Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júnl 1979
Samkeppni
um merki fyrir Grindavíkurkaupstað
Bæjarstjórn Grindavikurkaupstaðar
hefur ákveðið að efna til samkeppni um
merki fyrir kaupstaðinn.
Keppninni er hagað samkvæmt
samkeppnisreglum FiT og er opin öllum
áhugamönnum og atvinnumönnum
Tillögum sé skilað i stærðinni A4 (21x29,7
sm) og merkið sjálft skal vera 12 sm á
hæð.
Tillögum bera að skila til Eiriks Alexand-
erssonar bæjarstjóra, bæjarskrifstofun-
um, Vikurbraut42. Grindavik, fyrir 1. okt.
1979. Á póstsendum tillögum gildir
póststimpill siðasta skiladags. Sérhver til-
laga verður að vera nafnlaus, en greini-
lega merkt kjörorði. í lokuðu, ógagnsæju
umslagi, sem einnig er merkt kjörorði
skulu fylgja fullkomnar upplýsingar um
nafn, heimilisfang og aldur teiknara.
Veitt verða tvenn verðlaun.
Fyrstu verðlaun kr. 500 þúsund.
önnur verðlaun kr. 250 þúsund.
Greitt verður siðan fyrir teiknivinnu
vegna frágangs merkisins.
Dómnefnd skipa: Bogi Hallgrimsson og
Eirikur Alexandersson tilnefndir af
bæjarstjórn Grindavikur. Friðrika Geirs-
dóttir og Lárus Blöndal tilnefnd af FIT.
Oddamaður er Stefán Jónsson arkitekt.
Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður
og ritari nefndar, Guðlaugur Þorvaldsson,
Skaftahlið 20, Reykjavik, simi 15983.
Stefnt verður að þvi að ljúka mati og birta
niðurstöðu dómnefndar 15. nóv. 1979. Um
leið verður tilkynnt um sýningarstað og
sýningartima tillagnanna.
Bæjarstjórn Grindavikur áskilur sér rétt
til að velja eða hafna hvaða tillögu sem er,
án tillits til verðlaunaveitinga.
Umferðarfræösla
5 og 6 ára barna í Hafnarfirði
og Kjósarsýslu
Lögreglan og umferðarráð og umferðar-
nefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og
6 ára börn.
Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar,
klukkustund i hvort skipti. Sýnd verða
brúðuleikhús og kvikmynd og auk þess fá
þau verkefnaspjöld.
5. og6. júni. kl. 09.30 kl. 11,00
Öll börn i Garðabæ
i Flataskóla 6ára 5 ára
Mýrarhúsaskóli Varmárskóli kl. 14,00 kl. 16,00
7. og8. júni kl. 09.30 kl. 11,00
Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum
stöðum á sama tima.
Foreldrar, geymið auglýsinguna.
Lögreglan i Hafnarfirði og
Kjósarsýslu og Umferðarráð.
Orkustofnun
óskar eftir að taka á leigu nokkrar
jeppabifreiðar, þar á meðal tvo
frambyggða rússajeppa.
Upplýsingar i sima 28828 kl. 9—10 næstu
tvo daga.
Sumarkeppnir luifnar...
Bakkafullur lækur
Þaö er liklega aö bera I
bakkafullan lækinn, aö minnast
á landsliösmál rétt einu sinni
(leiöinlegur bridgenáungi, þessi
ólafur), en (þetta eilifa en..) ég
get samt ekki stillt mig um, aö
minnast á þessi blessuö lands-
liösmál. Hverjir eru i landsliöi,
og hvernig hefur veriö staöiö aö
æfingum, hver er fyrirliöi, hve-
nær veröur fariö, og allt annaö
er tengist þessum málum.
Veröur sent út liö i yngri flokki i
sumar, og ef af þvi veröur,
hvernig veröur þá staöiö aö vali
þess? A aö senda tvö liö þangaö
eöa þrjú eöa ekkert? Hvernig
væri aö fá svör viö þessum
spurningum? Á aö ljúka firma-
keppni Bridgesambandsins?
Eöa er Þórarinn einnig tslands-
meistari þar?
Bikarkeppni sveita er hafin
(aö manni er tjáö). Hvaö marg-
ar sveitir eru meö i þeirri
keppni? Hvenær á aö draga i
henni? Ha, er búiö aö þvi?
