Þjóðviljinn - 02.06.1979, Síða 14

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. jiinl 1979 Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Ástgeirsdóttir Sólrún Gísladóttir aldrei kemur fyrir almennings- sjónir. Konur hættir mun meira til aö einangrast heima og slitna úr tengslum við það sem er að gerast. Gagnrýnin sem konur fá er lika kapituli út af fyrir sig. Það er allt of mikið mál til að fara út i hér, en ég hef það stundum á tilfinningunni að þessir gagn- rýnendur skilji alls ekki hvað sumar konur eru að fara i verkum sinum, enda kannski ekki von. Eg nefni sem dæmi að ein ágæt kona hélt sýningu i vetur. 1 gagnrýni um hana var hún stöðugt kölluð frúin, þarna var frúin aö sýna. Hvenær heldurðu að væri skrifað svona um karlmenn? Við viljum láta taka okkur alvarlega og svona tittlingaskitur fer i taugarnar á okkur. J: Svo að við vikjum aftur að sýningunni hvernig verður valið á hana? S.S. : Það á fyrst og fremst að gefa öllum kost á að vera með. Það verður ekki nein dómnefnd sem velur, heldur sendir hver og ein verk sitt. Sýningin á að dæma sig sjálf. Þarna er veriö að nota ungar stelpur á niðurlægjandi hátt til að auglýsa fyrirtæki. Austræn áhrif í listum Á siðustu Jafnréttissiðu birtist viðtal við fimm konur frá Iran sem eru heitttrúaðar og telja að sú trúarhreyfing sem nú ræður rikjum sé til góös eins. Engu að siþur er það staðreynd að konur i tran hafa mótmælt harðlega skerðingum á réttindum .sin- um og neita að bera svörtu blæjuna. En um leið og þessi harða barátta stendur yfir, taka tiskukóngar Evrópu upp á þvi að innleiða gegn- sæjar andlitsblæjur eða slör eins og fyrirbæriö er kallað. Heldur er það kaldhæðnis- legt að sjá þetta forna tákn halda innreiö sina i tisku- verslanir og-blöð, meðan konur i Austurlöndum berj- ast gegn þvi. Fjölmiðlar og jafnrétti Eins og við vitum er sam- starf Norðurlandanna mikið á ýmsum sviðum. Eitt og annað hefur verið gert I Jafnréttismálum, ráðstefnur og kannanir. Siðast liðið ár kom út skýrsla um „jafnrétti og fjölmiöla” sem unnin er i sameiningu af aðilum frá Norðurlöndunum. I skýrsl- unni er rakiö ástand fjöl- miðlanna útvarps, sjónvarps og blaða. Eins og vænta mátti kemur fram, að sú mynd sem birtist af konum er þessi gamla útslitna: móðir, kona, meyja, mella o.s.frv. Auk þess er könnuð hlutdeild kvenna i starfi við fjölmiðla og kemur fram að hún er mun minni en karla. Skýrslan er fróðleg aflestrar og i aðgengilegu formi.Jafn- réttisráð á þó nokkur eintök liggjandi hjá sér og er hægt að nálgast þau þar. Margar konur hafa getið sér gott orð á myndlistarsviðinu, en fleiri láta þó litið á sér bera. Þessi mynd er eftir Sigriði Gyðu frá *77. I vor kom upp sú hugmynd aö nota sumarið til að kynna list kvenna. Fulltrúar frá Gallerí Suðurgötu 7 komu að máli við Rauðsokkahreyfinguna og leituðu samstarfs. Var hugmyndinni vel tekið enda eru menningarvitar á hverju strái í þeirri ágætu hreyf- ingu. Þannig stóð á í Galleríinu að þar voru fyrirhugaðar tvær myndlistarsýningar, þeirra Mary Beth Edelson og Eddu Jónsdóttur. I framhaldi af þeim fannst Suðurgötumönnum tilvalið að halda áfram á braut kvennalistar. A næstunni eru fyrirhugaðir tveir liðir i þessari kynningu, samsýning myndlistarmanna i Ásmundarsal við Freyjugötu frá 9.-17. júni og dagskrá úr verkum Jakobfnu Sigurðar- dóttur sem flutt verður i Norræna Húsinu fimmtudaginn 7 júni. Jafnréttissiðan hringdi i Svölu Sigurleifsdóttur sem sér um undirbúning myndlistarsýning- arinnar ásamt Hjördisi Bergs- dóttur. J: Hvernig er þessi sýning hugsuð? S.S.: Við vitum ekki enn þá hversu margar konur verða með verk á sýningunni en þetta á ekki að vera nein yfirlits- sýning. Það á að gefa lista- konum tækifæri til að koma verkum sinnum á framfæri, svo að þær og aðrir sjái hvaö lista- konur eru að fást við. J: Eiga konur erfitl imeð að koma sér á framfæri? S.S.: Það er áberandi ef litið er yfir árganga Myndlista- og Handiöaskólans að margar þær konur sem hafa útákrifast eru týndar. Fár leggja út á lista- brautina eöa þá að þær vinna eitthvað heima hjá sér sem Kveðja til Maóista Lesendur Þjóöviljans minnast þess ef til vill að i haust birtust nokkrar dagskrárgreinar um kvennabaráttu. Þar áttust við maóistar og félagar úr