Þjóðviljinn - 22.07.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. jiili 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
# fingrar ím
Umsjón: Jónatan Garðarsson
NINA HAGEN
Viö íslendingar eigum hins-
vegar vel aö geta stautaö okkur
framúr þýskunni. Þar er í þaö
minnsta timabært fyrir
menntaskólaæskuna aö draga
fram oröabækurnar og fá sér
kennslustund i kjarnyrtri götu-
þýsku
Nina og
Herrmn Brood
Nina Hagen komst fyrir hálfu
ári i kynni viö hollenska popp-
stjörnu sem nýtur svipaörar
hylli og hún sjálf. Heitir hann
Hermann Brood, 32 ára fyrr-
verandi eiturlyfjaneytandi sem
kominn er yfir versta skeiöiö.
Herman Brood, Nina Hagen
og Lene Lovich hafa nýveriö
lokiö viö aö leika saman i kvik-
mynd eftir Herman. Sú mynd
ber nafniö Cha, Cha og fjallar
hún um misheppnaöa rokk-
hljómsveit sem lifir á banka-
ránum.
Eftir að hljómsveit Ninu
leystist upp, fór hún á fund Her-
man og óskaöi eftir aö fá hlut-
verk i myndinni. Samstarf
þeirra hefur siöan þróast i þá átt
aö fyrir nokkru gáfu þau út yfir-
lýsingu um að þau hyggöust
ganga i þaö heilaga. Reyndar er
eitthvaö óvist meö þaö brúö-
kaup aö sinni, þvi Nina Hagen
þráir helst aö gerast hollenskur
rikisborgari, en Herman vill
starfa og búa I Berlln.
Þreytt
á Þjóðverjum
Nina segist vera orðin ákaf-
lega þreytt á að búa i Þýska-
landi. Fasisminn er mjög rikur i
Þjóðverjum og Hitlersdýrkunin
er enn viö lýöi, eöa einsog Nina
segir sjálf: „Vestur Þýskaland
gæti veriö fyrirmyndarriki
Margrétar Tatcher. Það er aö
visu enginn opinber her, en þeir
hafa stöndugt og vel vopnum
búið lögreglulið. 1 upphafi þessa
áratugs gengu i gildi lög sem
nefnast „Vernfsverboten” sem
banna róttæklingum aö gegna
svokölluöum viröulegum stöö-
um — lögfræöingar, kennarar,
verkfræöingar, opinberir
starfsmenn o.s.frv. Fræöilega
voru lögin sett til að stööva út-
breiöslu hryðjuverka, en raunin
er sú að þau hafa eflt samtök
einsog Baader Meinhof.
Þýska fólkið er svo vitlaust.
Margir læröu ekkert af Hitler og
fólkiö mun veröa vitlaust aftur
og aftur og aftur. Þetta sýnir
gáfnafar þess. Þeir eru ekki
góöir aö hugsa.
Einu sinni var ég stöðvuð i bil
ásamt tveimur vinum minum.
Lögreglan þrýsti byssu þétt aö
maganum á mér. Ég reyndi að
færa hana og þeir uröu snarvit-
lausir. Ég benti þeim á plötuna
mina i glugganum en þeir sögö-
ust aldrei hafa heyrt um Ninu
Hagen.
Það eru mjög margir Hitlers
aðdáendur i Þýskalandi i dag.
Jafnt úr röðum ungra sem gam-
aila. Fasiskar hugsjónir lifa
hérna. Fólk stoppar mig gjarn-
an á götu i Þýskalandi og atyrð-
ir mig. Kallar mig mellu og
ýmsum nöfnum og segir mér
svo aö fara heim til mins eigin
lands (Austur-Þýskalands).
1 Hollandi get ég verið frjáls.
Þaö er ekki ráöist á mig á göt-
unum einsog i Berlin. Ég get
setiö hérna I leðurfötunum min-
um einsog götudrós og enginn
angrar mig. Ég get veriö meö
hárið i óreiðu, eða hvaö sem er.
Svo aö þaö hljómar vel i minum
eyrum aö vera Hollendingur.
