Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ágúst 1979
Umsjón: Magnús H. Gislason
Aflabrögð á
Vestfjörðum
í júní 1979
Togararnir og línubátarnir, sem stunduðu grálúðu-
veiðar, voru almennt með góðan afla en afli hand-
færabátanna var yfirleitt fremur lélegur. Afli drag-
nótabáta og netabáta var mjög misjafn, en þannig
segist Vestfirðingi frá.
í lok júni vorugerðir út 132 bátar til bolfiskveiða frá
Vestf jörðum, 95 (111) með handfæri, 15 (16) með línu,
14 (12) með botnvörpu, 5 (8) með dragnót og 3 með net.
Heildaraflinn í mánuðinum var 6.666 lestir,6.356
lestir á sama tíma i fyrra. Er af linn á sumarvertíðinni
þá orðinn 9.178 lestir en var 9.384 lestir í lok júní í
fyrra.
Aflinn í einstökum
verstöðvum
Patreksf jöröur:
Guðmundur ÍTungu,tv.................................. 204,0 3
Birgir '1............................................. 99,1 3
Gylfi 1............................................... 48,7 1
Jón Júli, dr........................................ 35,4 6
Dofri 1............................................... 40,0 1
Fjóla.dr.............................................. 11,8 4
20handfærabátar...................................... 141,0
Tálknafjöröur:
Tálknfiróingur, tv................................... 442,0 4
Frigg 1,.............................................. 29,3 1
Birgir 1.............................................. 16,7 1
Bildudalur:
HelgiMagnússon,dr..................................... 31,0 6
2dragnótabátar ...................................... 14,7 6
Pilot.f............................................... 21,6 5
6færabátar............................................ 29,0 22
SigureySI, tv......................................... 15,3 1
Þingeyri:
Framnes eitt, tv..................................... 567,3 4
Framnes tvö, L........................................ 38,3 2
Sfærabátar............................................ 44,0
Flateyri:
Gyllir, tv........................................... 437,3 4
Sif 1................................................. 44,3 18
Sóley.tv.............................................. 35,0 5
Asgeir Torfason, f.................................... 14,3 7
Þorvaldur,f........................................... 11,4 11
8færabátar............................................ 32,6 51
Bolungarvik:
Dagrún, tv........................................... 650,9 4
Heiðrún,tv........................................... 222,5 2
Jakob Valgeir 1....................................... 84,4 4
Páll Helgi, tv........................................ 26,1 6
Haukur 1S-195 ........................................ 16,7 8
Olver.f................................................10,1 20
Snæbjörn,f............................................ 10,1 20
11 færa-, linu-og togbátar ........................... 61,4
Suðureyri:
Elin Þorbjarnardóttir, tv
Kristján Guðmundsson 1
Sigurvon 1.............
Ingimar Magnússon, f. ..
llfærabátar............
lsafjörður:
Guðbjörg,tv......................................... 653,4 4
PállPálsson.tv...................................... 512,1 3
Guðbiartur, tv...................................... 304,3 2
Orri 1.............................................. 124,7 2
Vikingur III 1...................................... 123,9 2
Arinbjörn,tv......................................... 52,9 1
20færabátar........................................... 99,1
Súðavik:
Bessi tv............................................ 392,5 3
Hólmavik:
Sæbjörg,n.............................................. 44,5
Asbjörg, n........................................... 17,5
Donna,f................................................ 12,1
6færabátar............................................. 33,3
Framanritaðar aflatölur eru allar miðaðar við slægðan fisk.
Aflinn í hverri
verstöð í júní 1979 1978
Patreksfjörður..................................... 580 719
Tálknafjörður...................................... 488 195
Bildudalur ........................................ 112 151
Framhald á 14. siðu
536,2 4
42,5 1
26,0 1
24,3 10
51,9 67
Garðyrkjuskólinn að Reykjum 40 ára
Afmælisdagskrá
A þessu ári eru fjörutíu ár siðan
Garðyrkjuskóli rikisins tók til
starfa, en skólinn var vigður á
sumardaginn fyrsta árið 1939, af
þáverandi landbúnaðarráðherra
Hermanni Jónassyni.
1 tilefni af þessum timamótum
verður haldin garðyrkjusýning á
Reykjum i samvinnu við öll
félagssamtök garðyrkjumann,
Skógræktarfélag Reykjavíkur og
Skógrækt rikisins, dagana 19.-26.
ágúst n.k..
Garðyrkjusýningin verður opn-
uð meö nemenda- , kennara- og
starfsmannamóti og boðsgestum
laugardaginn 18. ágúst kl. 14.
Meðal dagskráratriða verður:
Hátiðarræða Grétars J. Unn-
steinssonar, skólastjóra.
Avarp Steingrimur Hermanns-
son, landbúnaðarráðherra.
Saga Reykja. Þórður Jóhanns-
son, kennari.
Unnsteinn ólafsson. Minning.
Ávörp og kveðjur.
Staðurinn og sýningin skoðuð.
Kaffiveitingar i nýja skóla-
húsinu.
Fundur i Nemendasambandi
Garðyrkjuskólans kl. 17.30.
Um kvöldið verður dansleikur i
Hótel Hveragerði fyrir nemend-
ur, kennara og starfsmenn skól-
ans fyrr og nú og boðsgesti. Sá
dansleikur mun hefjast kl. 21.00.
Stjórnandi kvöldsins verður
Emil Gunnlaugsson, garðyrkju-
bóndi.
