Þjóðviljinn - 11.08.1979, Qupperneq 7
Laugardagur 11. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Aífborganir og vextir eru ad upphæð 4.951 m. kr.
eöa 85% af aflaverðmæti. Það er því orðið
æði lítið eftir til þess að greiða annan tilkostnað
útgerðarinnar, svo sem laun.
Stofnlán fískiskipa
Slðustu 2-3 árin hafa lánakjör
stofnlána til fiskiskipaflotans
breyst mjög. Orsakir bessa eru
aöallega þrjár:
skip sé gert ráð fyrir því, að
standa i skilum með afborganir
og vexti. Kostnaðarverð togara,
Afborganir meiri
en laun
1. Fjármögnun Fiskveiðasjóðs
fer i auknum mæli fram með
visitölutryggðu fé.
2. Eigiðfésjóðsins er litið og nú
eru öll stofnlán skipa, sem
ekki eru visitölutryggð,
gengistryggð.
3. Hin svokallaöa raunvaxta-
stefna hefur ýtt undir þessa
þróun.
NU held ég að varla verði um
það deilt, að nauðsynlegt sé að
góð útgerð geti á hverjum tima
staðið I skilum með vexti og
afborganir vegna stofnlána.
A.m.k. verður að vera hægt aö
gera ráð fyrir þvf, að það takist,
ekki seinna en 2-3 árum eftir að
kaup hafa farið fram. Nokkur
timabil hafa að visu komið, þar
sem slikt hefur ekki verið hægt.
Það er þá fyrst og fremst
vegna þess, að útgerð ákveð-
inna skipa, hefur verið lakari en
önnur. Má þar nefna útgerö
togaranna á sildveiðiárunum
1957-1967.
Algjör stöðnun varð i fram-
þróun þorskveiöiflotans þennan
tima.
Staðan nú er áþekk, að sumu
leyti. Engin leið er aö kaupa ný
sem samið yrði um I dag hér
innanlands, yrði sennilega nær 3
miljörðum, en 2 miljörðum,
þegar afhendingfer fram. Hérá
eftir verður, til þess aö sýna
möguleika Utgerðarinnar til
þess að standa i skilum, aöeins
reiknað með að kostnaðarverð
sé 2 miljarðar. Lán Fiskveiða-
sjóðs yrði þá til smiði innan-
lands 1.500 milj. króna. Sleppt
er skuldbindingum vegna lána i
Byggðarsjóði.
Forsendur eftirfarandi töflu
er verðþróun áranna 1974-1978.
Gert er ráð fyrir að aflatekjur
fylgi dollaragengi á timabilinu.
Gengið er út frá meðalafla
togara undanfarin ár. Skuld-
bindingar vegna lána fylgja
visitölu og svokallaðri SDR við-
miðun I gengi, eins og reglur
Fiskveiðasjóös segja til um.
Hvort verðþróun næstu ellefu
ára verður eins og áranna, sem
miðað er við, er auðvitað ekki
hægtaðfullyrða neittum. Égfæ
þó ekki séð, að neitt bendi til
þess aö veruleg breyting verði
á, I þessum efnum.
Taflan nær yfir 11 ár af 18 ára
lánstima. Rétt er að skoða
fyrsta og ellefta árið nánar.
Aflatekjur fyrsta árið nema
579 milj. króna. Afborganir og
vextir eru að upphæð 268 milj.
króna, eða 46% af aflaverðmæti.
Þessi upphæð er hærri en
nemur öllum launagreiðslum
útgerðarinnar til áhafnar. 1
töflunni er gert ráð fyrir að 20%
af aflaverðmæti fari til greiðslu
vaxta og afborgana. Meira
getur ekki farið til þeirrahluta.
Vanskil verða þá 153 miljón
króna, eða 26% af aflaverðmæti.
Þegar staðan eftir ellefu ár er
skoðuð, koma eftirtektarverðir
hlutir I ljós.
85% aflans i afborganir
Það ár er aflaverðmæti tog-
arans 5.794 miljónir króna. Af-
borganir og vextir eru að upp-
hæö 4.951 m.kr.,eða 85% af afla-
verðmæti. Þaö er þvi orðið æði
litið eftir til þess að greiöa ann-
an tiikostnað útgerðarinnar, svo
sem laun. Heildarvanskil eru þá
orðin 65.495 miljón króna, eða
um ellefu sinnum meiri en afla-
verðmæti togarans þetta ár.
