Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 16
Föstudagur 17. áglist 1979
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simurn: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348.
G81333
Kvöldsímí
er 81348
Slökkviliðið á Keflavíkutflugvelli:
Notar mikíð af
olíu yið æfíngar
Kann að menga vatnsból Keflvikinga sem eru skammt
undan œfingasvæðinu
Þó grunnvatnskerfi Suður-
nesja sé miklu viökvæmara en
gerist annars staðar á land-
inu, er fariö gáleysisiega með
oliu innan girðingar herliðsins
á Kefla vlkurvelli. Vitað er að
fyrír fáeinum árum menguö-
ust þar borholur af oliu og
oliumengun kom fram i vatni
hjá fiskvinnsluhúsi i Keflavik
sem varð að leggja niður bor-
holu af þeim sökum. Enn hafa
ekki verið gerðar viðeigandi
varúðarráðstafanir, og kunn-
ugt er aö einhver olíumengun
stafar frá slökkviliðinu á
Keflavikurvelli sem notar
mikið magn af oliu við æfingar
sinar. — Málið er þvi alvar-
legra, að æfingasvæðið er á
einum hæsta staönum innan
Vallargirðingar og skammt
frá eru aðalvatnsból Keflvik-
inga.
Æfingar slökkviliðsins á
Keflavikurflugvelli fara þann-
ig fram, að oliu er úðað á sér-
staka æfingavél sem er staö-
sett á steyptri þrd. Hins vegar
er oliunni sprautað með mikl-
um þrýstingi og óhjákvæmi-
lega úðast nokkuð af henni
langt út fyrir þróna. Þegar
blaðamenn Þjóðviljans könn-
uðu svæðið i gær var talsverð
oliubrák i henni, og viða gætti
oliusmitaðs jarðvegs langt út
frá þrónni. Þó var augljóst að
nýbúið var að ýta jarðvegi i
kringum hana, en viða kom þó
oliusmit ljós. Við flugvélar-
fla k s em lá u m 30-40 metr a frá
þrónni var oliulöður á jörð-
unni.
Þegar blaðamenn komu á
staðinn var verið að hækka
veggina umhverfis þróna, og
búið að koma fyrir afrennsli
úr henni i tanka sem lágu
grafnir skammtfrá. Sá útbún-
aður virtist þó ekki i sem bestu
lagi, frárennslispipa var
sprungin og olia i kringum
hana.Umhverfis tankinn sem
oliuúrgangurinn á að renna I
var jafnframt rækilega oliu-
borinn jarðvegur sem bendir
til þess að ekki fari öll olian i
tankinn. Þá má geta þess, að
þó þróarbotninn sé steyptur er
ekki vist hversu vel hann held-
Framhald á 14. siðu
Bruninn i Þingholtsstræti:
Grunur um íkveikju
— Jú, þaö er rétt, að sakadómur
Reykjavikur hafnaði kröfu okkar
um gæsiuvaröhald, en sú niður-
staða breytir I rauninni engu, —
sagði Þórir Oddsson vararann-
sóknariögreglustjóri rikisins, i
viötali við Þjóðviljann I gær.
Einsog fram hefur komið i
fréttum leikur grunur á að brun-
inn i Þingholtsstræti 23 hafi verið
af manna völdum. Rannsóknar-
lögregla rikisins gerði kröfu um
þaö i fyrradag að ákveðinn maður
yrði settur i gæsluvarðhald vegna
máls þessa, en þeirri kröfu var
synjað I sakadómi Reykjavikur.
— Ég geri ráð fyrir að dómar-
inn hafi lagt annað mat en við á
þau rök sem við lögðum fram, og
ekki talið næga ástæðu til varð-
haldsins. Stundum orkar það tvi-
mælis hvort gögnin séu næg, og er
þá látið reyna á það. Þetta breytir
hinsvegar engu i sambandi við
rannsóknina, henni verður haldið
áfram af fullum krafti, — sagði
Þórir.
—ih
Siðdegis I gær var Rainbow Warrior, skip grænfriöunga, viö mynniHvalfjaröar. (Mynd: Leifur)
Grænfriöungarfrjálsir ferda sinna?
Lögbanniö gOdir ekki
gagnvart núverandi áhöfn, segir Þröstur Sigtryggsson
hjá Landhelgisgœslunni
,,I mlnum augum er ekki
nokkur vafi á þvi, að lögbannið
sem var sett gegn Rainbow
Warrior fyrr i sumar, er ómerkt
að minnsta kosti hvaö snertir
þessa áhöfnsem núer á skipinu,
An undangengis málareksturs
getum viö þvi varla tekið Rain-
bow Warrior og skipverja þess
höndum á hafinu, ef til truflandi
aðgerða kemuraf þeirra hálfu,”
sagði Þröstur Sigtryggsson hjá
Landhelgisgæslunni, þegar
blaðamaður Þjóðviljans spurði,
hvort Gæslan myndi gripa til
aögerða gagnvart Greenpeace
ef samtökin framfylgja hót-
unum sinum um að trufla
veiðar hvalbátanna.
