Þjóðviljinn - 14.07.1979, Síða 3
Laugardagur 14. júlí 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Lýst ekkert á þetta
segja starfsmenn skiptiborðs stjórnaráðsins
„Okkur lýst engan veginn á
þessar fyrirhuguöu aðgerðir eftir
helgi og reyndar finnst okkur að
þær komi til með að lenda aðal-
lega á okkur frekar en þeim sem
þær eiga aö beinast gegn” sögðu
simaverðirnir i skiptiborði
Stjórnarráösins i samtali við
Þjóðviljann i gær.
„Við höfum ekki nema tvö
skiptiborð meö tuttugu linum
hvort, þannig að þau verða fljót
aðfyllastogoft dugaþau reyndar
ekki. Hingað til hefur verið
minnst að gera i júli og þess
vegna erum við einum færri en
vanalega, og ekki kemur það til
með að bæta um. En þU mátt
hafa það eftir okkur aö okkur list
engan veginn á þessar skipulögðu
simahringingar“ sögðu starfs-
menn skiptiborðsins. —ig.
B ifreiðareigendur m ó tmœla bensin verðhækkun
Hringingar í ráðu-
neytin eftir helgi
Samstarfsnefnd hagsmuna-
félaga bifreiðaeigenda hefur
ákveðið að hvetja almenning til
að hringja i stjórnarráöið n.k.
mánudag og þriöjudag og bera
spurningar um siðustu bensin-
vertíhækkun og bensinverð al-
mennt undir ráðherra eöa
embættismenn ráðuneytanna.
Með þessu móti hyggjast
samtök bifreiðaeigenda mótmæla
óbreyttum bensinskatti og háu
bensinverði.
Sveinn Oddgeirsson
framkvæmdastjóri FIB sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær-
kvöldi að ekki væri gott að spá um
hver þátttakan yröi en samstarfs-
nefndin býst þó við góðri þátt-
töku. Með þessum aðgerðum
vildu þeir benda fólki á hvar það
gæti fengið svör við hinum ýmsu
spurningum sem vakna upp hjá
bileigendum vegna sihækkandi
bensínverðs.
Varðandi ummæli starfsmanna
á skiptiboröi stjórnarráðsins sem
birteru hér á siðunnisagði Sveinn
að ef þátttaka yrði góö yrði sjálf-
sagt mikið álag á þeim þar sem
þær væru fyrsti hlekkurinn til aö
ná í ráðuneytin. „Það er þeirra
starf að svara i simann og yfir-
leitt er mikið að gera hjá þeim,
þannig að það ætti ekki að breyta
svo miklu þó álagið aukist eitt-
hvað þessa daga.
-»g
Galleri Suðurgata 7
Sýning Peter Schmidt
Breski myndlistarmaðurinn
Peter Schmidt opnar sýningu i
Gallerf Suðurgötu 7 I dag. Hann
sýnir vatnslitamyndir sem hann
vann hér á landi á sfðasta ári.
Schmidt hefur lagt stund á flestar
greinar myndlistaren þekktastur
er hann fyrir samstarf sitt við
tónlistarmanninn Brian Eno, en
hann hefur gert- mörg plötuum-
slög fyrir hann. Sýningin stendur
til 29. júli og er opin daglega frá
kl. 4-10 en 2-10 um helgar.
TOYOTA
CRESIDA
TOYOTA
TERCEL
Söludeild — Varahlutir
— Viðgeröarþjónusta
allt á einum stað
Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur
Viötal við Hjörleif Guttormsson
iðnaðarráðherra um olíumálin
Oliuskattur sérstakur er hið
eina sem til þessa hefur komiO
fram I tillöguformi á ráOherra-
borO, en líkur benda til einhvers
konar málamiölunar milli þeirra
hugmynda og annarra á næst-
unni. Þetta mátti ráöa af viötali
Þjv. viOHjörleif Guttormsson, en
hann á ásamt Ólafi Jóhannessyni
og Kjartani Jóhannssyni sæti i
sérstakri ráöherranefnd sem
mun fjalla um þessi mál á mánu-
dag.
