Þjóðviljinn - 22.07.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.07.1979, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN' Sunnudagur 22. júll 1979. Sunnudagur 22. jiUI 1979. ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 13 Þessar stúlkur sátu úti yfir kaffibolla. Eiöur Valgarbsson tyllti sér út i sólina. Sigrún, Orri og Þorri við verk Jóhanns Eyfells á Miklatúni. "Á sumrin hef ur listalíf ið í borginni ver- ið fremur fábreytilegt, en með haustinu lifnar yfir öllum menningarsetrum og þá oft á tfðum svo um munar. Þessi sýning er tilraun til þess að jafna þessi met að ein- hverju leyti, gefa borgarbúum og ferða- mönnum, innlendum sem erlendum, tæki- færi til þess að njóta íslenskrar listar, ein- mitt á þeim tíma, semKjarvalsstaðir eru í sumarskrúða." Svo segir í sýningaskrá Kjarvalsstaða um „Sumar á Kjarvalsstöðum", en nú stendur yfir sýning þriggja hópa í húsinu og við húsið. Við litum við á Kjarvalsstöð- um og spjölluðum við gesti og heimafóik. Úti á túni sátu þau Sigrún Guðmundsdóttir og Orri og Þorri Jónssynir. Sigrún er ein „Lang- bróka", sem sýna inni á göngum hússins, en hún hef ur áður sýnt í Stúdenta- kjallaranum. „Ahugi á textil er mjög aö auk- ast og viö sem rekum Galleri Langbrók finnum greinilega mik- inn áhuga hjá þeim sem koma inn i verslunina.” sagöi Sigrún. Hún nam teikningu og textil i Noregi eftir aö hafa veriö i handavinnu- deildinni i Kennaraháskólanum. „Ég er mjög ánægð meö þá ný- breytni sem fram hefur komiö i rekstri hússins i sumar og ég vona aö þaö veröi áframhald á henni.” sagöi Sigrún ennfremur. Vantar borð i garðinn „Mér list vel á þessa nýbreytni og ég er spennt aö skoöa sýning- una hjá Gallerl Langbrók hérna frammi” sagöi Björg Jónsdóttir þar sem hún skoöaöi málverkin i vestursal ásamt Hörpu Kristinu og Oddgeiri. „Þaö er gaman aö koma á svona samsýningar og margt aö skoöa. Ég bý hérna nálægt og þaö er tilvaliö aö fá sér gönguferö hingaö meö börnin. Viö komum hingaö á Listahátiö barnanna i vor og mér fyndist aö þaö mætti vera meira hér af sliku.” sagöi Björg. „Fariö þiö oft I garðinn?” „Já, viö gerum þaö oft og höf- um þá með okkur nesti. Mér finnst bara vanta miklu fleiri bekki. Þaö ætti lika aö koma upp boröum og bekkjum viöar um túniö, svo aö fólk geti komiö meö nesti og boröaö úti viö borö,” sagöi Björg ennfremur. Kaffið vinsælast Eiöur Valgarösson rekur kaffi- stofuna ásamt Huld Goethe og við spjölluöum viö hann þar sem hann sat úti og sleikti sólina. „Ég set borðin og stólana út um leið og sést sólarglæta, en þaö hefur þvi miður ekki veriö oft i sumar. Þaö er miklu meira lif I húsinu núna en var, einkum finn- ur maður mun um helgar. Þaö. hefur oft verið mjög margt hérna i vor, en mest var þó aðsóknin á Listahátíö barnanna. Veðriö hefur haft sin áhrif á aðrar samkomur.” Hvað kaupir fólk helst I kaffi- stofunni?” „Kaffið er auövitaö vinsælast. Annars erum viö aö hugsa um aö reyna aö hafa opiö I hádeginu og vera þá meö létta smárétti. Sem stendur er opiö frá 2 —10 og kaffi- stofan rekin meö einskonar sjálfsafgreiöslu”, sagöi Eiöur. Reyni alltaf að komast á málverkasýningu „Ég reyni alltaf aö komast á málverkasýningar þegar ég kem i bæinn, en þvi miður stoppa ég oft svo stutt.” sagöi Þorsteinn Sigurðsson læknir á Egilsstööum þar sem hann var aö skoöa mál- verkin sem „Septem ’79” sýna I vestursal Kjarvalsstaöa. „Þaö er gaman aö þessari sýn- ir.gu. Mér finnst skemmtilegt aö blanda svona saman málverkum og skúlptúr. Ég hef alltaf gaman aö skoöa verkin hans Sigurjóns, þau eru sifellt aö breytast.” „Er mikiö um myndlistar- sýningar hjá ykkur fyrir austan?” „Þaö kemur fyrir. Viö höfum málara i plassinu sem sýnir oft, hann Steinþór Eiriksson. En maöur sér meira hér I Reykjavlk, þótt ég vilji frekar búa fyrir austan.” sagöi Þorsteinn enn- fremur. „Höfum áhuga á framhaldi á Listahátiö barnanna” — segir Þóra Kristjánsdóttir „Yænti samstarfs við fleiri listamannahópa” TEXTI ÞS-MYNDIR EIK OG LEIFUR „Kjarvalsstaðir eru að ýmsu leyti mjög skemmti- legt hús og til margs nýt- anlegt, ekki síst á sumrin, þar sem það stendur í þess- um stóra garði. Mér fannst því strax þegar ég byrjaði að það væri tilvalið að fá hópa til að sýna í sumar og i samvinnu við stjórn húss- ins þróaðisthugmyndin um „Sumar á Kjarvalsstöð- um" sagði Þóra Kristjáns- dóttir, listráðunautur Kjarvalsstaða þegar við spjölluðum við hana. og ég á von á aö þaö veröi gert. Aðalatriöiö meö þetta hús er að nýta þaö stööugt. Þess vegna höf- um viö breytt fyrirkomulagi kaffistofunnar og viö ætlum lika aö fá fleiri listamannahópa til samstarfs, bæði leikhúsfólk og tónlistarfólk og vænti ég mikiis af þeirri samvinnu.” sagöi Þóra ennfremur. — þs Sem kunnugt er sýna „Septem”- hópurinn og Galleri Langbrók nú verk sin i húsinu og nú um helgina opnar sýning Mynd- höggvarafélagsins og veröa þá einnig tónleikar Hamrahliöakórs- ins og gjörningur framinn. „Verk myndhöggvaranna veröa bæöi inni og úti og má segja aö þannig tengist húsiö viö umhverfi sitt. Gert er ráö fyrir aö hérna veröi fleiri gjörningar slðar i sumar.” „Nú hafa uppákomur eins og Brúöuleikhúsvika og Listahátlð barnanna veriö mjög vinsæl. Ætliö þiö aö halda áfram meö slikt?” „Já, viö höfupi mikinn áhuga á þvi. Hér var brúðuleikhús um siö- ustu helgi og þaö hafa kviknaö ýmsar hugmyndir um framhald á Listahátið barnanna. Þetta þarf aö vinna i samvinnu viö skólana, Björg, Harpa Kristln og Oddgeir skoöa málverkin. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.