Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 10

Þjóðviljinn - 13.07.1979, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júll 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Frá Höfn i Hornafiröi. Lokauppgjör fra Hornajiroi Mikil bátaútgerð var frá Hornafirði á siðustu vertið eins og venja er. Alls lögðu á þriðja tug stærri báta upp þar en enginn skuttogari er gerður út frá Hornafirði. Bátarnir voru allir á linu- veiðum fyrstu tvo mánuði árs- ins og voru gæftir mjög góðar miðað við árstima. Gissur hviti var hæstur allra linubáta á Austfjörðum i janúarmán- uði, með 150 tonn i 21 róðri. 1 íebrúar öfluðu linubátar einn- ig nokkuð vel en undir lok mánaðarins voru þeir aliflest- ir komnir á netaveiðar. Neta- bátarnir öfluðu með besta móti i marsmánuði enda gæft- ir mjög góðar allan mánuðinn. Hornafjarðarbátarnir fóru alls 425 róðra i mánuðinum en i fyrra voru farnir 239 róðrar á sama tima, en að visu verður að taka tillit til vikufrisins um páskana, sem voru i mars i fyrra. brátt fyrir það var meðalafli i róðri nú 9,7 tonn, en var 9,5 tonn i fyrra. Aflahæsti báturinn i mars- mánuði var Hvanney með 370,4 tonn. Aflabrögðin voru einnig mjög góð i april og enn varð hæsti báturinn frá Hornafirði en það var Jón Helgason með 243,8 tonn. Heildaraflinn á þessari ver- tið var mun betri en i fyrra eða nærri 30% aflaaukning. Annars skiptist afli bátanna þannig, sem gerðu út frá Hornafirði á siðustu vetrar- vertið. Linu- og netabátar róðrar afli Akurey 47 353,8 t Eskey 72 571,1t Freyr 71 711,1t Garðey 65 665,9 t Gissur hviti 65 762,2 t Hvanney 74 856,9 t Haukafell 31 247,8 t Jón Helgason 69 758,2 t Jakob 25 189,0t Lyngey 47 390,4 t Sigurður Ólafss. 70 651,1t Skógey 70 639,0 t Steinunn 72 600,5 t Svala 47 358,6t Vonin II 44 363,1t Þórir 74 792,8 t Þinganes 48 414,2t Æskan 66 509,1t Heildaraflinn á vertiðinni 1978 —7.967 t 1979 —9.878 t Síldveiðin er aðal vertíðin — rœtt viö Eymund Sigurðsson á Höfn í Hornafiröi „Aflabrögðin hafa verið al- veg þokkaleg hérna. Humar- vertiðin hefur gengið vel og bolfiskveiðin verið nokkuð góð,”sagði Eymundur Sig- urðsson hafsögumaður á Höfn i samtali við Þjóðviljann i vik- unni. „Bátarnir eru sumir aö byrja á kolaveiðum austur á Lónsbugt, en þeir hafa gert dálitiðað þvi aðsigla með kol- ann til Bretlands ef vel veiðist, enda er gott verð að fá fyrir nýjan kola þar úti.” Hvernig gekk vetrarvertið hjá ykkur? „Þetta var mjög góð vertið. Við hérna á Hornafirði höfum orðið það jafnan afla frá bát- unum allt árið að engin þörf hefur verið fyrir togara hérna eins og er viöa annars staðar, til aö tryggja stöðugun afla. Þaðvar keyptur hingað togari en seldur fljótt aftur. Aður fyrr var alltaf eyða frá miðju sumri fram að áramótum. En siðan sildin kom aftur til sög- unnar þá hefur þetta bil brúast og má segja að þetta timabil frá miðjum ágúst og fram eftir vetri sé orðið aðal- vertíðin hér á staðnum. Viðtreystum mikið á sildar- stofninn sem tókst að vinna upp með sameiginlegu starfi fiskifræðinga ogsjómanna og erum vissir um að htrnn mun duga vel ef rétt verður á spöð- unum baldið.” Hvernig kemur þorskveiði- bannið út hjá bátunum? „Það kemur alls ekki illa niður á okkur.