Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júli 1979 Félagsráðgjafi — þroskaþjálfi Staða félagsráðgjafa er laus til umsóknar hjá félaginu frá og með 1. september n.k. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu fé- lagsins Laugavegi 11 Reykiavik. Þá vantar þroskaþjálfa að Lyngásheimil- inu Safamýri 5 frá sama tima. Upplýsing- ar veitir forstöðukona. Styrktarfélag vangefinna Verkalydsbladsins Sumarbúðlr V erkalýðsblaðsins verða um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst i nágrenni Reykjavikur. Dagskrá búðanna verða bland af pólitiskri umræðu, útiveru og skemmtilegheitum. Þátttökugjald er áætlað um 10.000.- kr. fyrir einstaklinga en fjölskyldur fá afslátt. Ferðir og matur er innifalinn i gjaldinu og jafnframt verða ferðir greiddar niður fyrir fólk utan af landi. Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir 25. júli. Þeim má skila til sölumanna Verkalýðsblaðsins eða senda i pósthólf 5186 i Reykjavik. í sima 43804 má fá allar nauðsynlegar upplýsingar. Starfsmenn óskast Oliumöl h.f. óskar að ráða nú þegar einn bifvélavirkja, menn með reynslu i vél- stjórn eða járnsmiði og bilstjóra með meirapróf. Upplýsingar i sima 43239 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SIMI53468 Auglýsið í Þjóðviljanum DJÚÐVIUINN F arand v erkafólk býr yfirleitt vid slæman aðbúnað Rœtt við Benedikt Sverrisson um kröfur farandverkafólk í Eyjum „Ég legg rlka áherslu á, aö aö- búnaöur og kjör farandverkafólks I Eyjum er ekki verri en viöast annars staöar á landinu”, sagöi Benedikt Sverrisson verkamaö- ur, þegar blaöamaöur Þjóövilj- ans i Eyjum ræddi viö hann um tillögur farandverkafólks til úr- bóta á bágum högum þess. En Benedikt var einmitt vfsaö úr starfi hjá Vinnslustööinni h/f fyr- ir aö leyfa sér þá ósvinnu aö ræöa málin viö félaga sina I Vinnslu- stööinni. „Viö höfum sett fram kröfur okkar til að vekja athygli á þeim kjörum sem aðkomuverkafólk býr yfirleitt við á landinu, ekki bara hér i Eyjum. Atvinnu- rekendur hafa ekki tekið þvi bet- ur en svo, að þeir létu reka mig, væntanlega hinum til viðvörun- ar”. — Hver eru aöal baráttumál ykkar? „Endurbætur á húsnæðinu hér I verbúöum Vinnslustöövarinnar, og raunar öðrum verbúðum lika, eru ofarlega á listanum. Vinnslu- stööin er ágætt dæmi. Farand- verkafólkið er látiðbúa hér á 3. og 4. hæð. Eftir klukkan hálftólf á kvöldin er Utihurð að hæðunum rammlega læst, og enginn nema húsvörður getur opnað. Lélegar brunavarnir Hvað myndi gerastef kviknaði i að nóttu til, t.a.m. hjá húsverðin- um, þannig að hann lægi óvigur og gæti ekki opnaö? Þá kæmumst við ekki út um dyrnar. Það er enginn neyðarstigi af hæðunum niður á jafnsléttu. A þriðju hæð eru svalir, en enginn stigi frá þeim niður á jörð. Þar aö auki er hurðin útá svalirnar læst, og það rammger að erfitt væri að brjóta hana. Til að bjarga okkur undir slikum kringumstæöum yrðum viö að fara út um glugga. Hins vegar er fyrirhyggjusemin slik hjá verbúðareigendunum, að fyr- ir einu opnanlegu gluggunum eru rimlar!! Við þyrftum þvi að brjóta rúöurnar i herbergjum okkar og kasta okkur milli brot- anna af þriðjueða f jórðu hæö niö- ur á jörð. Þaö segir sig sjálft hvernig slikt færi i öllu þvi óöa- goti sem hlyti að