Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 1

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 1
Föstudagur 13. júli 1979 — 157. tbl. 44. árg. Engir íslendingar með Funchal Portúgalska skemmtiferOaskipiö FUNCHAL frá Lissabon kom til Reykjavikur I gær og liggur nú viö ^gisgarö. Þetta er einmitt skipiö sem Feröaskrifstofan Sunna hefur boöiö uppá siglingu meö og margir Hafa þegar borgaö inná. En þótt löngu sé ljóst aö engin Sunnuferö veröur meö Funchal hefur tilvonandi farþegum ekki veriö tilkynnt þaö ennþá. — Ljósm. — eik — Sjá siðu 3 IUODVIUINN Farandverkafólk ftindar Guömundur J. Guömundsson formaöur Verkamanna- sambandsins og Haukur Már Haraldsson blaöafulltrúi ASÍ munu halda til Vestmannaeyja um helgina, til aö sitja fund, sem farandverkafólk i Eyjum hefur boöaö til. Á-fundinum veröa rædd málefni farandverkafólks og væntan- lega mun berast I tal brottrekstur eins af talsmönnum verka- fólksins, sem fékk reisupassann fyrir þaö eitt aö ræöa málefni hópsins viö félaga sina, eins og sagt var frá i Þjóöviljanum. Fundurinn er opinn, og sérstaklega boöiö til hans fulltrúum verkalýösfélaganna og einnig atvinnurekendum. —ÖS Ríkisskip á svartolíuna Engar ástœður til að hœtta við breyt- ingar — segir Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins ,,Viö höfum veriö aö athuga meö eldsneytisnotkun, m.a. i sambandi viö undirbúning aö hugsanlegri smíöi nýrra skipa, og miöaö viö veröforsendur um siö- ustu áramót var ótvlrætt ástæöa til aö láta skipin brenna svart- oliu,” sagöi Guömundur Einars- son, forstjóri Skipaútgeröar rikis- ins, i samtali viö Þjóöviljann I gær. Guömundur sagöi aö hagnaöur- inn af slikri ráöstöfun heföi sifellt aukist fram á þennan dag, þann- ig aö alltaf hafi veriö rikari ástæöa en áöur til aö skipta yfir i svartoliu. Jafnframt lét Skipaút- geröin athuga, hvort hagkvæmt væri aö skipta yfir i svartoliu á þeim tveim skipum sem útgeröin rekur nú, Esju og Heklu. Miöaö við núverandi verölagsforsendur veröur munurinn um 100 miljónir á næsta ári i rekstrinum. Breyt- ingarnar á skipunum kosta 17 miljónir, þannig aö sparnaöurinn yröi um 83 miljónir. Miöaö viö þessar forsendur tekur þaö ekki nema um tvo mánuöi aö borga kostnaðinn af breytingunum. Samkvæmt nýjustu fréttum er oröið nokkuö erfitt aö fá keypta svartoliu, og hún er jafnvel oröin dýrari en óunnin hráolia frá OPEC-rikjunum. Guömundur sagöi aö vangaveltur vegna breytts ástands á oliumarkaöin- um væru næstum óþarfar. Breytingarnar væru svo fljótar aö borgasigupp og geysilegar breyt- ingar þyrftu að veröa á oliumál- unum til þess aö gera þær óhag- kvæmar. Einnig bæri aö lita á það, aö ekkert kostaöi að fara aftur yfir i disiloliuna, þar sem ekki þyrfti aö breyta skipunum aftur til þess. „Við höfum ekki séð neinar þær forsendur sem gefa okkur ástæöu til aö hætta viö þessar breyting- ar,” sagði Guömundur. Hekla fer i viögerö i siöari hluta næstu viku og er þá ráðgert aö breyta búnaöi skipsins þannig, að það geti brennt svartolíu. Strax Framhald á 14. siöu Stórátak í vegamálum Fé til nýbygginga vega eykst um 50% — segir Ragnar Arnalds Á næstu vegaáætlun verður framkvæmdafé til nýbygginga vega aukið um 50%, sagði Ragnar Arnalds samgönguráð- herra i framhaldi af stað- festingu rikisstjórnarinn- ar á bensínhækkun upp í 312 krónur. — Ég tel aö deilur þær sem hafa átt sér staö um hækkun ben- sins hafi verið deilur um keisar- ans skegg, vegna þess aö Alþingi hefur þegar samþykkt Vega- áætlun sem gerir ráö fyrir gifur- legri aukningu vegaframkvæmda frá og meö næsta ári og þaö verö- ur aö fjármagna þessar fram- kvæmdir meö stórauknu fé úr rikissjóöi, auk lántökuogannarrar tekjuöflunar. Mér dettur ekki andartak i hug, að rikisstjórn og Alþingi muni ekki standa viö ný- samþykkta vegaáætlun meö þvi aö afla aukinna tekna i vegasjóö. Akvöröun rikisstjórnarinnar i dag styöur þessa sannfæringu mina, en þar var gert ráð fyrir þvi, jafnhliöa aö bensinhækkun var leyfö, aö hlutdeild rikissjóös og vegasjóös i bensinveröi verði tekin til endurskoöunar, meö þaö fyrir augum aö auka hlut vega- sjóðs. 