I ljðsi þessa vona ég aö eng-
inn sé undrandi á þvi, þó útgerð-
arfyrirtæki reyni að kaupa
gömul skip, en ráðist ekki I ný-
smiði. Fiskveiðiþjóð getur ekki
leyft sér að hætta útgerö fiski-
skipa. Þaö er þvi augljóst, að
breyting verður að eiga sér staö
I þessum efnum. Slikt má ekki
dragast.
Si'felldar breytingar á lána-
kjörum sjóöa, eins og Fisk-
veiðasjóðs, eru mjög ámælis-
verðar. Útgeröir búa við mjög
mismunandi kjör, eftir þvi hve-
nær skipin eru keypt. Vegna
þessa eru möguleikar útgerðar-
manna til sölu skipa mjög mis-
jafnir.
Hvað með vanskil
Afkoma þeirra og hvernig til
tekst með útgerðina fer þá fyrst
og fremst eftir þvi, með hvaða
kjörumstofnláneru, en ekki eft-
ir þvi, hvernig staöið er að
rekstrinum eða hversumikið er
aflað. Hvernig fara á aö með þá
aðila, sem taka lán með núver-
andi kjörum, þegar I ijós kemur
að þau eru óviðráöanleg, er mér
hulin ráðgáta. Væntanlega hafa
þó einhverjir visir menn hugsað
fyrir þvl. Ekki er hægt að strika
út svo og svo mikiö af vanskil-
um, eöa hvað? Hverjir eiga að
greiða lánveitendum Fiskveiða-
sjóðs, ef slikt verður gert?
Annar alvarlegur hlutur er aö
ráðstöfunarfé Fiskveiðasjóðs
binst vegna vanskila. Sjóður-
inn verður ófær um að gegna þvi
hlutverki að lána til sjávarút-
vegsins i skynsamlegar fram-
kvæmdir til lands og sjávar.
Fiskveiðasjóður lánaöi árið
1978 til fiskiskipa 10.481 m.kr. Ef
gert er ráö fyrir aö þessi tala ,
hækki eins og aflatekjur I sam-
ræmi viö dollaragengi árin
1974-1978, næstu ellefu árin,
yrðulántilfiskiskipa eftir ellefu
ár um 130.000 m.kr. Þessi upp-
hæö nægir varla til að greiða
uppsöfnuð vanskil tveggja tog-
ara.
Ýmislegtmá finna aö þessum
útreikningum. Verðbólguþróun
getur oröið önnur er gert er ráð
fyrir, þó aö ekki sjáist þess
merki Afli getur aukist o.s.frv.
Slik atriði breyta þó litlu varð-
andi þá niðurstöðu, sem komist
er að hér aö framan. Þegar
framanritað er haft I huga, er
vel skiljanlegt, að erfiðlega
gangi að fá kaupendur aö skip-
um smiöuðum innanlands.
Neskaupstað 1.8.1978
Ólafur Gunnarsson
Ar: Afb. + vextir, Afla- tekjur,
m. kr.: m.kr.
1. 268 579
2. 354 729
3. 471 184
4. 619 1.156
5. 999 1.455
6. 1.313 1.832
7. 1.683 2.306
8. 2.209 2.903
9. 2.895 3.656
10. 3.786 4.602
11. 4.951 5.794
20% Arleg Samsöfnuð
gr. i vanskil vanskil með
Stofn- án 48% dráttar-
fjár- dráttar- vöxtum
sjóð, vaxta, pr. ár,
m.kr. m.kr.: m.kr.:
115 153 153
146 208 434
237 287 929
231 388 1.763
291 708 3.317
366 947 5.856
461 1.222 9.888
581 1.628 16.263
731 2.164 26.233
920 2.866 41.690
1.158 3.793 65.495
Minning
Árni Sveinsson
Fœddur 18. apríl 1960
Dáinn 4. ágúst 1979
Enginn veit ævi sina fyrr en hún
er öll, og það eru vist orð að sönnu
Menn setur hljóða þegar ungt fólk
fellur frá, og viðbrögðin verða
annarleg þegar fráfallið snertir
mann sjálfan. Aðeins 19 ára
gamall er Arni vinur okkar
horfinn yfir landamæri lifsins.
