Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S aðrar fá ekki hjá Flugleiöum h.f? Þjarmað að okkur Fá sumar ferðaskrifstofur ivilnanir sem Samþykkt stjóma sambanda lífeyrissjóðanna Verötrygging lána 2% vextir og jafnari afborganir, meöal tillagna sambanda lífeyrissjóðanna Stjórnir Landssambands llfeyrissjóða og Samband almennra lifeyrissjóða hafa lagt tilaðfróogmeð 1. september n.k. verði öll lán lifeyrissjóðanna lánuð út gegn fullri verðtrygg- ingu, veictir verði 2% og lánstím- inn 25 ár. Eins og greint hefur verið frá i Þjóðviljanum var skipuð nefnd á vegum Sambands almennra llfeyrissjóða og Landssambands llfeyrissjóða til að taka afstöðutil tilkynningar frá Seðlabanka Islands frá þvi I lok mai, um að heimilt sé að miöa verðtryggingu lánsfjár og sparifjár við visitölu sem birt var 10. april s.l. ásamt vaxtakjörum. Nefnd þessi lauk störfum i byr jun þessa mánaðar og hafa nú stjórnir lifeyrissjóðssamband- anna tekið afstöðu til tillagna hennar. Niðurstöður nefndar- innar voru þær að lifeyrissjóð- irnir veiti framvegis lán gegn fullri verðtryggingu. Höfuðstóll skuldabréfanna hækki í hlutfalli við breytingar á lánskjaravisi- tölu, sem Seðlabankinn auglýsir mánaðarlega. Vextir verði 2% á ári eftirgreiddir og breytilegir samkvæmt ákvörðun Seðlabank- ans. Lánin verði veitt á þeim kjörum að afborganir verði jafnar og stefnt skal aö þvi að lánsti'minn verði 25 ár. t áliti nefndarinnar er þess einnig getið að lántakendur eldri lána verði gefinn kostur á að breyta lánsskilmálum sinum i samræmi við hinar nýju reglur. Slik heimild skal þó eigi veitt nema eftirstöðvar láns nemi eigi lægri fjárhæð en 1 miljón króna. Þá er að lokum i áliti nefndarinnar lagt til að breyt- ingar þessar taki gildi 1. septem- ber n.k. og jafnframt lögð á það áhersla að sambærileg lánskjör verði tekin upp hjá öllum lífeyris- sjóðum i landinu, til að koma i veg fyrir núverandi misræmi I þessum efnum. í fréttatilkynningu frá li'feyris- sjóðasamböndunum segir að stjórnirnar séu i meginatriðum sammála niðurstöðum nefndar- innar en munu senda greinar- gerðina til aðildarsjóða sambandanna með ósk um athugasemdir og ábendingar. Þá telja stjórnirnar að afstaða til nýrrar stefnu i ávöxtunarmálum lifeyrissjóðanna hljóti að taka mið af túlkun stjórnvalda um meðferð veröbóta og visitölu- hækkana eftirstööva lifeyris- sjóðslána gagnvart frádráttar- bærni til skatts og að eftir þeirri túlkun verður leitað. —Þig Oliuveröhækkanir og gengisbreytingar nær tvöföldudu fargjaldid með Funchal Flestir afþöntuðu Sunna svarar fyrir sig Fjölmargir af þeim liðlega 300 manns sem bókaðir voru á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu með skemmtiferðaskipinu Funchal hafa breytt bókunum sinum i aðrar ferðir eða faigið endur- greitt það sem þeir höfðu greitt inn á. Heftir farþegum af þessum sökum fækkað svo mikið að ekki er lengur grundvöllur fyrir þvi að taka skipið á leigu nema með þvi móti að þeir fáu farþegar sem eftir eru yrðu þá að borga gifur- lega háar upphæöir i fargjald. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu sem ferðaskrifstofan Sunna hefur sent frá sér vegna skrifa i fjölmiðla um að ferð með umræddu skemmtiferðaskipi falli niður vegna þess að Sunna hafi ekki staðið við gerða samninga. I fréttatilkynningunni er greint frá þviað Sunnahafitekið skipið, sem er portúgalskt, á leigu s.l. október með bráðabirgða- samkomulagi við griskan skipa- miðlara, en Porúgalarnir höfðu hvatt til að skipið yrði leigt i gegnum sænska aðila. I janúar s.l.kom hins vegar upp deila milli sænsku aðilanna og þeirra grisku annars vegar og útgerðar skips- ins hins vegar, en Portúgalarnir vildu að Sunna leigði skipið beint af þeim, án milligöngu miðlar- anna. 1 deilunni kom i ljós að Svi- arnir töldu sig hafa skipið á leigu til 18. ágúst og vildu ekki gefa það eftir. Sunna tók þá ákvörðun að eiga viðskipti beint við Portúgal- ana án milligöngu. 