hlaupa á mann- skapinn ef hann væri læstur inni i eldsvoða uppi á þriðju hæð. Við höfum lika kvartað yfir þvi, að á allri þriðju hæðinni eru ein- ungis tveir reykskynjarar. A fjórðuhæðereinn, en þar erulika mun færri herbergi. Við viljum hins vegar fá reykskynjara i hvert herbergi. Hér hefur heldur ekki sést slökkvitæki, en þó fara spurnir af einu i herbergi húsvarðar. Til aö bæta úr þessu höfum við sett fram tillögu um að einhvers konar dæluútbúnaði veröi komiö fyrir hér á verbúðinni. Við viljum lika, aöfólki verðikenndmeðferð slökkvitækja og hvernig eigi að haga sér ef mikill eldsvoði kemur upp. Fólki finnst þetta kanski miklar kröfur, ég veit það ekki. Fyrir farandverkafólkiö sem býr hérna, getur þetta hins vegar ver- ið spurning um lff eða dauða. Betri hreinlætisaðstöðu — Er fleira sem þyrfti að bæta hér i verbúöum Vinnslustöðvar- innar, að ykkar dómi? „Við teljum hreinlætisaðstöðu ekki nógu góða. Hér dvelja mest yfir 100 manns, en samt eru ekki nema tvær sturtur. Hér eru ein- ungis f jögur klósett, og á þeim er ekki loftræsting. Við höfum sett fram kröfu um aö klósettin verði fleiri, sturtur þurfa líka að vera fleiri og viö viljum að bæöi kynin hafi sér hreinlætisaðstöðu. Það getur vel verið aö hér sé allt i samræmi við reglur um hreinlæti á svona stöðum. Þær reglur eru hins vegar varla sniðnar með hagsmuni verbúðafólksins fyrir augum. Til dæmis þarf ekki að vera nein sturta á verbúðum, ef dæma má af reglunum. Þær eru ekki betri en það! Aklæði á divönum i herbergi er þannig, að ekki er hægt að taka það af og hreinsa. Þegar margt farandverkafólker búið að vera á sama herberginu á skömmum tima eru bekkirnir náttúrlega orðnir ærið óhreinir. Þá er bara ekki hægt að hreinsa. Til viðmið- unar má nefna,. að þegar nýr maður kemur i skiprúm segja reglur að þá þurfi að vera búiö aö þvo og hreinsa áklæðið á rúminu. Óheyrilegur fæðiskostn- aður. Ofnarnir hérna eru vondir. Einu opnanlegu gluggarnir I ver- búðum Vinnslustöövarinnar h/f eru meö rimlum fyrir. Sumumer ekki hægtaðskrúfa frá þvi þeir leka. Almennt gildir að hitanum er ekki hægt aö stjórna, svo fólk vaknar i hita- og svita- kófi. Fyrir kemur að hiti fer af húsinu. Það gerir ef til vill ekki svo mikið til að sumrinu en getur þó verið óþægilegt. Þaðhefurhins vegar gerst að vetri, að þvi er mér er sagt, og þá varð kuldinn svo mikill, að konur sem unnu neðar i húsinu löbbuðu út vegna kuldans”. — Hvaða aðrar kröfur leggið þið áherslu á? „Við höfum viljað lækka óheyrilega háan fæðiskostnað. I dag kostar fæðið um 120 þús. krónur á mánuði eðarúm 60% af dagvinnulaunum verkamanns. Samt segir sjeffinn að það sé niðurgreitt um 45%. Við höfum þessvegna sett fram kröfur um frittfæði fyrir farandverkafólk og aðra sem starfa i fiskiðnaöinum. Ennfremur viljum viö fá greiddar ferðir til og frá heima- byggð, og lika að atvinnurekandi greiði feröir milli heimastaðar og vinnustaðar á 2ja mánaða fresti. Viljum stuðning verka- lýðshreyfingarinnar — Hvaða tilmælum hafið þið beint tíl verkalýöshreyfingarinn- ar? „Við höfum farið fram á, að farandverkafólki verði tryggður Framhald á 14. síöu. Benedikt Sverrisson ásamt Jdni Kjartanssyni formanni Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.