Þjóðviljinn - 14.07.1979, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Qupperneq 15
Laugardagur 14. júll 1979. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 15 Holl ráö um meðferð bila t blöndungnum blandast loft og bensin. Þetta hlutfall þarf aö vera rétt og til aö spara bensín er afar áriöandi aö blöndungur- inn sé rétt stilltur. Þaö er best aö láta gera slikt á verkstæöi. Loftsían Sé loftsian skltug á loft ekki nógu greiöan aögang aö vélinni. Þaö eykur bensineyösluna aö óþörfu. Þú getur sjálfur hreinsaö loft- siuna meö þvi aö plokka út slu- fyllinguna og hrista hana. Loft- siur eru mismunandi aö gerö og þessi aöferö er þvl ekki algild, Þú skaltathuga loftsluna á 750 km fresti. Kveikjan Þaö er mjög mikilvægt aö kveikjuendarnir séu hreinir og ekki siður aö fjarlægöin milli þeirra sé rétt. Þú veröur ekki var viö þaö strax þó kveikjuendarnir séu ekki rétt stilltir, en þegar til lengdar lætur getur röng stilling haft I för meö sér vélartruflanir og þar meö aukiö bensineyösl- una. Kveikjuþrœðirnir Kveikjuþræöirnir veröa aö vera hreinir, heilir og vel festur, þaö lækkar bensinskostnaöinn. Ef eitthvaö er aö kveikjuþráö- unum (segjum aö blllinn fari ekki I gang) skaltu byrja á þvi aö þurrka þá og kanna siöan hvort einhvers staöar eru sprungur i einangruninni. Sjáöu svo til þess aö þeir séu fastir vel og strjúkist hvergi viö málm. Kertin Kertin hafa mikil áhrif á ástand vélarinnar og þau skipta lika miklu þegar hugaö er aö benslneyöslunni. Ef þú skiptir jafnan um kerti áöur en þau eru oröin slitin marg-borgar þaö sig meö minni bensinkostnaöi. Þó aö aöeins eitt kerti kveiki illa eöa ekki getur þaö aukiö ben- sinseyösluna um 10% eöa meira. Kertin veröa aö vera heil og hrein. Þurrt svart lag á skaut- unum getur myndast vegna þess aö vélin er vitlaust stillt eöa vegna þess aö blöndungur- inn er ekki rétt stilltur. Kannaöu hvort rétt bil sé á milli skautanna og milli kert- anna og kveikjuþráöanna. Kælikerfið Fullvissaöu þig um aö vélin ofhitni ekki viö venjulegan akst- ur. Yfirleitt er mælir I mæla- boröinu sem sýnir hvort svo er. Sé hitinn alltaf viö efri mörkin eöa yfir þeim eyöir blllinn meiri oliu og meira bensini en hann þurfti aö gera. Auk þess fer þaö illa meö vélina. Kveikjulokið Kveikjulokiö geturöu auö- veldlega athugaö sjálfur. Ef þú sérö innan á lokinu svartar rendur sem ekki er hægt aö nudda af er um brunaför aö ræöa. Þau benda til þess aö sprungur myndist i lokinu og þá kemst auöveldlega raki inn fyr- ir. Þaö getur oröiö til þess aö blllinn fari ekki I gang eöa aö erfiölega gangi aö ræsa vélina, sem veldur óþarfa orkueyöslu. Nokkrar leiðbeiningar um aksturslag Innsogiö er hin versta eyðslu- kló og sé rangt að staöiö getur notkun þess haft I för meö sér allt að helmingi meiri bensln- eyöslu en ella á stuttum vega- lengdum. Dragðu þvi innsogiö aldrei meira út en brýn nauðsyn kref- ur og ýttu þvi smám saman inn aftur þangaö til vélin gengur eölilega án þess. Kúnstin aö hemla rétt Það má spara mikiö bensín meö þvl að foröast að snögg- hemla að óþörfu og reyna aö komast hjá þvi aö vera sifellt að skipta niður. Sjáiröu fram á rautt ljós eöa stöðvunarskyldu skaltu hægja á þér snemma með þvi að gefa bilnum minna inn fremur en aö aka hratt aö ljósunum og stlga svo þéttingsfast á bremsuna. Mjúklegur akstur þar sem ávallt er haldið hæfilegri fjar- lægð I næsta mann getur minnk- að bensineyðsluna um 10-30%. Og þetta er nú einu sinni akst- urslagið sem er Umferðarráði mest að skapi. Best að aka í háum gír Það eykur bensineyðsluna um 20-40% að aka i of lágum gir. Þegar billinn hefur náö jöfnum hraða skaltu skipta i hæsta gir. Það er gömul bábilja að best sé að keyra i lágum gír. Flestirbfl- ar ganga ágætlega I fjórða glr á 40-50 km hraða sé bensingjöfin jöfn. Geymdu þér lágu girana til að taka af stað og þegar þú þarft að auka hraðann skyndilega. Þaö er úrelt kenning að það eigi aö hægja á ferðinni meö þvi að skipta niöur. Hjá bilum hefur það engan sérStakan tilgang lengur nema við alveg sérstak- ar aðstæður. Bensineyðslan er i beinu hlut- falli við snúningshraðann. Þvi hærrisem girinn er, þvi lægri er snúningshraöinn. Þaö er dýrt aö vera þungstígur Ef þú tekur mjög rösklega af stað eyðir billinn helmingi meira