Sá mikli vandi, sagði Hjörleif-
ur, sem við er að fást vegna þess
að olia hefur hækkað um 200% á
tíu mánuöum, verður auðvitað
ekki leystur meðpennastriki eða I
eitt skipti fyrir öll. Fyrir nokkr-
um vikum geröu menn sér enn
vonir um að oliuverðhækkunin
væri ti'mabundin og við þær að-
stæöur voru m .a. geröir samning-
ar um fiskverð um mánaðamótin
mai'-júnf og þar meö gefin viss
fyrirheit um fast oli'uverð út fisk-
verðstimabilið. Gildandi gasolfu-
verö er sem kunnugt er 103 kr á
litra en raunverð á birgðum sem
nú eru notaðar er 155 kr. Nú er
flestum að veröa ljóst, aö við get-
um ekki búist við lækkandi verði
ánæstunni, fremurhið gagnstæða
og meö þaö í huga verðum við að
skoða þann vanda sem við blasir.
— Oghvaöhefur stjórnin gert?
— Hún hefur rætt viðhorfin nú
um nokkurra vikna skeið. Fyrstu
ráðstafanir hennar auk skipunar
nefnda til viðtækrar könnunar á
olíuverslun og til aö leita hag-
stæðari kjara á oliukaupum voru
ráðstafanir til orkusparnaðar og
hagkvæmari orkunýtingar og út-
vegun viðbótarfjár til orkufram-
kvæmda.
Aðlögun
Nú er framundan að laga
atvinnurekstur I landinu að hin-
um breyttu kostnaðarforsendum
og um það stendur umræöan inn-
an rikisstjórnarinnar þessa dag-
ana. Það er auðvitað ljóst að eng-
ar þær ráöstafanir sem gripa
verður til verða vinsælar en ööru
fremur þarf að hafa i huga að þær
valdi ekki óbætanlegri röskun á
okkar atvinnulifi, jafnhliða þvi
sem ýta þarf undir lifvænlega
atvinnuþróun og sparnað I til-
kostnaði við atvinnurekstur — og
er þar af mörgu að taka.
Sjávarútvegurinn verður hér
vissulega fyrir þungu áfalli og er
ekki óeðlilegt aö menn hafi hugs-
að til miflifærsluaðgerða I hans
þágu I von um aö um timabundna
olluverðþróun væri að ræöa. En
mér vitnanlega hefur engum
komið ihug að taka upp styrki til
langframa til þessarar meginút-
lutningsgreinar okkar.
Hagur iðnaðarins og skilyröi til
iðnþróunar skipta ogmiklu rnáli í
þessu sambandi og ég tel að við
þær aðgerðir sem nú eru til um-
ræðu verði i senn að tryggja hag
útflutningsiðnaðar okkar og við-
unandi jarðveg til iðnvaxtar i
landinu. Þar megum við ekki
stiga nein skref til baka.
Reynir á málamiðlun
— Nú hefur þegar spurst um
tillögur um sérstakan oliuskatt á
innflutning, hvað líður henni og
hvað um aðrar tillögur?
Alþýðubandalagiö hefur lagt
framhugmyndir til lausnar vand-
ans i rikisstjórninni. Þær komu
m.a. fram i tillögu um innflutn-
ingsgjald sem lögð var fram af
nefnd ráiSierra i öllum stjórnar-
flokkunum. Aðrar ákveðnar til-
lögur liggja enn ekki fyrir. Þessi
mál eru á umræðustigi. Miklu
varðar um að ná samstööu um
frambærilega lausnog þar reynir
efalaust á málamiðlun milli
sjónarmiða og fiókinna hags-
muna.
Ahrif olfuverðhækkana á kynd-
ingarkostnað eru svo sérstakur
þáttur sem taka verður á og afla
tekna til aö létta undir með þeim
sem þegar bera gifuriegan kostn-
að af oliuhitun. Þar er ekki á bæt-
andi.
Þessi mál verða til umræöu I
ráðherranefnd á mánudaginn og
á vettvangi stjórnarflokkanna og
i rikisstjórninni i næstu viku. Ég
vænti þess að það taki ekki mjög
langan tima. Við meðferð mála
mun Alþýðubandalagið sem fyrr
gefa sérstakan gaum að hag laun-
þega. Ber þá einnig að hafa I
huga að atvinnuöryggi og æskileg
atvinnuþróun er þeirra hagur.