Ég get ekki lifaö lengur sem
Nina Hagen — þýska popp-
stjarnan.”
—j-g-
Nina Hagen er einsog þýsk sprengja sem vaidiö hefur miklum usla i
heimi rokksins aö undanförnu, meö sérstæöri rödd sinni.
Þýska
sprengjan
l heimi rokksins hefur
enskan verið nær allsráð-
andi tungumál. Og jafn-
vei þó þýskar, franskar,
hollenskar eða japanskar
hljómsveitir hafi náð að
brjótast til almennrar
hylli á poppmarkaðnum,
hefur tungumál viðkom-
andi listamanna ætíð
þurft að víkja fyrir ensk-
unni. Þessi regla hefur
haldist nær órofin þann
tíma sem rokkið hefur
notið dægurhylli fólks.
Ef laust á þetta þó eftir að
breytast einsog annað og
má vel vera að nú sé að
upphef jast nýtt tímaskeið
í rokkinu þar sem enskan
markar ekki eins sterk á-
hrif og áður.
Þyrnirós
Astæöan fyrir þessum vanga-
veltum er þýskættuð söngkona,
Nina Hagen, sem hrist hefur
ærlega uppi hugum manna frá
þvi rokkið uppgötvaöi hana fyr-
ir rúmu ári.
Hin 24 ára gamla Nina Hagen
er fædd og uppalin i Austur-
Þýskalandi. t Berlin hlaut hún
mjög vandað uppeldi og gekk
hún i listaskóla þarsem hún
læröi söng og leiklist til hlitar.
Nina Hagen er af listafólki kom-
in. Hún mun vera stjúpdóttir
baráttusöngvarans og skáldsins
Wolf Bierman og hefur m.a.
sungið inn á eina plötu meö
honum.
Wolf Bierman hefur löngum
gagnrýnt Austur-Þýsk stjórn-
völd i söngvum sinum. Sem
haröur sósialisti segist Bierman
sjá ýmislegt athugavert i Aust-
ur-Þýskalandi, sem betur mætti
fara. Vegna þessa var „Lokað”
á hann áriö 1976, þegar hann
brá sér vestur fyrir múrinn til
að skemmta vestur Þjóö-
verjum.
Nina Hagen.sem var á þeim
tima oröin þekkt söngkona og
skemmtikraftur, segir um viö-
skipti sin viö austur-þýsk yfir
völd eftir aö Bierman var brott-
visað.
„Þegar Wolf Bierman var
ekki hleypt aftur austur, settist
ég niöur og skrifaöi stjórninni
bréf. 1 bréfinu benti ég á að ég
heföi eytt 20 árum I Austur-
Þýskalandi. Ég haföi veriö i
tveimur hljómsveitum en þegar
þær hættu, leitaöi ég aö þeirri
þriöju. En þeir leyföu mér það
ekki. Ég mátti ekki semja mina
eigin texta. Svo aö ég ákvaö að
þetta væri ekki min menning, og
að ég yröi aö fara aö leita aö
annarri menningu. Kannski aö
Jamaica-menningu, eða filip-
inskri-menningu. Ég kann vel
viö svarta menningu. Ég hef
samið lag sem heitir „African
reggae”.
Astæðan fyrir aö ég fékk aö
fara á sama tima og fullt af fólki
fær ekki aö hreyfa sig, var aö ég
er dálitið þekkt. I þessu bréfi
sagðist ég vilja fá aö semja eig-
in ljóö héöan i frá. Aö ég vildi
halda eigin tónleika og að ég
vildi afneita austur-þýsku þjóð-
erni mínu. Fjórum dögum
seinna var ég komin út.
Kynntist pönkinu
Nina Hagen hélt til Lundúna,
eftir aö hún yfirgaf Austur-
Þýskaland. Þar kynntist hún
Johnny Rotten söngvara Sex
Herman Brood, hinn hollenski
ástmaöur Ninu, er fyrrverandi
eiturlyfjasjúklingur. Hermann
syngur gjarnan um böl eitur-
lyfjanna, sem hann þekkir æriö
vel.