bensini en ef þú ferö mjúklega að. Best er að stiga varlega en jafnt á bensinsgjöf- ina og forðast að gefa i botn I tima og ótima. Sé farið að þess- um ráöum er bæöi bilnum og buddunni hllft við ðþarfa álagi. Þú skalt foröast aö stiga æ fastar á bensingjöfina til að koma bilnum upp brekku. Reyndu að nýta þann hraða sem billinn hafði náö áöur en brekk- an hófst til hins Itrasta og skiptu svo um gir eftir þvl sem hraö- inn minnkar. Ökuhraði skiptir máli Þaö er bæði hættuminna og ódýrara að halda sig við löglegu hraðatakmörkin. Taka má dæmi af bil sem eyðir 0,65 l/10km viö 70 km hraöa: sé hraöinn kominn upp i 90 km verður eyðslan 0,80 l/10km. Bensíneyðsla Jónínu og Jóns: Aksturslagiö skiptir miklu Réttur akstursmáti og góð meðferð bíla geta sparað bensín, slæm framkoma í þeim efnum aukið eyðsluna um helming. Þetta er skoðun orkunefndar sænska iðnaðarráðuneytisins. I bæklinqi frá nefndinni eru JÓN: BHlinn eyöir aö jafnaöi .......................0,95 1./10 km Jón býr i borg, ekur yfirleitt stuttan spöl I einu, þarf oft aö setja bilinn I gang......................+ o’,2Ó l./ÍO km Jón er kvartmílumaður og hefur gaman af aö rifa bilinn af staö og snögghemla á rauöu ljósi.................+ 0,20 I./10 km Þaö hvarflar ekki aö Jóni aö skipta um kerti fyrr en billinn neitar aö fara i gang og hann sinnir litið viöhaldi....................................+ 0,08 1./10 km Jón pumpar ekki i dekkin fyrr en þau eru grunsamlega lin.....................+ 0,05 1./10 km Jón nennir aldrei aö taka grindina af bilnum, en hún myndar óþarfa loftmótstöðu................................+ 0,02 1./10 km Eyösla: 1,50 l./lOkm Þó að Jónína og Jón eigi sams konar bíla kemst hún af með helmingi minna bensín en hann á jafn langri vegalengd. tekin tvö dæmi til að sýna þennan mun. Þau Jónína og Jón aka um á sams konar bílum,en Jón eyðir helmingi meiru. JÓNÍNA: Blllinn eyðir aö jafnaöi......................0,95 I./10 km Jónina býr úti á landi og ekur jafnan I hægöum sinum .......................+0,10 1./10 km Hún fer yfirleitt mjúklega af staö og foröast snarpar hraöa- breytingar...................................+0,05 1./10 km Jónina heldur bilnum ávallt i góöu ásigkomulagi meö reglu- bundnu viöhaldi..............................+0,02 1./10 km Jónina hefur alltaf réttan þrýsting i dekkjunum.........................+0,01 1./10 km Jónína hefur fest bretti undir stuðarann sem dregur úr loft- mótstööu.....................................+0,02 1./10 km Eyðsla........................................0,75 1.10 km Þetta er auðvitað bara fræðilegur útreikningur, en hann byggir á niðurstöðum tilrauna sem m.a. sænsku neytiendasamtökin hafa gert. 11 boðorð um bíla og bensln i Þvi hraðar sem bil er ekið, þvi meiru eyðir hann. Dragir þú úr hraðanum úr 100 km/klst niður I 80 km/klst. minnkarðu bensin- eyðsluna um 10%. 2 Það er óþarfi að taka alltaf af stað einsog þú sért i kvar tmflu- keppni. Aktu mjúklega, það borgar sig. 3 Sé billinn kaldur þegar þú ræsir vélina eyðir hann 7dl af bensini fyrsta kilómetrann. Gakktu þvi eða hjólaðu þegar þú þarft bara að fara stuttan spöl. 4 Hafi billinn staðið óhreyfður i nokkra klukkutima og sé kalt i veðri skaltu láta hann vera i gangi i 1-2 minútur (en ekki lengur) áður en þú heldur af stað — og aktu hægt I fyrstu. Það er ósiöur að gefa I botn við þessar aðstæður og þar að auki dýrt spaug miöiö við bensln- verðið. 5 Fylgstu vel með kveikjum og kertum. 6 Gakktu úr skugga um að loftsí- an sé hrein. Skltug loftsla eykur bensineyðsluna. 7 Sjáðu til þess að þrýstingur á hjólbörðum sé ekki of litill. Fylgdu leiöbeiningunum, þá minnkar bensineyðslan. 8 Bill á svonefndum radialbörð- um eyðir 5-6% minna bensini en bill á diagónalböröum. Þaí myndast minni mótstaöa hjá þeim fyrrnefndu. 9 Taktu þakgrindina af þegar þú þarft hennar ekki við. Hún eyk ur á loftmótstöðuna og þar met bensineyðsluna. A 70—90 km hraöa getur munurinn oröiö upp undir 5%. 10 Kannaðu hvort þú getur ekki orðið samferöa fleirum I vinn- una. 11 Notaðu strætisvagna og hóp ferðabila eins oft og kostur er og taktu þá ávallt fram yfir einka bilinn þegar það er hægt. El sem flestir taka upp þann sit stórminnkar bensineyösla.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.