Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ágúst 1979 Minningarsjóður Victors Urbancic T ölvusneiðmy ndatækí keypt til landsins Fjársöínun stendur yfir Minningarsjóður dr. Victors Urbancic hefur ákveðið aðkaupa hingað til lands rannsóknartæki sem nefnist tölvusneiðmynda- tæki, en slik tæki hafa vaidið bylt- ingu I rannsóknum á heila og raunar öðrum liffærum. Tæki þessi eru mjög afkastamikil, en hins vegar afar dýr. t fyrra setti sjóðurinn sér það mark að hefja herferð með fjársöfnun iþessu skyni, og hafa þegar safnast 360.000 krónur. Skorar sjóðs- stjórnin á menn að ieggja eitthvað af mörkum i þessu skyni og er framiögum veitt mótttaka i Bókaversiun isafoldar og Bóka- verslun Snæbjarnar. í frétt frá Minningarsjóðnum segir að honum hafi ætið verið ætlað það hlutverk aö stuðla að bættri þjónustu við sjúklinga á sviði tauga- og heilaskurðlækn- inga. Hefur sjóðurinn á umliðnum árum m.a. styrkt lækna og hjúkrunarfólk til sérnáms á þessu sviði, veitt fé til kaupa á sérfræði- ritum o.fl. en i fyrra ákvað stjórn- in að veita fjárhæð sem fyrsta stofnframlag til kaupa á rann- sóknartæki, sem á islensku hefur verið nefnt tölvusneiðmyndtæki. Var gerð grein fyrir þessu tæki i fréttaauka útvarps nú fyrir nokkrum dögum með viðtali við Auglýsinga- síminn er 81333 sérmenntaðan lækni, örn Smára Arnaldsson. Eins og þar kom fram, hafa tæki þessi valdið byltingu I rann- sóknum á heila og raunar fleiri llffærum ogruttsér mjögtil rúms erlendis, t.d. i nágrannalöndum okkar. Tæki þessi eru mjög afkastamikil, en hins vegar afar dýr og hefur af þessum sökum ekki verið keypt slikt tæki hingað til lands enn sem komið er, en sjúklingar, sem rannsaka hefur þurft, orðið að sæta ófullkomnari rannsóknum hér heima eða fara til útlanda til rannsókna, sem er bæði kostnaðarsamt og mikið álaf á sjúklinginn, sem kunnugt er. Sjóðurinn setti sér það mark i fyrra að hefja herferð með fjársöfnun til að flýta fyrir því, að þetta þjóðþrifamál komist svo fljótt i höfn sem kostur er. 1 þvi skyni veitti stjórn sjóðsins fyrsta framlag I fyrra, svo sem áður er rakið, kr. 160.000. en auk þess söfnuðust kr. 100.000 til viðbótar þegar i stað meðal velunnara sjóðsins og almennings. Eru framlög enn að berast, og má þar fyrst og fremst nefna myndarlegt framlag Þjóðleikhúskórsins, sem dr. Urbanic stjórnaði áður fyrr, enda er kórinn stofnaðili stofn- aðili að sjóðnum. Nú i ár hefur enn verið veitt framlag af fé sjóðsins til þessa máls kr. 100.000. En betur má ef duga skal. Hug- myndin méð þessu framlagi er fyrst og fremst sú að ýta við bæði stjórnvöldum og almenningi i þessu þarfa máli, eins og fram kom i áðurnefndu fréttaviðtali. Menn skyldu minnast þess, að það, sem þeir leggja af mörkum fyrir aðra i þessu skyni nú, getur komið þeim sjálfum til góða siðar. — Framlögum er veitt móttaka I Bókaverslun ísafoldar Austur- stræti 10, og Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Geta má þess, að framlög til sjóðsins eru nú frádráttarbær til skatts, enda sé framvisað kvittun fyrir framlaginu. Carneio sýnir i gallerý Suðurgötu 7 t dag klukkan 20.00 opnar i Galleri Suðurgötu 7 sýning á verkum portúgalans Alberto Carneiro. Hann er fæddur 1937 og hefur unnið mikið af verkum sinum úr náttúrunni. Þar styðst hann við minningar frá æskuár- um sinum en hann bjó lengi vel i nánum tengslum við náttúruna