Þjóðviljinn - 14.07.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júli 1979. I i | svar við orku- kreppu Hvar er hægt að spara í samgöngumálum og hvert verður hlutverk al- menningssamgangna þeg- ar orkukreppan fer að segja til sín? Hvernig ætla borgar- og bæjaryfirvöld að bregðast við til aukins sparnaðar? Strætisvagnar Reykjavikur eru langstærsti aðilinn hér á landi sem annast almenningssam- göngur. Hvaða hugmyndir eru á loftihjá SVR um framtiðina i ljósi þess ástands sem nú hefur skap- ast? Til að fá svar við þessum spurningum ræddi Þjóðviljinn við Guðrdnu Agústsdóttur formann stjórnar SVR. — Hvernig ætlar SVR að bregðast viö orkukreppunni? — Það er ljóst að þegar erfið- leikar sem þessir steðja að verðum við að gripa til einhverra aðgerða. Við þurfum að fá al- menning til að skilja bilana eftir heima og nota strætisvagnana meira, á leið i og úr vinnu. Til þess þurfum við aukna samvinnu við stjórnvöld. Bætt aðstaða og betri skýli Það sem fyrst kemur i hugann þegar rætt er um aðgerðir varð- andi almenningssamgöngur er bætt aðstaöa fyrir vagnana i um- ferðinni. Þeir þurfa að fá sér- staka akgrein til að komast á ákvörðunarstað á skömmum tima. Eins og er tekur þaö vagnana allt of langan tima að komast milli staða og það fælir fólk frá,þvi timinn er dýrmætur. Þá eru biðskýlin mikið atriði. Það er ekki beint aðlaöandi að biða i þessum opnu skýlum sem hvorki halda vindum né vatni á köldum morgnum yfir veturinn. Stjórn SVR er að undirbúa hug- myndasamkeppni um strætis- vagnaskýli og næsta vetur verður komið upp upphituðu skýli við Grensásstöðina. Það er reyndar svo margt sem okkur vantar til að bæta þjón- ustuna, t.d. fleiri sæti á löngum leiðum. 1 hraðferðinni ofan úr Breiðholti niður i bæ verður fólk aö standa langa-lengi. — Hvernig er hægt að auka nýt- ingu strætisvagnanna? — Það hefur sýnt sig i könn- unum erlendis að ferðir sem eru með 10 mínútna millibili eða skemur laða fólk að, þvi þá þarf ekki að biöa lengi eða reikna út hvenær maður þarf að fara út. Við þurfum lika að auglýsa vagnana betur og gera fólki ljóst að það er miklu ódýrara að ferð- ast með strætó en einkabilum. Éri þá kemur það vandamál áð okkur vantar vagna til að mæta aukinni aðsókn. Við höfum fengið vilyrði fyrir 8 nýjum vöngum á næsta ári og fleiri i náinni framtlð, þannig að það ætti að lagast. —• Hvað um samvinnu við ná- grannabæina? — Viðþurfum að taka upp viö- ræður við nágrannabæjarfélögin um auknar samgöngur, tehgingu viö Kópavog og Mosfellssveit t.d. Það þykir súrt i broti aö sjávagn- ana renna fram hjá sér án þess að stoppa, þegar þeir gætu bætt úr samgöngum. Það þyrfti að vera hægtað komast á skiptimiða milli bæja, en núna er það aðeins hægt milli Reykjavikur og Kópavogs. Hvaö ber að gera? . — Er mikill munur á kostnaði við strætóferðir og notkun einka- bila? — Strætisvagnar nota aðeins brot af þeirri orku sem einka- bilarnir nota. Við þurfum að vera vakandi fyrir nýrri tækni t.d. bil- um sem brenna vetni eða nota rafmagn. Það er veriö að gera til- raunir i Danmörku með bila sem nota einhvers konar snúningskefli sem spara mikla orku þegar vagnarnir fara af stað. — Fyrir nokkrum árum var