—áb.
HTOYOTA
Hjá Toyota er vei fylgst meö þróun timans. Þess vegna framleiðir Toyota ávallt bfla fyrir þá veröld
sem við lifum i.
Toyota hefur þannig hlotnast margvfsleg viðurkenning fyrir góða og vandaða framleiðslu: T.d.
tvisvar hin eftir sóttu amerfsku Demning-verðlaun, veitt fyrir vandaða framleiðsiu og tækninýjungai
I Danmörku hefur Félag danskra bifreiðaeigenda kosiö Toyota þrisvar, sem þann bilinn sem mmnst
bilar og sé með bestu endursölu.
t Englandi hafa bresku Neytendasamtökin veltt Toyota viðurkenningu fyrir vandaðan bil.
í Sviþjóð hefur sænska Bifreiöaeftirlitlö eftir athugun á 127.000 bifreiöum, sett Toyota I efsta sæti
með ástand og gæði.
Bandarfsku Neytendasamtökin hafa eftir athugun á 225.000 bifreiðum, gefið Toyota urvalsgóða
viðurkenningu.
HVM) KAUPA SVO JAPANIR SJÁLFIR?
Jú samkvæmt nýjustu tölum jók Toyota sölu sina um rúm 26% I Japan á sfðasta ári.
Vilji menn kaupa bil I háum gæðaflokki, jafnframt þvf að gera góöa fjárfestingu, bfl, sem svarar
kröfum framtiðarinnar, þá er valið TOYOTA.
trr, TOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI
SÍMI 44144
TOYOTA
STARLET
Fulltrúar Steypustöðvanna 1 Reykjavfk á fundi með blaöamönnum
Steypustöðvamar
Hóta lokun
Steypustöðvarnar i Reykjavik
hafa ákveðið að hætta afgreiðslu
steinsteypu i óákveðinn tfma frá
og með þriðjudeginum 17. júli.
Astæðan er sú að ekki hefur feng-
ist afgreitt erindi steypustöðv-
anna hjá verðlagsnefnd.
Steypustöðvarnar boðuðu til
blaðamannafundar i gær til að
greina frá ástandinu. Þar kom
fram að verði rekstri steypu-
stöðvanna haldið áfram er fyrir-
sjáanlegur verulegur halli.
A siðasta fundi verðlagsnefnd-
ar var beiðni steypustöðvanna
tekin fyrir, en var ekki útrasdd.
Krafa þeirra er 14% hækkun, en
verðlagsnefnd hafði áður sam-
þykkt 7 1/2% hækkun.
Forsvarsmenn steypustöðv-
anna segja að veruleg hækkun
hafi orðið á öllum kostnaði þar á
meðal oliu en steypuverðið hafi
ekki fylgt þeirri þróun. Þá hafa
fyrirtækin ekki haft bolmagn til
að endurnyja tækjakost sinn sem
veldur verulegri hækkun á
rekstrarkostnaði. Var nefnt sem
dæmi að steypubilar Steypu-
stöðvarinnar h.f. eru að meðaltali
7—8 ára gamlir og þurfa mikið
viðhald.
Þeirfélagar sögðu að þessi að-
gerð þeirra væri ekki mótmæla-
aðgerð, heldur treystu þeir sér
ekki til að halda rekstri áfram við
rikjandi aðstæður.
Víglundur Þorsteinsson frá BM
Vallá sagði aö nú vantaði um
9—11 miljarða til að endar næðu
saman og þeir færu ekki fram á
annað en hallalausan rekstur.
Hann sagði að meö þvl að fresta
hækkunum til haustsins eins og
verðlagsstjóri talaði um, væri
verið aö velta hækkunum yfir á
húsbyggjendur sem kaupa steypu
i haust og tap fyrirtækjanna yrði
enn meira, þar sem þau seldu
steypu með bullandi tapi yfir há-
annatimann.
—ká.
Þar reynir eflaust á
málamiðlun...