Halldór Pétursson spyr:
Er of mikið vinnu-
álag á fslandi?
í gær birtist hér á síðunni
fyrri hluti greinar eftir
Halldór Pétursson, er hann
nefnir: Er of mikið vinnu-
álag á íslandi. Var þar
m.a. f jallað um kreppuár-
in. Hér.fáum við þá síðari
hluta greinarinnar:
Haldið á Hornstrandir
Það, sem varð mér og minu
heimili til lifs, lifs sem ekki glat-
aðist með öllu, var að ég lenti i
sumarvinnu norður á Horn-
ströndum. Þar var löngum griða-
staður glæpamanna. Þar voru
menn.sem mér likaði, jafnvigir
til munns og handa. Svona getur
einangrunin stundum bjargað.
Það voru aðeins höfðingjar þar
fyrrum, sem gerðust brennu-
vargar og djöflar, samvaldir is-
lenskir og útlendir.
Allt var þetta mikil reynsla en
þó ekki eftir henni séð nú. Með
þessu tókst mér að varðveita eitt-
hvað, sem ég vildi ekki missa og
hefur að sumu leyti tekist að
varðveita, þótt hagur minn batn-
aði.
i stjórnarráðið
Þó er ekki fritt við að kulda-
hrolls kenni stundum þegar hug-
urinn hvarflar til þessara ára.
Margir ágætir menn bortnuðu
niður og urðu gamalmenni um
fertugt.
Stundum tókst að fá menn i
Skýlinu til að gana upp í Stjórnar-
ráð. Þó fækkaði ótt á leiðinni. Við
biðum svo þarna við dyrnar þvi
ráðherra kom oft ekki nema til að
hengja upp hatt sinn og frakka,
enda talinn svo gáfulegur, að ekki
þyrfti annarra ráða til. Svör feng-
ust ekki önnur en peningaleysi.
Þó skaust einu sinni fram, að
ekki væri það betra i Rússlandi.
Skaut þá einn þvi aö hvort ekki
væri best að halda sig viö þennan
eyjarskika meðan við værum hér.
Lauk svo þvi viðtali.
Sumir hafa aldrei getað útvatn-
ast. Ennþá er til fólk, sem hitnar i
hamsi við orðeggjan Einars 01-
geirssonar, Aðalheiðar Bjarn-
SÍÐARI
HLUTI
freðsdóttur og fleiri. Þögnin um
suma okkar bestu brautryðjendur
er óhugnanleg. Þegar mikið á að
ske virðast nöfn þeirra hafa lent i
svörtu plasti.
Hervinnan
Það var lika mikil reynsla að
vinna i hervinnunni. Þá virtust
flestir hafa gleymt verkalýðs-
hreyfingu. Þar voru þó menn,
sem töldust róttækir, en harðlok-
aðir. „Hvern andskotann eigum
við að gera með verkalýðsbar-
áttu”, æptu sumir, „þegar slegist
er um hvern mann i vinnu?”
Þarna byrjuðu hin svonefndu
vinnusvik. Unglingar, fast að tvi-
tugu, sem þarna unnu, héldu að
þetta væri hin eiginlega vinna,
höfðu aldrei áður fengið að taka
handtak. Að skila ilia sinni vinnu
er besti vatnskrafturinn á myllu
atvinnurekenda, en brotalöm á
eigin sjálfsvirðingu. Sá, er skilar
vel sinni vinnu, brýtur skarð í
viglinu atvinnurekendavaldsins.
Okkar forna og nýja menning
stendur og fellur með þvi að hún
tengist sterkum böndum. Falli
slikt fyrir róða er vá fyrir dyrum,
sem enginn peningur getur úr
bætt. Maðurinn verður eins og
flaðrandi hundur, sem ekki tekur
eftir þvi þótt sparkað sé i hann.
//Vonda" bókin
Eftir að ég skrifaði bókina
„Kreppan og hernámsárin” var
mér stundum þröngt um hjarta.
Ég sendi Þjóðviljanum hana en
þar kom ekki orð en Einar 01-
geirsson skrifaði um hana góðan
ritdóm i Rétt.
Ég var svo i ein tvö ár að
grennslast eftir þvi hvað af for-
ystumönnum i verkalýðshreyf-
ingunni hefðu lesið hana. Sumir
höfðu ekki heyrt hennar getið.
Þetta er kannski vond bók en er
þó skrifuðaf manni,sem lifði alla
kreppuna og vann lika hervinn-
unni, háði sitt 12-14 ára strið á
þessum vigstöðvum. Engin bók
önnur hefur verið skrifuð um
þetta timabil af manni, sem hafði
sinar eigin heimildir. Það hefði
verið allt i lagi að skrifa skammir
um bókina, en að reyna að þegja
hana í hel er önnur saga. Sjálf-
sagt kemur hún einhverntima út
aftur þegar ræður stærri manna
eru gleymdar.
Bók þessi er sönn því að menn
höfðu ekki imyndunarafl til að
auka neinu verra við. Aftur á
móti er ekki von að þeir, sem ekki
stóðu beint i eldinum, geri sér
grein fyrir lifi þeirra, sem mest
þrengdi að.
Það væri þarft verk að skrifa
um ævi okkar bestu verkalýðs-
leiðtoga, sókn þeirra og vörn.
Með þvi gæti kannski hafist ný
sókn á vigvelli verkafólksins.
Halldór Pétursson.
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verötilboð
SÍMI 53468