Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. jún! 1979 ÞJÓÐVILJINN— SIÐA 11 Hjörtur Eirlksson, Pétur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Iön- stjórnarformaöur aðardeiidar StS. titflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Sigurður Magnússon, Þorleifur Jónsson, stjórnarformaður Fram- framkvæmdastjóri leiðslusamvinnufélags Landssambands iðnaðarmanna. iðnaðarmanna. Loðin afstaða til stóriðju Eitt af fáum málum sem sam- starfsnefndin tekur ekki afdrátt- arlausa afstöðu til er spurningin um stóriðju. 1 skýrslu nefndar- innar eru bæði færð rök með og á móti stóriðju og án þess að ein- dregin afstaða sé tekin. Vilhjálm- ur var nú inntur eftir þvi á hverju þessi „loðna” afstaða byggðist. — Þetta er svo mikið tilfinn- ingamál að mjög erfitt er að koma fram með afdráttarlausar tillögur i þessum efnum án þess að hætta sé á að vekja magnaðar deilur. Nefndin varð þvi sammála um að benda aðeins á að við eig- um þessar auðlindir ónýttar, sem er vatnsorkan og jarðvarminn og að það sé óeðlilegt að nýta þær ekki, okkur til hagsbóta. Spurn- ingin er hins vegar sú hvernig við eigum að nýta þær. öllum ætti að vera það ljóst að það verður ekki gert i umtalsverðu mæli nema með orkufrekum iðnaði. Hér er um nýja stærð i fjárfestingum fyrir Islendinga, ef við eigum aö ráöast i þetta á eigin spýtur, mun það kosta átök og m.a. hafa þau áhrif að draga verður úr f járfest- ingum á öðrum sviðum. Þetta er mál sem þarf meiri gerjun og umræðu og það er tilgangslaust að setja fram einhverjar tillögur án undangenginnar umræðu. Við getum sagt að valkostir gömlu Iðnþróunarnefndarinnar geti staðið áfram með tölulegum breytingum og breyttri tima'röð- un. Við vildum hins vegar ekki að • skýrslan hverfi i moðreyk deilna um stóriðjuframkvæmdir. Forystan í höndum iðnaðarráðuneytis — Ef við kæmum nú svolitið inn á framkvæmd þessarar iðn- aðarstefnu. Mun samstarfsnefnd- ín þá halda áfram störfum sem nokkurs konar framkvæmdaað- ili? Hvar liggur frumkvæðið? Iðnaðarráðuneytið hefur for- ystu um framkvæmd stefnunnar. Hlutverk samstarfsnefndarinnar verður eftir serti áður samræm- ing á starfi nokkurra fram- kvæmdaaðila eins og Iðntæki- stofnunar, Útflutningsmiðstöðv- arinnar, bankanna, Fram- kvæmdastofnunar og svo hags- munasamtaka I iðnaði. Þessa að- ila verður jafnframt að efla mjög samfara framkvæmd stefnunnar. Vilhjálmur Lúðviksson var að lokum spurður um kostnað við framkvæmd stefnunnar. — Ef við ætlum að byggja upp þann f jölda atvinnutækifæra sem nauðsynlegur er þá þýðir það um tvöföldun á þeirri fjármuna- myndun sem nú er i iðnaði. Fjár- munamyndunin er nú 13 miljarð- ar, en þyrfti að verða 26 miljarðar á ári. , — Þig Samstarfsnefnd um iðnþróun Bragi Hannesson stjórnarformaður Iðn- tæknistofnunar Islands. Davið Scheving Thorsteinsson, formað- ur Félags islenskra iðn- rekenda. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iönverkafólks.- Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Byggðardeildar Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Visitölur Línurit þetta sýnir magnvísitölur iðnaðarframleiðslu á árunum 1964-1976. Á þrengingarárunum 1967-1970 var gengið skráð með þarfir iðnaðarins i huga, og jókst þá framleiðnin um nær helming. Línuritið sýnir því, að gengi er iðnaðinum jafn-mikilvægt og það er sjávarútvegi. Sauðárkrókskaupsstaður óskar eftir að ráða f élagsmálast j óra Starfið felst i yfirums.ión með og upp- byggingu á starfsemi kaupstaðarins á sviði félagsmála svo sem öldrunarþjón- ustu, heimilishjálp, dagvistun barna, iþróttamálum, tómstundamálum og fleira. Umsóknir þar sem fram kemur greinargott yfirlit um menntun og fyrri störf skulu sendar bæjarstjóranum. Frek- ari upplýsingar veitir bæjarstjórinn i sima 95-5133. 3-4 herbergja íbúð óskast til leigu. Vinsamlegast hringið i sima 10221. Olga Guðrún Styrkir til háskólanáms i Alþýðulýðveld- inu Kina Stjórnvöld i Alþýðulýðveldinu Kina bjóða fram tvo styrki » handa tslendingum til háskólanáms I Kina háskólaárið 1979-80. Styrkirnir eru ætlaðir stúdentum til háskólanáms i allt að fjögur til fimm ár i kinverskri tungu, bókmennt- um, sögu, heimspeki, visindum, verkfræði, læknisfræði, eða kandidötum til eins árs framhaldsnáms I kinverskri tungu, bókmenntum, sögu og heimspeki. úmsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 30. júni n.k. Umsóknareyöublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 30. maí 1979 Lausar stöður Umsóknarfrestur um eftirgreindar skólameistarastöður er framlengdur til.25. júnl 1979: 1. Stöðu skólameistara við Menntaskólann á Isafirði, sbr. auglýsingu i Lögbirtingablaði nr. 39/1979. 2. Stöðu skólameistara við framhaldsskóla á Sauðárkróki, sbr. auglýsingu I Lögbirtingablaði nr. 41/1979. 3. Stöðu skólameistara við framhaldsskóla i Vestmanna- eyjum, sbr. auglýsingu I Lögbirtingablaði nr. 41/1979. Menntamálaráðuneytiö, 30. mai 1979. Laus staða Lektorsstaða i rómönskum málum i heimspekideild Há- skóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, svo og um ritsmiðar og rannsóknir, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. júni n.k. Menntamálaráðuneytið. 31. mai 1979. Einangrunarplast — GleruUareinangrun Seljum einangrunarþlast i öllum þykktum, einnig glerullareinangrun i þykktunum 5, 7,5 og 10 cm. Hagstætt verð. Borgarplast h/f Borgamesi nmi 93-7370 kvotd os hcfgarúmi 93 7355 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- >um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á leldri innréttingum. Gerum við leka vegna I steypugalla. ’ Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ [Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.