Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. jiilt 1979. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum Um Jökulfirði og Djúp Geysileg þátttaka var I hinni árlegu sumarferö Alþýöubandalagsins á Vestfjöröum, sem farin var helgina 30. júni til 1. júli, og komust færri meö en vildu. Þaö voru 180 manns sem héldu meö Djúpbátnum Fagranesi noröur 1 Jökulfiröi. Siglt var aö Hesteyri, og leifar slldar- verksmiöju Kveldúlfs þar baröar augum.Þá var fariö í Veiöileysufjörö, hvar enn liggja stórar f annir i f jöllum og allt til sjá var. Þótti mönnum heldur kuldalegt um aö litastog litt byggilegt. Var siö- an siglt aö Flæöareyri, farangur og fólk flutt i land og tjöldum slegiö. Um kvöldiö var stiginn dans i samkomuhúsi Grunnavikurhrepps viö harmonikkuspil Jörundar Garöarssonar frá Bildudal. A sunnudaginn fór hluti hópsins i siglingu um Aöalvik, Rekavik bak Látur ogFljótavik aö Kögri, undir leiösögn Gisla Hjartarsonar frá Isa- firöi. Annar hópur fór gangandi inn Leirufjörö, sumir aö jaöri Drangat- jökuls en aörir hlupu allar götur I Hrafnfjörö og lásu blóm af leiöi Fjalla-Eyvindar. Vegna oröróms um isbjarnarspor á Hornströndum þótti vissara aö senda vopnaöa veröi meöhópnum, en ekkiuröu menn varir viö bangsa. Þeir sem eftir uröu viö tjöldin lágu i leti eöa gengu styttri leiöir aö ná- lægum eyöibýlum, Dynjanda og Höföa. Um klukkan 6 á sunnudagskvöld voru tjöldin felld og haldiö heim. Strandamönnum og Djúpmönnum var skilaö að Bæjum I Djúpi en ferö- inni lauk á ísafiröi um miönætti þó aö sumir ættu þá eftir 6-8 tima akst- ur heim. Þ.P. Yngsti þátttakandinn Foringinn skráir heimtur. Setiö þar sem sætt er. Fagranesiö fullsetiö Strandamenn og Djúpmenn slást i hópinn Fólk og farangur flutt I land. CITROÉN Citroen — Sparneytni Þegar minnst er á Citroén detta manni fyrst i hug þægindi, öryggi og að sjálfsögðu sparneytni. Enginn annar bill hefur t.d. oftar unnið sparaksturskeppnina hér á landi. Eigum fyrirliggjandi nokkrar bifreiðar af G.S. og CX tegundum. Hafið samband við sölumenn okkar i sima 81555. G/obus? LA(..MUir> SIMÍ Fræknar skyttur, Tryggvi Guömundsson og Þorsteinn Magnfreðsson, tilbúnar í bangsaslaginn. Hetjan og björninn Það bar við um þessa helgi aö maður sást á ferö i Leirufiröi og fór mikinn. Þótti þeim er til sáu mikið til um hvatleik mannsins og minntust þess eigi að hafa áöur séö svo mikil hlaup. Hvarf svo náungi þessi sjónum bak viö leiti og var fariö aö grennslast fyrir um hvaö hlaupunum olli. Sást þá hvit kind, kollótt, meö tveim lömbum koma i humátt á eftir hlauparanum. Höfðu menn þaö fyrir satt að hann hefði séð i ferfætlingi þess- um, sauömeinlausum, imynd heimskautabanga. þ.P.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.