Það hefur verið regla hér i mörg ár og það voru Hornfirðingar sem tóku f'yrstir uppá þvi að bæði starfsfólk i frystihúsum og sjómenn taka sumarfri frá seinni part júli fram i miðjan ágúst. Þá lokar frystihúsið og bátunum er lagt. Þetta hefur lengi viðgengist hér og eins er frystihúsinu lok- að seinni part desember ár hvert, þvi það þarf að endur- nýja ýmislegt og yfirfara vél- ar, auk þess sem starfsfólkiö þarf sina hvfld lika” sagði Ey- mundur að lokum. — lg Hörmulegt ástand segir Stefán Skaftason ráöunautur i Straumnesi í Aöaldal — Hér er útlit með sprettu fjarri þvi að vera gott. Ennþá skortir mjög á gróður i úthaga og fé hér i niðurdölunum litið farið til afrétta enn. Svo mæltist Stefáni Skaftasyni, ráðunaut i Straum- nesi i Aðaldal i viðtali við Land- póst nú i vikunni. — Tún verða greinilega ekki sprottin til slægna fyrr en um mánaðamótin júli-ágúst, verði þau það einu sinni þá. Féð er sumsstaðar á túnum ennþá, rúma viku af júli, þannig að þetta er hörmulegt ástand miðað við það, sem venjulegt er, þvi um þetta leyti er sláttur oftast byrjaður hér. Þetta er þvi alltaf mánuði seinna nú. A öðru er ekki von i þessum kuldum. Það koma kannski einn til tveir dagar sæmi- lega hlýir en svo er norðankald- inn kom inn á ný og hitastigið þar með niður undir frostmark. 1 sliku veðurlagi vex enginn gróð- ur. Fannir eru ennþá hér i lágheið- unum og i raun og veru ósköp haustlegt. Frost var hér fyrir nokkrum nóttum og þá held ég jafnvel að séð hafi á lyngi. Með sama áframhaldi litur ekki út fyrir mikinn gróður fyrir sauðfé i sumar. Ef fljótlega brygði til verulegra hlýinda þá yrði auðvitað snögg breyting en það er nú komiö fram á sumar og timinn til haustsins styttist óðum. Fyrningar eru að vonum litlar. Miklu fleiri bændur voru búnir með sin hey. Bót i máli er þó að kal er hér ekki svo nokkru nemi a.m.k. Vottar kannski aðeins fyrir þvi á stöku stað en meira er þaöekki. Ef það hefði nú bæst við kuldann þá var það alveg dauða- dómur. Kýr hér voru fyrst látnar út fyr- ir svona viku. Fyrr var ekki á neitt að beita og þeim er gefið með beitinni ennþá, hey, þar sem það er til, annars kjarnfóður. Kartöflurækt er ekki mikil hér i þessum hluta sýslunnar, hún er svona rétt til heimilisnota, en menn voru að setja niður fram i júnilok eða mánuði seinna en venjulega. Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða, sem nýlega var haldinná Isafirði, skipti stjórn þess þannig með sér verkum, að þvi er segir i Véstfirsku Fréttablaði: Ölafur Kristjánsson, Bol- ungavfk, formaður, Kristinn Jón Jónsson, Isafirði, varafor- maður, Björn Gislason Patreksfirði, ritari Aage Steinsson, Isafirði, vararitari og Guðmundur H. Ingólfsson, Isaflrði, meðstjórnandi. Meðal þess, sem um var rætt á fundinum var bygging Vesturlínu og hversu horfði meðað hún yrði tilbúin næsta haust. Rafmagnsveitur rikis- Og eitt er það, sem hér mun hafa mikil áhrif og það er, að menn komu svo til engu grænfóðri niður i vor þvi flög urðu ekki unn- in vegna frosts. Nokkrir gátu unniö þau i haust og standa þeir betur að vigi. Þetta getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef við fáum slæmt haust. Frost held ég að sé nú ekki lengur i jörð hér i lágsveitum en eflaust i þeim, sem hærra liggja. Sól hefur varla sést hér á þessu vori og er það óvenjulegt á þess- um árstima. ss/mhg ins sjá um byggingu línunnar og samkvæmt upplýsingum Kristjáns Jónssonar, raf- magnsveitustjóra á aðalfundi Orkubúsins i mai i vor er þess að vænta, að áætlanir um tengingu