löggjöf (verður) almenn-
ingi til skaða.... ekki aðeins vita-
gagnslaus heldur beint skaölegt
og aðeins flutt til að sýnast...”.
Þá var flokkurinn andvigur al-
mennum tryggingum. Þegar
frumvarp um Alþýöutryggingar
var til umræðu á Alþingi árið 1930
sagði einn af fremstu talsmönn-
um flokksins: „Eitt af þeim mál-
um, sem sósialistar nota til
agitationa, eru tryggingarmálin.
Eftir því sem sósialistar eru
sterkari i löndunum eftir þvi er
meira um allskonar trygging-
ar.... allt (er) ... fjötrað og flækt I
eintómum tryggingum...... Tekíð
stórfé frá atvinnurekstrinum....
(ég) mun greiða atkvæði á móti
þessari tillögu...”.
Greinarhöfundi er bæþi ljúft og
skylt að taka fram að Sjálfstæðis-
flokkurinn breytti siðar um af-
stöðu sina til lýðréttinda og hefur
átt samleið með öörum flokkum
um að koma i framkvæmd ýms-
um umbótamálum. En ástæðan
fyrir þessari breytingu var fyrst
og fremst sú að eftir að Alþýðu-
samband Islands losnaði undan
helsi Alþýðuflokksins óx sam-
bandinu mjög ásmegin. Verka-
lýðssamtökin urðu æ sterkara afl
iþjóðfélaginu. öldin var öll önnur
og flokkur sem vildi verða fjölda-
flokkur varð — nauðugur eða vilj-
ugur — að taka tillit til hinna
breyttu aðstæðna.
En greinarhöfundur heldur þvi
til streitu aö flokkurinn sé ekki
lýðræðisflokkur og geti ekki verið
það sanikvæmt’ eðli sfnu. Þ’etta
hefur komið I ljós á undanförnum
árum — og þó einkum á slðustu
mánuðum.
Besta sönnunin fyrir þvl að
„lýðræðisflokkarnir þrlr” eru
ekki réttnefndir lýðræðisflokkar
er athæfiö ljóta 30. mars 1949,
þegar þeir samþykktu aö gera Is-
lendinga aðila að strlðsfélaginu
NATO. Þar brutu þeir blað I sögu
þjóðarinnar — og afleiðingar þess
eru ófyrirsjáanlegar. Enginn vafi
leikur á þvl að mikill meirihluti
þjóðarinnar var á móti aðildinni,
sbr. samþykktir sem aragrúi fé-
laga hvaðanæva af landinu gerðu
og sendu bæði Alþingi og rlkis-
stjórn. Flokkarnir þrír vissu þvl
vel um hug þjóðarinnar en skelltu
við skollfiyrum og fóru slnu fram
sem kunnugt er.
Fólkið I landinu vildi sjálft fá að
ráða eigin örlögum, þessvegna
fór það fram á að greiða atkvæði
um málið en það var hundsað svo
sem mest má verða. Fulltrúar
lýðræðisins voru einmitt
„kommúnistarnir” og þeir fáu
þingmenn sem voru sama sinnis.
Það fer ekki milli mála að þeg-
ar tlmar liða mun verða litið á at-
hæfi þrí-flokkanna sem einn
hörmulegasta atburðinn I sögu Is-
lendinga. Forystumenn flokk-
anna unnu sér til óhelgis, þeir (og
raunar síðar frammámenn VL-
hópsins) skráðu nöfn sln óafmá-
anlega I sögu þjóðarinnar og um
þau nöfn mun ekki standa neinn
dýrðarljómi.
Kommúnistar. Með þessu orði
eiga þremenningarnir við óþjóð-
legar flokk manna sem vilji
hrifsa til sin völdin i landinu með
byltingu.
Það er eins með orðið „bylting”
og orðið lýðræðisflokkur, hug-
takið er ákaflega afstætt og þar af
leiðandi teygjanlegt. A árunum
1640-1680 voru byltingar gerðar
I Bretlandi, I Frakklandi var eins
og allir vita gerð mikil bylting
árið 1789,1 Rússlandi keisaranna
var gerö bylting áriö 1917.1 öllum
þessum byltingum var miklu
blóði úthellt, höfuðin voru höggin
af konungunum I Bretlandi og
Frakklandi en I Rússlandi var
keisarinn skotinn.
Nú veit ég að dr. Gunnar Thor-
oddsen er sögufróöur maður, um
söguþekkingu hinna tvlmenning-
anna er mér ókunnugt. En sann-
færður er ég um að Gunnar telur
að byltingarnar bæði I Bretlandi
og Frakklandi hafi átt fullan rétt
á sér, veriö söguleg nauðsyn. 1
báöum tilvikunum var einræðis-
seggjum steypt af stóli. En þaö
var nákvæmlega hið sama og átti
sér staö I Rússlandi, þegar verka-
og bændalýður þar I landi tók
völdin I slnar hendur. I mínum
augum var byltingin rússneska
jafn söguleg nauðsyn og bylting-
arnar I Bretlandi og Frakklandi,
miðað við abstæðurnar eins og
þær voru I þessum þrem löndum.
Mér segir svo hugur að innst inni
sé dr. Gunnar mér sammála.
Framhald á bls. 22