1 þvi sambandi kemur annaöhvort til greina aö hækka veggjald og lækka hlut söluskatts I bensinverði að sama skapi en veggjald rennur i vegasjóö en söluskattur i rikissjóö. Eöa aö söluskattur af veggjaldi sem á undanförnum árum hefur runniö i rikissjóö renni framvegis i vega- sjóö. Nánari ákvaröanir um þetta veröa teknar fyrir þegar þing kemur saman i haust, en undirbúnar á næstu vikum. A fáum sviðum er ísland jafn langt á eftir og I vegamálum. Auk þess er taliö sannaö aö 20% orku- sparnaður sé af þvi aö aka á varanlegu slitlagi. Þaö er þvi sannarlega timabært, meö hliö- sjón af orkukreppu aö stórátak veröi gert i samgöngumálum. eng. íí»Á.í;víj Dýr gerist fullur tankur á drekana Alþýðubandalagið algerlega andvigt gengisfellingu og nýjum sköttum Við viljum leggja á tímabundinn innflutningstoll segir Ólafur Ragnar Grímsson Vegna ýmissa rangsnúinna frétta i blööutn undanfarna daga um tillögur Alþýöubanda- lagsins um fjáröfiun vegna oliu- veröhækkananna, haföi Þjóö- viljinn samband viö ólaf Ragnar Grimsson formann framkvæmdastjórnar Alþýöu- bandalagsins og spuröi hann álits á þessum fréttum. „Þessar fréttir i dagblöðum um aö Alþýðubandalagið hafi m.a. lagt til aö söluskattur hækkaöi um 4 prósentustig eru alrangar,” sagöi Ólafur Ragnar. ,,A fundi framkvæmdastjórnar og þing- flokks Alþýöubandalagsins s.l. þriöjudag voru ræddar ýmsar hugmyndir og tillögur, sem fram hafa komiö i efnahags- málum vegna oliuverðhækkan- anna. A þeim fundi kom fram eindregin andstaöa viö hug- myndir og tillögur fjármálaráö- herra um nýjan skatt á almenn- ing á miðju þessu ári. Auk þess kom fram eindregin andstaöa gegn þvi gengislækkunartali, sem forystumenn Framsóknar- flokksins hafa sett fram.” Við erum _þvi algjörlega and- vtgir hugmyndum fjármála- ráöherra um aö blanda saman Ólafur Ragnar: Erum algjör- iega andvigir tiilögum hinna skattglööu Framsóknarráö- herra. rikisfjármálunum og vand- anum, sem skapast hefur vegna oliuveröhækkananna. Alþýðu- bandalagiö vill taka á þessum vanda meö þvi aö leggja á sér- stakan innflutningstoll sem yröi 7% og gilti til áramóta, en lækk- aöi þá og hyrfi alveg um mitt næsta ár. Fréttir um að Alþýöubanda- lagiö hafi gert tillögur um hækkun á söluskatti eru þvi algjörlega I mótsögn viö raunveruleikann og ganga þvert á þær hugmyndir sem hinir skattglööu framsóknarmenn hafa sett fram. „Það kemur manni ennfrem- ur á óvart”, sagöi Ólafur Ragn- ar „ef fréttir I sumum blööum I gær reynást réttar, aö Alþýöu- flokkurinn hafi i hyggju aö styðja hugmyndir Tómasar Arnasonar um nýjar álögur á miöju þessu ári.” Alþýöubandalagiö hefur lagt fram skýra afstööu til lausnar á þeim vanda, sem skapast hefur vegna oliuveröhækkananna og vonandi skapast skilningur hjá samstarfsflokkunum I rikis- stjórninni á þvi aö þær eru raun- hæfar leiðir og skapa þar meö aðlögunartima, sem þarf vegna oliuhækkananna. Gengisfelling eöa ný skattahrina frá Tómasi Arnasyni kemur þar aö litlu gagni,” sagöi Ólafur Ragnar Grimsson aö lokum. —Þig M

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.