Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. jiinl 1979 WÓDVILJINN — SIÐA 9 nótt. Vi6 byggðum skýli úr segl- um á ströndinni og drógum þang- að föggur okkar og vistir úr skip- inu. Við fengum okkur i staupinu og prestur með, og varð hann kát- ur vel af og söng Marseilliasinn við raust. Daginn eftir kom vinnumaður og félagi okkar með 30-40 hesta og fluttu þeir okkur og föggur okkar yfir sandinn til byggða. Ekki man ég lengur nafnið á bænum þar sem okkur var komið fyrir, en hitt man ég að þetta var torfbær og að það góða fólk sem þarna bjó gekk úr rúmi fyrir okkur. Ekki veit ég hvar það svaf sjálft. Þarna vorum við i 10-12 daga meðan verið var að útvega hesta til Reykjavikurferðar og skipu- leggja gistingu á leiðinni. Tungutak hjartans Viö höfum liklega verið tvær vikur á leiöinni til Reykjavikur. Einu sinni sváfum við i kirkju. Við vorum nokkra daga i Vik — þar var okkur raðaö upp og fólkið i plássinu kom og valdi sér skips- brotsmann til gistingar. Kona ein kom þangað með dóttur sinni, og þær tóku hvor i sina ermi og Íeiddu mig burt. Ég var ungur þá, og félagar minir sendu glósur á eftir okkur I þá veru, að nú væri ég kominn i hann krappan og skyldi gæta min. Það væsti ekki um mig hjá þessum ágætu mæðgum. Þær létu mig sofa einan i herbergi og það hafði ekki komið fyrir mig áöur, þvi að þröngt var heima. Hjá þeim drakk ég minn fyrsta bolla af súkkulaði. Og þar eð þeim fannst ég stuttermaður gáfu þær mér jakka og vettlinga af synin- um i húsinu. Hvort nokkur kunni eitthvað i frönsku? Nei, það var mest litið. En við þurftum ekki orö. Viö gerðum okkur skiljanleg á tungu- máli hjartans. Það var enginn vandi. Við komum svo til Reykjavik- ur. Þetta var mikill strandvetur — alls voru um 75 franskir skips- brotsmenn þar sem biðu fars. og norska skipið Sterling fór með okkur til Leeds. Skotinn niður áE)jaha/i Næstu sumur tvö fór ég enn á íslandsmið. Svo byrjaði striðið. Ég var kvaddur i herinn, var fyrst sendur til Belgiu en siöan i flotann. Herskipið sem ég var á var skotið i kaf af austurriskum kafbáti árið 1916, það var skammt frá grisku eyjunni Korfú. Við vorum 250 á skipinu, þeirra á meöal nokkrir serbneskir liðsfor- ingjar. Ekki komust nema um 40 af. Ég var sólarhring að velkjast Þarna I Sevastopol gerðum viö sjóliðarnir uppreisn. Viöhöfðum fengiö nóg... i sjónum þar til franskt hjálpar- skip leitaöi okkur uppi. Það kom siglandi og ég leit upp og trúði ekki minum eigin augum. Var ég kominn til Islands aftur — eða hvað? Hjálparskipið var franskur togari, sem ég hafði oft rekist á á Islandsmiðum. Þetta var ekki i eina skiptið sem ég var minntur rækilega á íslandsævintýri min. Uppreisn í miöri byltingu Núnú. Þegar ég hafði jafnað mig eftir volkiö var ég settur á annað herskip og var þá orðinn stýrimaður. Viö vorum hafðir við Dardanellasund og vorum þar með öðrum i tundurduflaleik við tvö þýsk beitiskip. 1 nóvember 1918 var samið vopnahlé og skömmu eftir það sigldum við til Istanbul og ég hefi sjaldan orðið eins hrifinn og þegar ég sá sól risa yfir turna hennar og hvelfingar. En við vorum ekki sloppnir enn. Þaö var bylting i Rússlandi og rauöi herinn bolsévfkanna sótti fram suður á bóginn og til Krim- skaga. Við vorum sendir til Seva- stopol og áttum að taka þátt i aö hindra framsókn þeirra. Vorum viö látnir skjóta úr fallstykkjum okkar yfir borgina og gegn hinum rauðu sveitum i sókn og varð af þessu gnýr svo mikill að