þvi faðir hans er vinyrkjubóndi þar i landi. Á sýningunni i Galleri Suðurgötu 7 eru nokkur verk úr stórri seriu sem Carneiro nefnir Body,Art/Art Body. Carneiro hefur haldið fjölda einkasýninga viðs vegar um jorðina og hann var m.a. fulltrúi Portúgals á Feneyjar Biennale 1976. Sýningin er opin daglega frá kl. 16 til 22 og lýkur 27. ágúst. KR Framhald af 11 siðu leika af skynsemi á hverju sem gekk. Kýlingar út i loftið eru horfnar úr þeim herbúðum sem betur fer. Eins og áður sagði skópu hraðaupphlaupin bæði mörk KR. Þeir eru snöggir þegar i sóknina er komið og nokkrum sinnum brá' fyrir skemmtilegum sóknarrisp- um. Það eru mörkin sem gilda og KR-ingarnir léku stift til sigurs og þeim tókst ætlunarverk sitt. IngH Shagari Framhald af bls. 2 Hinir þrir frambjóðendurnir hluta talsvert minna fylgi. Shagari var náinn samstarfs- maður siðasta kjörna þjóðarleið- toga landsins, Abubakars, sem lét lifið við valdatöku herforingja 1966. Hann dró sig i hlé um tim þar til Gowon herforingi gerði hann að fjármálaráðherra i stjórn sinni 1972-75. Fréttaritari Dagens Nyheter I Lagos segirað Shagari sé fremur litlaus stjórnmálamaður en hæfur skipuleggjandi og búi að öflugri flokksvél. Umfram aðra fram- bjóðendur kvaðst hann mundu beita sér fyrir frjálsum markaðs- öflum og innflutningi erlends fjármagns. í utanrikismálum er hann hins vegar mjög harðorður i afstöðunni til stjórna Suður—Afriku og Zim- babwe/Ródesiu. Aflabrögð Framhald af 12 siðu Þingeyri .... 650 485 Flateyri .... 575 530 Suðureyri .... 810 614 Bolungarvik .... 1082 846 ísafjörður .... 1870 2163 Súðavik .... 392 403 Hólmavik .... 107 250 Alls 6666 6356 Frá 12. mai .... 2512 3028 Skelfisks- Dg rækjuveiöar Alls 9178 9384 Þröstur frá Bildudal aflaði 57,8 lesta af hörpudiski I 15 róðrum, sem fór til vinnslu á Bildudal. Fjórir bátar stunduðu veiðar á úthafsrækju og öfluðu 76,5 lesta í Súðavik lönduðu Sigrún 30,3 lestum og Valur 20,4 lestum en á Isa- firði Guðný 19,0 lestum og Hamraborg 6,8 lestum -mhg Fóstrur Fóstru vantar að leikskólanum i Hvera- gerði frá 1. september. Einnig vantar að- stoðarfólk. Upplýsingar i sima 99-4139. Leikskólinn Síðtún FÖSTUDAGUR: Opið kl. 10- 3. Hljómsveitin Pónik leikur. Diskótek. LAUGARDAGUR: Opið kl. 10-03. Hljómsveitin Pónik leikur. Diskótek. Grilibarinn opinn. Bingó laugardag kl. 15 og þriðjudag kl. 20.30. Hótel Simi 11440 Borg FÖSTUDAGUR: Dansaö til kl. 03. Diskótekið Disa. Partýstem mning siðasta hálftimann. LAUG ARDAGUR: Dansað til ki. 03. Diskótekið Disa. Partýstemmning siðasta hálftimann. SUNNUDAGUR: Dansað til kl. 01. Gömludansáhljóm- sveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Mattý blása lifi i mannskapinn. Matur framreiddur öll kvöld vikunnar frá kl. 18. FIMMTUDAGUR: Rokkó- : tek til kl. 01. Simi 86220 FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 19- 03. Hljómsveitin Glæsir og i Diskótekið Disa. LAUGARDAGUR: Opið kl. 19-03. Hljómsveitin Glæsir og | Diskótekið Disa. SUNNUDAGUR: Opið kl. 19- ] 01. Hljómsveitin Glæsir. | iÁjúbburinn Borgartúni 32 Simi 35355. FÖSTUÐAGUR: Opið kl. j 9-03. Hljómsveitirnar Hafrót ■ og Góögá leika. Diskótek. LAUGARDAGUR: Opið kl. 9-03. Hljómsveitirnar Hafrót | og Góðgá ieika. Diskótek. SUNNUDAGUR: Lokað. HÓTEL LQFTLEIÐIR Simi 22322 BLÓMASALUR: Opið alla daga vikunnar kl. 12-14.30 og 19-22.30. VÍNLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar, 