Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
LISTIN
ER
VOPN
N.k. miðvikudagskvöld
verður sýnd i sjónvarpinu
breska kvikmyndin
Piscator og pólitísk leik-
list. Kvikmyndin, sem er
u.þ.b. 35 minútur að lengd,
var framleidd árið 1978
fyrir peninga úr sjóðum
breska listaráðsins (Arts
Council of Great Britain)
og eru höfundar hennar
tveir sjálfstæðir kvik-
myndagerðarmenn, Peter
Wieth og Don Macpherson.
Erwin Piscator er talinn vera
faöir hins „pólitiska leikhúss’ og
höfundur þess hugtaks. Bertolt
Brecht var lengi samstarfsmaöur
hans og sagöi m.a. um hann:
Piscator er án efa einn merkasti
leikhúsmaöur allra tlma.
Þessir tveir snillingar, Brecht
og Piscator, settu svip sinn á leik-
húslif Berllnar á árunum milli
heimsstyrjaldanna tveggja. Báö-
ir voru þeir marxistar og báöir
stofnuöu leikhús, Brecht viö
Schiffbauerdamm og Piscator viö
Nollendorfplatz, þar sem þeir
geröu heimsfrægar tilraunir meö
ný form, nýja tækni og nýtt inni-
hald. Brecht kallaöi sitt leikhús
„episkt” en Piscator vann aö
„pólitlsku leikhúsllfi” eins og fyrr
segir.
Fótbrotnir leikarar
I viötali sem birtist i Extra-
bladet I Kaupmannahöfn i mars
1934 segir Brecht frá starfi þeirra
félaga á árunum fyrir valdatöku
Hitlars: „Viö skrifuöum okkar
eigin texta... eöa klipptum sundur
aö vild annarra manna texta og
skeyttum þá saman á þann hátt
aö þeir uröu óþekkjanlegir. Viö
komum meö tónlist og kvikmynd-
ir inn I leikhúsiö og snerum öllu
viö, breyttum harmleik I gaman-
leik og öfugt. Viö létum persónur
okkar hefja söng á ólfklegustu
augnablikum. t stuttu máli sagt:
viö komum róti á hugmyndir
fólks um leikhús”.
Seinna I sama viðtali lýsir
Brecht tæknilegum erfiöleikum
sem fylgdu framkvæmd þessara
róttæku hugmynda. Leiksviös-
gólfin áttu þaö til að brotna undan
þunga þeirra vélrænu apparata
sem þeir fundu upp, og stundum
yfirgiæfðu vélarhíjóöin raddir
leikaranna. Piscator haföi lika
gaman af aö hlfa leikarana upp á
köðlum og láta þá siga niöur —
„stundum fótbrotnuöu þeir, en
viö sýndum þeim þolinmæöi” —
segir Brecht.
Hljómplötur og kvikmynd-
ir
Áhugi þeirra félaga á tækninýj-
ungum var timanna tákn. A þess-
um árum var trú á tækni og vis-
indi allsráðandi, menn sáu fram-
tiðina I björtu ljósi, og margir
góðir sóslalistar voru þeirrar
bjargföstu skoðunar aö tæknin
myndi leysa allan vanda. Pisca-
tor varö fyrstur til að nota hljóö-
upptökur i leikhúsi. 1 sýningu
hans á Rasputin eftir Alexei Tol-
stoj var t.d. atburöarrásin rofin
með þvi aö leikin var hljómplata
með rödd Lenins. Þetta sagöi
Brecht aö heföi verið rétt notkun
á tækninni: Piscator heföi ekki
veriöaö ,skapa stemmningu’ eöa
fá áhorfendur til aö gleyma aö
þeir væru I leikhúsi, heldur heföi
platan þvert á móti fengiö þá til
aö hrökkva viö. Notkun hans á
kvikmyndum gegndi svipuöu
hlutverki. Dæmi um þaö var upp-
færsla Piscators á leikriti eftir
Ernst Toller, Hoppla! Wir leben'.
(1927) þar sem sýndar voru tvær
filmur. önnur var hluti af for-
mála verksins og sýndi byltingar-
menn i fangelsi á strlðsárunum.
Einn fanganna missir vitiö. 1
seinni filmunni var sýnt þaö sem
var aö gerast i heiminum þau sjö
ár sem hann dvaldist á geö-
veikrahæli. Þannig er kvikmynd-
in notuð til aö leggja áherslu á
þjóöfélagslegan bakgrunn verks-
ins.
Listin er vopn
Piscator var ekki eins afkasta-
mikill kenningasmiöur og félagi
hans Brecht, en skrifaði þó eina
bók, sem nefnist „Pólitlskt leik-
hús” og hefur aö geyma leikhús-
kenningar hans. Eitt helsta motto
hans var: Listin er vopn. Þar átti
hann aö sjálfsögöu viö aö verka-
lýönum bæri að nota listina sem
vopn I stéttabaráttunni. Hitt er
svo annað mál, hvort Piscator
hafi tekist aö koma þessu vopni I
hendur verkalýösins. Landi hans
og samtimamaður, kvikmynda-
sagnfræöingurinn Siegfried Kra-
cauer segir á einum staö, aö yfir-
stéttafólk I Berlln hafi sótt leikhús
Piscators á þessum árum vegna
þessaö „þvi fannst gaman að láta
kommúnismannhræöa sig á meö-
an engin raunveruleg hætta staf-
aði af honum”.