hver rúða brotnaði i borginni. Þeir tóku nú samt Sevastopol. Við vorum enn þar úti fyrir. Bolsarnir sendu litinn bát til okkar og vildu vopnahlé til að fólk gæti haldiö páska (þá hefur verið komið fram á vor 1919). Við höfðum ekkert á móti þvi. Fyrsta dag vopnahlés- ins notuðum við til að birgja okk- ur upp af kolum. Þarnæsta dag gerðum við uppreisn. Við höfðum fengið nóg. Striðiö i Evrópu var búiö og félagar okkar komnir heim og hversvegna ættum við að svamla um Svartahaf og plaffa á byltingarmenn? Skipunum var þá beint aftur suður i Bosfórus. Okk- ur var lofað að engin eftirmál yrðu, en það var ekki að öllu leyti efnt, og einhverjir úr flotadeild- inni lentu i fangelsi fyrir agabrot. Eftir mánuð vorum við enn á ný sendir norður til stranda Rússlands, við lágum þá skammt frá Odessu. Þaö var i Odessu að sjóliðar i franska flotanum gerðu beinlinis pólitiska uppreisn sem varð mjög fræg — þar voru með- al forsprakka þeir Tillon og Marty, sem siöar urðu þingmenn kommúnista, en voru reyndar báðir reknir úr flokki sinum áður en lauk. En við lentum ekki i þeim átökum. Jæja. Að lokum vorum við sendir til Smyrna og þar losnaði ég loksins úr hernum. Ennbjargar Islandmér Ég var svo á fragtskipum lengst af millistriösárin. Ég kvæntist árið 1931 kennslukonu og hún hjálpaöi mér til að komast i gegnum skipstjórnarskóla heima i Bretagne. Svo byrjaði seinna strlðið. Ég var orðinn 47 ára, en ég var samt kvaddur i herinn og var á tundurduflaslæð- ara. Þegar Þjóðverjar voru komnir að Ermarsundi og allt i upplausn lagði ég af stað heim, fótgangandi. En ég var handtek- inn og sendur til Þýskalands og var þar í búðum i FOrstenberg. Um þá vist gæti ég sagt ýmsar sögur, en mestu skiptir þó eitt at- vik. Franskættaður læknir hafði gefið mér vottorð um að það ætti að senda mig heim vegna heilsu- brests. Ég var samt ekki sendur með öðrum, heldur átti að endur- skoða þetta vottorð. En læknirinn sem skoðaði mig hafði lesið sög- una A lslandsmiðumeftir Loti, og þegar hann vissi að ég var einmitt frá Paimpol eins og persónur þeirrar bókar og sjálfur einn af tslandsfiskimönnum, þá spuröi hann einskis framar og sendi mig heim! Þú sérð að tsland er alltaf aö bjarga mér, bæöi fyrr og siðar.... r Yves Islendingur Nema hvað ég komst heim og fór að rækta minn garð og stússa við hænsni og kaninur. Þetta var bölvað striö og hefur eitrað hug- arfar allra okkar, það er ég viss um. En hvað um það — aldrei hætti ég að hugsa um tsland. Þar hafði ég fyrst kynnst útlendu fólki og komist að þvi aö „hinir” voru ekki villimenn. Þegar konan min fór á eftirlaun lærði hún esper- anto og fór svo að skrifast á við Is- lenska esperantista. Ég er með mynd af Paimpol eins og bærinn var I aldarbyrjun handa einum þeirra, Karli Sigurðssyni. Og svo er ég með aðra mynd stærri til borgarstjórnar Reykjavxkur frá borgarstjórninni okkar i Paim- pol. Og ég kem oft i skólana heima og segi börnunum frá tslandi. Þau vita heilmikið um ykkur, eöa svo finnst mtr... Þetta samtal fdr fram á þriðju- daginn var, en daginn eftir ætlaði Yves Le Roux austur á gamlar slóöir. Við fréttum i leiöinni, aö franskur höfundur væri nú að skrifa um ævi hans. Sú bók á að heita „Tonton Yves l’Islandais” en svo hefur Yves Islendingur verið kallaður heima hjá sér. AB Og enn bjargaði tsland mér: Þýski læknirinn sendi mig heim þegar hann heyrði að ég væri Pomplari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.