Rausokkahreyfingunni. Síð- an hefur verið i hljótt um Rauðsokka, en blekið hefur flætt úr pennum maóista yfir siður Verkalýðsblaðsins. Þeir hafa margt miður íal- legtað segja um rauðsokkur, einkum forystuna sem sögð er full af „kvenrembu”, borgaraskap og handbendi Alþýðubandalagsins! Ekki verður gerð tilraun til aö svara þessu hér en Jafnrétt- issiðan sendir maóistum kveðju með eftirfarandi til- vitnun: „Það verður að halda uppi gagnrýni gegn öllum röngum hugmyndum, öllu eitruðu ill- gresi, ölium afturgöngum og ófreskjum. Aldrei má til þess koma, að þeim sé leyft að breiðast út hömlulaust. En gagnrýni verður að vera á fullum rökum reist, greinar- góð og sannfærandi, en ekki ruddaleg, skriffinnskuleg, háspekileg og kredduföst.” (Mao Tse Tung: Rauða kverið, bls. 20—21). Lofsöngur um móður- hlutverkið I siðasta sunnudagsblaði Þjóöviljans er aldeilis ágæt grein eftir Steinunni Jóhannesdóttur leikara. Þar bendir hún réttilega á að blessað barnaáriö sem átti að vera til að vekja athygli á kjörum barna, er aö snúast upp i allsherjar lofsöng um móðurhlutverkið og nauðsyn þess að konur haldi sig heima. Hvað haldið þiö að liggi þarna að baki nema Dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur WITHl Tiskukóngar Evrópu innleiöa „slör”, meöan konur I Austur- löndum berjast gegn slikum kúgunartáknum. hættan á atvinnnuleysi og krepputimum? Haldið þið að það sé velferð barnanna sem þeir góðu menn eru að hugsa um? „Ungfrú" þetta og hitt „Jafnréttinu miðar ekki spönn” segir i söngtexta á plötunni „Afram stelpur”. Það hvarflar að manni að öll sú umræöa og barátta sem háö hefur verið hér á landi hafi litlu breytt. Þaö sjáum viö á þvi hvernig fjallað er um konur og hvernig þær láta misnota sig i auglýs- ingaskyni. Hér á árunum var vakin athygli á þvi asnalega fyrirbæri sem feguröarsam- keppnir eru. Jafnréttissinn- ar voru og eru þeirrar skoð- unar að fólk eigi að meta eftir þvi sem það segir og gerir en ekki eftir brjósta- máli og löngum lærum. En — nú er hver „ungfrú- in” á fætur annarri kjörin. Það er ungfrú Otsýn, Holly- wood og næst er það Sunna. Næsta fim mtudagskvöld verður flutt dagskrá úr verkum Jakobinu Siguröardóttur I Norræna húsinu. Jakoblnu þarf vart að kynna fyrir lesendum Þjóöviljans svo oft hefur hún lagt blaöinu liö. Jakoblna er ein þekktasta skáldkona landsins °g l'ggí3 eftir hana mörg verk, skáldsögur, smásögur, barna- bækur, ljóð leikrit og greinar. Sennilega eru skáldsögur Jakobinu þekktastar, Dægur- visa, Snaran og Lifandi vatnið. Eitt er vist hún á sér marga aðdáendur. Við vinnslu dag- skrárinnar þurfti að hafa upp a Snörunni, en fornbókasalar sögðu: „Bækurnar hennar Jakobinu standa ekki við hér”. t verkum sinum fjallar Jakobina um venjulegt alþýðu- fólk, hún dregur fram stétta- skiptingu, lif i sveit og borg, ástina, samband móður og barna svo eitthvað sé nefnt. Framar öllu er hún þó pólitiskur höfundur. Hernámið og dvöl hersins er stekur þáttur i verk- um hennar. Hún fjallar einnig mikið um stöðu konunnar, móðurimyndina, hlutverka- skiptingu og afstöðuleysi kvenna, sem láta mennina sina hugsa fyrir sig og firra sig þannig allri ábyrgð. 1 siðustu skáldsögu sinni Lifandi vatninu er það borgar- samfélagið, firringin frá vinnu og fólki sem er henni hugleikið. Jakobina Siguröardóttir. Hún bendir á að mannleg sam- skipti stefna i óefni. Þá má nefna sögu hennar um þær Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilriði Kotungsdóttur sem er sjálf Islandssagan i ævintýra- formi. Þar eru raktar hörmungar Snæbjartar og barna hennar sem búa i eyrik- inu góða sem ýmis ill öfl sækjast eftir. I dagskránni á fimmtudaginn verður lesið og leikið úr sögum hennar og ljóðum og einnig verða frumflutt lög við kvæði Jakobinu. Það eru ýmsir góðkunnir flytjendur sem koma fram,leik- arar og leikmenn, en ekki er að efa að hlutstendur fá innsýn i baráttu Jakobinu gegn hervaldi og auðvaldi og fyrir jafnrétti kvenna og karla. Jakobínuvaka Dagskrá úr verkum Jakobinu Sigurðar- dóttur verður flutt i Norræna húsinu fimmtudagskvöldið7. júnikl. 20.30. Lesið, leikið og sungið. Rauösokkahreyfingin Kynning á kvennalist II Kyiming á kvennalist I Myndlistarkonur sýna í Ásmundarsal i-ORÐ í BELG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.