Svör óskast.
Halla og Jchann
sigruðu glæsilega
Þá er Parakeppni kvenfélags-
ins lokiö. Halla Bergþórsdóttir
og Jóhann Jónsson báru sigur úr
býtum, eftir haröa keppni viö
þau Kristjönu og Guöjón.
Skor Höllu og Jóhanns er
mjög gott, en alls tóku 48 pör
þátt i keppninni. Keppnisstjóri
var Clafur Lárusson. Röö efstu
para varö þessi:
stig:
1. Halla Bergþórsdóttir —
Jóhann Jónsson 1262
2. Kristjana Steingrimsd. —
Guöjón Tómasson 1206
3. Svafa Asgeirsdóttir —
Þorvaldur Matthiass. 1176
4. Esther Jakobsdóttir —
Guömundur Péturss. 1156
5. Dóra Friöleifsdóttir —
Guöjón Ottósson 1135
6. Sigrún ólafsdóttir —
Magnús Oddsson 1134
7. Alda Hansen —
Magnús Halldórss. 1131
8. Sigriöur Pálsdóttir —
Eyvindur Valdimarss. 1121
9. Sigrún Pétursdóttir —
RiharöurSteinbergss. 1113
10. Ólafia Jónsdóttir —
Baldur Asgeirsson 1108
Þetta var siöasta keppni
Bridgefélags kvenna á þessum
vetri (raunar komiö sumar), en
félagiö tekur þátt i supiarspila-
mennsku I Hreyfils-húsinu viö
Grensásveg, en þaö eru Bridge-
félag kvenna, Bridgefélag
Breiöfiröinga og Bridgefélag
Reykjavikur, sem standa aö
þeirri keppni. Bridgesamband
Reykjavikur sér um fram-
kvæmd móta í Hreyfli, og
keppnisstjóri á vegum þess, er
hinn fjallhressi Guömundur Kr.
Sigurösson. Hann hefur ávallt
boriö hag Bridgesambands
Reykjavikur fyrir brjósti, og
séö um stjórnun á þess vegum i
ótalin ár.
Keppnir hefjast kl. 19.30,
reglulega á fimmtudögum. Góö
heildarverölaun eru i boöi, auk
kvöldverölauna. Félagar og
aörir eru brýndir til aö mæta,
meöan húsrúm leyfir.
Sumarkeppni
hjá Ásunum
Á mánudaginn hefjast sumar-
keppnir Asanna. Spilaö er i
Félagsheimili Kópavogs, efri
sal. Keppni hefst kl. 19.30. Vanir
menn viö stjórn.
öllum er heimilt aö vera meö.
Góö verölaun i boöi.
Aðalfundur
Bridgefélagsins
Aöalfundur B.R., veröur hald-
inn i Domus Medica miöviku-
daginn 13. júni n.k., kl. 20.30 —
hálf niu. A dagskrá eru venjuleg
aöalfundarstörf og önnur mál. A
fundinum veröa veitt verölaun
fyrir keppnir vetrarins og eru
verölaunahafar sérstaklega
hvattir til aö mæta.
Stjórn félagsins væntir þess,
aö sem flestir félagsmenn komi
einnig á fundinn og i þvi sam-
bandi vill hún minna á, að aöal-
fundur er hinn rétti vettvangur
fyrir umræöur um starfseni
félagsins og einnig til aö koma á
framfæri hugmyndum um nýj-
ungar i starfsháttum þess.
Félagiö býöur fundarmönnum
upp á kaffiveitingar eins og
venja hefur veriö.
Stjórn B.R.
(— fréttatilkynning)
Já, skrítnar skepnur,
þetta bridgefólk
Einsog flest bridgeáhugafólk
hefur oröiö vart viö, hafa 3 félög
i Reykjavik, aö undirlagi
Bridgesambands Reykjavikur
efnt til sumarkeppna i Hreyfils-
húsinu viö Grensásveg, reglu-
lega á fimmtudögum i sumar. A
sama tima, vestar i bænum, er
annaö félag aö spila sumar-
keppni. Af hverju eru félögin
ekki saman um slika starfsemi,
einsog eölilegt gæti talist?