En brátt kom aö þvi aö grund-
vellinum var kippt undan leik-
hússstarfsemi róttækra manna I
Piscator
og
pólitísk
leiklist
Þýskalandi. Eftir valdatöku Hitl-
ers var Brecht og Piscator ekki
lengur vært I Berlln. Piscator fór
til Moskvu og geröi þar m.a. eina
kvikmynd 1934, nefndist hún
Uppreisn fiskimannanna og var
byggö á skáldsögu eftir þýska rit-
höfundinn Onnu Seghers. Myndin
vakti athygli I Sovétrlkjunum
vegna þess aö hún sýndi á trú-
verðugan hátt lif fátæks fólks á
Vesturlöndum, og jafnframt þótti
byltingarboöskapur hennar allra
góöra gjalda veröur. Piscator
dvaldist þó ekki lengi I austur-
vegi, en hélt til Frakklands og
siöar til Bandarikjanna. Aö strlö-
inu loknu sneri hann aftur til
Þýskalands og áriö 1962 varð
hann leikhússtjóri Freie Volks-
buhne I V-Berlín. Hann lést áriö
1966.
Piscator og við
I myndinni sem sýnd veröur I
sjónvarpinu er lýst ferli Pisca-
tors allt frá fyrri heimsstyrjald-
arárunum til 1931. Höfundar
myndarinnar segjast þó ekki hafa
sett sér þaö markmiö aö sýna
fram á snilld Piscators, heldur
vilji þeir varpa kastljósi slnu á
„pólitiska leikhúsiö” og tengsl
þess viö tilraunakvikmyndir nú-
timans. Leikari túlkar Piscator,
og viö fáum aö sjá hann á göngu
um Lundúnaborg nútimans. Þeir
Wyeth og Macpherson segjast
hafa dregiö nokkurn lærdóm af
kenningum Piscators og vilja
sýna fram á gildi þeirra, sem nær
útfyrir þýskt leikhús á þriöja ára-
tugnum.
Ahugamenn um nýstárlegheit i
leikhúsi og kvikmyndum ættu þvi
ekki að láta sig vanta i sjónvarps-
stólana á miðvikudagskvöldiö.
ih
ÞEIR SEM HAFA PANTAÐ OG EKKI GREITT INNBORGUN ERU BEÐN-
IR AÐ GREIÐA, ANNARS VEROA SÆTIN SELD OÐRUM. MÖGULEIKI A
2JA VIKNA FERÐUM, 25. JÚNI, 2. JOLI, 16. JÚLÍ, 23. JÚLI EF BÖKAÐ ER
STRAX
ÖDVRAR ORLOFSFERÐIR, MEÐ GISTINGU, HÁLFU FÆÐI ÖLL
HERBERGI MEÐ BADl/STURTU, WC, SVÖLUM, ISSKAP SJÖNVARPI
VERÐ FRA KR. 180.000.- BÓKIÐ STRAX
HÆGT AÐ VELJA UM
Siðustu forvöð að tryggja sér
for I sumar ■ Brottför alla mánudaga
21. MAÍ UPPSELT
11. JÚNI 10 SÆTI LAUS
18. JÚNI 11 SÆTI LAUS
25. JÚNI GÓÐIR MÖGULEIKAR
2. JÚLI 17 SÆTI LAUS
9. JÚLÍ GÓÐIR MÖGULEIKAR
16. JÚLI GÓÐIR MöGULEIKAR
23. JÚLI 20 SÆTI LAUS
30. JÚLI BIÐLISTI
6. AGÚST BIÐLISTI
13. AGÚST UPPSELT EKKI TEKINN
BIÐLISTI
20. AGÚST BIÐLISTI
27. ÁGÚST BIÐLISTI
3. SEPT GOÐIR MÖGULEIKAR
17. SEPT GÓÐIR MöGULEIKAR
24. SEPT GÓÐIR MöGULEIKAR
SKODUNARFERÐIR TIL: ISTANBUL — AÞENU —
MOSKVU — LENINGRAD
OG GREIÐA EINA ÞEIRRA I (SLENSKUM PENINGUM HÉR HEIMA.
BROTTFÖR: NOVÍI School
3. JÚNI UPPSELT
24. JÚNÍ 2 SÆTI LAUS
15. JÚLI 1 SÆTI LAUST
5. ÁGÚST UPPSELT, BIÐLISTI
26. ÁGÚST UPPSELT, BIÐLISTI
17. SEPT GÓÐIR MöGULEIKAR
LÆRIÐ ENSKU í
ENGLANDI
12 SKÓLAR
Mánarferð 1000 ára afmœlisferð 18. júní
15 DAGAR MÖN — 1 VIKA LONDON
HALFT FÆÐI MÖN — MORGUNMATUR
LONDON
VERÐ — UM 250 ÞÚS. KR.
ÖRFA SÆTI LAUS
Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar hf.
Gnoðarvogi 44—46,104 Reykjavík.
Símar 29211 og 86255.