gerð könnun i strætisvögnunuriv liggja niðurstöður hennar fyrir? — Þróunarstofnunin er um þessar mundir loksins að fá nið- urstöður könnunarinnar sem fram fór 1976 og sem lengi hefur verið beðið eftir. Þegar niður- stöðurnar liggja fyrir vitum við betur að hverju stefna ber. Auð- vitað eru ákveðin atriði sem viö vitum að þarf að framkvæma eins og fleiri hraðferðir út i úthverfin. Hver og einn líti í eigin barm — Finnst fólki dýrt að ferðast með strætó? — Ég held að það sé alls ekki gjaldið sem fælir frá. Það yrði mikill sparnaður fyrir þjóðfélagið ef almenningssamgöngur batna, fyrir nú utan það hvað slysum myndi fækka i umferðinni. Það sýnir sig að strætisvagnar valda mjög fáum slysum. En til þess að bæta samgöngurnar þarf að loka götum og fækka bilastæðum i miðborginni. Þá myndi um- ferðarþunginn minnka og þar með sparast mikill framkvæmda- kostnaður. Það er vitað að gata eins og Miklabraut þolir ekki meiri umferö og þvi þarf að byggja slaufur og brýr til að taka við aukinni umferð. Við höfum einfaldlega ekki efni á svo dýrum framkvæmdum. Það eru uppi áform um hraðbraut milli Ar- bæjarhverfis og Breiðholts sem myndi eyðilegga stórt svæði þarna á milli og vera alveg öfan i Ibúðarhverfinu. Þar þarf að koma tenging, en það má nú eitthvað á milli vera. Umferðarmannvirki mega ekki tröllriða borginni. Eins og nú er komið málum þarf hver og einn að lita i eigin barm og hugsa hvað vil ég. Vil ég sitja einn i eigin bil og eyða orku eða vil ég spara og ferðast með öðru fólki? Þetta þarf fólk að gera upp við sig. —ká Almenningssamgöngur r < Blaðauki um orku- Strætó sparar verulega Ef fólk tæki sig saman um að minnka notkun einkabilanna sinna en nota þess í stað gömlu góðu strætóana væri gífurlegur samfélagslegur sparnaður í því fólginn. Slysum af völdum einkabila myndi hriðfækka. Viöhaldskostn- aöur myndi minnka gifurlega á götum bæjanna, en siöast en ekki • Ef 24 þúsundir manna skipta yfir á strætó • sparast nœstum sjö milj- ónir bensínlítra sist myndi eldsneytissparnaöur- inn og þarmeð gjaldeyrissparn- aöur fyrir landann verða geipi- legur. Tökum dæmi: Attatiu ibúar þurfa daglega að fara 10 km leið samtals til og frá vinnu sinni. Strætó eyðir um 50 disellitrum á hundraðið skv. upp- lýsingum tæknideildar SVR. Ef þessir áttatiu vinir vorir fara með strætó á degi hverjum allan árs- ins hring, eyöa þeir samtals sem svarar 1500 disellitrum allt áriö. Ef þeir fara hins vegar hver á sinum einkabil sem eyðir til jafn- aðar um lOlitrum á hundraðið, þá eyðir hver um sig 300 litrum á ári. Samtals eyða þeir þá 24 þús. litr- um á árinu i ferðir til og frá vinnu. Mismunurinn er hvorki meira né minna en 22500 litrar, fyrir ein- ungis áttatiu manns sem nota strætó i stað einkabils. Ef 24 þús. ibúar i Reykjavik skiptu frá einkabilnum yfir á strætóinn til að fara á til vinnu, myndu sparast næstum sjö miljónir litra af ben- sini. Með tölur á borð við þessar fyr- ir framan sig finnst manni skritið að bensinskattar skuli ekki vera hækkaðir mun meira og afrakstr- inum varið i almenningsvagna- kerfið. — ÖS V11'1"-1 l,rr sgnp fiW (QH9 fijyima gpj-u^i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.