Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. ágúst 1979 'ÞJÓÐVILJINN — StOA 7 Hvað viðvíkur þeirri staðhæfingu að samningar okkar haldi stórum hópi leikara utan leikhúsanna þá vísum við þvf algerlega á bug. Þessi laun eru ekki til að lækka þau og nánast um aftur- hvarf til áhugamennsku í leiklist væri það gert. Gisli Alfreðsson, formaöur FlL. Stefna og störf FÍL aö leiklistarmáluin Herra ritstjóri! t blaöi yöar 10. ágúst s.l. ritar Jón Viðar Jónsson grein um málefni leikara og kemst hann þar að furðulegum niðurstöðum byggðum á getgátum og hugar- flugi og sem eiga ekki við nein rök að styðjast, en um leið bregst hann þeirri sjálfsögðu skyldu blaðamanns að leita sér haldbærra upplýsinga hjá rétt- um aðilum. Ekki tel ég ástæðu til að elta ólar við allar þær fáránlegu staðhæfingar Jóns um ástandið innan Félags islenskra leikara, en tel þó rétt, að fram komi eft- irfarandi til skýringar á stefnu og störfum F.t.L. að leiklistar- málum. Aðalbaráttumál F.t.L. er aukinn vegur leiklistar i land- inu. Það var fyrst og fremst vegna baráttu F.Í.L., að Leik- listarskóla tslands var komið á fót. F.t.L.; hefur eftir mætti stuðlað að fjölgun leikara við leikhúsin i Reykjavik, stuðlað að fjárveitingum m.a. til Leik- félags Akureyrar og Alþýðu- leikhússins, auk annarrar leik- listarstarfsemi. Þá hefur félag- ið krafist aukinna atvinnutæki- færa fyrir meðlimi sina i hljóð- varpi og sjónvarpi og m.a. verð- ur nú athugað i haust, hvort grundvöllur er fyrir fastráðn- ingu leikara við Rikisútvarpið. 1 leiklist er þörf fyrir fólk af öllum aldursflokkum og hafa ungir leikarar fengið mörg tækifæri á undanförnum árum, þótt þau mættu vissulega vera fleiri og F.l.L. hefur eftir mætti stuðlað að auknum tækifærum þeirra. Sem dæmi má nefna, að fyrir nokkrum árum var félagið opnað fyrir nýútskrifuðum leik- urum, en áður þurftu þeir að biða i þrjú ár og hafa leikið sex hlutverk til að öðlast inngöngu i félagið og styrktist staða ungra leikara til muna við það. Þá var árið 1974 gengið frá kjarasamn- ingum fyrir leikara, sem spanna launakjör leikara, allt frá þvf þeir leika sitt fyrsta hlut- verk og upp úr. T.d. eru mánað- arlaun C-leikara, sem er að leika sitt fyrsta hlutverk i Þjóð- leikhúsinu, kr. 197.798 á æfinga- timabilinu eftir kaupgjaldinu i dag. Leikari með sex ára starfs- reynslu fengi kr. 275.528. Eftir að æfingatimabili lýkur fara leikarar á sýningarlaun, en mánaðarlaun falla niður og eru lægstu sýningarlaun um kr. 18.000, en þau hæstu um kr. 25.000. B-leikari á fyrsta ári er i 9. launaflokki rikisstarfsmanna, en eftir 6 ára starf kemst hann í 15. launaflokk, en hærra getur B-leikari ekki komist, nema hann verði ráðinn á A-samning, en þangað hefur enginn B-leik- ari komist s.l. 7 ár. Þá vil ég svara þeim spurn- ingum. sem Jón beinir til F.l.L. i lok greinar sinnar: 1. „Ráða þrýstihópar leikara meiru i málum leikhúsanna en þeir sem eiga að stjórna þeim að forminu til?” — Þessu vil ég svara á þá leið, að það kynni aö vera, en hins vegar er F.I.L. ekki notaö sem tæki i þeirri bar- áttu. Yfirleitt rikir einhugur á fundum félagsins; þó ágreining- ur geti stundum verið um leiðir, eins og eðlilegt er, tel ég, að allir séu einhuga um markmið fé- lagsins. 2.,,Eða hvernig stendur á þvi að samningsfyrirkomulagi, sem heldur stórum hópi leikara utan atvinnuleikhúsanna, skuli ekki þegar i stað breytt?” — t F.t.L. eru um 160 leikarar, tæplega 70 þeirra hafa fulla atvinnu af leik- list og eru þeir i öllum aldurs- flokkum, eins og þeir 90, sem ekki hafa fulla atvinnu af leik- list, þannig eru hlutfallsleg at- vinnutækifæri ungra félags- manna ekki færri en hinna eldri, en við þá hlið málsins fær félag- ið litið að gert, þar sem fram- boð hlutverka fer eftir leikrit- um, sem valin eru til sýninga,og kröfum höfunda til aldurs, útlits ofl. þ.h. — Hvað viðvikur þeirri staðhæfingu, að samningar okk- ar haldi stórum hópi leikara ut- an leikhúsanna, þá visum við þvi algerlega á bug. Eins og að framan má sjá eru þessi laun alls ekki til þess aölækka þau.