Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Höfum
ekki
reiknað
þetta út
segir Kjartan Jóhannsson, sjávarút-
vegsráöh. um lánakjör Fiskveiðasjóðs
— Sannleikurinn er sá aö þaö
er hægt aö fá hvaöa útkomu sem
er meö því aö gefa sér forsendur.
— Þetta var álit Kjartans Jó-
hannssonar sjávarútvegsráö-
herra á útreikningum LltJ um
greiðslubyrði vegna lána ur Fisk-
veiðasjóði.
Eins og komið hefur fram f
Þjóðviljanum þá hefur Ltú látið
reikna út greiðslubyrði vegna af-
borgana og vaxta af Fiskveiða-
sjóðslánum. Er i þeim útreikning
um miðað við skip byggt hér inn-
anlands á þessu ári.
Er það niðurstaða Llú að á
fyrsta ári fari um helmingur afl-
ans i það að greiða vexti og af-
borganir, en eftir 11 ár sé byrðin
komin upp i 85% aflans og að lok-
um dugi ekki allt aflaverömætið
til.
— Kjörin á lánunum eru miðuð
við það að menn skili aftur þvi
verðmæti sem þeir fengu að láni
— sagði Kjartan ennfremur. —
Það er það markmið sem að er
stefnt. — Ráðuneytið hefur þvi
ekki farið ofan i þessa útreikn-
inga, né heldur framkvæmt eigin
útreikninga. — eng.
Sjávarútvegsráöherra hefur ekki
skoöun á þvi hvort þaö er rétt eöa
rangt aö islenskar skipasmiöar
séu i stórhættu.
Matreiðslumenn
Eru óánægðir
með úrskurð
gerðardóms
Geröardómur i deilu Sambands
veitinga- og gistihúsaeigenda og
Félags isl. matreiöslumanna hef-
ur veriö kveöinn upp og er niður-
staöa dómsins sú aö laun mat-
reiöslumanna hækka um 4,1% aö
meöaltali og 25000 króna persónu-
uppbót i desember.
Byrjunarlaun hjá matreiðslu-
mönnum eru eftir þessa breyt-
ingu 204.500 krónur.
Gunnar Sigurðsson vara
form. félags matreiðslumanna
sagði i samtali við Þjóðviljann 1
gær, að matreiðslumenn væru
alls ekki nógu ánægðir með niður-
stöðu gerðardóms. Þeim fyndist
allt of litið tillit hafa verið tekið til
þess að yfirborganir voru tekn-
ar út grundvellinum áður en
dómur var kveðinn upp. Gunnar
sagöi aðhækkunin væri frá 1.61%
til 5.81% eftir starfsaldri og öðru.
Varðandi 25.000 kr. persónu-
uppbótina sagði hann að hún gilti
aðeins fyrir þá sem hefðu 15 ára
starf að baki i matreiðslunni, og
þvi yrði það fámennur hópur sem
fengi þá uppbót. Eitthvað á milli
10 til 15 manns.
Gunnarsagði að lokum að þótt
matreiðslumenn væru alls ekkert
of hressir með niðurstöðu dóms-
ins myndu þeir að sjálfsögöu
hlýöa honum meðan hann væri i
gildi, enda matreiðslumenn lög-
hlýöin starfsstétt.
— lg
Dagskrá
Reykjavíkurviku
1 dag er næst-siðasti dagur
Reykjavikurvikunnar og hefst
dagskrá kl. 16 i Nauthólsvik
með afhendingu viðurkenn-
ingarskjala fyrir siglingar.
Kl. 17 verður farið frá Kjar-
valsstöðum i kynnisferð til
Rafmagnsveitu Reykjavikur
og boðið upp á kaffi i félags-
heimili rafveitustarfsmanna á
eftir. Þar er einnig sýning á
myndum og ýmsu sem tengist
Rafveitunni. Æskulýðsráð
Reykjavikur býður fólki i
bátsferöir i Nauthólsvik kl. 17-
19.
Þátttaka i Reykjavikurviku
er öllum heimil og ókeypis.
Þorleifur Jónsson firkvstj.
Landssambands iðnaðarmanna
Útreikningar
LÍU eru rangir
Þeir gefia sér einfaldar en rangar
Vitlaust reiknaö hjá Ltú — segir
Þorleifur Jónsson framkvæmda-
stjóri Landssambands iönaðar-
manna.
— Viö erum aideilis ekki sam-
mála þessum útreikningum
Ltú—sagði Þorleifur Jónsson hjá
Landssambandi iönaöarmanna.
