Þjóðviljinn - 20.05.1979, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979.
Það er einn af þessum vetrarlegu vordögum, þegar
sumarið virðist eiga óraleið í land og borgin stynur i
uppgjöf undir grámuggunni. Laugardagsmorguninn
dregur enn betur fram þessa tilfinningu doða og að-
gerðarleysis: það er næstum enginn kominn á stjá og
kæruleysisleg kyrrð ríkir yfir Ármúlanum.
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson
Viö hittumst fyrir utan númer
sjö, þar sem sjónvarpiö hefur
lagt undir sig heljarmikiö hjól-
baröaverkstæöi og breytt þvi I
smiöaverkstæöi fyrir leikmynd-
ir. Ulla-Britt Söderlund minnir
einnig á búningsklæddan leik-
ara. Hún kemur gangandi út úr
regnýrunni I franskri axlakápu
eins og tiökuöust i upphafi ald-
arinnar. A höföinu barðastór,
svartur hattur. Hún hefur nær
ekkert breyst í öll þessi ár frá
þvi ég sá hana siöast. Augun eru
hvik, hrukkur láta hvergi á sér
bera á bústnu, kringlóttu andlit-
inu, sem hlýtt og breitt brosiö
getur eitt raskaö hlutföllunum I,
og þegar viö komum innfyrir og
hún hefur tekið hattinn ofan, sé
ég aö háriö er enn ljóst og sítt.
Ulla-Britt er hin sama og þegar
hún saumaöi búningana á leik-
ara Rauðu skikkjunnar á hand-
snúna saumavél noröur í Axar-
firöi fyrirhálfum öörum áratug.
Frægöin og uppheföin, búning-
arnir I Vesturförunum, Sulti og
Óskarsverölaunin fyrir Barry
Lyndon viröast ekki hafa gengiö
henni til höfuös: hún er jafn
blátt áfram, blið og lágmælt
sem áöur og ber meira aö segja
kennsl á þennan fyrrverandi aö-
stoöarsmiö leiktjalda, sem eitt
sinn voru reist noröur I Hljóöa-
klettum. Segir hún aö minnsta
kosti.
sagöi ég viö sjálfa mig: Fólkiö
notar ennþá gamlan heföbund-
inn klæðaburö, þaö hlýtur aö
vera mikiö til af gömlum fötum
sem nota má i Paradlsarheimt.
— 0 —
Ulla-Britt brosir meö öllu'
kisuandlitinu.
— Raunsæiö I Paradisar-
heimt er mjög sterkt. Til aö
endurskapa sem trúveröugasta
mynd frá þessum tlma hef ég
kynnt mér teikningar, ljós-
myndir og klæöalýsingar fyrri
aldar. Elsa Guöjónsson safn-
vöröur á Þjóöminjasafninu hef-
ur einnig verið mér mjög innan
handar. Og svo hef ég strikaö
undir hverja einustu setningu I
bók Laxness, þar sem minnst er
á föt og klæðaburö. Leiktjöldin,
sem Björn Björnsson gerir,
munu einnig byggjast mikiö á
gömlum ljósmyndum og lýsing-
um. Og sminkiö, þaö mun einnig
vera faröaö eftir gömlum ljós-
myndum. Þetta veröur hýper-
raunsæ kvikmynd, segir Ulla og
hlær.
— Biddu, ég skal sýna þér
nokkrar bækur sem ég hef unnið
eftir, segir hún og stendur á fæt-
ur. Skýstframfyrir og kemur aö
vörmu spori meö bókastafla.
Þar má sjá Turistruter paa Is-
land eftir Daniel Bruun, Sjó-
LITLI
RISINN
— 0 —
Við göngum inn I herbergi
sem viröist bráöabirgöaskrif-
stofa: fljóthönnuö skrifborö ná
nær til allra veggja, og þaö þarf
lægni til aö koma sér fyrir I stól-
unum.
Ég útskýri fyrir Ullu-Britt aö
ég ætli aö taka viö hana viðtal
og aö ég vinni hjá dagblaöi sem
berjist fyrir sósialisma.
— Já, segir hún og horfir á
mig meö skilningi og áhuga. Svo
ræöum viö ekki frekar um þaö.
Ulla-Britt Söderlund er sem
sagt komin aftur til Islands eftir
15ára „útlegö” og i þetta skipti
einnig I þeim erindagjöröum aö
reikna búninga fyrir stórkvik-
mynd: ræmuævintýri sem ls-
lendingar, Skandinavar og
Þjóöverjar leggja sameiginlega
krafta og fjármuni i: Paradls-
arheimt.