— Rétt er, að fram kom krafa frá Þjóðleikhússtjóra um aö lækka þessi laun; var fundað um málið með ungum leikurum sjálfum og henni hafnað. 3. ,,Af hverju hefur Félag is- lenskra leikara ekki sinnt um- leitunum Þjóðleikhússtjóra um sveigjanlegra samningsfyrir- komulag?” — Ég held, að Jón misskilji það, að þegar talað er um „sveigjanlegra samnings- fyrirkomulag” -eigi það við um það, að leikhúsin geti veitt fleiri ungum leikurum tækifæri. Þetta orðalag hefur i umræðum milli samningsaðila einungis átt við almenn ákvæði i samningum um tilhögun vinnu, en ekki laun. Okkar samningar eru þeir „sveigjanlegustu” á Norður- löndum, bæði hvað viðkemur vinnutilhögun og ráðningar- formi. Og yfir þessum samning- um hvilir engin leynd, þvi bæði eru þeir gefnir út i blaði BSRB „Asgarði”, svo og fjölritaðir af F.l.L. og sendir öllum félags- mönnum; auk þess lætur fjár- málaráðuneytið fjölrita þá lika. 4. „A þessi afstaða sér fleiri skýringar en eiginhagsmuna- stefnu ákveðins hóps innan leik- arastéttarinnar?” — „Þessi af- staða”, sem Jón gefur sér, er sennilega hvergi til nema i hans hugarheimi. Ég vil ekki kannast við eiginhagsmunastefnu ákveðins hóps innan leikara- stéttarinnar, þó ég kannist vissulega við hagsmunastefnu leikarastéttarinnar allrar. Hlut- ur leikara i leikhúsunum hefur versnað með árunum, þannig að hlutfallslega rennur nú minna fé til launa leikara en til annarra, sem að leiksýningum starfa, af þeirri fjárveitingu, sem veitt er til leiklistar, en áður var. Og hlutfallslega eru islenskir leik- arar nú með lægri laun en starfsbræður þeirra á Norður- löndum, og er það vissulega baráttumál okkar að færa það i betra horf. Að lokum vil ég taka það fram, að þeir ungu leikarar, sem nú eru að útskrifast úr Leiklistarskóla Islands eftir þriggja ára nám, að viðbættu einu ári i Nemendaleikhúsi, auk reynslu þeirra allflestra i Al- þýðuleikhúsinu, hafa fyllilega sannað það, að þeir eru vel að þessum lægstu samningum F.I.L. komnir og hljótum við að berjast fyrir því að þessi laun verði hækkuð, enda hefur Leik- félag Reykjavikur fallist á þá kröfu okkar og greiðir leikara i fyrsta hlutverki á æfingatima- bili i mánaðarlaun kr. 214.647 á meðan Þjóðleikhúsið greiðir kr. 197.798. — Að lækka þessi laun væri nánast afturhvarf til áhugamennsku i leiklist, nema að það sé draumur Jóns Viðars og þeirra, sem hann telur sig vera talsmann fyrir i grein sinni. Með þökk fyrir birtinguna, Gisli Alfreðsson formaður F.Í.L. FRÁ ÍBÚASAMTÖKUM ÞINGHOLTANNA Eftirmáli við bruna að Þingholtsstræti 23 tbúasamtök Þingholtanna hafa um alllangt skeið unnið að þvi að fá afnumda tvístefnu á götu- spottanum milli Bókhlöðustlgs og Spitalastigs, — þótti okkur sem viðbrögð borgaryfirvalda við þessari sjálfsögðu beiðni yrðu einskonar prófmál á samstarf I- búasamtakanna og borgaryfir- valda á sviði gatnamála I fram- tiðinni. Það er skemmst frá að segja, að umferðarnefnd Reykja- vikurborgar tók óskir okkar fyrir og gaf jákvæða umsögn. Það þýðir væntanlega, aðfram- kvæmdin á ekki að vera vand- kvæðum bundin. Siðan fer málið til borgarráðs og þar slátrar „vinstri meirihlutinn” tillögum okkar. Okkur sem höfum starfað aðumferðarmálum á vegum ibúa* samtakanna þykir hart að una því aðlýðræðið sé þannig fótum troð- íð. Eða hver getur betur sagt um ástand mála en það fólk sem býr við umtalaðar götur? En þrátt fyrir undirskriftir og bréf var erindi okkar neitað. Þingholtsstræti 23 brennur og spottinn kemst óvænt i fréttir Siðastliðið sunnudagskvöld kemur upp eldur i húsi nr 23 við Þingholtsstræti. Eldurinn var orðinn mjögmagnaður.húsiðnær alelda þegar slökkvistarf hófst. Við vorum þarna nokkur úr Ibúa- samtökunum með þeim fyrstu á vettvang af þeirri einföldu ástæðu að við búum i næsta húsi. Okkar fyrsta