Agúst Einarsson fulltrúi þeirra
er fljótur að reikna, en gefur sér
jafnan heldur einfaldar for-
sendur. Nú er hann kominn með
nýtt dæmi um það hve óhagstæð
lánakjörin eru, en hann var áður
búinn að reikna út dæmi fyrir
lánakjörin fyrir siðustu breyt-
ingu. Og þeir útreikningar hans
forsendur
voru mjög rangir. Við reiknuðum
þá út og teljum okkur hafa hrakið
þá.
Okkur finnst að hann eigi að
standa við sina gömlu útreikn-
inga áðuren hann hleypur á náöir
nýs dæmis.
Til dæmis um ranga útreikn-
inga i gömlu útreikningunum raá
nefna að 73% lánanna voru þar
gengistryggð. Agúst reiknar með
að þau séu 100% gengistryggð, en
nær lagi er að þau séu 60%
gengistryggð.
Einnig gaf hann sér þar að afla-
verðmætið væri 400 miljónir
króna, en nær lagi hefði veriö að
hafa það 600 miljónir. Hann
reiknaði með 36% dráttarvöxtum,
sem er alveg óþekkt hjá Fisk-
veiðasjóði. Þeir nota allt aðra og
lægri vexti
En við leggjum áherslu á að
hann flýi ekki frá gamla dæminu
óútræddu á náöir nýrra útreikn-
inga— sagði Þorleifur Jónsson.
— eng
Lánakjör Fiskveiðasjóðs:
Útgerdinni ofviða
að mati LlÚ
Þjóðviljinn hefur nú að undan-
förnu fjallað nokkuð um útreikn-
inga Landssambands islenskra
útvegsmanna á greiðslubyrði
vegna afborgana og vaxta af lán-
um Fiskveiðasjóðs til nýbygging-
ar fiskiskipa.
Hefur sýnst sitt hverjum um
réttmæti útreikninganna. LIO
heldur fast við aö útreikningarnir
séu réttir. Fulltrúar iðnaðarins
telja þá ranga.
Sjávarútvegsráöherra hefur
ekki neina skoöun á þvi hvort rétt
eöa rangt er meö forsendur eöa
útreikninga fariö.
Til glöggvunar lesendum birt-
um við að nýju töflu þá sem er
meginuppistaðan i útreikningum
LÍÚ. 1 henni kemur fram að af-
borganir og vextir á 11. rekstrar-
ári skips eru 4.951 miljón, en afla-
verðmæti 5.794 miljónir. 85 fara
þvi i afborganir og vexti.
Útreikningur á 1.500m.kr. láni frá Fiskveiöasjóði Islands m.v hín nýju iánakjör:
20% Arleg
gr. i vanskil Samsöfnuð
Stofn- án vanskil með
Afb. 4- Afla- fjár- dráttar- 48% drátt-
vextir; tek jur; sjóð; vaxta; arvöxtum pr.
m.kr.: Ar: m.kr.: m.kr.: m.kr.: ár; m.kr.:
1. 268 579 115 153 153
2. 354 729 146 208 434
3. 471 918 184 287 929
4. 619 1.156 231 388 1.763
5. 999 1.455 291 708 3.317
6. 1.313 1.832 366 947 5.856
7. 1.683 2.306 461 1.222 9.888
8. 2.209 2.903 581 1.628 16.263
9. 2.895 3.656 731 2.164 26.233
10. 3.786 4.602 920 2.866 41.690
11. 4.951 5.794 1.158 3.793 65.495
í leit að skipsflaki í Kollafirdinum
Hjónin Nikki Williams og
Steven Williams vöktu óneitan-
lega forvitni blaðamanna Þjóö-
viljans, þar sem þeir sáu til
þeirra innan um alls kyns
köfunarbúnaö niöri á einni
Grandabryggjunni i gær.
Þau hjónakorn sögðust vera á
leið upp i Kollafjörð, þar sem
ætlunin væri að kafa eftir gömlu
skipsflaki, sem ætti að liggja þar
á mararbotni.
Ekki voru þau viss um af hvaða
skipi flakið væri, en nokkuö örugg
samt að ekki fyndist þar neinn
fjársjóðurinn. Nikki og Steven
eru frá bænum Selby á Englandi,
en hér hafa þau dvalist i rúmar
tvær vikur, hjá islensku
kunningjafólki slnu.
Þau höfðu komið til Borgarness
i siðustu viku og köfuðu þar i sjón-
um, auk þess sem Steven kafaöi
undir Fjallfoss fyrir stuttu til að
kanna skemmdir á botni og tók
myndir i leiðinni. Þau hjónin voru
ánægð með dvöl sina hér, en utan
ætla þau aftur eftir helgina.
-ig
Þau Nikki og Steven Williams á Grandanum
Kollafiröinum.
i gær áöur en lagt var af staö I köfunarleiöangur á
Mynd—Leifur