Jú, þetta eina félag, sem situr
svo einmana þarna vestar i
bænum, á meöan hin þrjú
skemmta sér, vill ekki offra
sinum ágóöahlut, sem þessi
starfsemi hefur veriö þeim,
undanfarin ár. Þaö vill ekki
sameinast hinum félögunum, I
þeirri von, að þessi leiöinda
samkeppni standi aöeins yfir
eitt ár, þaö er i sumar, en siöan
næsta ár bóli ekki á slikri sam-
keppni, enda hafi þá fariö fram
stjórnarskipti i Reykjavikur-
sambandinu og þægilegri
maöur sem kæmi I staöinn. Til
þess aö dæmiö gangi upp, hefur
þetta félag hafiö örvæntingar-
fulla baráttu fyrir aösókn, en
einmitt þaö atriöi hefur gleymst
algerlega hjá félaginu. Barátt-
an er fólgin i þvi, aö bjóöa há
peningaverðlaun i þrjú efstu
sætin aö sumri loknu. Upphæöin
er nálægt heildartekjum þessa
félags sl. ár og sjá þá allir heil-
vita menn, aö þetta félag ætlar
sér einungis að reka þessa
starfsemi þetta áriö á höfnu,
meö þá von i huga, aö meö
næsta ári komi betri tlð og allt
þaö....
Þaö hefur ávallt veriö styrr
um þessa sumarkeppni sem
þetta eina félag hefur setiö aö,
og ávallt veriö reynt aö semja
viö þetta félag aö standa sam-
eiginlega aö þessum rekstri, en
til þessa hefur félagiö fúlsaö
öllum slikum tilboöum. Þvi var
farin sú leiö nú, aö hin félögin i
Reykjavik undirbjuggu sam-
keppnir á öörum staö á sama
tima (besti spiladagurinn) og
þegar þeim undirbúningi var
lokiö, var þessu eina félagi
boöin þátttaka i þeim félags-
skap, sem þeir að sjálfsögöu
höfnuöu strax, á fyrrne'fndum
forsendum. Ollu lúalegri fram-
koma þekkist ekki I bridge-
heiminum, þvi hvaö er þaö, sem
mælir á móti þvi, aö Bridge-
samband Reykjavikur fái að
njóta einhvers af þessum
tekjum, sem litlar eru, til
styrktar sinni starfsemi, og ekki
sist þetta áriö, þvi eftir kosn-
ingar, er Reykjavikurborg oröin
andsnúin öllum framlögum til
bridgeog hefur hafnað framlagi
(sem i tiö Birgis ísleifs var oröiö
aö föstum hlut) til sambandsins.
Og var upphæöin ekki mikil
fyrir.
Aö þessum skýringum
loknum, sem ég hefi fundiö mig
knúinn til aö útlista, sem for-
maöur Bridgesambands
Reykjavlkur, get ég aðeins sagt,
að áskorun hefur fariö fram. Nú
er hólmgangan framundan.
bridge
umsjón
Ólafur Lárusson
Hópurinn sem útskrifaöist aö þessu sinni.
16 luku prófí fráTónlistarskólanum
Tónlistarskólanum I Reykjavik
var sagt upp föstudaginn 25-mai
s.l. viö hátiölega athöfn i Háteigs-
kirkju. Skólastjórinn, Jón
Nordai, flutti skólaslitaræöu og
afhenti burtfararprófsnemendum
skírteini sin. Hljómsveit Tón-
Iistarskólans lék undir stjórn
Mark Reedman.
Aö þessu sinni voru 16
nemendur brautskráöir frá skól-
anum þ.á.m. fyrsti einleikarinn á
trompet. Fjölbreytni var mikil i
skólastarfinu þótt skólinn búi nú
viö mjög þröng húsakynni sem
bæta þarf úr hiö bráö-
asta. Haldnir voru margir tón-
leikar bæöi opinberir og innan
skólans. Margir góöir gestir
komu i heimsókn og héldu lengri
eöa skemmri námskeiö m.a. má
nefna fiöluleikarann Paul
Zukofsky, ljóðasöngvarann
Gérard Souzay, cellóleikarann
Erling Blöndal Bengtsson o.fl.
A skólaslitunum bárust gjafir
frá lOára burtfararprófsnemend-
um og nemendum brautskráöum
I vor. Þakkaöi skólastjóri þá
ræktarsemi sem nemendur sýndu
skólanum meö gjöfum þessum.