1 fréttatilkynningu Sunnu segir ennfremur, að nýlega hafi Portú- galarnir komið að máli við ferða- skrifstofuna með kröfu um hækkun á leiguverði skipsins vegna oliuverðhækkananna sem hefði þau áhrif að fargjaldið hækkaði um 42%. Þá bætist við það 14% hækkun vegna gengis- breytinga. Fargjaldið yrði þvi rúm miljón fyrir manninn I stað 650 þúsund eins og áætlað hafi verið. Margir farþegar, segir i frétta- bréfinu, höfðu fylgst með þessum hækkunum öllum og höfðu þvi af- pantað ferðir með skipinu, það margir að Sunna varð að aflýsa ferðinni. Þjóðviljinn hafði samband við Guðna Þórðarson forstjóra ferða- skrifstofunnar Sunnu og innti hann eftir þvi hvort rétt væri að Sunna hafi ekki staðið við gerða samninga og ekki látið far- þegana, sem höfðu átt pantað far vita hvernig málum væri komið. Guðni sagði að frá hendi Sunnu væri málið skýrt i fréttatilkynn- ingunni, sem vitnað er I hér að ofan. Varðandi sambandsleysið við farþegana sagði Guðni að ástæðurnar fyrir þvi að ferðin var ekki farin, væri sú að farþegar hefðu fengið upplýsingar um verðhækkunina og þvi af- bókað. Þeim farþegum sem ekki hefðu aflýst ferðinni, hefði Sunna nú sent bréf, þar sem þeim er greint frá málavöxtum. Jafn- framt er þeim boðið upp á i stað- inn, að fá sólarlandaferð strax, endurgreiðslu innborgunar- innar, inneign hjá ferðaskrifstof- unni fyrir Kanarieyjaferð næsta vetur eða taka 15 daga skemmti- ferð með skemmtiferðaskipinu Britanis frá Amsterdam 1. september n.k. 1 þessari ferð yrði fariðtil hafna á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Verð þessarar ferðar með flugfari til og frá Amsterdam væri svipað áætlaða verðinu með Funchal, þ.e. 650 þúsund. —Þig Sumarsýning Norræna hússins opnar I dag. Frá vinstri: Hrólfur Sigurðsson, Þórdis Þorvaldsdóttir, Hafsteinn Austmann og Gunn- laugur Þórðarson. Norrœna húsið Sumarsýning 1 dag verður opnuð i kjallara Norræna hússins sumar- sýning á verkum Gunnlaugs Scevings, Hafsteins Austmann og Hrólfs Sigurðssonar. Hér er um meiriháttar listvið- burð að ræða þvi flestar mynda meistara Gunnlaugs hafa ekki áður verið sýndar opinber- lega. Þær eru úr einkasafni Gunnlaugs Þórðarsonar sem lánar þær á þessa sýningu. Elsta myndin er frá þvi um 1930 en meðal annars getur þar að líta myndir frá Grindavlkurskeiöi Gunnlaugs. Þá ereinnigorðið langt um liðiö frá þvi að Hrólfur Sigurðsson hefur sýnt svo mörg verk, hann hélt siðast einkasýningu 1963, en hefur siðan tekið þátt I fjölda samsýninga heima og er- lendis. Hann gat þess að allar myndirnar utan tvær væru nýjar og hafa ekki sést áður á sýn- ingum. Hafsteinn Austmann er yngstur þeirra þriggja og einnig hann sýnir ný verk. Hann hélt einka- sýningu i vetur er leið og hefur tekið þátt i fjölda samsýninga. A sumarsýningunni eru þrjár kynslóðir málara og þrjár stefnur, hver með sinu móti og ætti sýningin að gefa Islending- um sem útlendingum mynd af viðfangsefnum islenskra mál- ara. Sýningin stendur til 19. ágúst og er opin daglega frá kl. 4-10. —ká segir Guðni í Sunnu • 4 hjóla drif • Þriggja dyra I samtali sem Þjóðviljinn átti við Guðna i Sunnu vegna Funchals-málsins var Guðni inntur eftir þvf hvort rétt væri að Flugleiðir h.f. hefðu tekið fyrir greiðslufrest til ferðaskrifstof- unnar. Guðni sagði að viðskipti sin við Flugleiðir væru með eðlilegum hætti. Hins vegar væri vissulega verið að þjarma að ákveðnum aðilum, sem ættu i flutningum eins og ferðaskrifstofum, með ákveðnum undan- tekningum. Sumar ferðaskrif- stofur geta selt ferðir þar sem aðeins eruborguð 18% inn á ferð- ina, þ.e. mörgdæmi væru um það að i ferð sem ætti að kosta 250-450 þúsund þyrfti ekki að greiða meira úten 40þúsund, þ.e. 10-20% útborgun. „Gaman væri að vita hvernig þessar ferðaskrifstofur fara að þessu,” sagði Guðni. — Stundið þið þá ekki slikan viðskiptamáta? — Þaðgerum við ekki og höfum aldrei gert. Ég skil ekki hvernig sumir geta þetta. Annaðhvort eruþeir þaðrikir eða þáað þeir fá einhverja fyrirgreiðslu hjá Flug- leiðum sem aðrir fá ekki, sagði Guðni að lokum. —Þig • Fjórsidrif • 4 cyl. 86 ha • Hátt og lágt drif • 16" felgur • Lituö framrúöa • Hituð afturrúða • Hliðarlistar • Vindskeið Verð ca. kr. 4.400 Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 — Reykjavik — Simi 38600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.