Ætlunin er aö nota sem mest
af gömlum ekta fötum, segir
Ulla og hallar undir flatt. Þess
vegna vonumst viö til þess að
tslendingar aöstoði okkur sem
allra mest og hafi samband viö
okkur ef þeir eiga eitthvaö af
gömlum flikum. Ég meina ekki
föt, sem voru móöins fyrir tutt-
ugu árum eöa svo, heldur klæöi I
kringum aldamótin. Og hluti:
gleraugu, hnappa , stlgvél, vett-
linga, I stuttu máli allt milli
himins og jarðar.
Ég man þegar viö geröum
„Vesturfarana” þá tókum viö
fyrstu senur myndarinnar I
Smálöndum I Sviþjóö. Allir
statistar voru úr nærliggjandi
þorpi, og viö báöum fólkiö aö
huga aö gömlum klæöum heima
hjá sér til aö fá sem mestan
raunsæisblæ á leikarana. Og viti
menn: þaö kom meö stórkostleg
föt! Ég þurfti ekki aö sauma eitt
einasta nálspor! Viö notuöum
hreinlega þessar raunverulegu,
gömlu fllkur.
Þessum atburöi skaut upp 1
huga mér þegar ég skrapp á
sýningu hjá Leikfélaginu I gær.
Þar sá ég nokkrar gamlar konur
i upphlut og á peysufötum. Þá
mannasögu Vilhjálms Þ. Glsla-
sonar og Reykjavlkurbók dr.
Jóns Helgasonar.
— Þetta veröa aö sjálfsögöu
ekki einungis almúgaföt, segir
Ulla-Britt. Embættismennirnir
voru klæddir eftir evrópskri
tisku þeirra tíma og skera sig
mjög út úr. Það getur einnig
oröiö vandamál aö láta ekki þá
búninga verða of fallega.
Skraddarasaumaðir búningar
verka oft óekta á kvikmyndum.
Veröa of finir, og stlfir.
Nema aö viö veröum heppin
og allt heila klabbiö rigni i tætl-
ur eins og I Rauöuskikkjunni,
skellir Ulla-Britt upp úr.
— 0 —
Ósjálfrátt erum viö farin aö
tala um amerlska leikstjórann
Stanley Kubrick og mynd hans
Barry Lyndon, sem færöi Ullu-
Britt óskarsverölaui fyrir bún-
ingagerð.
— Viö unnum á fullu I þrjá
mánuöi og rannsökuöum hvert
Ulla-Britt
Söderlund
búninga-
teiknari
tekin tali
einasta málverk sem haföi veriö
málaö á þessu timabili. Þaö var
gaman aö vinna með Kubrick:
hann krefst mikils, er aldrei
ánægöur, en einmitt þess vegna
nær hann góöum árangri.
Ryan O’Neill er hins vegar
leiöinlegur leikari og hefur enga
útgeislun, en hann passaði i
þetta hlutverk.
Þegar Kubrick sá Vesturfar-
ana á hann aö hafa sagt: „Þetta
er i fyrsta skipti sem ég sé föt I
kvikmynd I staö búninga.” Ég
veit ekki hvort þaö er satt, en
hann réöi mig alla vega sem
búningateiknara eftir aö hafá
séö Vesturfarana. Og búning-
ana I Barry Lyndon, sem allir
eru sögulegir, þurfti aö sjóöa,
þæfa og þvo, þannig aö þeir virt-
ust notaöir og eölilegir, en ekki
sem nýsaumaðir búningar.
En þaö er náttúrlega hægt aö
gera allan fjárann þegar maður
hefur kvartmiljón dollara undir
höndum. Vanalegar skandinav-
iskar myndir verja um 50 þús-
und dönskum krónum i bún-
ingagerö.
— Og Paradisarheimt?
— Þaö er trúnaöarmál. En ég
vinn innan ákveöins fjárhags-
ramma og miöa mlna vinnu viö
þaö. Mikiö byggist sem sagt á
aö ná gömlum fötum sem þegar
eru fyrir hendi, og þaö er alltaf
spennandi aö leita uppi gamla
muni og klæöi. Og Paradísar-
heimt er ekki leikbúningakvik-
mynd.
— 0 —
Nú birtist Arni Johnsen I dyr-
unum meö ljósmyndara á hæl-
unum. Eftir gagnkvæm bros,
handabandakveöju og snögga
upprifjun á fyrri staöreyndum,
berst taliö aftur aö kvikmynd-
um.