Pistols. Heillaöist Nina mjög aö
tónlist þeirra og atorku. Johnny
varö bálskotinn i Ninu, sem
endurgalt ekki þær tilfinningar
hans. Nina kynntist einnig náið
Arianna Foster úr hljómsveit-
inni Slits. Arianna og Nina
sömdu saman nokkur lög meö
þýskum textum á þessum tima,
en þaö voru ekki pönklög að
dómi Ninu sjálfrar.
Nina var ekki fullkomlega
sátt viö Lundúni þrátt fyrir aö
mikiö væri þar á seyði. Snéri
hún þvi aftur til Berlinar, gagn-
gert til að stofna róttæka pönk
hljómsveit. 1 Berlln kynntist
Nina Reinhold Heil sem nýlega
var genginn i Lok Kreuzberg,
pólitiska hljómsveit sem spilaði
hreinræktaö rokk og haföi gefiö
út 4 hljómplötur. Nina Hagen
gekk i hljómsveitna og saman
tóku þau upp eina plötu undir
nafninu Nina Hagen Band.
A plötunni eru ekki nema tvö
eiginleg pönk lög, T.V. Glotzer
sem er lagiö White Punks on
Dope eftir bandarisku hljóm-
sveitina Tubes, og lokalag plöt-
unnar sem er eftir Arianne
Foster og Ninu. Hin 9 lög plöt-
unnar geta ekki flokkast undir
annað en vandað og hrátt rokk.
Allur hljóðfæraleikur er greini-
lega fluttur af möpnnum sem
hafa dágóöa reynslu og er plat-
an öll mjög góö tónlistarlega, þó
gagnrýna megi einstaka atriöi,
svosem samhljómunina.
Barátta
Textar Ninu Hagen eru án alls
efa það sem mesta eftirtekt hef-
ur skapaö henni I noröurhluta
Evrópu. En i enskumælandi
löndum þarsem enginn skilur
þýsku, er það tónlistin, hljóö-
færaleikurinn og frábærlega
breytt raddsviö Ninu sjálfrar
sem fær menn til aö sperra eyr-
un og spyrja hver þessi þýska
söngkona sé I rauninni.
Nina er vel þjálfub söngkona
einsog áöur hefur veriö bent á.
Hún nær léttilega aö spanna yfir
5 áttundir og á auðvelt meö að
syngja rokk sem erfiö óperettu-
lög.
Nina Hagen leggur mjög hart
að sér þegar hún kemur fram.
Hún leggur svo hart að sér aö
hún er nær raddlaus aö eigin
sögn, eftir tónleika. Þessvegna
hljóðaöi samningur hennar á þá
leið að ef hún kom fram tvö
kvöld i röð, átti hún fri næstu tvo
daga.
En núna er Nina Hagen einsog
skipstjóri án skipshafnar, þvi
hún er búin að reka hljómsveit-
ina. Nina taldi aö hlutverk sitt
innan hljómsveitarinnar væri
alla vega meira viröi en svo aö
henni bæri aðeins að fá einn hlut
i sinn vasa. Hún heimtaöi einn
og hálfan hlut einsog hinir skip-
stjórarnir, en þaö þoldu háset-
arnir ekki, svo aö hún rak þá
alla i land. Og ekki siglir skútan
án áhafnar.
Textar Ninu Hagen eru mjög
opnir og jafnframt ruddalegir.
Hún gagnrýnir gjarnan karla-
samfélagið og stööu konunnar
innan þess. Þjóöverjar upp til
hópa eiga ekkert alltof auðvelt
með að kyngja þeirri staðreynd
að kona leyfir sér aö standa
uppá sviöi eöa syngja inná plöt-
ur á mjög opinn hátt um rotiö
þjóðfélag, samfarir, óléttu, eit-
urlyf og fleira i þeim dúr. Þykir
sumum daman vera ærið klúr i
umfjöllun sinni.
Þýskir textar fara þvi miður
framhjá þeim sem eingöngu-
mæla á enska tungu. Þess-
vegna hefur Nna lýst áhuga sin-
um á að fá Frank Zappa eða ein-
hvern álika snilling til liðs við
sig i að þýöa textana á rokkmál-
ið , enskuna.