verk eftir að hafa hringt á brunaliðið var að fara Ut á götu og koma bilum i burt sem hafði bók staflega verið lagt við brennandi húsið. Og þar með er umdeildur spotti kominn aftur i fréttirnar. Við staðhæfum nefnilega að það umferðaröngþveiti,sem rikir ein- mitt á þessum stað, átti stóran þátt i að tefja slökkvistarfið. Við leyfum okkur að vitna beint i varaslökkviliðsstjóra: „Gunnar varaslökkviliðsstjóri kvartaði mjögundan þvi að erfitt hafi ver- ið að komast að húsinu er meira liðvarkallaðástaðinn vegna bila og fólksfjölda á nærliggjandi götum.” Núer rétt aðbenda á það að bruninn áttisér alls ekki stað á þeim tima dags sem mest er um- ferð um spottann umdeilda. Hvernig hefði slökkviliðinu þá gengið að komast að hinu brenn- andi húsi? Við eigum bágt með að trúa öðru en þeir aðilar, sem felldu erindi okkar i borgarráði, hafi vonda samvisku þessa dag- ana. Falsar slökkviliðið bækur sinar? Á fundi sem, umferðarnefnd samtakanna hélt kvöldið eftir brunann, lýstu fundarmenn yfir undrun sinni á þeirri fullyrðingu að slökkviliðið hafi verið þrjár minútur á staðinn. Jafnvel Dag- blaðið sem á sinum tima gagn- rýndi fréttaflutning erlendra aö- ila ifiskveiðideilunni viðBreta sér enga ástæðu til að rengja „bækur slökkviliðsins”. Ja, það eru merkilegar bókmenntir þaö. Félagarokkar i ibúasamtiSkunum fullyrða að liðnar hafi verið allt aðtiuminútur.ef ekki meira,þar til slökkviliðið kom á staðinn og talað er um fimmtán minútur þar til slökkvistarf hófst af fullum krafti. Eins og áður er sagt er augljóst að umferð bila og manna tafði slökkviliðið. Við skiljum hins vegar ekki hvaða ástæðu slökkviliðsmenn hafa til þess að vera að rugla með þrjár minúturnar. Sérstaklega viljum við i ibúasamtökunum undir- strika af hve miklu fumleysi og vaskleik slökkviliðsmenn gengu fram. Enda var eldurinn slökktur á skömmum tima. A hinn bóginn verður að draga lærdóma af bruna sem þessum, og ef eitthvað á að lærast þá verðaallar stað- reyndir að vera á hreinu. Okkur i ibúasamtökunum þykir sýnt að öryggismál séu ekki i nógu góðu lagi i hverfinu. Hvað hefði t.d. gerst hefði húsið sem brann verið fullt af fólki I stað þess að standa autt? Hvað hefði gerst ef brunnið hefði á þeim tima þegar mest er umferðin á spottanum, og i þokkabót hefði verið austan rok. Það er álit okkar að öryggismál hverfisins þurfi að endurmeta, bæði með tilliti til aukinnar um- ferðar um hverfið og aukinnar búsetu barnafólks. Nr 23 hefur brunnið áður og hér á næstu slóð- um hafa brunnið mörg hús. Okkur þykir þvi vera kominn timi til að þessi mál séu endurskoðuð. Þá þætti okkur fróðlegt að fá að heyra eitthvað frá slökkviliðs- stjóra eða varamanni hans, um það hvort lið þeirra hefúr nóg vatn ef hér yrði stórbruni. Við heyrðum nefnilega ekki betur en að slökkviliðsmenn kvörtuðu undan vatnsleysi. Og hvers vegna, með leyfi að spyrja, var brunahariinn við húsið nr 23 ékki notaður fyrr en-á lokastigi slökkvistarfsins? Stefna borgarstjórnar Það er yfirlýst stefna borgar- stjórnar að stuðla að aukinni bú- setu i gömlu hverfunum. En við fáum ekki séð að þeir háu herrar sem ráða málum meti það mikils að fólk setjist að i gamla bænum. Alla vega hefur engu verið hnikað til i umferðarmálum þrátt fyrir bænaskjöl og bréf. En á sama tima og við erum að drukkna i umferð, sem er hverfinu alls óviðkomandi, er verið að leyfa ný fyrirtæki i hverfi okkar sem allir vita að kalla á aukna bilaumferð. Okkur virðist þvi sem stafna borgarstjórnar um að auka og þétta byggð i gömlu hverfunum hafi ekki verið hugsuð til enda. Að lokum viljum við skora á ráðamenn I umferðarnefad, i um- ferðaráði, hjá Þróunarstofnun Reykjavikurborgar, i borgar- ráði og borgarstjórn að skoða nú hug sinn. Eigum við sem byggjum gamalt hvevfi ekki sama rétt og aðrir borgarbúar til nokkurs öryggis og næðis? Umferðarnefnd tbúasamtaka Þingholtanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.