19-23.30, nema um heigar, en þá er opið til kl. 01. Opiö i hádeginu ; kl. 12-14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABUÐIN: Opið alla daga vikunnar kl. 05.00- 20.00. Ingóliscafé Alþýðuhúsinu — simi 12826. FÖSTUDAGUR: Opið kl. 21- 01. Gömlu dansarnir. LAUGARDAGUR: Opið kl. 9-2. Gömlu dansarnir. MUNIÐ.... að áfengi og akstur eiga ekki saman Skálafell sími 82200) FÖSTUDAGUR: Opið kl. 19- 01. Organleikur. LAUGARDAGUR: Opið kl. 12-14.30 og 19-02. Organleik- ur. SUNNUDAGUR: Opið kl. 12- 14.30. og kl. 19-01. Organleikur. Tiskusýning alla fimmtu-; daga. List Framhald af bls. 5. vindkrafti sem sagður er standa á bak við þessa listsköpun er hitt þó vist, að möguleikar brauðdeigs- ins eru talsverðir, og margar myndanna stórskemmtilegar. Þessi sýning verður liklega sú siðasta sem haldin verður á A næstu grösum. Það er ergilegt en satt, að staðurinn er kominn á hausinn. Reksturinn gekk bæri- lega i vetur, en i sumar hefur allt gengið á afturfótunum, og út- skýra eigendurnir það með þvi að Reykvikingar nenni ekki að labba upp á þriðju hæð til að fá sér i svanginn, jafnvel þótt þar séu á boðstólum góðar og ódýrar veit- ingar. _ ih Nota Framhald af bls. 16 ur oliu, þareð steinsteypan kann að skaðast við síendur- tekna ofhitun við æfingarnar. Þá má geta þess, að Suður- nesjatiðindi greindu frá þvi fyrir skömmu, að þau hefðu fengið nafnlausa upphring- ingu af Vellinum, þarsem staðhæftvar að talsvert magn af olíu hafi farið niðuri jörð við æfingar slökkviliðsins. Um það bil kilómetra frá oliuþrónni eru vatnsból fyrir svo kallaða Eyjabyggð, sem var reist fyrir Vestmannaey- inga sem fluttu til Keflavikur i gosinu. Um tvo kildmetra frá æfingasvæðinu eru svo aðal- vatnsból Keflvikinga. Svæðið sem slökkvilið Keflavikur- flugvallar notar fyrir oliu- sprautun sina virðist þvi áð öllu leyti mjög óheppilega val- ið, ef litið er til möguleikanna á mengun grunnvatnsins. -ÖS Kúrdar Framhald af bls. 2 þvi að Kúrdar hefðu tekið borgina Paveh I vesturhluta landsins skammt frá landamærunum við Irak. 2000 liðsmenn Kúrda munu hafa tekið borgina eftir skotbar- daga, sem stóð i einn og hálfan sólarhring. Stjórnarher Iran lagði til atlögu við Kúrda um miðjan júli en hefur litið sem ekkert orðið ágengt. Kúrdar i Iran eru 3,6 miljónir og ráða þeir sinum héruðum að mestu sjálfir. Bardagar brutust út viðborgina Paveh þegar írans- stjórn sendi þangað byltingar- varðmenn i þyrlum, en Kúrdar munu ráða öllum vegum að borg- inni. Gerðu Kúrdar þá árás á borgina og létu fjórir lifið að sögn þeirra áður en tókst að afvopna byltingarvarðmennina. 1 stjórnlagaþingskosningunum á dögunum voru kærleikar með vinstrimönnum og Kúrdum, enda styðja vinstriöflin sjálfstjórnar- kröfu Kúrda. _ _ & SKIPAUTGtRÐ RIKISINS M.S. ESIA fer frá Reykjavik miðviku- daginn 22. p.m. til tsafjarðar °g tekur vörur á eftirtaldar hafnir: tsafjörð, Bolungarvik (Súgandafjörð og Flateyri um tsafjörð), Þingeyri, Patreks- fjörð (Biidudal og Tálknafjörð um Patreksfjörö). Vörumóttaka alla virka daga til 21. þ.m. SKIPAUTGtRÐ RIKISINS M.S. Coster Emmy fer frá Reykjavik föstudaginn 24. þ.m. austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Nes- kaupstað, Seyðisfjörð (Borgarfjörð) og Vopnafjörö. Vörumóttaka alla virka daga til 23. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.