Minningarnar skjótast um hug-
ann sem reikar vlða.
Það var samlyndur hópur þeg-
ar félagarnir á Holtinu söfnuðust
saman, og þótt Arni væru ári
yngri en við flestir, þótti hann
ávallt sjálfskipaður foringi hóps-
ins. Þaö voru fáir eins úrræða-
góðir, snarir og ákveðnir þegar á
þurfti, eins og hann.
Ég minnist sérstaklega eins at-
viks sem skeði eitt vorið. Við fé-
lagarnir höfðum tekiö litinn
trillubát i óleyfi og róið á honum
út frá smábátabryggjunni, sem
þá var nýbyggð. Yngri bróðir
Arna sem var með i förinni féll
útbyrðis og hvarf I sjóinn. Við
sátum allir sem frosnir og gát-
um vart hreyft legg né liö. Við
vorum varla búnir að átta okkur á
orðnum hlut þegar Arna skaut
upp á yfirborðið með yngri bróður
sinn i fanginu. Þannig var Arni
ætið, lét ekki segja sér hlutina
tvisvar, og beiö heldur aldrei boð-
anna þegar hann vissi aö sin var
þörf.
Þrátt fyrir þetta var Arni hljóð-
látur og lét sem minnst fyrir sér
fara.
Sjórinn átti hug hans allan, og
þær urðu ófáar sjóferðirnar
sem hann fór á sinni stuttu ævi.
Það þurfti aldrei neinn að láta
sér leiðast með Arna. 1 nágrenn-
inu var af nógu að taka. Astjörn-
in, hraunið, bryggjurnar og
Hvaleyrin.
Það rann þvi skiljanlega upp
mikil saknaðarstund þegar frétt-
ist i hverfinu að fjölskyldan á
Þúfubarði 1 ætlaði að flýtja aust-
ur á Neskaupstað.
Það vissu allir að þar fóru i burt
góðir nágrannar og góðir félagar.
Ég held ég megi fullyrða að það
gætti lika söknuðar I huga Arna,
og það var erfiður dagur þegar
flutningabillinn kom til aö sækja
húsbúnaðinn.
En engum hafi dottið i hug að
Arni myndi gleyma félögum og
vinum á Holtinu. Hann var varla
kominn austur er fyrstu bréfin
frá honum bárust suður. Við
áttum i ánægjulegum bréfaskipt-
um allan þennan tlma. Árni var
einn þeirra sem gat sagt frá
mörgu I fáum orðum. Þó bréfin
væru ekki ýkja löng, tók langan
tima að lesa þau.
Það fór ekki á milli mála að
hann undi hag sinum vel á Nes-
kaupstað svo og hans fjölskylda
öll.
Þar var hann kominn I enn
meiri snertingu við sjóinn og út-
gerðina en áður. Þeir bræður
hann og Oddur eignuðust fljótlega
litinn trillubát. Sumrin liðu, bát-
arnir stækkuðu. Siðasta vetur var
Arni háseti á einum skuttogara
heimamanna. Hugurinn beindist
að stýrimannaskólanum og hann
hafði eignast góða vinkonu þar
sem Dóra Gerður var. Framtiðin
var þvl björt hjá svo ungum
manni.
Það er af mörgu að taka, þegar
hugsaö er aftur, og þaö sem hér
er fest á blað er aöeins brot af þvi
sem kemur upp i hugann.
Minningin um Arna veröur
aldrei önnur en minning um at-
orkusaman dreng sem kunni öðr-
um fremur að vera góður félagi.
Guörúnu, Sveini, Dóru Gerði og
systkinum öllum sendi ég fyrir
hönd gömlu félaganna samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum
fyrir þá samfylgd i æsku sem við
nutum með slikum dreng sem
Arni var.
Lúðvik Geirsson
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum.
Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við-
gerðir á eldri innréttingum. Gerum við
leka vegna steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bergstaðastræti 33,
simar 41070 og 24613
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍIVII 53468
Kennarar-kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann á Akra-
nesi.
Upplýsingar i sima 93-2012, kl. 9-12 f.h.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Skólanefnd.