Vesturlinu 1. okt. 1980 standist. Ennþá liggur þó ekki fýrir skrifle.g staðfesting stjórnarvalda um að þessar áætlanir standist og mun stjórn Orkubúsins leitast við að fá hana. Verið er nú að vinna að lagningu annars áfanga fjar- varmaveitu á Isafirði og standa vonir til að fyrstu húsin verði tengd veitunni um næstu mánaðamót. — mhg Stenst áætlun um tengingu Vesturlinu? Kaupfélag Héradsbúa 70 ára Þann 19. apríl árið 1909 var Kaupfélag Héraðsbúa stofnað að Skeggjastöðum i Fellum og er þvi orðið 70 ára. A stofnfundinum voru eftirtaldir menn: Sr. Þórarinn Þórarinsson, Vai- þjófsstað, Fljótsdal, Sigurður Jónsson, hreppstjóri, Hrafngerði, Fellum, Brynjólfur Bergsson, bóndi Asi, Fellum, Pétur Stefáns- son, bóndi Bót, Hróarstungu, Björn Hallsson, bóndi Rangá, Hróarstungu, Jón Bergsson, bóndi Egilsstöðum, Vallahreppi, Nikulás Guðmundsson, bóndi, Árnkelsgerði, Vallahreppi, Þór- arinn Benediktsson, bóndi, Gils- árteigi, Eiðahreppi. Af tilefni afmælisins gaf félagið út sérstakt afmælisblað, efnis- mikið að máli og myndum og vandað að öllum frágangi. 1 ávarpsorðum segir Steinþór Magnússon, formaður kaufélags- stjórnar svo m.a.: „Nú þegár Kaupfélag Héraðs- búa á sjötugsafmæli þykir for- ráðamönnum þess hlýða að minn- ast þess með einhverjum hætti. Meðal annars er það gert með þvi að gefa út þetta sérstaka afmæl- isblað af Samherja, þar sem saga siðustu 20 ára er skráð og verður þannig nokkurskonar framhald af 50 ára sögu félagsins, sem rituð var af Benedikt frá Hofteigi og kom út 1959 á fimmtugsafmæli fé- lagsins. Sögu þessara 20 ára ritar Jón Kristjánsson og ætla ég að þetta sé hið besta heimildarrit um hina margháttuðu starfsemi fé- lagsins á þessu timabili”. Auk þess sem skilmerkilega er rakin saga félagsins frá 1959 eru i ritinu sérstakir kaflar um hina ýmsu þætti þeirrar starfsemi, sem félagið hefur með höndum. Þá er i ritinu viðtal við Þorstein Sveinsson kaupfélagsstjóra um starf hans og framtiðaráform fé- lagsins. Auk þess að gefa út afmælis- blað var svo efnt til sérstaks há- tiðafundar að Valaskjálf. Var þangað boðið félagsmönnum og nokkrum gestum. Þeirra á meðal voru Björn Stefánsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri og kona hans, Þorbjörg Einarsdóttir, Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri Innflutningsdeiidar SÍS og ‘kona ’hans, Ingigerður Karlsdótt- ir, en þau voru fulltrúar Sam- bandsins á hátiðafundinum. Þá var og boðið kaupfélagsstjórum nágrannakaupfélaganna á svæð- inu frá Höfn i Hornafirði til Vopnafjarðar og konum þeirra. Dagskrá hátiðarfundarins var þannig að Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri, setti hann með ávarpi og stjórnaði flutningi dag- skrárliða. Formaður félagsins, Steinþór Magnússon, flutti hátið- arræðu. Hjalti Pálsson bar fram árnaðaróskir frá SIS og færði fé- laginu að gjöf málverk eftir As- geir Bjarnþórsson, listmálara. Haildór Halldórsson, kaupfélags- stjóri á Vopnafirði flutti kveðjur nágrannakaupfélaganna. Þá söng Magnús Jónsson, óperusöngvari, við undirleik ólafs Vignis Al- bertssonar og Kirkjukór Egils- staðakirkju undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar en einsöngv- ari var Bjarni Pálsson. Jón Krist- jánsson fór með gamanmál. Hóf- inu lauk svo með hinum fjörug- asta dansleik. _ mhg Frá Egilsstöðum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.