— Vesturfararnir var kvik-
mynd sem gerö var fyrir blóhús
en ekki sjónvarp. Þess vegna
var ég i vafa, þegar ég heyrði aö
ætti aö gera sjónvarpsmynd úr
kvikmyndinni. Sjónvarpsmiöill-
inn byggir nefnilega mun meira
á nærtökum, viö getum sagt aö
þetta sé miöill frá brjósti og
upp. En yfirfærslan lukkaöist.
Þetta geröi þaö aö verkum aö ég
stúderaöi sjónvarp mikiö og
hefur komiö aö góöum notum
viö búningageröina fyrir Para-
dlsarheimt, sem er fyrst og
fremst sjónvarpskvikmynd.
— Geriröu aðeins raunsæja
búninga?
— Nei, Guö minn góöur! Ulla-
Britt fer öll á iö af kátlnu einni
saman.
(Fátt veldur verri llöan
blaöamanns en þegar hann upp-
götvar aö hann hefur spurt
heimskulegrar spurningar.)
— Ég hef oft gert búninga
fyrir fantasiur, ævintýri og þar
fram eftir götunum. Einu sinni
gerðum viö kvikmynd eftir leik-
riti Holbergs. Sú mynd var tekin
upp I Brasilfu 1966 eftir handriti
Hernriks Stangerup. Þú getur
kallað þaö úrkynjaöan, borg-
aralegan fantasiustil.
Og nú hlær Ulla-Britt aftur og
eykur á vanlíöan undirritaös.
— Mér finnst bæöi raunsæis-
og fantasluformiö jafn spenn-
andi, segir Ulla-Britt hug-
hreystandi.
— Hvaö eru þetta margir
búningar? spyr Arni á hraö-
mæltri dönsku.
— Erfitt aö segja um, um þaö
bil 600 búningar, svarar Ulla-
Britt.
Og nú hefjast miklar umræö-
ur um tölur, áætlanir og prakt-
isk vandamál sem ávallt þykja
blaöamatur. Loks er Ulla-Britt
spurö aö þvl hvort hún vinni
ekki mikið.
— Frá þvl ég hætti I Rauöu
skikkjunni hef ég einu sinni tek-
iö mér fri meö fjölskyldunni,
segir Ulla-Britt og brosir eins og
ekkert væri eölilegra.
— 0 —
— Og eftir aö ég fékk óskars-
verðlaunin, — en sádan dum
lille ting — þá hef ég ekki fengið
friö.
— Segöu okkur frá Óskars-
verölaunaafhendingunni, segi
ég, og Arni kinkar kolli sam-
sinnis.
— Þetta gekk allt úr á auglýs-
ingu og sjónvarpsskemmtan,
segir Ulla-Britt og fær dreym-
inn og húmorlskan tón I augun.
—- Maöur fékk að vita meö
þriggja mánaöa fyrirvara að
nafn manns heföi veriö valiö i
undankeppninni. Siöan voru all-
ir þeir sem komu til greina kall-
aöir I sjónvarpsútsendinguna og
enginn fékk aö vita úrslitin fyrr
en á slðasta augnabliki, þegar
nafnseölarnir voru dregnir úr
umslögunum. Viö fengum aö
vlsu miöa þar sem á stóö: „Ef
þú veröur sigurvegari, þá vertu
rólegur. Ekki gráta, láttu ekki
liöa yfir þig, stattu rólega á fæt-
ur, hnjóttu ekki á leiðinni aö
sviöinu og taktu eölilega viö
styttunni.” Þetta var óhemju
fyndiö. En kannski ekki' jafn
skemmtileg tilhugsun, aö 250
miljónir horföu á sendinguna.
Svo var auglýsingum dembt inn
i sjónvarpsskemmtunina, sköp-
uö mikil spenna fyrir úthlutun-
ina og eftir, sýnd öll þau andlit
sem komu til greina og viöbrögö
þeirra sem sáu vonir slnar ræt-
ast eöa fara I súginn. Þaö var
gaman aö vera meö, og ég
hreifst svo sannarlega af þess-
um sirkus, sem er stjórnaö af
tæknilegri fullkomnun. Þetta er
alveg útspekúlerað fyrirbæri.
En ég lit á styttuna sem viöur-
kenningu fyrir mikla og erfiöa
vinnu.
Og ég trúi Ullu-Britt Söder-
lund.
— im
helgarviðtalið