Þröstur skýrði þessi ummæli
sin þannig, að lögbannið sem
sett var I sumar, beindist gegn
þáverandi skipstjóra og leið-
angursstjóra, þeim Peter
Misson og David McTaggart
sem og áhafnarmeðlimum er
þeir réðu. Nú væri hvorugur
þeirra heiðursmanna um
borö.og þvi kvað Þröstur að svo
yrði að lita á málin, að áhöfnin
væri ekki heldur ráðin af þeim.
Hann sagði að frá sinum bæjar-
dyrum séð gilti þvi lögbanniö
ekki um núverandi áhöfn Rain-
bow Warrior. Þegar blm. spurði
hvort það þýddi að Greenpeace
gæti haldið uppi truflunum á
veiðum án þess að Gæslan gripi
inn i, sagði Þröstur að að
minnsta kosti yrðu andsvör
hennar tæpast á grundvelli lög-
bannsins.
Þess má geta aö skv. upp-
lýsingum Gæslunnar lét Rain-
bow Warrior reka útaf Hvalfiröi
um kl. 17 I gær. Hvalbátur sigldi
framhjáskipinu millikl. 15 og 16
en Grænfriðungar höfðu ekki
uppi tilburði til að elta hann á
miðin.
—ÖS
A „æfingavélina” i þrónni sprautar slökkviliðið á Keflxvikurflugvelli
oliu, sem berst i einhverju magni út fyrir svæðið. Viða'gat að Ifta oliu-
brák og oliusmit I jarðvegi þegar Þjóðviljinn kom á vettvang.
Ijósm. —eik
Norðmenn:
Hafa veitt um
80.000 lestir
Líklegast fer heildarafli þeirra
eitthvað yfir 100.000þús. tonn
I gær tilkynnti norska sjávar-
útvegsráðuneytið að norski
loðnuflotinn við Jan Mayen væri
búinn að veiða 78.565 tonn.
1 flugi Landhelgisgæslunnar i
fyrradag sáust um 40 norsk
loðnuveiðiskip.en skyggnivarþá
mjög slæmt vegna þoku. Skipin
voru þá um 60 sjómilur VNV af
Jan Mayen. Ekkert landhelgis-
flug var yfir svæðið i gær en gert
er ráð fyrir að fljúga aftur i dag.
Fastlega má búast við að milli
30 og 40 norsk skip séu enn á
veiðum viö Jan Mayen, en eins
og komið hefur fram i fréttum
hefur norska rikisstjórnin skipað
svo fýrir að veiðarnar verði
stöðvaðar á morgun, iaugardag.
Hins vegar mega þau skip sem nú
eru á leið á miðin eða eru ný-
komin þangað stunda veiðar fram
á mánudag.
Það er þvi ekki óeðlilegt að
reikna með að afli Norðmanna
við Jan Mayen verði um 100 þús.
tonn og jafnvel riflega það, ef
norski flotinn á annað borð hlýðir
kalli stjórnvalda.
-lg
Botnfiskur:
70.000 tonna
meiri afli
en á sama tima i fyrra
Heildarbotnsfiskaflinn i júii var
samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags Islands 56.094 tonn, en
var á sama tima i fyrra 51.121
tonn. Aflaaukningin er nærri 5000
tonn og kemur þar helst til afla-
hrotan mikla út af Horni.
Heildaraflinn er þá orðinn á
þessu ári 406.051 tonn en var á
sama tima i fyrra 331.947 tonn.
Aflaaukning um nærri 70.000
tonn.
Mestur bátaafli barst á land á
Suövesturlandi eöa 8.339 tonn sem
er rúmlega 200 tonnum minna en
á sama tima i fyrra.
Mestur togaraafli barst einnig
á landá Suðversturlandieða 16.044
tonn, en i fyrra bárust á landM
júli frá togurum 11.052 tonn.
Enginn loönuafli var I mánuö-
inum enda sumarveiðarnar ekki
byr jaðar, en i júli i fyrra veiddust
28.448 tonn af loðnu, en þá byrjaði
vertiðin 15. júli.
324 tonn af sild veiddust á mán-
uðinum eða nærri jafn mikið og á
öllum fyrri hluta ársins i fyrra.
Helmingsaukning varð á rækju
miðað við sama tima i fyrra en nú
fengust um 623 tonn. Aftur á móti
minnkaði humaraflinn um
helming og fengust ekki nema 456
tonn af humri I mánuðinum og
kenna sjómenn miklum kulda i
sjónum fyrir austan um.
Litið veiddist einnig á kol-
munnavertiðinni, en þrjú skip
stunduðu þær veiðar i mánuðin-
um djúpt út af Austfjörðum.
Fengu þau 8.226 tonn i mánuðin-
um, en i fyrra fengust i júli 12.337
tonn af kolmunna.
— «g